Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „ÞAÐ er bara búin að vera veiði hérna nokkra daga vestur af Reykjanesinu. Það er eini staðurinn sem hefur verið hægt að vera á fyrir veðri. Svo er loðna við Vest- mannaeyjar veit ég og svo voru þeir að byrja að kasta hérna norðvestur af Garðskaga. Það er alls staðar loðna. Hins vegar hefur tíðarfarið verið afar stirt við okkur, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Alveg hund- fúlt,“ sagði Bjarni Bjarnason, skip- stjóri á Súlunni, þegar Morg- unblaðið ræddi við hann. Þeir voru þá staddir ásamt fleiri skipum í skjólinu vestur af Stafnesi með fullfermi, um 950 tonn. „Við komum hérna í gærkvöldi og erum búnir að fá í bátinn og vitum ekkert hvað við eigum að gera við það. Það er ekki hægt að komast austur fyrir veðri og hér vestur frá er allt fullt. Það er bara tekið á móti loðnu í Grindavík, Helguvík og á Akranesi. Við erum að sjá til hvað við getum gert, en við höfum landað tvisvar í Grindavík í vikunni.“ Sérstök vertíð Hvernig hefur þessi vertíð verið? „Hún hefur verið svolítið sérstök. Það hefur komið alveg nóg af loðnu á miðin. Það er ekkert verra en í meðalári að sjá. Tíðin hefur verið mjög erfið og það virðist sem hún fari alltaf versnandi frá ári til árs. Það er eins og ekkert mark sé tekið á því hvernig náttúran verndar þessa ágætu loðnu okkar. Við erum alltaf að rembast við að veiða hana yfir erfiðasta tímann á árinu. Við búum nú á einu erfiðasta hafsvæði heimsins. Loðnan fær því mikla vernd út úr því, til dæmis.“ Vertíðirnar hjá Bjarna eru að nálgast 40. „Líklega er þessi númer 36 eða 37 en væntanlega er þetta næstsíðasti túrinn. Ég veit ekki annað eins og er. Við eigum bara eftir einn túr til að klára kvótann, en erum komnir með um 7.000 tonn.“ Er Bjarni Bjarnason þá hættur á sjó? „Það vona ég ekki, ég er ekkert gamall maður eins og þú veizt. Það gætu alveg orðið not fyrir mann annars staðar. Það kemur bara í ljós,“ segir Bjarni. Hann bregður sér svo aðeins í talstöðina, segir skipstjóra á öðrum bát að hann sé að fara. Hann sé nýbúinn að fara yf- ir þokkalegar lóðningar á bletti sem sé rétt aftan við hann. Gjörólíkt því sem var Hvernig hefur þróunin verið á þessum langan tíma? „Hún hefur verið gífurlega mikil. Þetta er gjörólíkt því sem var þegar maður var að byrja á þessu. Þá voru yfir 40 bátar í þessu. Ætli þeir séu ekki ríflega 20 núna. Þeir eru orðnir stórir og miklir og verksmiðjuskipin mörg. Einu sinni vorum við á einu af stærstu skipunum. Nú erum við á því minnsta. Þetta er allt miklu öfl- ugra og afkastameira en áður. Hægt að taka mikið á skömmum tíma, ef það er friður til þess. En svo er þetta orðið þannig að stóru skipin frysta þetta mikið úti á sjó og þau þurfa þá ekki mikið til sín.“ Þurfum við að hafa áhyggjur af stöðu loðnustofnsins? „Nei, við þurfum engar áhyggjur að hafa af þessu kvikindi. Við þurf- um hins vegar að hafa áhyggjur af því hve lítið við vitum um þetta kvikindi eftir öll þessi ár. Í desem- ber var ekkert vitað um þessa loðnu og svo gýs hún upp í janúar. Það eru allt of margir mánuðir á ári sem við vitum ekki hvar okkar stærsti fiskistofn heldur sig. Það skýtur dá- lítið skökku við á 21. öldinni. Það verður bara að pota meiri peningum í að rannsaka loðnuna. Það er ekki hægt að gera neitt ann- að. Það virðast vera til peningar í allan fjandann á þessu landi. Það hljóta að vera til peningar í þetta brýna verkefni. Það getur bara ekki verið annað. Ég er búinn að tala um það í mörg ár að það verði að setja ein- hvern fastan upphafskvóta svo menn geti byrjað. Það er eins og að nefna þann í neðra ef sú hugmynd er reifuð við þá á Hafrann- sóknastofnuninni. Þeir halda því fram að við getum sennilega drepið síðustu loðnutorfuna hérna við Ís- land. Ég trúi því ekki eftir að vera búinn að horfa á þetta í öll þessi ár. Ég held að það sé svo margt ut- anaðkomandi sem verndar loðnuna, bæði tíðarfar og fleira. Hún fær mjög mikla náttúrulega vernd.“ Mikill tími tapast „Menn hafa nefnt ýmsar tölur í sambandi við upphafskvóta, en það er alveg sama hvaða tala er nefnd, það verður ekki gert út á það sem ekki er mælt af Hafró. Það liggur alveg ljóst fyrir. Svo er víst ekki hægt að mæla þetta fyrr en loðna kemur upp í fjöru og þá er alltaf bú- ið að tapa stórum hluta af til dæmis janúarmánuði í ekki neitt. Það er bara slæmt mál, því eins og mark- aðurinn fyrir loðnuna er í dag þá fæst alveg fullt af peningum fyrir þetta og það er mjög slæmt að missa loðnuna fram hjá sér. Loðnan er bara einnota og ég er hræddur um að við munum missa af einhverju núna,“ segir aflamaðurinn Bjarni Bjarnason. „Þurfum ekki að hafa áhyggjur af loðnunni“ Morgunblaðið/Ómar Veiðarnar Loðnuskipin voru í liðinni viku að veiðum grunnt vestur af Reykjanesi í skjóli fyrir þrálátri brælu. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Kallinn í hólnum Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni. Í HNOTSKURN » Loðnan er bara einnota ogég er hræddur um að við munum missa af einhverju núna. » Það verður bara að potameiri peningum í að rann- saka loðnuna. Það er ekki hægt að gera neitt annað. » Það hefur komið alvegnóg af loðnu á miðin. Það er ekkert verra en í meðalári að sjá. Bjarni Bjarnason á Súl- unni er að klára kvót- ann á þessari vertíð. Þær eru orðnar tæp- lega 40 vertíðirnar hans og væntanlega er þetta næstsíðasti túrinn. Selfoss | „Við erum í samstarfi við Íslendinga um vörur og erum hing- að komnir til þess að sjá og kynn- ast framleiðslunni svo við getum sagt viðskiptavinum okkar sögu hennar. Við viljum hitta þá sem búa til vörurnar,“ sagði Michael Gallager sem er framkvæmdastjóri tilbúinna rétta hjá Whole Food Markets í Bandaríkjunum en hann var ásamt Valentin Dumitrescu, ostameistara verslanakeðjunnar, í heimsókn í Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi til að kynnast fram- leiðslu á skyri og ostum. Skyrið skipar sérstakan virðingarsess hjá viðskiptavinum verslanakeðjunnar og verður sífellt vinsælla að þeirra sögn. Svo er einnig um ostinn en Dumitrescu er einmitt með osta- kynningu í dag, laugardag, á matvælahátíðinni Food and Fun en hann er þekktur fyrir sérstaka framsetningu sína á ostum. „Við munum fræða okkar starfs- fólk um framleiðsluferlið og líka viðskiptavinina en þeir vilja vita mikið um hvaðan vörurnar eru og hvernig þær eru unnar. Fólk vill vita hvað það er að kaupa og við munum segja því frá því,“ sagði Gallager. „Hérna er allt mjög nýtískulegt og mikið hreinlæti. Okkur líkar mjög vel það sem við höfum séð. Viðskiptavinir okkar treysta okkur mjög vel og því sem við segjum þeim. Það eru ekki allir jafnviljugir að sýna framleiðsluna og Íslend- ingar en það er mikill kostur og fellur vel að okkar markmiðum,“ sagði Dumitrescu. Gallager sagði einnig að verslanakeðjan væri með strangar reglur varðandi þær vörur sem hún hefði á boðstólum í verslunum sínum. Þeir sögðu báðir að það hefði verið upplifun að kynnast framleiðslunni og það væri alveg ljóst að íslensk framleiðsla hefði góða ímynd og félli vel að ímynd fyrirtækisins, sem hefði þá stefnu að vernda umhverfið. Þeir kváðust hafa séð margar nýjar vörutegundir sem þeim fannst áhugaverðar. „Við erum sennilega eina versl- anakeðjan sem fylgir framleiðslu- ferlinu frá fyrstu hendi með það fyrir augum að kynna það fyrir við- skiptavinum okkar,“ sagði Gallag- er. Þeir sögðu auk þess að versl- anakeðjan væri með ýmsa viðburði þar sem áhersla væri lögð á ís- lenskar vörur til að sýna þann hreinleika sem kæmi fram í fram- leiðslu þeirra. „Við viljum halda áfram þeim samböndum sem við höfum myndað við landið og fram- leiðendur hérna. Við vitum að menn hérna vilja ná okkar viðmið- unum og kröfum sem við setjum og gera það vel,“ sögðu þeir Valentin Dumitrescu og Michael Gallager eftir heimsóknina í Mjólkurbú Flóamanna. Íslensk framleiðsla fellur vel að ímynd og umhverfisstefnu verslanakeðjunnar Gestir frá Whole Food Markets í Bandaríkjunum heimsóttu Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Heimsókn Valentin Dumitrescu og Michael Gallager framan við sýn- ishornaskápana í MBF með framleiðsluvörum fyrirtækisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.