Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 67 menning ÞAÐ GÓÐA við nýjustu stórsýn- ingu Verzlunarskólans er að helstu einkenni þessa merka menningar- fyrirbæris eru á sínum stað. Hér er söngur og dans af þeim gæða- staðli að undrun og aðdáun vekur í hvert sinn, sérstaklega þegar mannmergðin á sviðinu er skoðuð. Þá bætir leikurinn það upp með krafti og skýrleika sem hann skortir kannski í dýpt og innlifun, og svei mér þá ef þetta er ekki jafnbest leikna Verzlósýning sem ég hef séð og á að auki sína stjörnu í Ólöfu Jöru S. Valgeirs- dóttur, sem fer með aðalhlutverkið af miklu öryggi og sviðssjarma. Verzlingar hafa hins vegar aldrei komist upp á lag með að gera not- hæfar leikskrár, þannig að ekki verður gerð tilraun til að ráða í leikaramyndir til að útdeila frekara lofi. Nema þá til leikstjórans sem hefur unnið gott verk. Þó verð- skuldar hrós drengurinn sem lék hin síbjartsýna lúða Gogga, hvað sem hann heitir. Það sem helst reynist sýning- unni mótdrægt í að heilla mann er því miður handritið. Það fylgir að sönnu þeirri formúlu sem hefur verið brúkuð undanfarin ár, að flétta sögu í kringum nokkur vin- sæl lög, gjarnan þematengd. Vinnubrögð sem ættu að henta skopskyni og hæfileikum Gísla Rúnars einkar vel. En því miður er fléttan svo losaraleg að sagan vek- ur aldrei áhuga og söngtextarnir við lögin (íslensk dægurlög að þessu sinni) ýmist látnir óbreyttir, sem oft verður ankannalegt, eða þá skortir þá hugkvæmni sem ætlast má til af jafnsnjöllum textasmið. Verst er þó að persónurnar eru nánast undantekningarlaust svo grunnhyggnar, sjálfhverfar, for- dómafullar og jafnvel illgjarnar að það er erfitt að hafa með þeim samúð eða á þeim áhuga. Húm- orinn í samtölunum stígur of oft niður úr leyfilegri lágkúrunni og verður óþægilega andstyggilegur. Kannski er ég að verða gamall. En hvað, ég er yngri en Gísli. Þessi glæsilegi og hæfileikaríki hópur á betra skilið. Sérstaklega þegar litið er til þess hvað þeim tekst að skila gölluðum efnivið af miklum sannfæringarkrafti sem fleytir sýningunni upp í það að vera ágætis skemmtun, einkum í söng- og dansatriðum. Morgunblaðið/Golli Gæðadans „Hér er söngur og dans af þeim gæðastaðli að undrun og aðdáun vekur í hvert sinn,“ segir í dómnum. LEIKLIST Nemendamót Verzlunarskóla Íslands Höfundur: Gísli Rúnar Jónsson. Leik- stjóri: Selma Björnsdóttir. Aðstoðarleik- stjórar: Rúnar Freyr Gíslason og Nanna Kristín Magnúsdóttir. Tónlistarstjórar: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Vignir Snær Vigfússon. Austurbæ 21. febrúar. Sextán Þorgeir Tryggvason Gelgja Menningarsjóður Landsbankans starfar sjálfstætt í bankanum undir sérstakri stjórn. Markmið sjóðsins er að styrkja verðug mannúðar-, mennta- og menning- armál um land allt. Frestur til að skila umsóknum um framlög úr sjóðnum er tvisvar á ári. Við viljum vekja athygli á að umsóknarfrestur vegna næstu úthlut- unar rennur út 1. mars 2007. Hægt er að sækja um styrk úr Menningarsjóði Landsbankans á www.landsbanki.is og þar er einnig að finna allar upplýsingar um sjóðinn. Einnig má senda umsókn í pósti með utanáskriftinni: Menningarsjóður Landsbankans, Austurstræti 11, 101 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað að lokinni úthlutun. Umsóknarfrestur rennur út 1. mars ÍS L E N S K A S IA .I S / L B I 36 09 6 02 /0 7                                  !              "     #    $%  #                          "      &       '(  )     "   "        '  " #  ' # "   &     ""                                                  '      "                 "    *)+,*-      Nánari upplýsingar og skráning í viðtal við skólastjóra í síma 553-7900 eða skoli@akademia.is. www.snyrtiakademia.is Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.