Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 30
knattspyrna 30 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það er kostulegt að fylgja fót- gönguliðum Rauða hersins niður Römbluna síðar um daginn. Söng- vatnið er þá farið að vætla um æðar og óvíst að betur sé raddað á lands- móti karlakóra. Það er ekki laust við að beygur sé í Katalónum þegar þeir mæta hverri fylkingunni af annarri. „Liiiii-ver-pooool, Liver- pool FC. We’re by far the greatest ÁPlaça Reial í hjarta Barse-lónu hefur maður komiðsér fyrir í gosbrunni ogstjórnar fjöldasöng af mikilli innlifun og röggsemi um leið að bunan gengur yfir hann. Hundr- uð manna eru samankomin á torg- inu og taka undir. Ell-æ-ví-í-ar-pí- dobbeló-ell: Liverpool FC. Þetta eru sumsé stuðningsmenn enska knatt- spyrnuliðsins Liverpool að hita upp fyrir meistaradeildarleikinn mik- ilvæga gegn heimamönnum. Það eru þrír tímar í leik og á þessu augna- bliki má telja tvísýnt að téður for- söngvari komist alla leið á Nývang. Meiri líkur eru á því að hann verði annað hvort í vörslu lögreglu eða hreinlega sofnaður svefni hinna réttlátu þegar flautað verður til leiks. En það er önnur saga. Annars eru sparkelskir Bretar út- haldsbetri en annað fólk. Þegar um hádegi eru þeir teknir að kneifa ölið af miklum móð. Það er engu líkara en belgurinn á þeim sé botnlaus hít. Þá þegar hafa þeir lagt Plaça Reial, sem gengur út af Römblunni, og allt nánasta umhverfi undir sig. Þeir hafa málað Barselónuborg rauða. Á torginu er verið að hengja upp borða og fána með áletrunum af ýmsu tagi. Rauði herinn er ákaflega meðvitaður um glæsta sögu félags- ins og heldur henni hvarvetna hátt á lofti. Og skilaboðin til Börsunga eru skýr: „Njótið Evrópubikarsins með- an þið getið – þið eruð bara með hann í láni.“ Á öðrum borða er áletr- að: „Andi Bills Shanklys svífur yfir vötnum.“ Stemmningin í miðborginni er strax orðin mögnuð um hádegi og ekki dregur úr fjörinu þegar líður á daginn. Ég fæ mér sæti úti á veit- ingastað á Römblunni til að fylgjast betur með þessari skrautlegu yf- irtöku hinnar stoltu höfuðborgar Katalóníu. Það er ljóst að gamla heimsveldið er ekki dautt úr öllum æðum – a.m.k. ekki þessir útsend- arar þess. Á næsta borði sitja tveir harðir Púlarar. Það kjaftar á þeim hver tuska. Annar er blindur en lætur það ekki hindra sig í því að fylgja sínum mönnum á þessu ferðalagi. Hann hefur orð á því að honum leið- ist ekkert meira en að tapa. „Ég man þegar ég var lítill og við töp- uðum bikarleik,“ byrjar hann. „Mér var svo misboðið að ég sparkaði út- varpinu niður stigann. Það brotnaði í þúsund mola.“ Við þessi tíðindi þoka ég stól mín- um örlítið frá þessum kappsfulla manni. Maður veit aldrei. Þá minn- ist ég þess að hafa sjálfur á yngri árum spyrnt skó þéttingsfast í sjón- varpið þegar úrslit voru mér ekki að skapi. Það hélt þó velli. Gott að til eru róttækari menn en ég í þessum efnum. Sá blindi man tímana tvenna og rifjar upp Hillsborough-slysið þar sem félagar hans týndu lífi. Hann á líka vont með að gleyma sigurmarki Michaels Thomas fyrir Arsenal á Anfield vorið 1989 en það rændi, sem kunnugt er, Liverpool enska meistaratitlinum. „Ég var ekki mönnum sinnandi það kvöld,“ segir hann og skellir tómri líterskrúsinni á borðið. Félagi hans leiðir hann svo syngjandi sem leið liggur niður Römbluna. „Við erum á bandi Liver- pool,“ gellur hann eins og loftvarna- flauta. Mig verkjar í eyrun. Menn og málleysingjar Í því kemur hópur Púlara askvað- andi úr hinni áttinni. Fyrir honum fer stæðilegur náungi með umfangs- mikla eldrauða hárkollu. Hann vek- ur mikla kátínu vegfarenda og senjoríturnar láta mynda sig með honum. Mann með um þrisvar sinn- um smærri hárkollu ber að garði og fúkyrðin bylja á hinum. „Gat nú ver- ið að einhverjum tækist að toppa mig,“ rymur hann. Menn hlæja. Það eru ekki bara menn sem eru skrautlegir á Römblunni þetta eft- irmiðdegi, málleysingjarnir eiga líka sinn fulltrúa. Skyndilega birtast full- orðin hjón með belgsíðan hund íklæddan búningi Börsunga. Hann vekur ekki minni lukku en hár- kollumaðurinn og er myndaður í bak og fyrir. Kann sá ferfætti athyglinni vel þangað til hávær hópur Liver- pool-manna hyggst efna til viðræðna við hann. Þá geltir voffi eins og hann eigi lífið að leysa og Púlararnir stökkva á flótta, sposkir á svip. Meðan ég brosi að þessu rek ég augun í borða sem hangir út um gluggann á einu hótelherbergjanna. „Rafa er hinn útvaldi,“ getur þar að lesa. Fyrir þá sem ekki eru inn- vígðir er hér ekki átt við eldavél- arnar, heldur Rafa Benítez, hinn spænska knattspyrnustjóra Liver- pool. football team the world has ever seen.“ Já, minnimáttarkenndin er ekki að drepa þá. Svo er almættið vitaskuld ákallað reglulega: „Steve Gerrard, Gerr- ard...“ Á veitingahúsi á Via Laietana, rúmum tveimur tímum fyrir leik, velta þrír Púlarar leiknum fyrir sér á næsta borði. Ég hef orð á því við borðfélaga minn að mállýskan sem menn tali þarna á Merseybökkum sé með undarlegasta móti. „Nú,“ segir hann undrandi. „Eru þessir menn að tala ensku?“ Borðfélaginn er ekki einn um að hafa feilað sig á því. Fræg er sagan af því þegar miðvellingurinn stæðilegi frá Dan- mörku, Jan Mølby, gekk til liðs við AP Rauði herinn Stuðningsmenn Liverpool kalla ekki allt ömmu sína þegar þeir sækja aðrar borgir heim. Hernám Barselónu Áhangendur enska knattspyrnuliðsins Liverpool mál- uðu Barselónuborg rauða með miklum tilþrifum síð- astliðinn miðvikudag í tilefni af rimmunni við heima- menn í Meistaradeildinni. Orri Páll Ormarsson drakk í sig stemmninguna, bæði í miðborginni og á Nývangi. Hjá Jónum Transport er aðalmarkmiðið að varan komist til skila á réttan stað, í réttu magni og á réttum tíma. Við bjóðum heildarþjónustu í flutningum á sjó og í lofti, til og frá Íslandi. Nýttu þér trausta og persónulega þjónustu okkar. Það þurfa allir sinn Jón Súsanna „Jón“ Gísladóttir – Starfsmaður Jóna Transport
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.