Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 62
Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is Íslendingar eiga von á góðu ívor – þá verður sett upp yf-irgripsmikil sýn-ing á verkum listamannahópsins Cobra í Reykjavík. Nafn hópsins er sett saman úr Copenhagen, Brussel og Amst- erdam. Á sýningunni í Listasafni Íslands verða 130 verk; mál- verk, grafikverk, högg- myndir og pappírsverk eftir um það bil 20 listamenn. Sýningin verður opnuð 10. maí og er framlag safnsins til Listahátiðar 2007. Þess má geta að sýn- ingin er samstarfsverk- efni danska sendiráðsins á Íslandi, íslenska sendiráðsins í Danmörku og áhugamanna um Cobramyndlist. Að sögn Per Hovdenakk, fyrrum forstöðumanns Henie-Önstad safns- ins í Noregi, eru verkin fengin að láni hjá einkaaðilum og listasöfnum á Íslandi, í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Hovdenakk rakti á fundi í danska sendiráðinu að nokkru hina merki- legu sögu Cobra-listamannahópsins. Rekja má upphaf þessa samstarfs listamanna til tímabilsins 1935– 1945. Í fararbroddi voru listamenn á borð við Asger Jorn og Carl- Henning Pedersen, sem er nýlátinn. Við Íslendingar áttum sannarlega okkar fulltrúa í þessum hópi. Raun- ar urðu ýmsir íslenskir listamenn, sem voru við listnám í Kaupmannahöfn á þessum tíma, fyrir áhrifum af Cobra- hópnum. Þar má nefna Sigurjón Ólafsson myndhöggvara en þó einkum Svavar Guðna- son listmálara sem gerðist einn fremsti málarinn í hópnum. „Hann varð eftir í Danmörku á stríðs- árunum og var í nánu sambandi við lista- mannahópinn og var t.d. virkur þátttakandi í Haustsýningahópn- um (Höst), hann telst meðal brautryðjenda í Cobra- hópnum,“ sagði Per Hovdenakk. Ýmsir í þessum hópi voru raunar starfandi í andspyrnuhreyfingu Dana, m.a. Asger Jorn, en hann tók sér þetta eftirnafn þegar hann ákvað að reyna fyrir sér sem alþjóð- legur listamaður. Segja má að Cobra hafi verið stofnað formlega 1948 og í hópnum voru auk Svavars, Asger Jorns og Carl-Hennig Pedersens, kona hins síðast nefnda, Else Alfelt, Egil Jac- obsen, Ejner Bille og Heerup. Einn- ig náði samvinnan til Hollending- anna Constant og Karel Appel, sem varð heimsfrægur, sem og til Belg- anna Alechinsky, Corneille og Christian Dotremont. Frakkarnir Atlan og Doucet og Englending- urinn Stephen Gilbert gegndu líka sínum hlutverkum í Cobra-hópnum. Á mótum hlutbundinnar og óhlutbundinnar listar En hvernig var þá list þessara manna, sem þarna tóku höndum saman, hvað sýningar og samstarf snerti? Þeir tóku að vissu leyti upp þráð- inn frá Munch og hans samtíðar- mönnum og leituðu jafnframt í evr- ópska list miðalda og þar á undan, allt til hellnaristanna. Myndir þeirra voru oft litsterkar, þeir voru ýmsir á mótum hlutbundinnar og óhlut- bundinnar listar. Þetta varð stór hreyfing í list á Norðurlöndum og hafði mikil áhrif líka í Belgíu, Hol- landi og víðar. Danir eru mjög stolt- ir af sínum Cobramönnum og með þeim eignuðust þeir stóra listamenn í heimslistinni. Cobra-listmálar eiga sér líka rætur í súrrealisma og er þeirra víða getið í alfræðibókum um súrrealisma. Auk hins áberandi listmálara okk- ar Svavars Guðnasonar, sem tók þátt í flestum hinum fyrstu Cobra- sýningum, átti Asger Jorn samstarf við Halldór Laxness, í samvinnu þeirra varð til bókverk sem byggð- ist á sögu Halldórs um brauðið dýra. Cobramenn leituð að hinni upp- runalegu og óskóluðu tjáningu og þeir höfðu með list sinni áhrif á samfélagið, Jorn hafði t.d. slík áhrif, enda voru þarna á ferð menn með byltingarkennt hugarfar. Áhrifa Cobra-hópsins gætti allar götur til ungs fólks sem var í uppreisnarhug í kringum 1968. Silkiborgarsafnið í Danmörku er lykilsafn í list Cobra-hópsins, þar er mikið af myndum listamanna Cobra-hópsins sem Asger Jorn safnaði og gaf safninu. Á sýningunni, sem sett verður upp í Reykjavík í vor, verður varpað ljósi á þýðingu Svavars Guðnasonar fyrir Cobra-hópinn í stærra sam- hengi. Sumir listamannanna í hópn- um komu til Íslands. Else Alfelt og Carl-Henning Pedersen voru þó einu meðlimir Cobra-hópsins sem áttu lengri dvöl á Íslandi. Tilefni komu þeirra til Íslands var, ásamt Svavari, að kynna sýningu á verkum haustsýningarhópsins 1948. Með í för voru einnig Appel og Constant og má því segja að sýningin hafi verið mikilvægur undanfari Cobra- hópsins, sem var stofnaður form- lega 18. nóvember 1948 í París. Á sýningunni í vor verða myndir sem Else Alfelt og Carl-Hennig Ped- ersen máluðu á meðan á dvöl þeirra á Íslandi stóð. Ýmsir aðrir lista- menn Cobra-hópsins heimsóttu Ís- land seinna, í byrjun 8. áratugarins komu hingað t.d. Ejner-Bille og Eg- il Jacobsen og árið 1965 heimsótti Karel Appel Svavar Guðnason á leið sinni til Bandaríkjanna – og var sá fundur, að sögn Per Hovdenakk, þeim báðum til mikill upplyftingar. Cobrasýningin í vor er sem fyrr gat framlag Listasafns Íslands til Listahátíðar 2007 og verður hún sem sagt opnuð hinn 10. maí. Síðar verður hún sett upp í listamiðstöð- inni Silkeborg Bad og í Listasafni Þrándheims. Per Hovdenakk er sýningarstjóri sýningarinnar, en hann er víðkunnur fyrir mikla þekk- ingu á nútímalist og hefur haft um- sjón með fjölda Cobrasýninga, sem og sýninga á verkum Asger Jorns, Egil Jacobsens, Appels og Alech- inskys. Hann hefur og skrifað bæk- ur og fjölda greina um þessa lista- menn og marga aðra. Í sýningarskrá er birt yfirlit Per Hovdenakk yfir hugmyndir og starfsemi Cobra-hópsins. Hann skrifar einnig um samstarf Svavars Guðnasonar og Asger Jorns og Halldórs Laxness. Ólafur Kvaran skrifar um íslenska list á 5. áratug síðustu aldar og Hanna Lundgren skrifar um dvöl Else Alfelts og Carl-Henning Pedersens á Íslandi. Uppruna- leg tjáning Per Hovdenakk 1939 Málverkið Kvenleiki eftir Svavar Guðnason. List Cobra-hópsins var byltingarkennd á sínum tíma og hafði mikil áhrif Litgleði Den tavse myte, málverk eftir Asger Jorn. Fyrsti konsert er frír SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISí boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar FIMMTUDAGINN 1. MARS KL. 19.30 Hljómsveitarstjóri ::: Lawrence Renes Einsöngvari ::: Lilli Paasikivi gul tónleikaröð í háskólabíói Ludwig van Beethoven ::: Egmont, forleikur Richard Wagner ::: Wesendonck Lieder Ludwig van Beethoven ::: Sinfónía nr. 3 „Eroica“ Eroica Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin heim eftir sigurför um Mið-Evrópu til að flytja hetjusinfóníu Beethovens, stórvirkið sem var brúin milli klassísku og rómantísku sinfóníunnar. staðurstund Bragi Ásgeirsson fjallar um ferðalag sitt um Ekvador sem er eitt frjósamasta land Suður- Ameríku. » 64 sjónspegill Gagnrýnanda þykir sýningin Sextán hjá Verzlunarskóla Ís- lands hafa heppnast vel, fyrir utan losaralegt handrit. » 67 dómur Úrslit í hinni vinsælu Freestyle- danskeppni Tónabæjar sem fram fór í gærkvöldi við mikinn fögnuð unglinganna. » 69 dans Í tónlist á sunnudegi fjallar Árni Matthíasson um Lucindu Will- iams sem þykir nösk við laga- smíðar. » 66 tónlist Stórstjarnan Silvía Nótt er stödd í Suður-Ameríku við tök- ur á tónlistarmyndbandi sem mikil leynd hvílir yfir. » 65 fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.