Morgunblaðið - 23.02.2007, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 23.02.2007, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ásthildur Eyj-ólfsdóttir fædd- ist í Reykjavík 6. desember 1933. Hún andaðist á Landspít- ala – Háskóla- sjúkrahúsi í Foss- vogi 13. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigríður Magn- úsdóttir á Lágum í Ölfusi (hjáleiga frá Hrauni), f. 9. janúar 1896, d. 5. sept- ember 1977, og Eyj- ólfur Guðmundsson frá Móakoti í Ölfusi, f. 5. apríl 1894, d. 20. jan- úar 1988. Systkini Ásthildar eru: Guðrún Marta, f. 9. október 1918, maki Jón Sigurþórsson, látinn, þau skildu; Guðmundur, f. 21. nóv- ember 1919, d. 24. febrúar 2005, maki Guðbjörg Guðlaugsdóttir, f. 12. janúar 1927, d. 10. janúar 1990; Sigrún, f. 28. nóvember 1921, maki Erik Söderin, f. 12. ágúst 1921, d. 16. apríl 1986; Gunnlaugur, f. 15. janúar 1924, d. 4. febrúar 1999, ókvæntur; Magn- ús, f. 28. ágúst 1925, d. 4. október 1999, maki Margrét Sigþórsdóttir, f. 14. september 1930; Ásgeir, f. 4. maí 1929, maki Sigrún Víglunds- dóttir, f. 22. maí 1932; og Kristinn, f. 28. mars 1932, maki Ólöf Hulda Sigfúsdóttir, f. 11. desember 1932. mundi Þórðarsyni, f. 29. júní 1965. Börn þeirra eru Dóra Sóldís, f. 12. apríl 1996, og Ásthildur, f. 23. september 1999. Ásthildur og Þórður hófu sinn búskap á Lindargötu 22a en þaðan fluttu þau á Kleppsveg 20 í sína fyrstu íbúð. Þegar börnunum fjölgaði stækkuðu þau við sig og keyptu sér stærri íbúð í Skipholti 43. Árið 1977 söðluðu þau um og hófu að byggja sér raðhús í Holts- búð 9 í Garðabæ og hafa búið þar alla tíð síðan eða í rúm 30 ár. Áhugamál Ásthildar voru skíða- mennska, útivera og hannyrðir. Ófáa verðlaunagripi hlaut hún fyrir góðan árangur þegar hún keppti fyrir félagið sitt, Skíðadeild Ármanns. Var hún einn af fasta- gestum skíðaskálans í Jósefsdal. Má segja að hún hafi verið einn af brautryðjendum í skíðamennsku kvenna á Íslandi. Margar skíða- ferðirnar fóru þau hjónin til Aust- urríkis, Sviss og Svíþjóðar. Henni var veitt gullmerki SKÍ á 70 ára afmæli Skíðadeildar Ármanns á síðasta ári. Frá árinu 1988 var hún félagi í „Amsterdam-hópnum“ sem er leikfimihópur kvenna í Garðabæ á vegum Stjörnunnar. Ásthildur starfaði á Rann- sóknastofu fiskiðnaðarins frá árinu 1971, þar til hún hætti störf- um vegna aldurs árið 2003, eða í nær 33 ár. Bálför Ásthildar verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Greftrað verður síðar í Garða- kirkjugarði. Hinn 24. desember 1954 giftist Ásthildur Þórði R. Jónssyni off- setprentara frá Hafnarfirði, f. 6. jan- úar 1932. Foreldrar hans voru Guðríður Einarsdóttir frá Merkinesi í Höfnum, f. 14. nóvember 1901, d. 20. janúar 1997, og Jón Hjörtur Jónsson frá Hafnarfirði, f. 21. október 1898, d. 20. mars 1988. Ásthildur og Þórður eiga þrjú börn. Þau eru: 1) Sigríður Björk, f. 8 nóvember 1954, gift Sigurði Óskari Björgvinssyni, f. 9. maí 1953. Börn þeirra eru Eva Dögg, f. 10. desember 1976, sambýlis- maður Davíð Jónsson, f. 16. ágúst 1976. Barn þeirra er Lovísa Björk, f. 10. desember 2004. Björgvin Rafn, f. 2. apríl 1985. 2) Hjörtur, f. 25. apríl 1960, maki Anna Marta Stenfors, f. 19. september 1957, þau skildu. Börn þeirra eru. Katla Erika, f. 7. ágúst 1983, og Örn Er- ik, f. 6. mars 1985. Seinni kona, sambýliskona Hjartar er Eva Hel- ena Alfredson, f. 31. ágúst 1962. Börn þeirra eru Axil Ketill Soph- us, f. 17. apríl 1995; Aron Óðinn Freyr, f. 18. janúar 1997; og Eira Valborgtina, f. 3. ágúst 2001. 3) Harpa, f. 31. mars 1967, gift Ás- Elsku mamma. Ekki grunaði mig að ég ætti eftir að kveðja þig svona fljótt. Þegar þú veiktist trúði ég því að þetta mundi ganga yfir, þú mund- ir nú ná þér fljótt upp úr þessu. Ef einhver gæti náð sér fljótt, þá værir það þú sem varst í svo góðu formi. Búin að stunda leikfimi, sund og gönguferðir í mörg ár og ekki tala ég um skíðin. Rúmlega sjötuga konan sem skíðaði eins og ung kona. Ég hef alltaf verið agalega stolt af þér í fjöll- unum. Ég viðurkenni það að það kom tímabil í lífi mínu sem mér fannst þú heldur gömul skíðakona. Eftir eina skíðaferðina ykkar pabba til útlanda komstu heim með skíðahatt sem þú hafðir keypt. Mér fannst þetta held- ur hallærislegur hattur og ákvað að kalla þig Ásthildi ferkar en mömmu í fjöllunum. Þá heyri ég kallað „Harpa dóttir mín, ætlar þú ekki eina ferð með mér?“ Þú hafðir ótrúlegan húm- or og alltaf stutt í stríðni og glettni. Næsta vetur tók ég hattinn og var alltaf með hann og á hann enn. Það er margt sem þú hefur gefið mér og kennt. Ég hef dáðst að skap- ferli þínu, þú varst aldrei að skamm- ast eða tauta. Ef ég fór í fýlu þá léstu sem ekkert væri og þá var tilgang- inum ekki náð, það þýddi ekkert fyr- ir mig. Ef ég gekk of langt sem kom nú fyrir þá komstu með athugasemd- ir eins og: „Harpa, ætlar þú aldrei að laga til?“ „Hvernig er þetta, þarf aldrei að læra heima í menntaskóla?“ Við höfum átt margar bæjarferðir saman. Við gengum búð úr búð, það gæti verið ódýrara og betra annars staðar. Ég veit nú ekki hvað ég heyrði oft setninguna: „Þetta er nú enginn saumaskapur.“ Ég var nú ekki alltaf ánægð með þessar at- hugasemdir en það sem þú saumaðir og prjónaðir handa mér, hvert lista- verkið á fætur öðru. Ég kunni ekki alltaf að meta það, sérstaklega þegar ég var yngri, en þá klipptir þú miða úr einhverju gömlu og saumaðir í og þá var þetta alveg eins og út úr búð. Þegar ég eignaðist mínar dætur þá fór ég að prjóna undir þinni leið- sögn. Við höfum átt margar stundir saman yfir prjónaskap, skoðað upp- skriftir, garn og liti. Ég byrjaði á ein- hverju en hringdi alltaf í þig til að segja þér hvað ég ætlaði að fara að gera og hvort þú treystir þér til þess að ljúka verkinu sem þú gerðir alltaf. Ég hef nú byrjað á mörgu en gefist upp á miðri leið og þá hefur þú tekið við. Einhver jólin ákvað ég að prjóna vesti á öll börn í fjölskyldunni, eitt- hvað einfalt og litríkt. Ég prjónaði vestin en sat uppi með þúsund enda að ganga frá sem endaði hjá þér og þú varst alla Þorláksmessu að ganga frá endum því mér fannst það svo leiðinlegt. Þegar ég eignaðist mínar dætur þá var ekki hægt að finna betri ömmu. Þú varst svo þolinmóð við þær og kenndir þeim svo margt, þær hafa mist mikið og það verður erfitt þegar litli ófæddi drengurinn kemur í heiminn og fær ekki að kynnast þér. En minningarnar hverfa aldrei og vonandi get ég kennt mínum börnum það sem þú hefur kennt mér. Ég kveð þig með orðunum sem þú sagðir svo oft: Farðu varlega. Þín Harpa. Elsku amma mín. Þú sem ert nú farin í þitt langa og eilífa skíðaferða- lag eins og þú sagðir mér í draumi mínum eina nóttina þegar þú komst til mín. Já, hún Ásthildur amma í Holtsbúðinni eins og ég kallaði hana alltaf frá því ég man eftir mér. Henni var nú margt til lista lagt, bakaði heimsins bestu pönnukökur með sykri út á en einnig var hún mikil prjóna- og saumakona. Ég man sér- staklega eftir því að ég sat í eldhús- inu meðan amma bakaði ofan í mig eins margar pönnukökur og ég gat torgað. Þegar hún svo eignaðist sitt fyrsta langömmubarn heimsótti hún mig upp á fæðingardeild og var hún búin að prjóna stórt hvítt teppi og prjónasett á litlu prinsessuna. Einn- ig man ég eftir öllum kjólunum sem hún saumaði á mig fyrir árshátíðirn- ar í fjölbrautaskólanum og þá hringdi ég bara í ömmu og spurði hana hvort hún vildi ekki sauma eitt stykki kjól á mig og var það alltaf lít- ið mál. Amma var íþróttakona í húð og hár, sérstaklega fannst henni gaman á skíðum og fór ég mikið með henni og afa upp í Bláfjöll. Var það ósjald- an sem ég montaði mig af þeim hvað þau væru dugleg að fara á skíði og þá var hún amma duglegust. Ég man vel eftir því þegar við amma fórum í fyrsta kvennahlaupið sem haldið var í Garðabæ árið 1990 og höfum við alltaf farið saman síðan. Síðasta sumar hlupum við 5 km og ekki hvarflaði að mér þá að það yrði síðasta kvennahlaupið okkar saman. Við Davíð og Lovísa Björk eigum eftir að sakna þín sárt, elsku amma mín. Kveðja. Eva Dögg Sigurðardóttir. Elsku besta amma í heimi. Við höf- um gert svo mikið saman og þú varst langbesta vinkona mín og minntir mig stöðugt á það. Ef þú hefðir ekki verið til staðar í lífinu hefði ég ekki geta prjónað, saumað, lært að búa um rúm og ekki verið með þessa góð- mennsku í hjartanu sem þú kenndir mér. Ég mun alltaf muna þegar þú sóttir mig í skólann og keyrðir mig í fimleika. Þá komstu alltaf með grill- að brauð í álpappír og í hitahanska, og malt að drekka og leyndarmálið okkar var Mars súkkulaði af og til. Þú varst eina manneskjan í öllum heiminum sem nenntir alltaf að spila við mig alls konar spil. Ég kenndi þér spil og þú kenndir mér líka að spila . Þegar ég gisti hjá þér og vaknaði á morgnana fórum við systurnar alltaf upp í rúm til þín og amma sagði þá við afa: „Jæja, Þórður minn, núna er kominn tíminn,“ og þá var afi rekinn niður í rúmið þar og við fengum að kúra hjá ömmu. Ég á nú eftir að sakna bestu rúl- lutertu í heimi sem amma gerði alltaf fyrir afmælið mitt. Ef það var ekki bökuð rúlluterta var bara ekkert af- mæli! Ég á eftir að sakna þín sem lang- bestu vinkonu og langbestu ömmu í heimi. Gullkálfurinn þinn af eilífu, Dóra Sóldís. Til bestu ömmu í heimi. Ó, Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (P. Jónsson) Ég mun einhvern tímann sjá þig en það verður langt þangað til. Ég mun alltaf gráta inni í mér en ég elska alla í fjölskyldunni minni. Þinn gullmoli Ásthildur. Það geta verið forréttindi að fá að alast upp hjá afa og ömmu. Þess varð ég undirrituð aðnjótandi. Þessum forréttindum fylgdi að ég eignaðist tvo bræður, sem voru reyndar móð- urbræður mínir, þeir Þórður og Ein- ar. Ég var um tíu ára gömul er Þórð- ur bróðir kynntist Ásthildi. Fljótlega fékk ég að koma í heimsóknir á Lind- argötuna, því þar byrjuðu þau Ást- hildur búskap. Hún hafði séð um heimili fyrir foreldra sína um nokk- urra ára skeið vegna veikinda móður hennar. Fannst mér stelpunni mjög spenn- andi að koma á Lindargötuna, því þarna var líf og fjör, fullt af ungu fólki. Ásthildur var úr stórum systkina- hópi sem í mínum huga voru allt ung- lingar sem ég leit upp til. Þarna voru bræður Ásthildar, landsfrægir skíða- menn, og hún sjálf bæði fimleika- og skíðakona. Ég var á þeim aldri að það var góður lífsins skóli að fylgjast með þessu unga fólki. Þau Þórður og Ást- hildur voru góðar fyrirmyndir fyrir ungling á mótunarskeiði. Áhugi þeirra á útivist og ferðalögum varð til að ég fór þó nokkrar ferðir með vin- konu minni með Farfuglum, fé- lagsskap sem þau voru virkir félagar í. Með bróður Ásthildar, Magnúsi og konu hans Margréti, fór ég til dæmis í ógleymanlega skíðaferð í Skæru- liðaskálann sem svo var nefndur. Skíðaskálinn í Jósefsdal var annað heimili þeirra Lindargötusystkina, þegar vetrartíminn var kominn. Í minningum mínum frá þessum árum finnst mér Þórður bróðir alltaf vera að taka til nesti og fara í ferðalög og að sjálfsögðu með Ásthildi. Er þau fluttu af Lindargötunni inn á Kleppsveg í sína fyrstu íbúð var ég barnapían er ungu hjónin gerðu sér dagamun. Mér er enn í huga hvað bæði Sigríður Björk og Hjörtur voru alltaf fín í sínum handunnu fötum, er báru vitni myndarskap móðurinnar. Enda varð það Ásthildur sem lagði mér lið, er ég fór að sauma og prjóna á mitt fyrsta barn. Ásthildi á ég líka að þakka, að ég fór mína fyrstu ut- anferð, en það var til systur hennar í Östersund í Svíþjóð. Margar eru minningarnar er ætíð hoppa upp á svona stundum, ljúfar endurminningar, sem ætíð geymast þó árin líði. Ásthildur var alla tíð mikil útivist- ar- og íþróttakona, hún var ungri stúlku á mótunarskeiði góð og heil- brigð fyrirmynd. Hafi hún þökk fyrir allt sem hún kenndi mér. Þórði bróður, börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Hjördís Guðbjörnsdóttir. Mig langar að minnast kærrar vin- konu minnar með fáeinum orðum. Ásthildur vinkona mín er látin. Við höfum verið vinkonur í 55 ár og sam- an í saumaklúbb næstum jafn lengi og alltaf fylgst að í gegnum lífið eftir því sem hægt var eftir að við giftumst og eignuðumst börn. Leiðir okkar lágu fyrst saman er ég byrjaði í fim- leikadeild Ármanns hjá henni Guð- rúnu Níelsen, okkar góða fimleika- kennara. Eftir það fór ég að fara með Ásthildi í Jósefsdal og Ólafsskarð. Við ferðuðumst með Farfuglum á sumrin, það var frábært og alltaf skemmtilegt, þar kynntumst við góðu og traustu fólki, sem er vinir okkar enn í dag. Þar kynntumst við báðar eiginmönnum okkar. Eftir að við átt- um fjölskyldur fórum við líka að ferðast saman í útilegur á sumrin og eftir að Bláfjöllin komu til var okkar stefnumót þar, og ekki síður barnanna okkar, sem undu sér svo vel saman. Þangað fórum við helst hvern einasta laugardag, sunnudag og alla hátíðisdaga á veturna þegar veðrið leyfði. Þá var eins og alltaf væri nægur snjór, það er öðruvísi núna. Það var líka ánægjulegt hvað börnum okkar kom vel saman og þau skemmtu sér vel. Það var líka frábært þegar hún byrjaði í fimleikum í Stjörnunni í Garðabæ, þar sem ég hafði verið í nokkur ár hjá henni Lovísu. Árið 1991 fór Lovísa með okkur 18 konum úr Stjörnunni til Amsterdam á Gymnaestrata, sem var fimm daga fimleikahátíð fyrir áhugafólk um fim- leika. Þetta var alveg ótrúlega skemmtileg og dásamleg ferð og skemmtum við okkur konunglega. Við höfum bundist þessum konum, sem við fórum með, þéttum vináttu- böndum, enda hittumst við á tveggja til þriggja mánaða fresti, förum í göngutúra saman og fáum okkur eitt- hvað gott að borða á eftir heima hjá einhverri okkar. Það er mikið spjallað á þessum fundum og ennþá meira hlegið. Síðasti fundurinn var 23. nóv- ember sl. og datt þá engum í hug að þetta yrði síðasti fundur Ásthildar með okkur öllum. Ásthildur var mín kærasta vin- kona. Ég veit að hún vill ekkert smjaður, hún var bara ekki svoleiðis. Ég verð samt að segja að hún var trú, trygg og traust og alltaf til staðar ef maður þurfti á henni að halda. Oft var hún afskaplega skemmtileg og mjög grínaktug eins og fólkið hennar á kyn til. Ég hef saknað hennar mikið þessar síðustu vikur, sem hún hefur verið veik, og ég veit að ég á eftir að sakna hennar mikið. En það er ekkert mið- að við missi hans Þórðar, þau voru af- skaplega samrýnd. Það verður líka hálftómlegt í fim- leikasalnum í Garðabæ hjá henni Birnu, þar sem við höfum átt stefnu- mót í mörg ár, tvisvar í viku, þegar hana vantar og í lauginni eftir leik- fimina, þar sem við gátum spjallað endalaust og haft skemmtilegt. Ég er þakklát fyrir að hafa átt vin- áttu þína, elsku Ásthildur mín, og ég mun geyma vináttu þína með mér. Við Þórir sendum Þórði, Sigríði, Hirti, Hörpu og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Tíminn læknar. Tíminn græðir. Tár í kyrrþey mýkir lund. Lífsins innstu leyniþræðir leiða huggun á þinn fund. (Brynjólfur Ingvarsson) Guð blessi ykkur öll. Anna. Góð vinkona er fallin frá, svo allt of fljótt eftir stutt veikindastríð. Ásthildur var glaðleg, ljúf og hæg- lát. Við kynntumst fyrir um það bil 40 árum og aldrei fallið skuggi á vináttu- böndin sem hafa styrkst eftir því sem árin liðu. Ásthildur og Þórður hafa verið mér einstakir vinir. Við Ásthildur vorum vinnufélagar í nokkur ár eða þar til hún hætti störf- um. Hún var góður vinnufélagi, sam- viskusöm og vandvirk. Það var alveg sama á hverju hún snerti, hún kastaði aldrei höndum til nokkurs verks. Þess ber vott öll handavinna hennar. Allt lék í höndunum á henni, hvort sem það var að sauma, prjóna eða hekla. Smekkvísi og frábært hand- bragð leyndu sér ekki og naut hún sín best ef verkefnið var flókið og vanda- samt. Fjölskylda og vinir nutu góðs af allri þeirri vinnu sem hún innti af hendi. Ásthildur bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir brjósti og nutu þau öll umönnunar og umhyggju hennar. Í mörg ár höfum við verið saman í leikfimi. Hópurinn hefur tengst góð- um vináttuböndum. Við höfum farið saman í ferðalög innanlands og utan. Síðast fórum við í október sl. Ásthild- ur kom með í þá ferð þótt veikindin væru farin að gera vart við sig. Hún bar sig vel og kvartaði ekki. Hún tók veikindum sínum af miklu æðruleysi. Ásthildar verður sárt saknað úr hópnum. Fjölskyldan sér á eftir elskulegri móður, ömmu og langömmu. Mestur er þó missir Þórðar. Hann sýndi Ást- hildi einstaka umhyggju í veikindum hennar. Ég þakka mikla tryggð og vináttu. Hvíl í friði, kæra vinkona. Erla Karelsdóttir. Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest, að fegursta gjöf sem þú gefur, er gjöfin sem varla sést: Ástúð í andartaki, augað sem glaðlegt hlær, hlýja í handartaki hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson) Þetta fallega ljóð Úlfs Ragnarsson- ar kemur upp í huga minn þegar við kveðjum í dag Ásthildi Eyjólfs- dóttur. Ég kynntist henni þegar hún kom til okkar í leikfimihóp Stjörnunnar. Við æfðum þá reglulega undir minni stjórn í íþróttahúsinu Ás- garði í Garðabæ. Það var snemma á árinu 1991 sem undirbúningur að þátttöku í alþjóðlegri fimleikahátíð í Amsterdam í Hollandi þá um sumarið hófst hjá okkur. Við vorum 19 kon- urnar. Ásthildur var í þessum hópi sem fékk nafnið Amsterdamhópur- inn. Allur undirbúningurinn reyndi á samheldni innan hópsins. Mér varð fljótt ljóst að Ásthildur var kona sem hægt var að treysta á. Hún var dul en Ásthildur Eyjólfsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.