Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 37
samfélögin, bæði á sviði vatnsöflunar og skólamála. Sendinefndinni er gerð grein fyrir mikilvægi þess að geta treyst á örugga vatnsöflun. „Þá þurf- um við ekki öll að flytja búferlum þótt hjarðmennirnir flytji sig til með hjarðirnar eftir því hvar beitilönd er að finna – konur, börn og aldraðir geta átt fastan samastað þar sem vatnsöflun er örugg og trygg,“ segir annar höfðingjanna á fundinum. Þegar fundinum lýkur er komið að hádegisverði hjá börnunum. Átján börn standa í röð ásamt hundspotti og bíða matar síns. Þau fá mat- inn á gulum plast- diskum og borða hann á jörðinni. Svo er boðið heim: annar höfð- ingjanna býður íslensku sendi- nefndinni að skoða bústað sinn og heilsa upp á fjölskylduna, konur og börn. Það er til marks um gestrisnina að hann hefur klætt sig upp að forn- um sið með vopn sín og verjur. Heimilið er girt af og innan þess þrjú hús, útvegg- ir úr timbri og leir á þaki, eldhús og svefnskálar. Þar er líka afgirt svæði fyrir naut- peninginn. Í eld- húsinu malar ein kvennanna korn. Á heimleið er staldrað við um stund í Etanga- þorpinu og skoð- uð borhola eftir vatni sem Íslend- ingar kostuðu og hefur reynst vel. Við lítum líka inn til barna í þriðja leikskólanum sem starfræktur er í tjaldi og þaðan er síðan haldið til fundar við fulltrúa þorpsins undir forystu þorpsforingjans sem jafn- framt var talsmaður æðsta höfðingja ættbálksins. Það er samvinnuhljóð í fundarmönnum, bæði íslenskum og namibískum. Heimamenn vilja meira vatn og meiri menntun fyrir börnin. Þegar ekið er út úr þessari veröld sem er svo ósnortin af efnishyggju nútímamannsins er tæpast hægt að verjast þeirri hugsun að það væri sambærilegt við náttúruspjöll að hrófla við lífsháttum Himbanna. Rétt samt og skylt að undirstrika að í sam- skiptum við Þróunarsamvinnustofn- un ráða Himbarnir sjálfir för – en lík- ast til er óumflýjanlegt annað en að nútíminn birtist fyrr en síðar líkt og stórvirkar vinnuvélar og umbreyti því sem áður var. Ýmsir telja að sú kynslóð sem nú ber uppi samfélag Himbanna uppi á namibísku öræf- unum verði sú síðasta sem lifir að hætti forfeðranna. Með næstu kyn- slóð verði horfin þessi fagra veröld ævafornrar menningar hirðingja- samfélags Himba. Hvort því verði forðað leiðir tíminn í ljós. Tíguleg Himbakonur bera íburðarmikið skart úr ýms- um efnum um höfuð, háls og ökkla sem segir m.a. til um hjúskaparstöðu og kynþroska. Þær bera einnig á sig heimagert rauðleitt krem úr smjörfeiti, okk- urgulum lit og kryddjurtum. Höfundur er almannatengslafulltrúi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. » Á áttunda áratug síðustu aldar töldu ýmsir að Himbar væru að deyja út, þá drápust níu af hverjum tíu nautgripum þeirra í óskaplegum þurrkum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 37 ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 BLIKKÁS –
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.