Morgunblaðið - 23.02.2007, Page 39

Morgunblaðið - 23.02.2007, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 39 ✝ Gústaf R. Odds-son fæddist á Ystabæ í Hrísey í Eyjafirði 18. júní 1932. Hann var bráðkvaddur á heimili sínu mánu- daginn 12. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Rannveig Magnúsdóttir hús- freyja, f. 24. maí 1907, d. 1. júlí 1995 og Oddur Ágústsson bóndi, útgerðarmaður og verslunar- eigandi, f. 5. maí 1902, d. 6. október 1993. Systkini Gústafs eru Magna Júlíana, f. 22. júní 1930, maki Óskar Bernhar- dsson, Ágúst, f. 1935, maki Hel- f. 1997 og Halldór Birgir, f. 2003. 2) Markús Gústafsson verslunareigandi, f. 24. maí 1974, sambýliskona Anna Guðný Guðmundsdóttir, f. 23. október 1977, börn þeirra eru Valdís María Smáradóttir, f. 1998 og Mikael Leon, f. 2004. 3) Sonja Stelly Gústafsdóttir iðju- þjálfi, f. 5. desember 1975. Gústaf ólst upp í Hrísey og flutti árið 1952 ásamt fjöl- skyldu sinni til Akureyrar. Gústaf hóf störf sem bílstjóri á Keflavíkurflugvelli og starfaði þar í tæp tvö ár. Árið 1955 hóf hann störf sem leigubílstjóri hjá Bifreiðastöð Oddeyrar á Akureyri. Þar vann hann fram að andláti að undanskildum ein- um vetri þegar hann stundaði enskunám ásamt félaga sínum á Englandi. Útför Gústafs verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. en Oddsson, Rósa, f. 1935, d. 1991, maki Héðinn Svan- bergsson, Gunnþór- unn, f. 7. desember 1936, maki Páll Jónsson og Olga, f. 4. desember 1940, maki Magnús Ás- geirsson. Gústaf kvæntist 3. september 1971 Ute H. Stelly hjúkr- unarfræðingi frá Hamborg í Þýska- landi, f. 26. sept- ember 1942. Börn þeirra eru: 1) Stella Gústafsdóttir deild- arstjóri, f. 31. júlí 1968, sam- býlismaður Ingimar Eydal, f. 20. júní 1966, börn hans eru Ásta Guðrún, f. 1996, Ingimar, Kæri pabbi. Nú ertu farinn og það svo skyndilega, án nokkurs fyrirvara. Smá kveisa, slæmur hósti. Meira virtist það ekki vera. Einhvern veginn bjóst ég við að eitthvað annað en þetta yrði þér að ald- urtila, en svona er lífið, enginn getur séð framtíðina. Á svona tímamótum rifjast upp góðar stundir og minningar. Þær kær- ustu frá mínum yngstu árum eru sögurnar sem þú sagðir mér aftur og aftur, að minni ósk, um ungann sem datt úr hreiðrinu af því að hann vildi ekki borða matinn sinn og af Stjána bláa sem varð svo sterkur af því að borða spínat. Ég skildi held ég fljótt að mér yrðu allir vegir færir ef ég kærði mig um og legði mig fram. Alltaf varst þú til staðar og studdir mig, ekki endilega með orðum en ef mig vantaði aðstoð þá var hún þarna og ef ég taldi að ég gæti ekki eitthvað þá svona eins og hnussaði í þér, ég gæti það víst. Ég geri mér best grein fyrir þessu núna er ég lít um öxl, ég var ekki svo meðvituð um það áður. Þegar ég lagði land undir fót í fram- haldsnám var engar efasemdir á þér að heyra um þá ákvörðun mína að ætla vestur um haf, á vesturströndina, til fjögurra ára dvalar. Á hverju ári þegar nálgast tók jól vildir þú fá mig heim. „Er nokkuð um að vera þarna um jól- in, betra að koma heim, er það ekki?“ Auðvitað má ekki gleyma erfiðu árunum. Árunum þegar þú steigst dans við Bakkus, baráttu þar sem þú hafðir yfirhöndina í lokin sem betur fer. Samskipti okkar á þeim árum voru mjög lituð vegna þessa og ég var þér lengi reið. Núna hin síðari ár varstu alltaf duglegur að hafa samband, koma í heimsókn eða í mat. Jákvæðni þín og glað- værð á slíkum stundum segir margt um þig og aldrei hrökk styggðaryrði af vörum þínum í garð annarra. Alltaf naust þú þess að sitja og spjalla og alltaf var Macintosh-baukurinn við höndina. Frá þér fékk ég margar meistaraviðurkenningar í gegnum árin tengdar vel flestu sem ég tók mér fyrir hendur en þó aðallega matargerð s.s. grillmeistarinn og steikingarmeistarinn. Þú hafðir þína leið til að sýna væntum- þykju. Ég á eftir að minnast og sakna algengra spurninga frá þér eins og: „Er ekki bíllinn góður? Er ekki bíllinn í lagi?“ Nú sann- ast mér hið fornkveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Stella. Pabbi, þá ertu farinn frá okkur. Ég get ekki alveg sætt mig við það og finnst reyndar fáránlegt að ég sé að skrifa minningargrein um þig þegar að ég ætlaði ekki að gera það fyrir en eftir tíu ár í fyrsta lagi, þú áttir svo mikið ógert í lífinu. Þú ætlaðir að keyra í 16 mánuði í viðbót og þá hélt ég að þú færir loksins að slaka að- eins á og fara að lífa lífinu. Ég dáðist alltaf að þér. Þú byrjaðir eldsnemma á morgnana að vinna og varst að langt fram á kvöld, alla daga vikunnar þó að þú værir alveg að verða 75 ára. Enda er skrýtið að hugsa um að þú hefðir orðið 75 ára í sumar, þú leist ekki út fyrir að vera deginum eldri en 65 ára og talaðir þú alltaf um „gamla“ fólkið og áttir þá við fólk sem í sumum tilfellum var mikið yngra en þú sjálfur. Þegar að ég var lítill þá sá ég þig bara í hádeginu og á kvöld- matartíma og ég man að ég neit- aði alltaf að borða nema að þú segðir mér einhverja sögu og er sagan um Stjána bláa alltaf of- arlega í minningunni. Þjónustulund þín í starfi var mikil og þú stjanaðir við „gamla“ fólkið og þá sem minna máttu sín, ósjaldan sá ég þig í Hagkaupum berandi pokana fyrir það. Engu máli skipti hvenær sólarhringsins þetta var, ef Ottó gamli hringdi kl. 17 á aðfangadag varstu rokinn af stað. Það sem þér fannst samt skemmtilegast í starfi var að keyra útlendinga og sýna þeim land og menningu. Þú lagðir alltaf mikla áherslu á að útlendingarnir smökkuðu íslenskan mat og þar var skyrið í miklu uppáhaldi. Ég man sérstaklega eftir því þegar þú varst að keyra fólk frá Japan og það borðaði jafn margar skálar af skyri og þú, þá varstu ánægður með sjálfan þig. Enda fékkstu alltaf kort frá þessum útlending- um þar sem þeir þökkuðu þér fyr- ir frábærar ferðir. Þó að vinnan hafi verið líf þitt og yndi þá voru börnin þín það mesta í þínu lífi. Þú varst svo stoltur af okkur og hvattir okkur áfram. Sérstaklega duglegur varst þú hvetja okkur áfram til náms. Fyrir tæpum 3 árum eignaðist ég soninn Mikael og hann var gimsteininn þinn í þessu lífi, það var nú alltaf mikið fjör þegar að þú komst í heimsókn og færðir Mikael banana og kókómjólk. Erfiðast finnst mér að Mikael fái ekki að kynnast þér betur og svíður mig í hjartað að hugsa um það. En á móti er eins og þú hafir skrifað handritið að andláti þínu sjálfur, fékkst að fara í svefni í Espilundinum, þaðan ætlaðir þú helst aldrei að flytja og þú fékkst að keyra fram á síðasta dag. Elsku pabbi, það er búið að vera gríðarlega erfitt að sætta sig við að þú sért farinn og ég er strax farinn að sakna þín. Ég veit að þú munt fylgjast grannt með okkur í framtíðinni. Blessuð sé minningin þín. Þinn Markús. Gústaf R. Oddsson ✝ Bjarni KristinnIngólfsson fæddist í Ólafsfirði 1. desember 1932. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans 11. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Jens- dóttir, f, 6. janúar 1913, d. 13. mars 1995, og Ingólfur Bjarnason, f. 25. ágúst 1912, d. 17. febrúar 1974. Systkini Bjarna eru Haraldur, f. 3. júní 1934, d. 3. september 1938, Rafn, f. 26. júlí 1944, Hilm- ar, f. 30. september 1948 og Elva Guðrún, f. 15. mars 1956. Bjarni kvænt- ist Báru Sæ- munndsdóttur, frá Vatnsenda 29. des- ember 1968, f. 18. júní 1924. For- eldrar hennar voru Salbjörg Þorleifs- dóttir og Sæmund- ur Jónsson, en þau fluttu frá Haganes- vík í Fljótum til Ólafsfjarðar 1950. Dóttir Báru og Bjarna er Sæbjörg Anna, f. 28. janúar 1969. Útför Bjarna verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Bjarni Ingólfsson, Aðalgötu 7 í Ólafsfirði, er látinn eftir snögg veik- indi sem tóku sig upp óvænt. Bjarni var elstur fimm systkina, barna þeirra Jóhönnu Jensdóttur og Ing- ólfs Bjarnasonar en þau eru bæði látin. Bjarni ólst upp á heimili for- eldra sinna og bjó hjá þeim á Brim- nesvegi 17 eða allt til þess að hann gifti sig og flutti að heiman. Mjög kært var með þeim feðgum Bjarna og Ingólfi. Þeir voru mjög samhentir um það sem þeir tóku sér fyrir hend- ur. Báðir voru laghentir og lék flest í höndum þeirra. Ingólfur var vél- stjóri í öðru frystihúsinu og hafði gott lag á öllum vélum. Hann átti gamlan Dodge-bíl sem hann gerði við sjálfur ef hann bilaði. Þó að Bjarni tæki aldrei bílpróf þá keyrði hann þennan bíl eins og alvanur bíl- stjóri á túninu í kringum húsið og fórst það vel. Bjarni var liðtækur við að hjálpa pabba sínum að byggja hæð ofan á húsið þeirra sem Ingólfur hafði hannað sjálfur og unnu þeir að mestu leyti að því einir. Bjarni vann lengst af í þremur frystihúsum, fyrst í hraðfrystihúsi KEA, bæði við fiskverkun og annað sem til féll í sambandi við frystihús- ið. Aðalvinnufélagar hans voru Ósk- ar Gíslason í Hyrningi og Sigurjón Jónasson og áttu þeir vel saman við hin ýmsu störf í frystihúsinu. Eftir að KEA hætti hraðfrystingu hóf Bjarni störf við Hraðfrystihús Ólafs- fjarðar og vann þar í nokkur ár. Sumarið 1962 tók til starfa Hrað- frystihús Magnúsar Gamalíelssonar og flutti Bjarni sig þangað og var mjög liðtækur við þær vélar sem not- aðar eru við fiskvinnslu og vann mest við flökunarvélina. Eftir að Hraðfrystihús Magnúsar hætti starfaði hann hjá Fiskverkun Sæ- unnar Axels hf. og vann þar allt til þess að hann hætti störfum. Um tíma átti Bjarni trillu með Stefáni Ásberg vini sínum á Þóroddsstöðum sem þeir reru á til fiskjar meira sér til gamans, einnig var hann með kindur í nokkur ár. Bjarni kvæntist Báru Sæmunds- dóttur 1968. Hún átti þá hús að Brekkugötu 14 og þangað flutti hann til hennar. Á Brekkugötunni voru þau til 1975 en þá keyptu þau Að- algötu 7, þar hafði áður verið bakarí, hótel og verslun. Þarna kunnu þau vel við sig, breyttu hótelhæðinni í íbúð og leigðu af og til verslunarhús- næðið á götuhæðinni. Í næsta húsi bjuggu foreldrar Báru, þau Salbjörg og Sæmundur, sem þau sinntu af mikilli alúð, og þótti þeim þægilegra að líta til með þeim með því að hafa þau í nálægðinni. Bjarni var hógvær og dagsfar- sprúður maður, þó að hann færi ekki mikið á meðal fólks þá fylgdist hann grannt með því sem var að gerast í heimabænum og þjóðmálum í gegn- um fjölmiðlana, dagblöð, útvarp og sjónvarp. Maður fékk oft meiri frétt- ir frá honum en þeim sem voru meira á ferðinni, og alltaf var gaman að koma í heimsókn til þeirra Báru og ræða við þau og þiggja góðar veit- ingar. Hann hafði gaman af að fara í gönguferðir bæði með Báru en þó oftar með Sæbjörgu dóttur sinni. Fjölskyldan fór í nokkrar utan- landsferðir með Verkalýðsfélaginu Einingu og hafði Bjarni mjög gaman af þeim ferðalögum. Við myndaskoð- un úr ferðunum var Bjarni glöggur á að muna þá staði sem þau höfðu komið á og sérkenni þeirra. Eftir að dóttir þeirra Sæbjörg flutti til Reykjavíkur dvöldu foreldrar henn- ar oft hjá henni og þá oftast í nokkr- ar vikur. Bjarni kunni vel við sig fyr- ir sunnan, fór í stuttar gönguferðir og í verslanir og hafði þá áhuga á að líta á alls konar verkfæri því hann stundaði trérennismíði heima í frí- stundum meðan hann hafði heilsu til. Ég votta Báru uppeldisystur minni og frænku svo og Sæbjörgu dóttur hennar mína innilegustu sam- úð. Sveinbjörn Sigurðsson frá Vatnsenda. Bjarni Kristinn Ingólfsson Að eiga svona afa er svo dýrmætt. Þarna var alveg hörkukall á ferð og það þýddi ekki að vera með neinn aum- ingjaskap en þrátt fyrir það varstu líka svo blíður, góður, fyndinn og skemmtilegur. Afi, þú hefur kennt mér svo margt eins og t.d. umgengni við dýr. Alltaf þegar ég fór í hest- Þorsteinn Arnar Andrésson ✝ Þorsteinn ArnarAndrésson bif- reiðastjóri fæddist á Saurum í Hraun- hreppi 2. maí 1933. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir í Grafarvogi 1. febr- úar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík 7. febr- úar. húsið til hans lærði ég eitthvað nýtt. Ef ég var eittvað treg til eða hrædd þá sagði hann gjarnan: „Hvað, getur þú þetta ekki, stelpa?“ Þá var nú ekkert ann- að hægt en að bíta á jaxlinn og láta sig hafa það og yfirvinna hræðsluna. Og svo var það afa- kexið sem mátti aldrei klárast á kaffistofunni hjá honum í hesthús- inu. Ég er svo ánægð með að hafa átt sumarbústað við hliðina á þér og ömmu og þannig getað eytt fleiri stundum með ykkur. Þótt maður væri nú oft tregur til að fara upp í bústað sökum unglingaveiki er ég þakklát í dag fyrir að hafa verið „pínd í upp í bústað“ eins og maður kallaði það því þaðan á ég margar minningar um þig eins og úr göngu- ferðunum sem við Andri fórum stundum með þér þó að Andri hafi nú verið duglegri við það. Einnig man ég svo vel eftir því þegar varðeld- urinn var og þið amma tókuð stund- um dansspor eða þegar þú hljópst á eftir manni úti með látum og maður hljóp burt frá þér alveg eins og vit- leysingur. Þetta eru allt dýrmætar minningar sem ég á um þig og er svo þakklát fyrir að eiga og muna. Þegar ég kom og kvaddi þig tók ég í höndina á þér og viti menn, hún var hlý en alltaf þegar maður var lítill og kom inn með kaldar hendur var ekk- ert betra en að lauma litlum lófa í stórar hendur og hlýja sér. Elsku afi, mér þykir alveg óend- anlega vænt um þig og á eftir að sakna þín en ég get huggað mig við að núna ertu frjáls og hættur að vera veikur og ég veit að þú átt eftir að fylgjast með okkur öllum. Guð geymi þig og góða nótt, elsku afi minn. Þín Íris Dögg. Ég var mikið í Melgerðinu hjá Steina og Fífí þegar ég var yngri og alltaf var gott að koma þangað. Ég minnist Steina sem skemmtilegs og glettins frænda sem þreyttist aldrei við að skafa ljúffengar rófur fyrir litlu frænku sína. Mér þykir ægilega vænt um minningar mínar um hann Steina og mun geyma þær vel í hjarta mínu. Með þessu ljóði langar mig að minnast glettna frænda míns sem nú hefur fengið hvíldina. Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. Ég heyri álengdar hófadyninn, ég horfi langt á eftir þér. Og bjart er alltaf um besta vininn og blítt er nafn hans á vörum mér. Þó líði dagar og líði nætur, má lengi rekja gömul spor. Þó kuldinn næði um daladætur, þá dreymir allar um sól og vor. (Davíð Stefánsson) Berglind Dögg Bragadóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.