Morgunblaðið - 25.02.2007, Page 55

Morgunblaðið - 25.02.2007, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 55 HUGVEKJA N ú er byrjaður sá hluti kirkjuársins sem nefnist langa- fasta eða sjövikna- fasta. Verið er að minna á dagana 40 sem Jesús dvaldi í eyðimörkinni eftir að hafa verið skírður í ánni Jórdan. Þetta er jafnframt undirbúnings- tími, þar sem kristinn söfnuður íhugar af alvöru þá atburði sem leiddu til aftöku meistarans fyrir 2.000 árum. Og til að undirstrika þetta breytist liturinn, sem und- anfarið hefur verið grænn, í fjólublátt, sem er merki iðrunar og íhugunar. Síðasti partur föstutímans nefnist dymbilvika, efstavika, helgavika eða kyrra- vika og þar er að finna pálma- sunnudag, skírdag og föstudag- inn langa. Fáum hefur tekist að lýsa á einfaldari og næmari máta hvað þarna er á bakvið en Jónasi Gíslasyni, fyrrum kennara mín- um í guðfræði og síðar vígslu- biskupi. Mig langar því að gefa honum orðið nú við upphaf föst- unnar, en í bók sinni, Hver morgunn nýr, frá 1994, segir hann um komandi tímabil: Hefur þú hugleitt, hvað það kostaði Guð að leysa sköpun sína undan bölvun syndarinnar? Það kostaði hann allt. Fastan gengur í garð og vér minnumst þess, hvað sonur Guðs þjáðist, áður en hann gat hrópað: Það er fullkomnað! Ekkert sýnir betur kærleika Guðs en píslarsaga Jesú Krists, er síra Hallgrímur gjörir frábær skil í Passíusálmunum. Sá, sem kann ekki að meta hana, lítilsvirðir kærleika Guðs. Jesús fórnaði sér oss til lífs. Ég er hræddur um að ýmsir misskilji fórnardauða Krists og líti fyrst og fremst á hann sem píslarvott háleitra kenninga. Alvarlegur misskilningur væri að halda það. Veiztu hvers vegna Jesús í Getsemane baðst undan þessari fórn? Honum var gjört að tæma í botn þjáningabikar mannkyns. Vér fáum vart skilið hvað í því felst! Jesús Kristur, sonur Guðs, er átti hlut með föðurnum í himneskri dýrð, varð að afsala sér dýrð himnanna og taka á sig alla synd, er menn hafa drýgt á þessari jörð! Allur sori og óþverri mannlegrar grimmdar var honum tilreiknaður og hann varð persónulega ábyrgur fyrir allri illskunni! Jesús Kristur varð sekur um öll fólskuverk mannkyns frá upphafi sköpunar og var útskúfað frá Guði! Því hrópaði hann: Guð minn! Guð minn! Hví hefur þú yfirgefið mig? Kristur varð persónulega sekur um allan óþverrann og úrslitaorustuna við Satan og þjóna hans háði hann sem maður, en ekki Guð. Hann hafði afklæðzt dýrð og valdi Guðs og gjörzt maður. Þetta var eina leiðin til að frelsa synduga menn. Hinn saklausi talinn er sekur, að sekir við refsingu sleppi. Minnumst á föstunni kærleika Guðs til vor. Lof sé þér, Kristur, frelsari vor. Fjólublátt Morgunblaðið/Sigurður Ægisson sigurdur.aegisson@kirkjan.is Fastan er runnin upp, hófst með öskudegi. En hver er sagan á bak við þessa hefð, sem milljónir ein- staklinga um heim allan líta enn til og fara eftir? Sig- urður Ægisson reynir að svara því í eftirfarandi pistli, með aðstoð gamals lærimeistara síns. MINNINGAR ✝ Margrét Emils-dóttir, Marga Emilsdóttir Kroll, húsfreyja í Króki í Grafningi í Árnes- sýslu, fæddist í Lü- beck í Þýskalandi 13. desember 1934. Hún lést á Land- spítalanum í Reykjavík 10. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Emil Johann Kroll, f. 17.5. 1900, d. 1963, og Helena Karolina Emma Kroll, fædd Pingel, f. 12.6. 1903, d. 2.11. 1988. Hálfsystir Margrétar var Ingrid Kleeman, f. í Lübeck 28.11. 1927, d. 10.7. 1996, gift Rudi Kleeman, þau eiga ellefu börn. Eiginmaður Margrétar er Eg- ill Guðmundsson bóndi, f. í Eyvík í Grímsnesi í Árnessýslu, f. 13.5. 1921. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Jóhannesson bóndi í Króki, síðar verkamaður í Reykjavík, f. í Eyvík í Grímsnesi í Árnessýslu 12.10. 1897, d. 6.6. 1996, og Guðrún Sæmundsdóttir húsfreyja í Króki í Grafningi og síðar húsfreyja í Reykjavík, f. í Reykjavík 7.8. 1904, d. 17.6. 1987. Börn Egils og Margrétar eru: 1) Birgir Emil Jóhann Eg- ilsson rafiðnfræðingur og raf- verktaki í Grindavík, f. í Reykja- vík 3.12. 1959, kvæntur Guðbjörgu Sigríði Guðlaugs- dóttur, f. 22.6. 1960. Börn þeirra eru Guðbjörg, f. 25.7. 1984, og Egill, f. 30.5. 1991. 2) Tómas Grímkell Egilsson verkstjóri í Mosfellsbæ, f. á Sel- fossi 29.1. 1961, kvæntur Ingibjörgu Sigurunni Adólfs- dóttur spámiðli í Mosfellsbæ, f. í Reykjavík 2.1. 1964. Börn þeirra eru a) Kristín Jó- hanna, f. 30.7. 1981, unnusti Tómas B. Samúelsson, b) Hulda Sigurunn, f. 13.10. 1985, börn hennar eru Thomas Máni, f. 18.2. 2003, og Snædís Ósk, f. 29.11. 2006, c) Agnes Margrét, f. 6.9. 1987, d) Anna Karólína Elfa, f. 12.10. 1989, e) Jenný Ósk, f. 2.2. 1994, og f) Sunna Líf, f. 26.8. 1998. 3) Elfa Karólína Egilsdóttir, f. í Reykjavík 27.7. 1965. Margrét kom til Íslands frá Þýskalandi árið 1958 og vann sem gangastúlka á sjúkrahúsinu Landakoti. Hún fluttist síðan að Króki í Grafningi og hóf búskap með Agli Guðmundssyni. Um átján ára tímabil starfaði hún einnig hjá Hitaveitu Nesjavalla. Áhugamál Margrétar voru af ýmsum toga s.s. tónlist, söngur, garðrækt og matseld. Hún var fljót að tileinka sér íslenska hætti en kom einnig með margar nýjungar og hugmyndir sem ekki þekktust í sveitinni á þess- um tíma og þá sérstaklega í mat- seld. Þrátt fyrir andleg og lík- amleg veikindi í gegnum árin fór Margrét í gegnum lífið sem sterk og þrautseig kona. Útför Margrétar var gerð í kyrrþey. Margrét Emilsdóttir var fædd 1934 og uppalin í borginni Lübeck í Þýskalandi af þýskum foreldrum sínum. Sem barn upplifði hún hörmungar seinni heimsstyrjaldar- innar og sem unglingur miklar þrengingar Þjóðverja á eftirstríðs- árunum. Hún var mörkuð af þeim hörmungum sem þjóðin upplifði á þessum ungdómsárum hennar og fylgdi þetta henni ævilangt. Margrét kom til Íslands árið 1958 og hafði þá ráðið sig sem kaupakonu eða bústýru á jörðinni Króki í Grafningi til hjónanna Guð- rúnar Sæmundsdóttur og Guð- mundar Jóhannessonar, en um það leyti voru þau að bregða búi. Við búinu tók sonur þeirra Egill Guð- mundsson, en þau Margrét felldu hugi saman og gengu í hjónaband. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn. Ég átti margar skemmtilegar stundir í Króki með Agli og Möggu, en hún var lífsglöð og skemmtileg á góðum stundum. Hún hélt mjög upp á hina fögru al- þýðumúsík frá heimalandi sínu og spilaði hana oft fyrir okkur Elfu, systur Egils, sem síðan varð kona mín. Magga kom síðar oft með Agli sínum í sumarhús okkar Elfu og þar var hlegið og spjallað. Það er óhætt að rifja upp í dag, 57 árum eftir að ung, þýsk stúlka steig upp á fámenna eyju í norður- höfum, að enginn viðbúnaður var viðhafður af hinu opinbera til að rétta henni hjálparhönd vegna tungumálaörðugleika, enda lærði hún aldrei íslenskuna svo sæmilega mætti skilja hana. Þessi stúlka varð húsmóðir á grónu sveitaheim- ili. Í dag, rúmlega hálfri öld síðar, er staðan litlu betri gagnvart út- lendu fólki sem hér sest að, en er þó vonandi í batnandi farvegi. Margrét unni fallegum gróðri og fékk því framgengt að bóndi henn- ar setti upp garð við húsið í Króki, þar sem hún gróðursetti og rækt- aði, þetta var henni mikið áhuga- mál og stolt hennar. Bóndi hennar sótti veiði mjög fast í Þingvallavatn alla tíð, hún stóð ætíð með honum gagnvart veiðinni og gerði oft góð- látlegt grín að honum fyrir veiðina, en virtist ekki vera hrædd um hann í erfiðum veiðiferðum hans, að missa hann í vatnið, enda lifir Egill góðu lífi enn. Eitt skipti fékk ég far hjá Agli og Möggu upp Grafning, ég var að sækja rotþró í bústaðinn nýja. Egill var á gömlum Skoda, sem var fullur af ryki á leiðinni, enda krókóttur malarvegur. Ég sat aftur í og Magga frammi í. Hún var mjög bílhrædd með Agli og veinaði nánast í hverri beygju og blindhæð. Ég var orðinn hræddur líka og í grennd við Heiðarbæ mættum við veghefli, en Þingvallavatn starði á okkur köldum augum á hægri hönd, rétt við veginn og tilbúið að taka á móti okkur. Magga veinaði eina ferðina enn og ég var búinn að telja mér trú um að betra væri að deyja í Skoda en öðrum bílum. Reynar endaði þessi ferð vel hjá Agli og þau hjón skröfuðu saman um heyskapinn í Mosfellsdal, er þangað kom. Hún treysti honum betur í veiðinni en við stýrið. Margrét átti við mikil veikindi að stríða eftir að þau hjón brugðu búi að Króki. Ég og fjölskylda mín vilj- um senda Agli Guðmundssyni, börnum þeirra Margrétar og fjöl- skyldum samúðarkveðjur. Gylfi Guðjónsson, Mosfellsbæ. Þegar Elfa hrindi í mig til að segja mér að mamma hennar væri látin þá vissi ég það áður en hún sagði mér það. Það var eitthvað í röddinni sem gaf það til kynna. Þegar maður hefur þekkt fólk allt sitt líf finnst manni að það sé eilíft, það er búið að vera hluti af lífi manns, vera til staðar. Margrét eða Magga í Króki eins og hún var kölluð var gift Agli, elsta bróður mömmu minnar. Magga átti sama afmælisdag og ég. Mér fannst fyrir vikið við vera tengdari en ella. Magga var ekki allra, hún átti við bæði andleg og líkamleg veikindi að stríða, og mætti oft skilnings- leysi samfélagsins. Þegar hún var barn í Þýskalandi í seinni heims- styrjöldinni upplifði hún sprengju- árás á borgina og eitt sinn var hún ein heima þegar sprengjum rigndi yfir borgina, hún var aðeins sex ára. Eflaust hefur þetta átt sinn þátt í að móta hennar líf. Hún var mikill dýravinur og hændust að henni dýr. Ein saga var mér sögð af hvolpi. Hvolpurinn hafði orðið fyrir afturdekki á mjólkurbílnum. Ekki tók hún í mál að lóga dýrinu, kjálkinn var skakkur og tennurnar höfðu gengið til. Hún hjúkraði dýr- inu, maukaði matinn handa hvolp- inum og hafði hann hjá sér. Hvolp- urinn braggaðist og varð hinn ágætasti hundur í sveitinni. Sem barn kom ég oft að Króki, þar var gaman að koma. Ég lék mér við Birgi og Tomma sem voru á svip- uðu reki og ég, og eflaust hefur Elfa skottast í kringum okkur en hún var átta árum yngri en ég. Stundum fengum við háfleygar hugmyndir eins og að smíða okkur kofa úr spýtnabraki, í huganum yrði það höll. Við veltumst um í heysátunum sem stóðu eins og vörður á túnum. Bakkelsið sem Magga bauð upp á var öðruvísi. Hún kom með aðrar uppskriftir að kökum sem maður þekkti ekki, kartöflusalatið hennar var marg- rómað. Magga var glaðlynd og leyndi á sér með kímigáfu, oft hrukku úr henni setningar sem komu manni til að hlæja. Fleygust er setningin „nagl, hamar og spott- ur“ þegar hún var að lýsa því hvað bóndi hennar þurfti til að tjösla saman einhverju tæki sem notað var til sláttar á túninu, þegar eitt- hvað bilaði á óheppilegum tíma í miðjum slætti. Ég vil þakka Möggu fyrir að hafa verið hluti af lífi mínu, ég mun alltaf minnast hennar sem konunn- ar sem átti afmæli sama dag og ég. Oft göntuðumst við með það að ef fæðingarárin hefði borið upp á sama ár þá hefðum við slegið sam- an stórveislum. En hún var 22 ár- um eldri en ég. Nú hefur sál kvatt þessa tilveru og við sem eftir lifum minnumst hennar, hver á sinn hátt. Ég og fjölskylda mín viljum votta Agli og börnum hans Birgi, Tóm- asi, Elfu, mökum þeirra og barna- börnum samúð. Guðrún Björk og fjölskylda. Sárt var að horfa á eftir góðu ömmu fara til himna. Guð kallaði hana til sín, til annarra verkefna. En gott er að vita að nú getur amma alltaf verið hjá okkur og fylgt okkur í gegnum allt. Við get- um kallað til hennar og fundið fyrir öllum góða styrknum og hrósinu sem hún gaf okkur alltaf sama hvað á gekk. Dagarnir sem hún kom í heimsókn voru dagar sem munu geymast í hjarta okkar. Öll þessi ár sem hún var hjá okkur og gladdi það okkur mikið þegar hún kom í heimsókn. Ég hefði aldrei trúað því að þú færir svona fljótt en samt voru veikindin svona hjá þér. Meðan á veikindunum stóð var samt alltaf sami styrkurinn hjá þér. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til ömmu og afa og fá góðar pönnukökur og spjalla við ömmu. Hvort sem það var í sveitinni eða í bænum. Það var allt- af jafngaman þegar maður sá hana brosa og þegar hún var í góðu skapi. Allar þessar sögur sem hún sagði okkur. Nú ertu farin til Guðs og við vonum að þú látir ljós þitt skína yfir rúmin okkar svo við vit- um af þér. Við sendum afa og syrgjendum ömmu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Elsku amma og langamma, hvíl þú í friði. Þín barnabörn, Kristín, Hulda, Agnes, Anna, Jenný, Sunna, Thomas Máni og Snædís Ósk. Margrét Emilsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.