Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 63
menning
Í DAG eru síðustu forvöð að sjá
sýninguna „Frelsun litarins/Regard
Fauve“ og „Jón Stefánsson – nem-
andi Matisse og klassísk mynd-
hefð“ sem staðið hafa yfir í Lista-
safni Íslands. Aðsókn að fyrri
sýningunni, sem kemur frá Musée
des beaux-arts í Bordeaux í Frakk-
landi og er haldin í tengslum við
menningarhátíðina Pourquoi-Pas?,
hefur verið gríðarlega góð og leið-
sagnir í fylgd sérfræðinga sem ver-
ið hafa alla sunnudaga á sýning-
artímanum hafa verið mjög vel
sóttar.
„Frelsun litarins“ endurspeglar
markvissa söfnun Listasafnsins í
Bordeaux á málverkum fauvist-
anna, og má rekja í henni upphaf
og þróun þessarar uppreisnar lit-
arins við lok 19. aldar og í byrjun
20. aldar. Er þetta í fyrsta sinn
sem verk frá þessu tímabili eru
kynnt á sýningu hér á landi.
Síðarnefnda sýningin á verkum
Jóns Stefánssonar (1881–1962) er í
eigu Listasafns Íslands en Jón var
eini Íslendingurinn sem var nem-
andi Henri Matisse í París. Sýn-
ingin sýnir þau áhrif sem Jón varð
fyrir hjá Matisse og þann franska
skóla sem Jón innleiddi í verkum
sínum eftir að hann kom heim frá
námi.
Frönsku vori lýkur í Listasafni Íslands
Morgunblaðið/ÞÖK
Verðmæti Verkin á sýningunni eru tryggð fyrir tæpa tvo milljarða króna.
KVIKMYNDAKLÚBBURINN
Fjalakötturinn hefur reglulegar
sýningar í Tjarnarbíói nú um
helgina með tveimur rússneskum
kvikmyndum, tveimur af þremur
kvikmyndum James Deans, auk
nýrrar þýskrar myndar. Skráning í
klúbbinn er hafin á heimasíðunni
www.filmfest.is. Félagsgjald er
4.000 kr. og veitir aðgang fyrir einn
að öllum sýningum fram í maí. Stak-
ir miðar kosta 900 kr. og fást í Tjarn-
arbíói á sýningardögum, sem verða
alla sunnudaga og mánudaga. Alls
verða tæplega 30 myndir á dagskrá
Fjalakattarins í vor. Félagar fá auk
þess afsláttarkjör á Alþjóðlega kvik-
myndahátíð í Reykjavík sem haldin
verður í haust. Allar nánari upplýs-
ingar má finna á www.filmfest.is.
Dagskráin í dag og á morgun
Sunnudagur
17.15 Dauðinn á ferð
19.15 Harðjaxl
21.15 Syndir feðranna
Mánudagur
17.00 Trönurnar fljúga
19.00 Harðjaxl
21.00 Risi
Dagskrá
Fjalakatt-
arins
Svalur Tvær myndir með James
Dean verða sýndir í Tjarnarbíói.
Í KVÖLD
klukkan 20
verða tónleikar
Guðlaugs
Kristins Óttars-
sonar haldnir í
Hafnarborg,
menningar- og
listastofnun
Hafnarfjarðar.
Með Guðlaugi
verða á tónleik-
unum níu þekktir hljóðfæraleikarar
og leikin verða verk eftir Vivaldi,
Bach og Charles Mingus, auk tón-
verka eftir Guðlaug sjálfan.
Hljóðfæraleikarar verða, auk
Guðlaugs, Áki Ásgeirsson á trompet
og stafræn hljóðfæri, Birgir Bald-
ursson á trommur, Einar Melax á
viola da gamba og hljómborð, Elena
Jagalina á blásturshljóðfæri, Georg
Bjarnason á rafkontrabassa og raf-
bassa, Guðmundur Pétursson á gít-
ara, Hilmar Örn Hilmarsson á staf-
ræn hljóðfæri, Steingrímur
Guðmundsson á slagverk og Tómas
Magnús Tómasson sem þriðja eyrað
með rafbassa.
Guðlaugur Kristinn Óttarsson er
þekktur fyrir gítarleik sinn og tón-
smíðar en hann hefur leikið með
ýmsum hljómsveitum og tónlist-
armönnum á löngum ferli sínum. Á
níunda áratugnum lék hann með
Þey og Kukli en auk þess hefur hann
komið víða við í samstarfi við aðra
hljómlistarmenn og leikið á flest-
öllum hljómplötum Megasar frá því
á níunda áratugnum.
Guðlaugur
Kristinn í
Hafnarborg
Guðlaugur
Kristinn Óttarsson.
♦♦♦