Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ H eilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir nýjum og áleitnum spurn- ingum, sem vökn- uðu fyrst árið 1996 þegar fyrstu líf- tæknilyfin komu á markað. Lyf með svo háum verðmiða höfðu aldrei sést áður í heilbrigðiskerf- inu, en þau kosta gjarnan á bilinu 1 til 2 milljónir á ári fyrir hvern sjúkling en geta í sumum tilvikum farið upp í 6 til 7 milljónir. Þau líftæknilyf leyfð hafa verið hér á landi og eru 28 talsins. Lyfjaflokkar sem um ræðir eru fyrst og fremst lyf við MS- sjúkdómnum, gigtarlyf, krabba- meinslyf, augnlyf, húðlyf og lyf við lungnaháþrýstingi. Ekki er enn komin reynsla á það, en í sumum tilfellum gætu lyfin verið notuð áratugum saman, til dæmis gigt- arlyfin. Og kostnaðurinn af þess- um lyfjum, sem ekki voru til fyrir áratug, var tæpir tveir milljarðar árið 2006 en til samanburðar má nefna að kostnaður við öll önnur lyf á Landspítalanum í fyrra var rúmur milljarður. Útilokað að sjúklingar greiði Í fyrstu voru þetta gigtarlyf og lyf við MS og voru þau til að byrja með óskráð og ekki komið mark- aðsleyfi hér á landi eða greiðslu- heimild frá Tryggingastofnun til að mæta þessum mikla kostnaði. „Verðið er það hátt að það er úti- lokað að sjúklingurinn greiði þau sjálfur,“ segir Sigurður B. Þor- steinsson, yfirlæknir deildar lyfja- mála á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi. „Það varð því mikil rekistefna og mikið um fundahöld og reyndist torsótt að fá heimild til að nota þessi nýju líftæknilyf, en það sem er sameiginlegt með þeim öllum er hvað þau eru dýr.“ Upp úr því leitaði Trygg- ingastofnun til Landspítala – há- skólasjúkrahúss með aðkomu heil- brigðisráðuneytisins um að taka að sér mat á þessum nýju og vandmeðförnu dýru lyfjum og var gengið frá því formlega árið 2001 að Landspítalinn tæki að sér um- sýslu fyrir lyfin, sem eru undir- flokkur af s-merktum lyfjum. „Spítalinn tók að sér mat á gagn- semi lyfjanna og hvaða sjúklingar ættu að njóta þessarar meðferðar þrátt fyrir að sumir þeirra væru í umsjá sérfræðinga sem ynnu utan spítalans,“ segir Sigurður. „Það var talið mikilvægt að fag- legt gagnrýnið mat lægi til grund- vallar því hvaða árangur næðist fyrir þann mikla kostnað sem fylgir þessum líftæknilyfjum. Jafnframt var kveðið á um að spít- alinn fengi raunhæfa fjárveitingu til að kosta þennan flokk lyfja.“ Takmörkun á frelsi? Í samningnum milli Trygg- ingastofnunar og Landspítalans er ákvæði sem segir að um notkun lyfjanna þurfi að búa til reglur og að spítalinn taki að sér að sjá um að eftir þeim reglum sé farið. „Við höfum útfært þetta þannig að um lyfin þurfi að búa til klínískar leið- beiningar, þar sem fram komi allt sem lýtur að notkun lyfsins og hvaða skilyrði sjúklingar þurfi að uppfylla til að meðferðin sé talin skynsamleg. Í framhaldi af því var deild lyfjamála sett á stofn innan spítalans til að hafa umsýslu með því,“ segir Sigurður. Þegar gefið er leyfi fyrir nýjum líftæknilyfjum er það í fram- kvæmd þannig að óskin kemur fyrst frá sérfræðingum. Í fram- haldi af því setjast sérfræðingar á því sviði yfir málið og búa til klín- ískar leiðbeiningar um lyfið. Deild lyfjamála kemur að yfirlestri og kemur þá sínum sjónarmiðum að. Síðan eru þær klínísku leiðbein- ingar lagðar fyrir lækninga- forstjóra til samþykktar. Loka- ákvörðun liggur hjá honum um hvort lyfið verði tekið upp. „Í þessu ferli er ekki bara metin gagnsemi heldur er það einnig vegið á móti því hversu mikið lyfið kostar,“ segir Sigurður. „Þetta er nokkurs konar gagnsemi/ arðsemismat, ef nota má svo kuldalegt orð um viðkvæma hluti. Og fram að þessu hefur verið nokkuð góð sátt um þetta skipu- lag. Nokkrir sérfræðingar eru á því að þetta sé takmörkun á sínu frelsi til að gefa að þeirra mati bestu meðferð. En ég held að það sé almennur skilningur á því að hér er um svo háar fjárhæðir að tefla að það þarf að fara mjög var- lega. Það er ekki hægt að beita ýtrustu meðferð, hvað sem hún kostar. Þannig er það bara.“ Kostnaður mun aukast mikið Heildarlyfjakostnaður ríkisins er um 12 til 13 milljarðar, en þar af er Tryggingastofnun með tæpa 7 milljarða, Landspítali – háskóla- sjúkrahús með 3 milljarða og öldr- unarheimili og önnur sjúkrahús með 2 til 3 milljarða. Ef hlutur sjúklingsins er meðtalinn áætlar Sigurður að lyfjakostnaður fari í 14 til 15 milljarða. Þunginn í kostnaðaraukningu Landspítala – háskólasjúkrahúss liggur í líftæknilyfjum, en árið 2006 var kostnaður 17,5% umfram áætlun, jókst um 29% á milli ára og endaði tæpum 2 milljörðum. Til samanburðar var annar lyfja- kostnaður rúmur milljarður og jókst um 9,6% milli ára. Sigurður hefur látið vinna yfirlit yfir þróun lyfjakostnaðar borið saman við verga landsframleiðslu, en þar er reiknað með því að lyfjakostnaður aukist um 12% á ári og verg landsframleiðsla um 3%. „Ef gengið er út frá því fer öll landsframleiðslan í lyf árið 2050,“ segir Sigurður. „Auðvitað er þetta hugar- leikfimi, en þetta er ágæt vísbend- ing um í hvað stefnir. Fyrirséð er að kostnaður við líftæknilyfin hækkar um að minnsta kosti 350 milljónir á þessu ári vegna lyfja sem leyfð voru í haust. Á næstu tveimur árum má svo reikna með að margir tugir lyfja komi á mark- að, sem verða í þessum verðflokki sem við höfum talað um. Þar af eru augnlyfin stór baggi, sem ekki er endanlega búið að ákveða hvernig brugðist verður við.“ Að sögn Sigurðar eru ýmsir val- kostir, sumir dýrari en aðrir, og má búast við niðurstöðu fljótlega. „Það dettur engum í hug að lyf sem geta komið í veg fyrir blindu hjá mörgum tugum eða hundr- uðum sjúklinga á ári verði ekki notuð. Það er auðvitað ekki inni í myndinni. Og þegar er byrjað að nota lyf við augnbotnahrörnun hjá öldruðum.“ Óþægileg staða Engu að síður er það ekki sjálf- gefið að þótt búið sé að skrá líf- VANDRATAÐ EINSTIGI Morgunblaðið/Kristinn Lyfjakostnaður hefur farið ört vaxandi frá því fyrstu líftæknilyfin komu á markað árið 1996 og fyrirséð er að sú þróun haldi áfram, en að sama skapi hafa lífsgæði sjúk- linga batnað svo líkja má við byltingu. Búið hefur verið til kerfi til að meta jafnvægi gagnsemi og kostnaðar, en þar er sparnaður ekki meg- inatriði heldur að vel sé að málum staðið. Texti | Pétur Blöndal pebl@mbl.is VIÐKVÆMT JAFNVÆGI ÖRT VAXANDI LYFJAKOSTNAÐAR OG LÍFSGÆÐA SJÚKLINGA                                 !    !       "#         $   tæknilyf í s-flokki verði notkun þess leyfð eða tekin upp hér á landi ef það er talið óhagkvæmt einhverra hluta vegna, að sögn Sigurðar. „Ef við hugsum hnattrænt á ekki nema örlítill hluti af íbúum heimsins minnstu möguleika á að njóta þessara lyfja. Auðvitað erum við ein af ríkustu þjóðum í heimi, en eins og stjórnmálamenn benda á eru heilbrigðismál óendanleg hít sem tekur endalaust við og það verður aldrei hægt að uppfylla all- ar kröfur um meðferð, spít- alapláss, tæki og svo framvegis. Þetta er því miður einn af þeim málaflokkum sem verður að lúta skynsamlegum mörkum í því hversu langt er hægt að ganga. En um leið er þetta afskaplega viðkvæmur málaflokkur. Það er ekki þægileg umræða ef sjúkling- ar telja sig ekki njóta bestu með- ferðar vegna þess að ríkið hafi ekki efni á að veita hana. En ég held að í stórum dráttum hafi raunin verið sú að sjúklingar hafi fengið viðeigandi meðferð.“ Spurður um hvort ekki geti erf- ið staða komið upp þegar meta á jafnvægi milli gagnsemi og kostn- aðar segir Sigurður að vissulega séu á því dekkri fletir. „Það getur stundum verið mjög óþægileg staða að vera í. En maður reynir að vinna þetta í góðri samvinnu við viðkomandi lækna. Við sem vinnum að umsýslu þessara lyfja sitjum ekki fyrir framan sjúkling- inn og útskýrum ákvarðanatökuna fyrir honum. En ég held að við horfum ekki eingöngu á kostn- aðinn þannig að við séum að skila sparnaði heldur sé fyrst og fremst verið að tryggja að vel sé að öllu staðið.“ Öll lönd stýra aðgengi Fjölmargir sjúklingar eru á líf- tæknilyfjum í s-flokki, þar af 200 til 300 gigtarsjúklingar. Til þess að sjúklingur fái slík lyf þarf sér- fræðingur að gefa deild lyfja Bylting Framþróun í lyfjum fyrir fólk með gigtar- og bólgusjúkdóma hefur gert því kleift að stunda störf sín, svo sem tónlistarflutning. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.