Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 . TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is DEXTER Í KVÖLD KL. 22.30 Á SKJÁEINUM Dexter starfar í rannsóknardeild lögreglunnar á daginn en er raðmorðingi á kvöldin. Hann drepur bara þá sem eiga það skilið. ÓSKAR FRÆNDI SÆBJÖRN VALDIMARSSON VELTIR FYRIR SÉR LÍKLEGUM SIGURVEGURUM >> 24 FRÁ PALESTÍNU TIL PATREKSFJARÐAR EL-JABALI ÍSLENSKUR ARABI >> 22 GIORGIO Napolitano, forseti Ítalíu, fór þess í gær á leit við Romano Prodi að hann sæti áfram sem for- sætisráðherra en leitaði jafnframt sem fyrst eftir stuðningsyfirlýsingu þingheims við stjórn sína. Prodi sagði af sér á miðvikudag eftir ósig- ur í atkvæðagreiðslu á þingi. Vikuspegill Prodi gert að leita stuðnings HARALDUR Reynisson lifir fyrir tónlist sína og hefur gefið út sjö diska. Hann óttast ekki ofurveldi fárra í tónlistinni og segist raunsær, en ætlar að lifa af tónlistinni. Har- aldur er ættaður úr Borgarfirðinum, en kallar Breiðholtið sveitina sína. Daglegt líf Beinskeyttur Breiðhyltingur YFIRLITSSÝNING á verkum lista- mannahópsins Cobra verður sett upp í Reykjavík í maí. Hópurinn var stofnaður 1948 og hefur haft mikil áhrif. Svavar Guðnason sýndi á flestum sýningum hópsins, en aðrir Íslendingar tengdust honum. Menning Byltingarkennt hugarfar Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is ORGANISTINN Haukur Guðlaugs- son sest við píanóið á heimili sínu á Laufásvegi og ræður ekki við fing- urna, sem byrja að dansa á hljóm- borðinu. „Þetta er sjöundarhljómur,“ segir hann brosandi. „Þarftu nokkuð að tala við mig? Á ég ekki bara að spila á píanóið?“ Haukur er 76 ára og greindist fyrst með psoriasis liðagigt fyrir 25 árum. „Það byrjaði fyrst í hægri þumal- fingrinum og færðist síðan í flesta fingur. En því var haldið niðri með sprautum. Það er ótrúlegt að ég er búinn að fá að minnsta kosti á annað hundrað sprautur, bara í fingurliðina. Á tímabili kom þetta í lófann og þá gat ég ekki spilað nema með hægri hendi. En það var hægt að lækna það líka með sprautu.“ – Óttaðistu aldrei að þurfa að hætta að spila? „Eiginlega ekki,“ segir Haukur og hlær. „Einhvern veginn tók maður þessu. Ætli ég hafi ekki hugsað eins og frændi minn: „Einn fær þetta og annar fær hitt.“ Og hann var með nýrnasteina – mjög sársaukafulla!“ Haukur segist hafa verið mjög heppinn að lenda hjá góðum lækni, sem hafi verið flinkur að sprauta. „En ég hætti í raun og veru aldrei að spila. Þegar Ragnar í Smára var jarðaður, þá vildi Árni Kristjánsson endilega að ég spilaði. Ég gerði það, en ég gat ekki spilað nema verk sem var ein- raddað með hægri hendinni. En það tímabil gekk yfir og ég hef ekki verið svona slæmur síðan.“ Steralyfjum hefur verið sprautað í fingurliðina á Hauki og fyrir sex mánuðum byrjaði hann á líftæknilyf- inu Remicade. Það reyndist ekki henta honum og eftir sex mánuði byrjaði hann á öðru líftæknilyfi, Humira. „Ég finn ekkert fyrir því sem slíku, nema að mér líður vel.“ Áður hafði Haukur verið á Sand- immun í tvo áratugi, en þar sem það reynir á nýrun var óttast að álagið væri orðið of mikið, svo skipt var um lyfjameðferð. – Spilarðu mikið? „Á hverjum degi. Ég er svo hepp- inn að orgelið er mitt annað hljóðfæri og á það spilar maður líka með fót- unum, þannig að það deilist niður á líkamann,“ segir Haukur og bætir við eftir stundarþögn: „Það hefur hvarfl- að að mér að ef ég hætti alveg að geta spilað með höndunum, þá gæti ég nú alltaf spilað með fótunum.“ Haukur Guðlaugsson organisti óttaðist aldrei að þurfa að hætta að spila Morgunblaðið/Ómar Organistinn Haukur Guðlaugsson spilar á hverjum degi þrátt fyrir að vera með psoriasis liðagigt, sem byrjaði í þumli og færðist í flesta fingur, en steralyfjum er sprautað í fingurliðina og hann er á líftæknilyfinu Humira. Þá hefði ég alltaf getað spilað með fótunum Lyfjaframþróun hefur aukið lífsgæði en lyfjakostnaður fer ört vaxandi 95 UMSÓKNIR um styrki bárust í Umhverfis- og orkurannsóknarsjóð OR en frestur til að skila inn umsóknum rann út 15. febrúar sl. Alls verð- ur úthlutað 100 milljónum króna úr sjóðnum en heildarfjárhæð um- sókna nam 450 milljónum. Þess má geta að heildarfjármagnið, sem um- sækjendur gera ráð fyrir að auki, er um 600 milljónir. Tilkynnt verður um úthlutun styrkja í byrjun apríl. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður OR og umhverfis- og orkurannsóknarsjóðs fyrirtækisins, segir fjölda umsókna framar björt- ustu vonum. „Þetta sýnir að það er mikil eftirspurn og áhugi á umhverf- isvænni orku og þeim möguleikum sem slík framleiðsla býður upp á.“ 95 sóttu um hjá OR Vandratað einstigi Líftæknilyf hafa valdið bylt- ingu í lífi sjúklinga. Kostnaður er meiri en áður hefur þekkst og vekur það áleitnar spurn- ingar í heilbrigðiskerfinu. » 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.