Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ ERU rúm tíu ár liðin frá því rekstur grunn- skólans var færð- ur frá ríki til sveitarfélaga. Hvað felst í því að bera ábyrgð á rekstri grunn- skóla? Er það að tryggja börnum húsaskjól á með- an foreldrar eru í vinnu eða að veita þeim góða menntun sem ánægt og hæft starfsfólk veitir? Miðað við um- mæli sveitarstjórnamanna und- anfarnar vikur mætti ætla að það væri einungis húsaskjólið sem sveit- arfélögin bera ábyrgð á. Launamál kennara komi þeim einfaldlega ekki við. Haustið 2004, eftir að kennarar höfðu verið í verkfalli á áttundu viku, setti ríkisstjórnin lög á verkfall kennara og sendi þá hundóánægða í skólana aftur. Þetta var gert vegna getuleysis sveitarfélaga til að borga grunnskólakennurum laun sem hæfa störfum þeirra og menntun. Þegar sama ríkisstjórn er nú spurð hvað hún ætli að gera til að rétta kjör kennara þá er svarið að kjara- mál grunnskólakennara komi rík- isstjórninni og menntamálaráðherra ekkert við. Forsætisráðherra kom í ræðustól 14. febrúar sl. og sagði að launamál grunnskólakennara væru alfarið á höndum sveitarfélaga. Var grunnskólinn ekki á ábyrgð sveitar- félaga í nóvember 2004 þegar rík- isstjórnin setti lög á verkfall grunn- skólakennara? Hvað hefur breyst? Það væri gott að fá svar við því. Hvað leggja sveitarstjórnarmenn til að verði gert til að koma í veg fyr- ir flótta úr kennarastéttinni? Svarið er: EKKERT. Þeir varpa ábyrgð- inni á Launanefnd sveitarfélaga sem hefur boðið kennurum 0,75% hækk- Er grunnskólinn á ábyrgð sveitarfél Frá Sigurði Hauki Gíslasyni: Sigurður Haukur Gíslason VIÐBRÖGÐ almennings við tillits- lausum framkvæmdum í Heiðmörk og lagningu akbrautar í Mosfellsbæ hafa vakið eftirtekt, enda fer það fyrir brjóstið á flestum þegar rótað er um með stórvirkum vélum í trjá- lundum og á grónum svæðum, svo að gapandi sár koma í svörðinn. Allir eru sammála um, að slík umgengni er ekki til fyrirmyndar. Það er þó sameiginlegt þessum tveimur svæð- um, að þau eru ekki ýkja gömul í nú- verandi mynd, rétt um hálfrar aldar gömul, og eru ræktuð upp á gömlum beitarmóum. Nú er það hins vegar svo, að til eru önnur svæði, ekki ræktuð af mönnum, heldur hafa trén vaxið þar upp af sjálfsdáðum, drepizt og feng- ið að rotna í friði. Aðrar lífverur, jurtir, byrkningar, sveppir, fléttur, mosar og aragrúi smávera, hafa fundið sér þar búsvæði í skjóli trjánna og myndað órofa lífheild. Aldur þessara svæða er ekki talinn í öldum heldur þúsundum ára; þetta kemst næst því, sem kalla mætti frumskóg. Einhver kann að spyrja, hvort slík svæði séu til hér á landi. Svarið við því er já. Ætla má að um 10–15% af núverandi birkiskógi eða kjarri, sem þekur aðeins um 1% af flatarmáli landsins, geti talizt til þessa flokks. Þessi svæði hafa aldrei verið rann- sökuð gaumgæfilega og menn vita lítið um hvernig hringrásum efnis og orku er háttað. Sennilega leynast þar lífverur, sem við vitum ekki um. Það er erfitt að fara um þessi svæði og jafnvel féð sneiðir hjá þeim. Hvað sem fólki finnst um þessa kræklóttu og illgengu skóga eru þetta sannir dýrgripir íslenzkrar náttúru. Þau dapurlegu tíðindi hafa nú spurzt út, að umhverfisráðherra hef- ur heimilað vegagerð í gegnum slík- an skóg, Teigsskóg. Engin rannsókn fór þar fram, aðeins var birtur listi Að leggja að líku Frá Ágústi H. Bjarnason: ÁFORM um lagningu nýs einka- vegar um Kjöl eru mikið áhyggju- efni. Þeir sem hæst láta um gildi stóriðju og nýtingu fallvatna og annarra auðlinda Íslands virðast ekki skilja nauðsyn þess að varð- veita hálendi landsins. Ósnortin náttúra, tært loft og hreint vatn eru verðmæti sem fáar þjóðir geta státað af. Það virðist einnig gleymast í öllu æðinu sem tröllr- íður íslensku efnhagslífi um þess- ar mundir að ferðaiðnaðurinn er sennilega verðmætasta útflutn- ingsgrein okkar. Það er ólíðandi að horfa upp á það að sú efna- hagslega firra sem hvalveiðum og lagningu hraðbrauta um hálendið fylgir eyðileggi þau verðmæti sem komandi kynslóðir munu erfa. Hálendið er ómetanlegur fjár- sjóður. Honum þarf ekki að breyta í hlutabréf eða skuldabréf til þess að fá „ásættanlega“ ávöxtun. Þessi fjársjóður er einstæður og hann ávaxtar sig sjálfur ef hann bara fær að vera í friði. Réttast væri að gera allt hálendið að friðuðum þjóðgarði og gera heildarskipulag um nýtingu þess til langs tíma. Rökin fyrir nauðsyn þess að leggja nýjan veg um Kjöl eru létt- væg. Það hefur verið bent á það að stytting leiðarinnar á milli Reykjavíkur og Akureyrar er möguleg með tilfærslum á núver- andi vegi. Það eru engin efnahags- leg rök fyrir því að tengja Suður- land og Norðurland með hálendisvegi. Það er áskorun á alla þá sem vilja varðveita náttúru Íslands að skerast í leikinn nú þegar. Lög um mat á umhverfisáhrifum og aðrar lagasetningar eins og t.d. nýju stjórnsýslulögin sem sett voru vegna samninga um evrópska efnahagssvæðið eru ekki tæki stjórnvalda til þess að knýja fram vilja sinn. Þvert á móti gefa þau öllum íslendingum möguleika á því að koma skoðunum sínum og mót- mælum á framfæri um fram- kvæmdir sem fela í sér óafturkall- anleg umhverfisáhrif. Það er mál að linni. JÓN KJARTANSSON, bóndi og áhugamaður um ferðaiðnað. Einkavegur yfir Kjöl? Frá Jóni Kjartanssyni: Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg Einn glæsilegasti veitingastaður utan Reykjavíkur er nú til sölu í að- eins 30-40 mín. keyrslu frá Reykjavík. Veitingastaðurinn er í glæsi- legu umhverfi, allur nýinnréttaður fyrir 140-180 manns. Opinn allt ár- ið. Þetta er einstakt tækifæri fyrir áhugafólk um veitingarekstur. Upplýsingar veita Jón eða Guðmundur, aðeins á skrifstofu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Glæsilegur veitingastaður Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 30 ár OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 STARENGI 20 B - SÉRINNGANGUR www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Falleg, björt og vel skipulögð 4ra herbergja endaíbúð á efri hæð m/sérinngangi í nýl. máluðu og vel staðsettu fjölbýli. Forstofa m/skáp. Þrjú rúmgóð herbergi, öll með skápum. Sérþvottaherbergi. Rúmgott bað- herbergi, flísar á veggjum, innrétting og skápur, baðkar m/sturtuaðstöðu. Björt stofa með útg. á suðursvalir, eldhús er opið að hluta í stofu, falleg kirsuberjainnrétting, helluborð, undirborðsofn og vifta. Allar innréttingar og hurðir eru spónlagðar með kirsuberjavið. Á forstofu eru flísar, á baði og þvottaherb. er dúkur, önnur gólf eru lögð fallegu hlynparketi. Sérmerkt bíla- stæði fylgir íbúðinni. Stutt er í alla þjónustu, s.s. skóla, leikskóla og íþrótta- hús (Egilshöll). Golfvöllur er innan seilingar og einnig verslanir. Þessi eign er mjög vel staðsett. Verð 24,9 millj. Verið velkomin í dag milli kl. 14-16. Ottó og Aðalheiður taka á móti gestum. GLÆSILEG EIGN Í RÍOMAR STUTT Á STRÖND - STUTT Í GOLF Glæsilegt endaraðhús á tveimur hæðum í Ríomar. Tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi, innbyggður bílskúr, svalir og vel búnar þaksvalir ásamt góðum horngarði með verönd. Húsið snýr inn í sameiginlegan sundlaugargarð og er fullbúið húsgögnum, heimilistækjum, borðbúnaði, líni og öllu því sem til þarf. Staðsett sunnarlega á Costa Blanca, stutt frá Pilar de la Horadada, Torrevieja og Campoamor. Mil Palmeras ströndin er í göngufæri sem og öll þjónusta; veitingastaðir, barir, verslanir, apótek og ýmislegt fleira. Úrvals golfvellir eru í næsta nágrenni; Las Ramblas, Campoamor og Villamartín. Frábær eign á einstökum stað. Upplýsingar veita Jóhannes í síma 893-6435, Jón Þór í síma 690-3650 og Haukur í síma 565-4168. Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu glæsilegt endaraðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr samtals um 141 fermetrar, þar af er bílskúr 22 fermetrar. Eignin er vel staðsett á fallegum útsýnisstað við Vesturtún á Álftanesi þar sem stutt er í skóla og leikskóla. Eignin skiptist í forstofu, forstofuherbergi, hol, stofu, borðstofu, eldhús, barnaherbergi, hjónaherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymsluloft og bílskúr. Nánari lýsing eignar. Góð aðkoma er að eigninni. Góð forstofa. Gott forstofuherbergi. Frá forstofu er gengið inn í hol. Eldhús með glæsilegri inn- réttingu og góðum borðkrók. Góð og björt stofa með útgang út á góða afgirta verönd. Gott hjónaherbergi. Annað barnaherbergi. Baðherbergi flísalagt með baðkari sem í er sturta, góð innrétting á baði. Þvottahús með góðum hillum. Geymsluloft. Innangengt er í góðan bílskúr með hillum. Gólfefni er parket og flísar. Góður geymsluskúr í garði. Glæsi- legur afgirtur garður með sólpöllum og tilheyrandi. Verð 37,9 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi gsm 896 0058. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Vesturtún - Álftanes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.