Morgunblaðið - 23.02.2007, Side 56
56 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
GRETTIR, ERTU NOKKUÐ
ÖFUNDSJÚKUR VEGNA ÞESS AÐ
ÉG FER ALLAF AÐ HITTA LÍSU?
NEI? ÞÚ ERT NÚ
EKKI ÞAÐ
FRÁBÆR
BARA 28
DAGAR Í
AFMÆLIS-
DAG
BEET-
HOVEN!
HVERT FER
EIGINLEGA TÍMINN?
LANGAR YKKUR Í VATN?
ÉG ER MEÐ FULLA KÖNNU AF
VATNI HÉRNA...
ÞAÐ ER ÉG SEM RÆÐ
HVORT ÞIÐ FÁIÐ VATN!
ÖRLÖG YKKAR ERU Í MÍNUM
HÖNDUM! ÉG STJÓRNA
LÍFUM YKKAR!
ÁN MÍN MUNIÐ ÞIÐ
DEYJA! ÁN MÍN ÞÁ FÁIÐ
ÞIÐ EKKERT...
ÉG GET EKKI HÆTT AÐ
HUGSA UM STORMINN SEM
KOM SÍÐASTA VETUR
EKKI
ÉG
HELDUR
ÉG HUGSA UM HANN Í HVERT
EINASTA SKIPTI SEM ÞAÐ RIGNIR
VELDU EINN
EF ÞÚ VILT
KOMAST AÐ
ÞVÍ HVORT
ÞÚ SÉRT
FALLEGASTA
KONA Í HEIMI...
VELDU TVO
FYRIR...
ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ VIÐ
SÉUM AÐ MISSA ÞENNAN
SAMNING
JÁ, ALLT Í EINU
ER STÆRSTI
VIÐSKIPTAVINUR
OKKAR HORFINN
ÞETTA ER ÞAÐ
SLÆMA VIÐ ÞAÐ
AÐ EIGA FYRIR-
TÆKI. MAÐUR
HRÆÐIST ALLTAF
FRAMTÍÐINA
EKKI HAFA
ÁHYGGJUR. ÖLL
MERKI BENDA
TIL ÞESS AÐ
OKKUR MUNI
VEGNA VEL
HVEN-
ÆR
GERIST
ÞAÐ?
ERFITT AÐ
SEGJA. KÚLAN
SVARAR BARA
„JÁ OG NEI“
SPURNINGUM
EF AÐ BLÓÐIÐ
MITT ER Í ALVÖRU
JAFN STERKT
OG ÞÚ
SEGIR...
ÞÁ ER
EKKERT
AÐ MÉR,
ER ÞAÐ
NOKKUÐ?
OG ÉG GET FENGIÐ
HEILBRIGÐIS-
TRYGGINGUNA
EKKI
STRAX
ÉG ER BÚINN AÐ BÓKA ÞIG
Í FREKARI RANNSÓKNIR Á
SPÍTALANUM Í DAG
Í LJÓSI þess að Jude Law er orðinn
„Íslandsvinur“ hafa Sambíóin ákveð-
ið að frumsýna kvikmyndina Break-
ing and Entering í dag.
Í Breaking and Entering er sögð
saga af glæpum og tilfinningum. Will
(Jude Law) og vinkona hans Sandy
(Martin Freeman) reka landslags-
arkitektúrstofu sem þau flytja í
King’s Cross hverfið í London.
Staðsetning stofunnar vekur aftur
og aftur athygli gengjameðlima og
þjófa. Það endar með því að Will fær
nóg af innbrotunum og eltir einn af
ungu þjófunum, Miro (Rafi Gavron)
til heimilis hans þar sem hann býr
með móður sinni Amira (Juliette Bi-
noche), bosnískum flóttamanni.
Will býr með kærustu sinni Liv
(Robin Wright Penn) sem eyðir
mestum tíma sínum í að hafa áhyggj-
ur af unglingaveikri 13 ára dóttur
sinni Bea (Poppy Roger).
Will vingast við Amiru til að rann-
saka innbrotið nánar en vinátta
þeirra tekur óvænta stefnu. Amira
kemst að því að sonur hennar rændi
Will og í tilraun til að vernda hann
mútar hún Will. Líf hans er þegar í
kreppu og við múturnar fer hann að
kanna villtari hliðar á sjálfum sér og
villtari hliðar borgarinnar.
Leikstjóri Breaking and Entering
er Anthony Minghella sem leikstýrði
m.a. Truly Madly Deeply, Cold
Mountain, The Talented Mr. Ripley
og The English Patient.
Frumsýning | Breaking and Entering
Hjartaknúsari Sambíóin grípa gæsina og sýna mynd með Jude Law.
Þreyttur á þjófnaði
Erlendir dómar:
Metacritic 56/100
Los Angeles Times 70/100
Rolling Stone 63/100
Variety 60/100
Entertainment Weekly 58/100
The New York Times 40/100
(allt skv. Metacritic).
Háskóli Íslands efnir til fyr-irlestraraðar í tilefni afári jarðarinnar undir yf-irskriftinni Undur ver-
aldar. Á morgun laugardag mun
Freysteinn Sigmundsson sérfræð-
ingur hjá Jarðvísindastofnun Háskól-
ans flytja fyrirlesturinn „Seiga Ís-
land: hvernig hreyfist jarðskorpan?“
„Undanfarinn áratug hefur miklum
upplýsingum verið safnað með rann-
sóknum á hegðun íslensku jarðskorp-
unnar. Gervitunglatækni hefur gert
það kleift að mæla hreyfingar jarð-
skorpunnar með mikilli nákvæmni,
bæði með GPS-landmælingum og
svokölluðum bylgjuvíxlmælingum úr
ratsjárgervitunglum,“ segir Frey-
steinn. „Hópur vísindamanna við ís-
lenskar rannsóknarstofnanir í sam-
starfi við erlenda rannsakendur hafa
nú unnið úr þessum upplýsingum
skýra mynd af jarðskorpuhreyfingum
hér og mun ég í fyrirlestrinum greina
frá helstu niðurstöðum um eðli og or-
sakir hreyfinganna.“
Freysteinn segir jarðskorpuna á
Íslandi hreyfast hægt en örugglega:
„Að meðaltali lengist fjarlægðin milli
austur- og vesturhluta landsins um 2
millimetra á mánuði, en eins og flestir
þekkja er Ísland á mörkum tveggja
fleka sem reka hvor frá öðrum. Þessi
tognun er stöðug og jöfn þegar mælt
er langt frá rekbeltunum, s.s. í
Reykjavík en skrykkjótt á rekbelt-
unum miðjum og getur jarðskorpan
þar gengið til í kippum frá einum til
þremur metrum með jarðskjálftum
og eldgosum,“ segir Freysteinn.
„Rannsóknir síðustu ára hafa hins
vegar leitt í ljós að sú spenna sem
leiðir af þessari tognun á sér aðeins
stað í efstu 5 til 10 kílómetrum jarð-
skorpunnar, en jarðskorpa íslands er
um 20-40 km þykk. Þá hegðar neðri
hluti jarðskorpunnar sér eins og seig-
fljótandi vökvi yfir lengri tíma, þó hún
sé í föstu formi, og hnígur og rís á
svipaðan hátt og t.d. heitt malbik.“
Að sögn Freysteins sýna nið-
urstöður rannsóknanna okkur mikið
um þróun landsins: „Seigur vökvi rís
þegar fargi er af honum létt og jarð-
skorpan gerir það sama nú þegar
jöklar minnka vegna hlýnandi veð-
urfars. Vegna rýrnunar Vatnajökuls
síðustu 100 ár hefur land þar undir
risið hratt á jarðfræðilegan mæli-
kvarða. Breyting á veðurfari hefur
þannig ekki aðeins áhrif á jökla og yf-
irborð lands heldur einnig á jarð-
skorpuna sjálfa. Til lengri tíma getur
þessi hreyfing t.d. haft áhrif á sjáv-
arstöðu og má vænta þess að land
næst jöklinum hækki um 2,5 senti-
metra á ári,“ segir Freysteinn. „Þessi
þekking kennir okkur margt um
landnytjar á Suð-Austurlandi, en þeg-
ar Ísland var fyrst numið voru jöklar
miklu minni en í dag. Þeir stækkuðu
mikið á síðari öldum, og við það má
ætla að sig jarðskorpunnar hafi m.a.
spillt jörðum við strandlengjuna á
svæðinu.“
Freysteinn flytur fyrirlestur sinn í
stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi
HÍ kl. 14. Aðgangur er ókeypis og öll-
um heimill en efni fyrirlestrarins
verður sett fram auðskiljanlegan
hátt.
Vísindi | Fyrirlestur á morgun kl. 14 um nýj-
ar rannsóknir á íslensku jarðskorpunni
Seig jarðskorpa
Íslands
Freysteinn
Sigmundsson
fæddist í Reykja-
vík 1966. Hann
lauk stúdents-
prófi frá MH
1985, B.S. gráðu
í jarðeðlisfræði
frá Háskóla Ís-
lands 1988,
meistaranámi við sama skóla 1990
og doktorsgráðu frá University of
Colorado í Boulder árið 1992. Frey-
steinn starfaði á Norrænu eld-
fjallastöðinni frá 1992, síðar Nor-
ræna eldfjallasetrinu á
Jarðvísindastofnun Háskólans. Eig-
inkona Freysteins er Ástþrúður Sif
Sveinsdóttir bókasafnsfræðingur
og eiga þau þrjú börn.