Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 63 menning Í DAG eru síðustu forvöð að sjá sýninguna „Frelsun litarins/Regard Fauve“ og „Jón Stefánsson – nem- andi Matisse og klassísk mynd- hefð“ sem staðið hafa yfir í Lista- safni Íslands. Aðsókn að fyrri sýningunni, sem kemur frá Musée des beaux-arts í Bordeaux í Frakk- landi og er haldin í tengslum við menningarhátíðina Pourquoi-Pas?, hefur verið gríðarlega góð og leið- sagnir í fylgd sérfræðinga sem ver- ið hafa alla sunnudaga á sýning- artímanum hafa verið mjög vel sóttar. „Frelsun litarins“ endurspeglar markvissa söfnun Listasafnsins í Bordeaux á málverkum fauvist- anna, og má rekja í henni upphaf og þróun þessarar uppreisnar lit- arins við lok 19. aldar og í byrjun 20. aldar. Er þetta í fyrsta sinn sem verk frá þessu tímabili eru kynnt á sýningu hér á landi. Síðarnefnda sýningin á verkum Jóns Stefánssonar (1881–1962) er í eigu Listasafns Íslands en Jón var eini Íslendingurinn sem var nem- andi Henri Matisse í París. Sýn- ingin sýnir þau áhrif sem Jón varð fyrir hjá Matisse og þann franska skóla sem Jón innleiddi í verkum sínum eftir að hann kom heim frá námi. Frönsku vori lýkur í Listasafni Íslands Morgunblaðið/ÞÖK Verðmæti Verkin á sýningunni eru tryggð fyrir tæpa tvo milljarða króna. KVIKMYNDAKLÚBBURINN Fjalakötturinn hefur reglulegar sýningar í Tjarnarbíói nú um helgina með tveimur rússneskum kvikmyndum, tveimur af þremur kvikmyndum James Deans, auk nýrrar þýskrar myndar. Skráning í klúbbinn er hafin á heimasíðunni www.filmfest.is. Félagsgjald er 4.000 kr. og veitir aðgang fyrir einn að öllum sýningum fram í maí. Stak- ir miðar kosta 900 kr. og fást í Tjarn- arbíói á sýningardögum, sem verða alla sunnudaga og mánudaga. Alls verða tæplega 30 myndir á dagskrá Fjalakattarins í vor. Félagar fá auk þess afsláttarkjör á Alþjóðlega kvik- myndahátíð í Reykjavík sem haldin verður í haust. Allar nánari upplýs- ingar má finna á www.filmfest.is. Dagskráin í dag og á morgun Sunnudagur 17.15 Dauðinn á ferð 19.15 Harðjaxl 21.15 Syndir feðranna Mánudagur 17.00 Trönurnar fljúga 19.00 Harðjaxl 21.00 Risi Dagskrá Fjalakatt- arins Svalur Tvær myndir með James Dean verða sýndir í Tjarnarbíói. Í KVÖLD klukkan 20 verða tónleikar Guðlaugs Kristins Óttars- sonar haldnir í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Með Guðlaugi verða á tónleik- unum níu þekktir hljóðfæraleikarar og leikin verða verk eftir Vivaldi, Bach og Charles Mingus, auk tón- verka eftir Guðlaug sjálfan. Hljóðfæraleikarar verða, auk Guðlaugs, Áki Ásgeirsson á trompet og stafræn hljóðfæri, Birgir Bald- ursson á trommur, Einar Melax á viola da gamba og hljómborð, Elena Jagalina á blásturshljóðfæri, Georg Bjarnason á rafkontrabassa og raf- bassa, Guðmundur Pétursson á gít- ara, Hilmar Örn Hilmarsson á staf- ræn hljóðfæri, Steingrímur Guðmundsson á slagverk og Tómas Magnús Tómasson sem þriðja eyrað með rafbassa. Guðlaugur Kristinn Óttarsson er þekktur fyrir gítarleik sinn og tón- smíðar en hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum og tónlist- armönnum á löngum ferli sínum. Á níunda áratugnum lék hann með Þey og Kukli en auk þess hefur hann komið víða við í samstarfi við aðra hljómlistarmenn og leikið á flest- öllum hljómplötum Megasar frá því á níunda áratugnum. Guðlaugur Kristinn í Hafnarborg Guðlaugur Kristinn Óttarsson. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.