Morgunblaðið - 25.02.2007, Side 62

Morgunblaðið - 25.02.2007, Side 62
Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is Íslendingar eiga von á góðu ívor – þá verður sett upp yf-irgripsmikil sýn-ing á verkum listamannahópsins Cobra í Reykjavík. Nafn hópsins er sett saman úr Copenhagen, Brussel og Amst- erdam. Á sýningunni í Listasafni Íslands verða 130 verk; mál- verk, grafikverk, högg- myndir og pappírsverk eftir um það bil 20 listamenn. Sýningin verður opnuð 10. maí og er framlag safnsins til Listahátiðar 2007. Þess má geta að sýn- ingin er samstarfsverk- efni danska sendiráðsins á Íslandi, íslenska sendiráðsins í Danmörku og áhugamanna um Cobramyndlist. Að sögn Per Hovdenakk, fyrrum forstöðumanns Henie-Önstad safns- ins í Noregi, eru verkin fengin að láni hjá einkaaðilum og listasöfnum á Íslandi, í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Hovdenakk rakti á fundi í danska sendiráðinu að nokkru hina merki- legu sögu Cobra-listamannahópsins. Rekja má upphaf þessa samstarfs listamanna til tímabilsins 1935– 1945. Í fararbroddi voru listamenn á borð við Asger Jorn og Carl- Henning Pedersen, sem er nýlátinn. Við Íslendingar áttum sannarlega okkar fulltrúa í þessum hópi. Raun- ar urðu ýmsir íslenskir listamenn, sem voru við listnám í Kaupmannahöfn á þessum tíma, fyrir áhrifum af Cobra- hópnum. Þar má nefna Sigurjón Ólafsson myndhöggvara en þó einkum Svavar Guðna- son listmálara sem gerðist einn fremsti málarinn í hópnum. „Hann varð eftir í Danmörku á stríðs- árunum og var í nánu sambandi við lista- mannahópinn og var t.d. virkur þátttakandi í Haustsýningahópn- um (Höst), hann telst meðal brautryðjenda í Cobra- hópnum,“ sagði Per Hovdenakk. Ýmsir í þessum hópi voru raunar starfandi í andspyrnuhreyfingu Dana, m.a. Asger Jorn, en hann tók sér þetta eftirnafn þegar hann ákvað að reyna fyrir sér sem alþjóð- legur listamaður. Segja má að Cobra hafi verið stofnað formlega 1948 og í hópnum voru auk Svavars, Asger Jorns og Carl-Hennig Pedersens, kona hins síðast nefnda, Else Alfelt, Egil Jac- obsen, Ejner Bille og Heerup. Einn- ig náði samvinnan til Hollending- anna Constant og Karel Appel, sem varð heimsfrægur, sem og til Belg- anna Alechinsky, Corneille og Christian Dotremont. Frakkarnir Atlan og Doucet og Englending- urinn Stephen Gilbert gegndu líka sínum hlutverkum í Cobra-hópnum. Á mótum hlutbundinnar og óhlutbundinnar listar En hvernig var þá list þessara manna, sem þarna tóku höndum saman, hvað sýningar og samstarf snerti? Þeir tóku að vissu leyti upp þráð- inn frá Munch og hans samtíðar- mönnum og leituðu jafnframt í evr- ópska list miðalda og þar á undan, allt til hellnaristanna. Myndir þeirra voru oft litsterkar, þeir voru ýmsir á mótum hlutbundinnar og óhlut- bundinnar listar. Þetta varð stór hreyfing í list á Norðurlöndum og hafði mikil áhrif líka í Belgíu, Hol- landi og víðar. Danir eru mjög stolt- ir af sínum Cobramönnum og með þeim eignuðust þeir stóra listamenn í heimslistinni. Cobra-listmálar eiga sér líka rætur í súrrealisma og er þeirra víða getið í alfræðibókum um súrrealisma. Auk hins áberandi listmálara okk- ar Svavars Guðnasonar, sem tók þátt í flestum hinum fyrstu Cobra- sýningum, átti Asger Jorn samstarf við Halldór Laxness, í samvinnu þeirra varð til bókverk sem byggð- ist á sögu Halldórs um brauðið dýra. Cobramenn leituð að hinni upp- runalegu og óskóluðu tjáningu og þeir höfðu með list sinni áhrif á samfélagið, Jorn hafði t.d. slík áhrif, enda voru þarna á ferð menn með byltingarkennt hugarfar. Áhrifa Cobra-hópsins gætti allar götur til ungs fólks sem var í uppreisnarhug í kringum 1968. Silkiborgarsafnið í Danmörku er lykilsafn í list Cobra-hópsins, þar er mikið af myndum listamanna Cobra-hópsins sem Asger Jorn safnaði og gaf safninu. Á sýningunni, sem sett verður upp í Reykjavík í vor, verður varpað ljósi á þýðingu Svavars Guðnasonar fyrir Cobra-hópinn í stærra sam- hengi. Sumir listamannanna í hópn- um komu til Íslands. Else Alfelt og Carl-Henning Pedersen voru þó einu meðlimir Cobra-hópsins sem áttu lengri dvöl á Íslandi. Tilefni komu þeirra til Íslands var, ásamt Svavari, að kynna sýningu á verkum haustsýningarhópsins 1948. Með í för voru einnig Appel og Constant og má því segja að sýningin hafi verið mikilvægur undanfari Cobra- hópsins, sem var stofnaður form- lega 18. nóvember 1948 í París. Á sýningunni í vor verða myndir sem Else Alfelt og Carl-Hennig Ped- ersen máluðu á meðan á dvöl þeirra á Íslandi stóð. Ýmsir aðrir lista- menn Cobra-hópsins heimsóttu Ís- land seinna, í byrjun 8. áratugarins komu hingað t.d. Ejner-Bille og Eg- il Jacobsen og árið 1965 heimsótti Karel Appel Svavar Guðnason á leið sinni til Bandaríkjanna – og var sá fundur, að sögn Per Hovdenakk, þeim báðum til mikill upplyftingar. Cobrasýningin í vor er sem fyrr gat framlag Listasafns Íslands til Listahátíðar 2007 og verður hún sem sagt opnuð hinn 10. maí. Síðar verður hún sett upp í listamiðstöð- inni Silkeborg Bad og í Listasafni Þrándheims. Per Hovdenakk er sýningarstjóri sýningarinnar, en hann er víðkunnur fyrir mikla þekk- ingu á nútímalist og hefur haft um- sjón með fjölda Cobrasýninga, sem og sýninga á verkum Asger Jorns, Egil Jacobsens, Appels og Alech- inskys. Hann hefur og skrifað bæk- ur og fjölda greina um þessa lista- menn og marga aðra. Í sýningarskrá er birt yfirlit Per Hovdenakk yfir hugmyndir og starfsemi Cobra-hópsins. Hann skrifar einnig um samstarf Svavars Guðnasonar og Asger Jorns og Halldórs Laxness. Ólafur Kvaran skrifar um íslenska list á 5. áratug síðustu aldar og Hanna Lundgren skrifar um dvöl Else Alfelts og Carl-Henning Pedersens á Íslandi. Uppruna- leg tjáning Per Hovdenakk 1939 Málverkið Kvenleiki eftir Svavar Guðnason. List Cobra-hópsins var byltingarkennd á sínum tíma og hafði mikil áhrif Litgleði Den tavse myte, málverk eftir Asger Jorn. Fyrsti konsert er frír SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISí boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar FIMMTUDAGINN 1. MARS KL. 19.30 Hljómsveitarstjóri ::: Lawrence Renes Einsöngvari ::: Lilli Paasikivi gul tónleikaröð í háskólabíói Ludwig van Beethoven ::: Egmont, forleikur Richard Wagner ::: Wesendonck Lieder Ludwig van Beethoven ::: Sinfónía nr. 3 „Eroica“ Eroica Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin heim eftir sigurför um Mið-Evrópu til að flytja hetjusinfóníu Beethovens, stórvirkið sem var brúin milli klassísku og rómantísku sinfóníunnar. staðurstund Bragi Ásgeirsson fjallar um ferðalag sitt um Ekvador sem er eitt frjósamasta land Suður- Ameríku. » 64 sjónspegill Gagnrýnanda þykir sýningin Sextán hjá Verzlunarskóla Ís- lands hafa heppnast vel, fyrir utan losaralegt handrit. » 67 dómur Úrslit í hinni vinsælu Freestyle- danskeppni Tónabæjar sem fram fór í gærkvöldi við mikinn fögnuð unglinganna. » 69 dans Í tónlist á sunnudegi fjallar Árni Matthíasson um Lucindu Will- iams sem þykir nösk við laga- smíðar. » 66 tónlist Stórstjarnan Silvía Nótt er stödd í Suður-Ameríku við tök- ur á tónlistarmyndbandi sem mikil leynd hvílir yfir. » 65 fólk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.