Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 28
evróvisjón
28 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Verið velkomin á fyrirlestraröð
Umhverfisstofnunar
Að þessu sinni heitir fyrirlesturinn:
Merking matvæla
Fyrirlesari er: Jónína Stefánsdóttir, matvælafræðingur hjá
Umhverfisstofnun.
Fjallað verður um niðurstöður úr norrænni könnun á afstöðu neyt-
enda til merkinga matvæla, eftirlitsverkefni Umhverfisstofnunar og
Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga um merkingar tilbúinna matvæla,
nýjustu breytingar og væntanlega breytingu á reglugerð um
merkingar matvæla.
Allir velkomnir.
Heitt á könnunni.
Þriðjudaginn 27. febrúar kl. 15–16 á 5. hæð
Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24.
S
veinn Rúnar Sigurðsson
er maður sem hefur mörg
andlit en er samkvæmur
sjálfum sér. Hann er lög-
giltur verðbréfasali og
tónskáld og aldrei að vita nema hann
bæti starfsheitinu tannlæknir fyrir
aftan nafn sitt fyrr eða síðar. Hann
er síðast en ekki síst ábyrgur fyrir
því að Eiríkur Hauksson ætlar að
þenja kraftmikla rödd sína og hrista
rauðan makkann á sviðinu í Evró-
visjónkeppninni í Helsinki í Finn-
landi í maí. Lagið sem Eiki flytur
heitir „Ég les í lófa þínum“ og er
ekki fyrsta Evróvisjónlagið sem
Sveinn semur. Hann hefur nefnilega
áður tekið þátt í keppninni heima og
að heiman og söng Jón Jósep Snæ-
björnsson lag hans „Heaven“ í Ist-
anbúl 2004.
„Ég fæddist á aðfangadag árið
1976 og framvísa ekki debetkorti án
þess að fólk segi að ég sé sannkall-
aður Jóla-Sveinn! Þá dregur maður
fram stirða fermingarbrosið og
kinkar kolli til samlætis,“ segir
Sveinn, sem heitir í höfuðið á afa sín-
um.
Hann eyddi æskuárunum á Sel-
tjarnarnesi og í Garðabæ en það var
ekki fyrr en hann hóf nám við Versl-
unarskóla Íslands að hann fór að
læra á hljóðfæri. „Ég fór samhliða
að læra á píanó og kirkjuorgel. Fe-
renc Utassy, ungverski píanókenn-
arinn minn, sagði við mig að ég yrði
aldrei góður því ég byrjaði svo seint
að læra. Ég efldist við mótlætið og
fór að leggja afskaplega hart að mér
samhliða því að semja tónlist,“ segir
Sveinn en hann náði langt í tónlistar-
náminu á skömmum tíma.
„Fyrsta skiptið sem ég spilaði op-
inberlega var þegar ég flutti frum-
samið lag í Valsheimilinu 1993 í úr-
slitakeppni Gettu betur.“
Eftir menntaskóla fór hann í við-
skiptafræðinám við Háskóla Íslands
og tók svo próf í verðbréfamiðlun.
„Fyrir fimm árum fannst mér ég
ekki vera alveg á þeim stað í lífinu
sem ég óskaði mér. Ég vildi meira
frelsi til athafna. Ég er frekar ör að
eðlisfari,“ segir Sveinn.
Viðskiptahugmynd varð til
„Ég fékk styrk til að vinna að við-
skiptahugmynd og sótti innblástur í
starfið sem ég var að vinna þá hjá
Tali. Hugmyndin fékk góðan hljóm-
grunn hjá Impru og Nýsköpunar-
sjóði og úr henni spratt fyrirtæki. Í
fyrstu vorum við bara tveir, fyrir
tveimur árum fimm en núna á einu
ári hefur starfsmönnum fjölgað í 95,
sem starfa hjá fjórum dóttur-
félögum. Við erum með skrifstofur í
London, Noregi og Rússlandi þar
sem nærri öll kjarnastarfsemin er
nú flutt,“ segir hann en fyrirtækið,
YPS-Software, þróar hugbúnað fyr-
ir farsímafélög og netveitur.
„Þetta er búið að vera afskaplega
skemmtilegt og lærdómsríkt. Ekki
aðeins er maður búinn að tileinka
sér nýtt mál, rússneskuna, heldur
líka nýjan hugsunarhátt. Gríðarlega
gaman að verða vitni að þeirri hröðu
uppbyggingu sem á sér stað í Rúss-
landi. Við erum með stórar starfs-
stöðvar í Moskvu, en þar starfa á
okkar vegum um 50 manns í tveimur
sjálfstæðum fyrirtækjum innan
eignarhaldsfélagsins,“ útskýrir
Sveinn sem er ennþá einn stærsti
eigandi félagsins ásamt Norðmann-
inum Stig Torvlund og nokkrum
öðrum Íslendingum og Bretum.
Hann segir að erfiðasta tímabilið í
að koma fyrirtæki á legg hafi verið
þegar hann vann einn í því að þróa
hugbúnaðinn í heilt ár. „Þetta var
mjög erfitt því ég er mikil félagsvera
og á marga vini. Ég sat á rassinum í
eitt ár með pítsukassastafla út um
alla íbúð. Mömmu var hætt að
standa á sama, – ég var farinn að
sofna í sófanum á kvöldin,“ segir
hann.
„Eftir á að hyggja er ég stoltastur
af því að hafa skapað atvinnu. Það er
mikið að bera ábyrgð á velferð ann-
arra. Það tekur langan tíma að læra
það og venjast því en tilfinningin er
góð.“
Samhentur hópur í Debrecen
Þótt Sveinn sé ekki hefðbundinn
níu-til-fimm-maður hefur hann held-
ur ekki áhuga á því að vinna 16 tíma
á sólarhring, það sem eftir er, eins
og raunin hefur verið síðustu ár.
„Félagið er að öllum líkindum að
fara á markað í Noregi í haust. Ég
hugsa að þá stígi ég út úr þessu að
stærstu leyti hvað vinnuna varðar.
Mig langar til að gefa mér tíma til að
sækja meira nám, námsins sjálfs og
þekkingarlöngunarinnar vegna.“
Svarið um hvað verði þá væntanlega
fyrir valinu kemur á óvart því það er
ótengt bæði viðskiptum og tónlist.
„Ég hugsa að það verði tannlækn-
ingar.“
Hann býr að minnsta kosti á rétt-
um stað því hann flutti til Debrecen í
Ungverjalandi fyrir hálfu ári. Kær-
asta hans, Anna Dögg Einarsdóttir,
er þar í tannlæknanámi, en í borg-
inni eru búsettir um sextíu Íslend-
ingar sem flestir eru í námi í lækn-
isfræði og tannlækningum. „Þetta er
einstaklega samheldinn hópur,“ seg-
ir Sveinn, sem er ánægður í Ung-
verjalandi. „Ég er kominn með gríð-
arlegan áhuga á austur-evrópskri
menningu og vil hvergi annars stað-
ar vera,“ útskýrir hann.
„Debrecen er meiriháttar borg,
lítið um vestræn áhrif og meira um
kjötsúpu en McDonald’s.“
Parið er búið að koma sér ágæt-
lega fyrir. „Við keyptum villu á sama
verði og lítið parhús hérna heima,“
segir hann.
Til marks um hvað Íslendinga-
samfélagið í Debrecen er samhent
þá komu tveir félagar hans hingað til
lands til að taka þátt í Söngvakeppni
Sjónvarpsins með honum.
„Axel Þór Þórisson og Sigurbjörn
Þór Þórsson tóku slaginn með Eika
á sviðinu en þeir spiluðu á gítar og
bassa,“ segir hann en eins og gefur
að skilja var á úrslitakvöldinu haldið
stórt evróvisjónpartí í Debrecen.
Íslandsmet í Evróvisjón
Keppnin er nokkuð sem Sveinn
þekkir vel. „Ég er frekar viss um að
ég eigi það sem einhverjum þykir
vera vafasamt Íslandsmet, það er
met í fjölda evróvisjónlaga. Lögin
eru orðin sjö sem hafa farið í loka-
keppni, öll nema eitt í íslensku úr-
slitin og tvö alla leið,“ segir Sveinn.
Lagafjöldinn táknar þó ekki að hann
hafi verið með í sjö ár heldur hefur
hann átt mörg lög í sömu keppnum.
„Ég er farinn að finna mikið fyrir
því að fólk heldur að ég skjóti upp
kollinum einu sinni á ári og eyði öllu
árinu í að semja evróvisjónlög,“ seg-
ir hann en sú er ekki raunin.
Hann hefur samið lög fyrir lista-
menn í Argentínu, Suður-Afríku,
Ástralíu og Finnlandi, þar sem hann
hefur mikið starfað. „Þetta er allt frá
klassík yfir í þriggja mínútna popp-
lög,“ segir hann.
Fólkið hefur einmitt komist í sam-
band við hann af því hann tók þátt í
Evróvisjón. „Keppnin er frábært
tækifæri fyrir íslenskt tónlistar-
fólk,“ segir Sveinn, sem er ekki sátt-
ur við það viðhorf sem margir ís-
lenskir tónlistarmenn hafa til
keppninnar.
Hann segir tónlistarmenn vel geta
haldið sig við sína list og listamanns-
heiður þeirra sé ekki í húfi. „Öðrum
reglum en að lagið sé þrjár mínútur
þarf ekki að fylgja,“ segir hann.
Eiki Hauks mesti töffarinn
„Eiríkur Hauksson er mesti töff-
ari sem ég hef kynnst á ævinni.
Hann tekst á við margvísleg verk-
efni án þess að fórna listamanns-
heiðri sínum. Hann hefði ekki verið
með nú ef ég hefði borið á borð fyrir
hann hefðbundið evróvisjónlag með
þremur upphækkunum. Ég bauð
honum flott lag sem hentaði hon-
um.“
Eiríkur vildi í fyrstu ekki taka
þátt. „Hann sagði nei en ég gekk á
eftir honum, hafði á tilfinningunni að
hann hefði ekki hlustað á lagið,“ seg-
ir Sveinn og getur þjóðin nú glaðst
yfir því að Eika snerist hugur. „Ég
fæ flestu sem ég vil framgengt um
þessar mundir. Ég held að það sé
vegna þess að ef maður er ekki harð-
ur í viðskiptum í Rússlandi endar
maður bara ofan í ruslatunnu ein-
hvers staðar. Það er góður skóli og
maður er orðinn harður í samninga-
viðræðum fyrir vikið,“ segir Sveinn
og brosir.
Hann er ekki sammála þeim sem
finnst Evróvisjón hallærisleg
keppni. „Það er frekar að lögin geti
verið vond en að keppnin sé glötuð.
Það er ákveðin lenska að segja að
keppnin sé glötuð ef illa hefur geng-
ið.“
Undanfarin ár hafa mörg atriði
einkennst af sýndarmennsku og
íburðarmiklum búningum. Silvía
Nótt fellur í þann flokk og líka sig-
urvegararnir Lordi, þó með öðrum
hætti. Búningaatriði ýmiss konar
hafa gjarnan vakið athygli í Evró-
visjón en Sveinn og félagar ákváðu
að veðja ekki á neinn íburð að þessu
sinni. „Við ákváðum að vera ekki í
neinum búningum, heldur í okkar
eigin fötum og standa og falla með
lagi og flutningi. Ég vona innilega að
á næsta ári leggi menn upp í keppn-
ina án þess hugsa sértaklega um
hvernig evróvisjónlag eigi að hljóma.
Ég vona að sem flestir taki þátt í
henni.“
Á sama hátt hefur hann orðið var
við vissa fordóma félaga sinna úr
klassíska tónlistarheiminum gegn
keppninni. „Menn verða að bera
virðingu fyrir annars konar tónlist.
Hvað gott er og slæmt í tónlist er
háð gildismati. Það er ekkert rétt
eða rangt. Á meðan óperusöngvarar
geta ekki sungið popplög eins og á
að syngja þau eiga þeir að bera virð-
ingu fyrir því sem popparar eru að
gera og öfugt.“
Í þessu sambandi minnist hann á
ummæli Bubba Morthens um
keppnina. „Hann lýsti því yfir í
beinni útsendingu í keppninni sjálfri
að hann myndi aldrei taka þátt í
henni. Að sama skapi er ég þess full-
viss að hundrað millljón Evrópubúar
munu aldrei heyra tónlist Ásbjarn-
ar.“
Skemmta og aftur skemmta
Með hvaða viðhorfi ætlar Sveinn
Rúnar að mæta til leiks í Helsinki í
vor? „Það væri virkilega ánægjulegt
að komast áfram í úrslitin á laugar-
dagskvöldinu og geta boðið upp á tvö
evróvisjónpartí. Við ætlum að verða
flottastir í augum landsmanna okkar
og skemmta, skemmta og aftur
skemmta.“
„Heaven“ með Jónsa var spáð
mikilli velgengni árið 2004 og gengu
margar vefsíður svo langt að spá því
sigri en lagið hafnaði í 19. sæti.
„Manni brá eilítið en lærir að sama
skapi af reynslunni,“ segir Sveinn,
sem ætlar ekki að hlusta á spár með
sama hætti nú.
Hann tók þátt í Söngvakeppni
Sjónvarpsins í fyrsta skipti árið
2003. „Þá samdi ég lag um hundinn
minn sem drapst á fjögurra ára af-
mæli sínu úr flogaveiki. Eini textinn
sem ég hef gert sjálfur var við það
Morgunblaðið/G.Rúnar
Afkastamikill Sveinn Rúnar Sigurðsson tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrsta skipti árið 2003. Alls hefur
hann átt sjö evróvisjónlög, þar af hafa tvö náð alla leið en „Ég les í lófa þínum“ fer til Helsinki í vor.
Ekki með
lög á lager
Austurhluti Evrópu er orðinn áberandi í Evróvisjón og
því hlýtur að vera heppilegt að höfundur íslenska lags-
ins í úrslitakeppninni skuli stunda viðskipti í Rússlandi
og búa í Ungverjalandi. Sveinn Rúnar Sigurðsson sagði
Ingu Rún Sigurðardóttur frá ást sinni á Austur-
Evrópu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
og líka samningaviðræðunum við Eika Hauks.