Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
Því er iðulega haldið fram aðhann skorti „sjarma“ ogsumir segja hann beinlínisleiðinlegan – á ítalskan
mælikvarða ef ekki alþjóðlegan. En
Romano Prodi er maður ólseigur og í
gær virtist sýnt að valdaskeiði hans í
ítölskum stjórnmálum væri engan
veginn lokið. „Prófessorinn“ hefur á
hinn bóginn átt í erfiðleikum; ef til
vill hefði engum tekist að halda sam-
an þeirri undarlegu og sundurleitu
samsteypustjórn sem hann fór fyrir.
Hún féll heldur óvænt og með hvelli
á miðvikudag en Ítalíuforseti bað
hann í gær um að sitja áfram þangað
til greidd hafa verið atkvæði um
traustsyfirlýsingu.
Prodi hefur áður gengið á fund
forseta Ítalíu og beðist lausnar. Í
þetta skiptið tók Giorgio Napolitano
við afsagnarbeiðninni. Prodi hefur
tvívegis áður átt slíkt erindi við Ítal-
íuforseta, fyrst árið 1997 en þá hélt
hann embættinu. Ári síðar lá leið
hans enn í Quirinale-höllina í Róm,
þar sem norður-ítalskir risar gæta
öryggis forsetans. Í það skiptið
missti hann embættið háa.
Prodi hófst á ný til valda í maí í
fyrra og hafði því gegnt embætti for-
sætisráðherra í níu mánuði í þessari
lotu. Ýmsu var venju samkvæmt lof-
að en utan Ítalíu vakti trúlega mesta
athygli sá eindregni ásetningur for-
sætisráðherrans að ráðast gegn póli-
tískri spillingu. Þingmeirihlutinn
samanstóð hins vegar af mekki
flokka og bandalaga á miðju og
vinstri væng ítalskra stjórnmála.
Þar var að finna kommúnista, gamla
kommúnista, endurhæfða kommún-
ista, framsóknarmenn, jafnaðar-
menn, frjálslynda og jafnvel fyrrum
fylgismenn Kristilega demókrata-
flokksins. Margir sögðu að þessi
samsuða myndi aldrei halda og ekki
var þörf á doktorsprófi í stjórnvís-
indum til að álykta á þann veg.
Utanríkismálin urðu stjórn Prodis
að falli. Í atkvæðagreiðslu síðdegis á
miðvikudag risu þingmenn upp gegn
áformum um að halda ítölsku herliði
í Afganistan. Stjórnin hugðist einnig
fá þingheim til að samþykkja að
bandarísk herstöð í Vicenza yrði
stækkuð. Eindregnustu vinstri
mennirnir höfðu fengið nóg af meint-
um undirlægjuhætti Prodis gagn-
vart Bandaríkjastjórn.
Romano Prodi er 67 ára, fæddur 9.
ágúst 1939 í bænum Scandiano í
Emilia-Romagna-héraði á Norður-
Ítalíu. Faðir hans var verkfræðing-
ur, móðirin kennari. Þau hjónin
stóðu sig prýðilega í að uppfylla lög-
málið; Romano er áttundi í röð níu
systkina. Hann sýndi snemma veru-
lega hæfileika til náms líkt og önnur
börn þessara ágætu hjóna. Prodi á
sex bræður og fimm þeirra eru eða
hafa verið háskólakennarar.
Prodi nam lög við katólska háskól-
ann, sem kenndur er við „hjartað
helga“ eða Sacro Cuore, í Mílanó.
Þaðan lá leiðin til Bretlands þar sem
hann settist á skólabekk í London
School of Economics. Þegar heim
kom hóf hann kennslu við stjórn- og
hagspekideild háskólans í Bologna.
Pólitískan feril sinn hóf Prodi inn-
an vébanda Kristilega demókrata-
flokksins. Hann taldist til vinstri
vængsins innan flokksins en náði
frama og árið 1978 fór hann með
embætti iðnaðarráðherra í stjórn
Giulio Andreotti. Frá 1982 til 1989
var hann forstjóri IRI (ít. „Istituto
per la Ricostruzione Industriale“),
ríkisrekins eignarhaldsfélags, sem
hann átti þátt í að einkavæða. Ekki
varð hjá ásökunum um spillingu
komist á þessum vettvangi fremur
en flestum öðrum á Ítalíu.
Leiðin lá aftur í stjórnmálin. Árið
1995 varð Prodi leiðtogi „Ólívutrés-
ins“, bandalags miðju og vinstri
flokka sem fór með sigur af hólmi í
kosningunum árið eftir. Hann ríkti í
rétt tæp tvö og hálft ár; endurhæfðir
kommúnistar gátu ekki samþykkt
breytingar sem Prodi taldi nauðsyn-
legar á sviði vinnumarkaðar og eft-
irlauna og felldu stjórnina.
Evrópusmiður
Enn skipti Prodi um gír og nú lá
leiðin í norðurátt. Árið 1999 var hann
skipaður forseti framkvæmdastjórn-
ar Evrópusambandsins og er sagt að
einungis hafi tekið eina klukkustund
að ná samkomulagi um þá ráðningu.
Prodi hafði lengi verið í hópi helstu
talsmanna Evrópusamrunans og
náði árangri á þessum vettvangi þótt
stundum gæfi á bátinn. Sennilega
verður hann talinn í hópi smiða hinn-
ar nýju Evrópu; í valdatíð hans tóku
ein 11 Evrópuríki upp evruna og árið
2004 fengu átta fyrrum kommúnista-
ríki aðild að Evrópusambandinu.
Stjórnmál Evrópusambandsins eru
flókin, hægvirk og að margra mati
yfirtak leiðinleg. Þar reyndist Prodi
vera á heimavelli.
Haustið 2004 var forsetatíð Prodis
úti en heima biðu hans krefjandi
verkefni. Upplausn ríkti á miðju og
vinstri væng ítalskra stjórnmála eft-
ir stórsigur auðjöfursins Silvios Ber-
lusconis í þingkosningunum 2001.
Prodi var kjörinn leiðtogi nýs banda-
lags þessara stjórnmálaafla haustið
2005. Í kosningunum í apríl í fyrra
fór Bandalagið naumlega með sigur
af hólmi. Hann sór embættiseið 17.
maí og lof var borið á hann fyrir að
afreka að mynda stjórn úr því krað-
aki flokka sem samtökin hýstu.
Nú þegar Prodi hefur neyðst til að
segja af sér liggur fyrir að stöðug-
leikinn heyrir sögunni til í ítölskum
stjórnmálum. Líkt og margir höfðu
spáð reyndist hann ekki langlífur.
Milljarðamæringurinn umdeildi,
Silvio Berlusconi, setti met í maí-
mánuði árið 2004 þegar hann hafði
afrekað að gegna forsætisráð-
herraembættinu í 1.060 daga, lengst
allra frá lokum síðari heimsstyrjald-
arinnar. Alls ríkti Berlusconi í fimm
ár samfleytt og verður það met vís-
ast seint slegið, 61 ríkisstjórn hefur
verið við völd á Ítalíu frá því að
ófriðnum mikla lauk.
Romano Prodi hefur löngum sætt
gagnrýni fyrir að vera heldur
„óspennandi“ stjórnmálamaður,
lengi var hann haldinn í tölu tækni-
krata og sagður öldungis laus við
persónutöfra. Tæpast ríkir einhugur
um það mat en samanburður við höf-
uðóvininn, Silvio Berlusconi, verður
honum alltaf erfiður. „Kavalérinn“
er að sönnu eftirtektarverður per-
sónuleiki hið minnsta; undarleg
blanda heimsborgara og götustráks,
milljarðamærings og alþýðuhetju,
frelsara og loddara. Samskipti þess-
ara manna hafa jafnan verið afar erf-
ið og til þess er tekið að þeir geta
vart heilsast þegar leiðir liggja sam-
an á opinberum vettvangi.
„Prófessorinn“ er gælunafnið sem
Prodi gengur undir í röðum aðdá-
enda sinna. Fjendurnir kalla hann
„Mortadella“ en svo nefnist heldur
bragðdauf spægipylsa sem íbúar Bo-
logna hafa sérstakar mætur á. And-
stæðingarnir segja hann hrokafullan
og einstrengingslegan, fylgismenn-
irnir telja hann einan færan um að
koma á nauðsynlegum breytingum á
Ítalíu. Baklandið er sundrað en pró-
fessorinn fær tækifæri til að þreyta
sjúkraprófið.
Lífseigur lærifaðir
SVIPMYND»
Reuters
Alvara Romano Prodi fór frá 1996 til 1999 fyrir fyrstu raunverulegu samsteypustjórn miðju og vinstri flokka á
Ítalíu frá því að fasisminn leið undir lok þar í landi. Hann þykir alvörugefinn og nákvæmur í framgöngu allri.
Afsögn Stuðningsmenn Forza Italia, flokks Silvios Berlusconis, fagna falli
stjórnar Romans Prodis forsætisráðherra í Róm á miðvikudagskvöld.
Erlent | Stjórn Romanos Prodis féll í vikunni og gekk hann í þriðja skipti á ferlinum á vit Ítalíuforseta að beiðast af-
sagnar en þar með er ekki öll sagan sögð. Höfuðprýði | Rauðhært fólk verður iðulega fyrir aðkasti, en hárliturinn
getur einnig orðið eins og vörumerki. Svipmynd | Kate Winslet hefur verið nefnd enska rósin og er nú tilnefnd til Óskarsverðlauna.
VIKUSPEGILL»
Enn og aftur kemur sundurlyndis-
fjandinn í bakið á Romano Prodi
» Andstæðingarnir
segja hann hroka-
fullan og einstrengings-
legan, fylgismennirnir
telja hann einan færan
um að koma á nauðsyn-
legum breytingum á
Ítalíu. Baklandið er
sundrað en prófesorinn
fær vísast að þreyta
sjúkraprófið.
» Könnun sýnir það svart áhvítu að við erum ekki þekkt
fyrir menningu okkar, hún er
ekki hluti af ímynd Íslands.
Valgerður Sverrisdóttir utanrík-
isráðherra um nýja úttekt á ímynd Íslands
sem gerð var í samvinnu viðskiptaráðs og
ríkisstjórnarinnar.
» Þetta er mannréttindabrot.
Sigurbjörn Sveinsson , formaður Lækna-
félags Íslands, um frumvarp til laga um
vátryggingasamninga sem m.a. mun kveða
á um rétt vátryggingafélaga til að afla við-
kvæmra heilsufarsupplýsinga frá trygg-
ingataka um þriðja aðila, t.d. um foreldri
eða systkini, án samþykkis hans eða jafn-
vel vitneskju. Sigurbjörn segir þessi
vinnubrögð minna á starfsaðferðir austur-
þýsku öryggislögreglunnar, Stasi.
»Næsta takmark er að verðaalþjóðlegur meistari.
Hjörvar Steinn Grétarsson , 13 ára, sem
varð Norðurlandameistari í sínum aldurs-
flokki í skólaskákkeppni í þriðja skiptið.
» Ekki neitt, ætla ég rétt að
vona.
Sigurður Sigurjónsson , leikskólastjóri
Skýjaborgar í Hvalfjarðarsveit, spurður
hvað gert sé öðruvísi í Skýjaborg en öðr-
um leikskólum. Sigurður er eini karlmað-
urinn sem gegnir stöðu leikskólastjóra
hér á landi.
»Ég hef óbeit á klámiðn-aðinum og öllum afurðum
hans.
Geir H. Haarde forsætisráðherra í um-
ræðu á Alþingi um klámráðstefnu sem
boðað hafði verið til á Íslandi 7.–11. mars.
Hætt var við ráðstefnuna á fimmtudag þar
eð eigendur Radissons SAS, Hótel Sögu,
neituðu að hýsa gestina.
» Okkur finnst þetta frábærsigur fyrir kynfrelsið og
mjög gott að sjá þjóðina standa
saman um það að hafna kláminu.
Katrín Anna Guðmundsdóttir , talskona
Femínstafélagsins, þegar fyrir að lá að
klámfólkinu hafði verið úthýst.
» Ef við ætlum ekki að fremjalögbrot í landinu, af hverju
ætti okkur þá að vera úthýst. Það
er engin glóra í þessu.
Cristina Ponga , fulltrúi klámfengnu ráð-
stefnugestanna, um viðbrögð forráðamanna
Radisson SAS, Hótel Sögu.
» Við erum mjög hissa á þessuog sár út í þetta fyrirtæki.
Halldór Haldórsson , bæjarstjóri á Ísafirði,
um þá ákvörðun stjórnenda Marels hf. að
loka starfsstöðinni í bænum.
» Við lítum svo á að við séumkomnir að þeim tímapunkti að
geta sagt hingað og ekki lengra.
Stefán Eiríksson , lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins, um þá ákvörðun
lögreglu að rannsaka hvort ofsaakstur
tveggja ungra manna í Reykjavík fyrr í
mánuðinum gefi tilefni til að ákæra
viðkomandi fyrir brot gegn almennum
hegningarlögum en ekki aðeins fyrir brot
á umferðarlögum. Allt að sex ára fangelsi
liggur við þeim ákvæðum
hegningarlaganna sem þykja koma til
álita í þessu efni.
» Þetta er kannski í mesta lagikartöflumús.
Guðmundur Magnússon ,
framkvæmdastjóri Bónuss. Í
sjónvarpsþættinum Ísland í dag á
mánudagskvöld birtust myndir sem
teknar voru í verslun Bónuss í
Holtagörðum og kviknuðu vangaveltur um
hvort mýs hefðu þar sést skjótast yfir
gólfið. Upplýst hefur verið að þar voru
kartöflur á ferð. Tilefni myndatökunnar
var verðkönnun .Guðmundur segir lýsandi
fyrir umræðuna um matvörumarkaðinn á
Íslandi að athygli fjölmiðla skuli hafa
beinst að því hvort mýs eða kartöflur hafi
sést á gólfinu en ekki niðurstöðum
verðkönnunarinnar.
Ummæli vikunnar
Morgunblaðið/Ásdís
Metnaður Hjörvar Steinn Grét-
arsson stefnir á stærri afrek.