Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 57
Hann lagði áherslu á mannasiði, kurt-
eisi, þakklæti og virðingu fyrir mann-
eskjunni. Menntun var honum hug-
leikin og hann hvatti okkur
afkomendurna til mennta. Hann
styrkti góð málefni og mér er það
minnisstætt þegar hann styrkti
vatnsátak Hjálparstofnunar kirkj-
unnar. Hann styrkti átakið sem nam
fjórum vatnsbrunnum. Einn fyrir
hvert barn sem honum og ömmu hafði
auðnast að eignast. Þannig var afi,
hann var þakklátur fyrir það sem
hann átti og örlátur á sitt.
Ríkidæmi afa fólst ekki í veraldleg-
um hlutum. Auðlegð hans lá í þeim
mannauði sem finnst í fjölskyldunni.
Fjölskyldan var honum allt. Börnin
voru honum dýrmæt og þau voru hon-
um endalaus uppspretta gleði. Afi
elskaði fjölskylduna og hann var elsk-
aður af henni. Í því lá hans sanna ríki-
dæmi. Og okkar.
Með djúpu þakklæti minnist ég afa
míns. Þó að ljós hans hafi slokknað
hér á jörð lýsir það áfram í hjarta
mínu.
Ragna Jenný.
Hann afi minn var níutíu ára gam-
all þegar hann dó. Hann var hluti af
mínu lífi í 29 ár. Mér finnst það skrýt-
in tilhugsun að eiga hvorki ömmu né
afa á lífi. Þó svo að ég sé orðin 29 ára
gömul þá langar mig að eiga ömmu og
afa því fram að þessu hefur raunin
verið sú. En ég veit hvernig lífið geng-
ur fyrir sig og veit að afi og amma áttu
einungis takmarkaðan tíma á þessari
jörðu. Mér finnst ég hafa nýtt þann
tíma sem mér bauðst með afa mínum
vel. Hann afi minn hafði þægilega
nærveru og ég sótti í þá kyrrð og ró
sem umlukti hann. Ég varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að kynnast hon-
um vel og sem betur fer urðum við
góðir vinir og nutum samvista við
hvort annað. Hann vildi hafa mig sem
mest á Digranesveginum og fannst ég
aldrei stoppa nógu lengi. Ég eignaðist
mitt fyrsta barn, Sigurvin Frey, ung
og var hann jafnframt fyrsta langafa-
barnið. Afi var mjög stoltur af nýjum
titli og fannst mikilvægt að aðgreina
afanafnið og langafanafnið.
Afi var góður maður. Hann var
traustur, heiðarlegur, vinnusamur,
gáfaður og með góðan húmor. Fjöl-
skyldan var honum allt og hans dýr-
mætustu stundir voru þegar hún kom
öll saman á Digranesveginum. Hann
lifði fyrir börnin sín og barnabörnin
og reyndist þeim vel.
Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst
honum afa mínum þetta náið og tel
mig hafa lært mikið af honum. Ég á
eftir að sakna hans mikið en með allar
þær fallegu og góðu minningar sem
ég á um hann þá verður söknuðurinn
ekki sár heldur ljúf tilfinning sem
minnir mig á hversu frábær maður
hann var. Elsku afi minn, þú varst
einstakur og ég mun aldrei gleyma
þér. Þín afastelpa,
Oddný.
Hann langafi minn var kurteis og
góður afi. Hann hló oft þegar ég stökk
úr gluggakistunni í stofunni heima
hjá honum. Þegar ég var lítill byrjaði
ég að kalla hann afa stafa af því að
hann gekk við staf. Það fannst honum
sniðugt hjá mér og hló að því. Afi sat
alltaf í sama ruggustólnum og horfði á
okkur krakkana leika á gólfinu. Mér
þótti mjög vænt um afa. Nú er afi hjá
Guði og þar líður honum vel með
ömmu. Guð blessi minningu langafa.
Friðrik Benóný Garðarsson.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 57
afmælisdaga. Mér fannst æðislegt þeg-
ar þú komst síðast heim til Íslands, en
það var sumarið ’96 þegar ættarmótið
var í Árnesi. Allir skemmtu sér vel og
ég tala nú ekki um hvað það var mikið
rætt hvað það var gaman að hafa bæði
þig og Nonna frænda, báðir að koma
erlendis frá. Því miður urðu heimferð-
irnar ekki fleiri en ég náði þó að hitta
þig þegar ég bjó í Noregi árið 2001 og
þú hjálpaðir mér ofsalega mikið, bæði
fjárhagslega og andlega, þegar ég bjó
þar. Og í raun sá ég þig í síðasta skiptið
þegar pabbi og mamma komu að heim-
sækja mig til Noregs og við gerðum
okkur ferð til Óslóar til að hitta þig.
Okkur öllum þótti yndislegt að hittast
og hvað það var í raun ómetanlegt þeg-
ar við hugsum um það, því að pabbi dó
aðeins mánuði seinna og ég veit að
hann tekur vel á móti þér og ykkur líð-
ur miklu betur núna. Sem betur fer var
tekin upp á video þessi stund okkar
allra og mun ég geyma hana rosalega
vel. Ég er líka rosalega ánægð með að
Yngvi Freyr fékk að hitta þig og hann
man enn eftir þér, manninum sem við
hittum hjá lestinni.
Elsku Haukur minn, ég vona inni-
lega að þér líði betur núna og, eins og
börnin þín settu á kransinn úti í Nor-
egi, munum við hittast aftur einhvern
tíma. Ég mun varðveita öll bréfin sem
ég hef fengið frá þér og minningarnar
um þig geymi ég vel í hjarta mínu.
Yngvi Freyr biður líka voða vel að
heilsa. Eins og ég endaði öll bréfin þá
ætla ég að enda síðasta bréfið þannig
líka, hafðu það rosalega gott, stor klem
til deg og 1000000000000000000 koss-
ar. Það biðja allir voða vel að heilsa.
Þín frænka
Helena Björk.
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÞORSTEINN ÞORVALDSSON,
Lækjasmára 4,
Kópavogi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánu-
daginn 19. febrúar.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn
26. febrúar kl. 15.00.
Margrét Á. Þorvaldsdóttir,
Þorvaldur K. Þorsteinsson, Guðrún Þ. Þórðardóttir,
Kristinn H. Þorsteinsson, Auður Jónsdóttir,
Óli Þorsteinsson, Guðrún Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, vinur, bróðir,
mágur og frændi,
HAUKUR GUÐJÓNSSON
rafvirki,
Osló, Noregi,
áður Hafnarfirði,
lést í Noregi þriðjudaginn 23. janúar sl.
Útför hans fór fram frá Råde kapell í Noregi föstu-
daginn 2. febrúar.
Hanna Karen Paulsen og fjölskylda,
Margrét Dyrholm og fjölskylda,
Laila Klausen,
Hulda Guðjónsdóttir, Haukur Sveinsson,
Hera Guðjónsdóttir, Helgi S. Guðmundsson,
Elsa Guðjónsdóttir,
Óskar Guðjónsson, Kristín Jónsdóttir
og frændfólk.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
EMILÍA GUÐLAUGSDÓTTIR,
Laugalandi, Vestmannaeyjum,
áður Veghúsum 31,
síðast til heimilis á Lindargötu 66,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn
19. febrúar.
Jarðsungið frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
27. febrúar kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Sigurður R. Guðmundsson, Rósa Guðmundsson,
Halldór V. Guðmundsson, Hrefna Harðardóttir,
Guðmundur Hallórsson, Donna Doty,
Kristín Halldórsdóttir, Michael Nethersole
og barnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁSTA BJARNADÓTTIR,
Norðurbrún 1,
lést föstudaginn 23. febrúar.
Margrét Kjartansdóttir,
Björg Kjartansdóttir, Freysteinn G. Jónsson,
Sæunn Kjartansdóttir, Guðmundur Jónsson,
Ásta Kjartansdóttir, Vigfús Erlendsson
og barnabörn.
✝
Faðir okkar, bróðir, mágur og frændi,
ÞÓRARINN J. EINARSSON,
Hátúni 10b,
Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 7. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Helga Þórarinsdóttir,
Ómar Karl Þórarinsson,
Steingerður Einarsdóttir, Sigfús Gunnarsson,
Kristín Einarsdóttir, Einar Gústafsson,
Þórlaug, Helga Soffía og Einar Örn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
VÍKINGUR HEIÐAR ARNÓRSSON,
andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 21. febrúar.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn
5. mars kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim sem vilja minnast hins látna, er bent á Barna-
spítalasjóð Hringsins, sími 543 3724.
Fyrir hönd aðstandenda,
Viðar Víkingsson,
Svana Víkingsdóttir, Ólafur Axelsson,
Gísli A. Víkingsson, Guðrún Ögmundsdóttir,
Þóra Víkingsdóttir, Bjarni Jónsson,
Arnór Víkingsson, Ragnheiður J. Jónsdóttir,
Ragnheiður Víkingsdóttir, Anton Jakobsson,
Þórhallur Víkingsson, Rósa Björk Sigurðardóttir,
Steingerður Gná Kristjánsdóttir
og Karl Axel Kristjánsson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
EYJÓLFUR AGNARSSON,
Dvergholti 25,
Hafnarfirði,
andaðist á St. Jósefsspítala föstudaginn
23. febrúar.
Sigríður Traustadóttir,
Bryndís Eyjólfsdóttir, Agnar Steinn Gunnarsson,
Höskuldur Eyjólfsson, Katrín María Benediktsdóttir,
Dagbjört, Gunnar og Sóley.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐBJÖRG HELGA ÞÓRÐARDÓTTIR,
(Nenný)
frá Breiðabólsstað í Dölum,
Breiðagerði 8,
Reykjavík,
andaðist á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn
22. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ástvaldur Magnússon,
Dóra Steinunn Ástvaldsdóttir, Ragnar Ragnarsson,
Þorgeir Ástvaldsson, Ásta Eyjólfsdóttir,
Magnús Ástvaldsson,
Pétur Ástvaldsson, Elísabet M. Jónasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.