Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 26
óskarsverðlaunin
26 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Skotlands og hefur ekki verið ofsög-
um sagt af túlkun Whitakers á
skrímslinu Idi Amin. Hann er ógn-
vekjandi, bak við góðlátlegt yfir-
bragðið í upphafi er undirliggjandi
ómenni sem smám saman stígur
fram á sviðið. Whitaker er skelfileg-
ur, ég hefði ekki viljað mæta honum
í myrkrinu á Frakkastígnum. Því
miður O’Toole, mitt gamla átrún-
aðargoð, þú verður að láta þér nægja
heiðursóskarinn og hinn stórfeng-
legi Di Caprio á eftir að vinna fleiri
en einn á ferlinum. Half Nelson hef
ég ekki séð.
Forest Whitaker, Síðasti konung-
ur Skotlands
Leonardo DiCaprio, Blóðdem-
antur
Peter O’Toole, Venus
Will Smith, Leitin að hamingju –
The Pursuit of Happiness
Ryan Gosling, Half Nelson
Ef ég fengi að ráða: Forest Whita-
ker.
Hvern vantar? Aaron Eckhart-
Takk fyrir að reykja – Thank You
For Smoking.
BESTI KVENLEIKARI
Í AÐALHLUTVERKI
Stundum er dálítið erfitt að átta
sig á hvað það er sem þarf til að
vinna í þessum flokki, öðrum frem-
ur. Sigurvegararnir hafa oftar en
einu sinni flotið á útliti og vinsæld-
um, sem er annars í góðu lagi. Palt-
row, Roberts og Berry, svo nokkur
nýleg dæmi séu nefnd, og aðrar og
betri leikkonur (í ofangreindum til-
fellum þær Blanchett, Burstyn og
Dench) setið eftir með sárt ennið. Í
ár á enginn minnsta möguleika á að
keppa við hina stórkostlegu Mirren,
nema ef vera skyldi Judi Dench. Það
gustar af Streep en hinar tvær eru
upp á punt.
Helen Mirren, Drottningin
Judi Dench, Hugleiðingar um
hneykslismál – Notes on a
Scandal
Meryl Streep, Djöfullinn á dönsk-
um skóm – The Devil Wears
Prada
Kate Winslet, Lítil börn – Little
Children
Penélope Cruz, Volver
Ef ég fengi að ráða: Helen Mir-
ren, Drottningin.
Hverja vantar? Maggie Gyllen-
haal, Sherrybaby.
BESTI KARLLEIKARI
Í AUKAHLUTVERKI
Í þessum einatt skemmtilega
flokki er valið á milli fjögurra frá-
bærra leikara sem standa sig allir
eftirminnilega í sínum ágætu hlut-
verkum. Arkin, Haley, Hounsou og
Murphy eru hver öðrum betri. Það
er dálítil synd ef Arkin fær þau ekki
fyir afann í Litlu ungfrúnni, sama
má segja um Haley, sem er ógleym-
anlegur í Lítil börn, en hlutverkið er
of vanþakklátt. Hounsou er einn
magnaðasti leikari samtímans, en
allt kemur fyrir ekki, Murphy stend-
ur uppi sem sigurvegari fyrir hríf-
andi frammistöðu í Draumastúlkum.
Hins vegar er mér ekki ljóst hvað
Wahlberg er að gera í þessum hópi,
hefði t.d. frekar viljað sjá Sheen eða
Steve Carell.
Eddie Murphy, Draumastúlkur
Alan Arkin, Litla ungfrú sólskin
Jackie Earle Haley, Lítil börn
Djimon Hounsou, Blóðdemantur
– Blood Diamond
Mark Wahlberg, Hinir fráföllnu
Ef ég fengi að ráða: Alan Arkin,
Litla ungfrú sólskin.
Hvern vantar? Steve Carell, Litla
ungfrú sólskin.
BESTI KVENLEIKARI
Í AUKAHLUTVERKI
Engu síður spennandi en hjá körl-
unum. Uppáhaldið, Cate Blanchett,
á ekki sjö dagana sæla og vekur litla
samúð í Hugleiðingum um hneyksl-
ismál. Flestir spá Hudson sigri, hún
stendur sig ljómandi vel í Drauma-
stúlkum og á að auki inni samúð hjá
Bandaríkjamönnum eftir að hún féll
úr Idolkeppni, að ósekju að mörgum
fannst. Kikuchi og Barazzi gera báð-
ar frábæra hluti í Babel og maður
sér hreinlega ekki Litlu ungfrúna
fyrir sér í öðrum höndum en Abigail
litlu Breslin. Það dugar ekki til,
Hudson er búin að taka þessi frá.
Jennifer Hudson, Draumastúlkur
Abigail Breslin, Litla ungfrú sól-
skin
Rinko Kikuchi, Babel
Adriana Barraza, Babel
Cate Blanchett, Hugleiðingar um
hneykslismál
Ef ég fengi að ráða: Abigail Bresl-
in, Litla ungfrú sólskin.
Hverja vantar? Maribel Verdú,
Völundarhúsið – Laberinto del
Fauno.
BESTA ERLENDA MYNDIN
Við skulum vona að með tilkomu
Græna ljóssins og Fjalakattarins
verði ástandið betra í þessum mikil-
væga flokki að ári, því aðeins ein
mynd af fimm tilnefndum hefur ver-
ið sýnd hérlendis. En ég held að eng-
in skyggi á spánska meistaraverkið
El Laberinto del Fauno.
Völundarhúsið – El Laberinto del
Fauno/ Pan’s Labyrinth, Spánn
Eftir brúðkaupið – Efter bryllu-
pet/After the Wedding, Danmörk
Dýrðardagar – Indigènes/Days of
Glory, Alsír
Annarra líf– Das Leben der And-
eren/The Lives of Other, Þýska-
land
Vatn – Water, Kanada
BESTA FRUMSAMDA HANDRIT
Hér verður mjótt á mununum,
Litla ungfrúin og Völundarhúsið eru
einnig líklegar til sigurs.
Bréf frá Iwo Jima, Iris Yamashita
Babel, Guillermo Arriaga
Litla ungfrú sólskin, Michael
Arndt
Völundarhúsið, Guillermo del
Toro
Drottningin, Peter Morgan
BESTA HANDRIT BYGGT
Á ÁÐUR BIRTU EFNI
Sópskenningin færir Hinum frá-
föllnu verðlaunin en hér geta allir
unnið með miklum glans.
Hinir fráföllnu, William Monahan
Hugleiðingar um hneykslismál,
Patrick Marber
Borat – Borat Cultural Learnings
of America for Make Benefit Glo-
rious Nation of Kazakhstan,
Sacha Baron Cohen
Lítil börn, Todd Field, Tom Per-
rotta
Mannsbörn – Children of Men,
Alfonso Cuarón, Timothy J. Sex-
ton, David Arata, Mark Fergus,
Hawk Ostby
Nú eru aðalflokkarnir að baki og
farið fljótt yfir sögu.
BESTA TEIKNIMYNDIN
Bílar – Cars, John Lasseter, Joe
Ranft
Fimir fætur – Happy Feet,
George Miller
Draugahúsið – Monster House,
Gil Kenan
BESTA HEIMILDAMYNDIN
Óþægilegur sannleikur – An In-
convenient Truth, Davis Guggen-
heim
Írak í sárum – Iraq in Fragments,
James Longley og John Sinno
Búðir Jesú – Jesus Camp, Heidi
Ewing og Rachel Grady
Landið mitt – My Country, My
Country, Laura Poitras og
Jocelyn Glatzer
Frelsa oss frá illu – Deliver Us
from Evil, Amy Berg og Frank
Donnerl
BESTA LISTRÆNA STJÓRNUN
Draumastúlkur, John Myhre,
Nancy Haigh
Góði hirðirinn – The Good Shep-
herd, Jeannine Oppewall, Gret-
chen Rau og Leslie E. Rollins
Völundarhúsið, Eugenio Caball-
ero og Pilar Revuelta
Sjóræningjar Karíbahafsins:
Dauðs manns kista – Pirates of
the Caribbean: Dead Man’s
Chest, Rick Heinrichs og Cheryl
A. Carasik
Töfrabragðið – The Prestige, Nat-
han Crowley og Julie Ochipinti
BESTA KVIKMYNDATÖKU-
STJÓRNUN
Mannsbörn – Children of Men,
Emmanuel Lubezki
Völundarhúsið, Guillermo
Navarro
Svarta dalían – The Black Dahlia,
Vilmos Zsigmond
Töfrabragðið – The Prestige,
Wally Pfister
Sjónhverfingamaðurinn – The
Illusionist, Dick Pope
BESTA BÚNINGAHÖNNUN
Djöfullinn á dönskum skóm – The
Devil Wears Prada, Patricia Field
Draumastúlkur, Sharen Davis
Marie Antoinette, Milena
Canonero
Drottningin, Consolata Boyle
Bölvun gullna blómsins – Curse of
the Golden Flower, Yee Chung
Man
BESTA FRUMSAMDA TÓNLIST
Babel, Gustavo Santaolalla
Þýska gæðablóðið – The Good
German, Thomas Newman
Hugleiðingar um hneykslismál,
Philip Glass
Völundarhúsið, Javier Navarrete
Drottningin, Alexandre Desplat
BESTA FRUMSAMDA LAG
Eitthvert laganna úr Drauma-
stúlkum (þrjú tilnefnd)
BESTA KLIPPING
Blóðdemantur, Steven Rosen-
blum
Babel, Stephen Mirrione og
Douglas Crise
Hinir fráföllnu, Thelma
Schoonmaker
Mannsbörn – Children of Men,
Alex Rodríguez og Alfonso
Cuarón
United 93, Clare Douglas,
Christopher Rouse og Richard
Pearson
BESTA HLJÓÐSETNING
Apocalypto, Kevin O’Connell,
Greg P. Russell og Fernando
Camara
Blóðdemantur, Andy Nelson,
Anna Behlmer og Ivan Sharrock
Draumastúlkur, Michael Minkler,
Bob Beemer og Willie Burton
Fánar feðranna – Flags of Our
Fathers, John Reitz, Dave Camp-
bell, Gregg Rudloff og Walt
Martin
Sjóræningjar Karíbahafsins:
Dauðs manns kista, Paul Massey,
Christopher Boyes og Lee Orloff
FÖRÐUN
Apocalypto, Aldo Signoretti og
Vittorio Sodano
Völundarhúsið, David Marti og
Montse Ribe
Click, Kazuhiro Tsuji og Bill
Corso
Kynnir afhendingarhátíðarinnar
verður leikkonan Ellen DeGeneres.
Heiðurs-Óskar kvöldsins hlýtur
framleiðandinn Sherry Lansing,
sem m.a. varð fyrsta konan til að
stjórna einu af stóru kvikmyndaver-
unum í Hollywood (20th Century
Fox, árið 1980).
Að lokum skulum við minnast
þess enn og aftur: „Það vex ekki allt
sem sáð er og það verður ekki allt
sem spáð er.“
saebjorn@heimsnet.is
Rreuters
Drottningin Mirren hefur verið lofuð fyrir túlkun sína á drottningunni.
Babel Drama sem hefur fengið þokkalega dóma í öllum heimshornum.
» Bardaginn í nótt hef-
ur sjaldan verið háð-
ur af ólíkari myndum
eða úrslitin ófyrirsjáan-
legri, utan Scorsese
LEONARDÓCOMENIUSERASMUSGRUNDTVIG
LANDSKRIFSTOFA MENNTAÁÆTLUNAR ESB.
Leonardó áætlunin: Dunhaga 5 | 107 Reykjavík | Sími: 525 4900
Erasmus, Comenius, Grundtvig: Neshagi 16 | 107 Reykjavík | Sími: 525 4311
LÝST ER EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI Í
MENNTAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS.
Næsti umsóknarfrestur er 30. mars.
Menntaáætlun Evrópusambandsins styrkir menntun og þjálfun á öllum
stigum, frá leikskóla til háskóla auk fullorðinsfræðslu.
ÁÆTLUNIN SKIPTIST Í EFTIRFARANDI UNDIRÁÆTLANIR:
COMENIUS – leik-, grunn- og framhaldsskólastig
ERASMUS – háskólastig
LEONARDÓ – starfsmenntun
GRUNDTVIG – fullorðinsfræðsla og aðrar menntunarleiðir
Formlega auglýsingu, umsóknareyðublöð, forgangsatriði og allar nánari
upplýsingar um umsóknarferlið og styrkveitingar ársins 2007 er að finna
á heimasíðu Landskrifstofu Menntaáætlunarinnar, www.lme.is