Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 39 www.icelandexpress.is/afangastadir Sound of Music, Arsenal, sólstólar og vindsængur, Covent Garden, jeppasafarí, sítt að aftan, Nefertiti, Rín, Châteauneuf-du-Pape... Evrópa býður upp á margt skrítið og skemmtilegt og Iceland Express færir þig í fjörið. Næsta sumar verða áfangastaðirnir orðnir 13 og því um að gera að skipuleggja draumafríið til Evrópu sem fyrst. Þú bókar og finnur nánari upplýsingar um áfangastaðina á www.icelandexpress.is LÍFSRÁÐGJAFINN Ekki alls fyrir löngu áttieinn ágætur maður er-indi á slysadeild LSH ogsá þar tilsýndar þegar læknir var að veita erlendum manni, sem hafði slasast, aðstoð. Hvorki læknirinn né útlendingurinn töluð mál sem hinn skildi og olli það skiljanlega töluverðum vand- kvæðum. Þau voru leyst með aðstoð farsíma, hringt var út í bæ og síðan voru boðin látin ganga á milli í far- símanum með aðstoð manns sem var hinum megin á línunni. Þetta at- vik beinir athygli að þeirri augljósu staðreynd að það eru komnir hingað til lands þegnar mjög margra er- lendra þjóða og þess vegna má ætla að hlutverk túlka sé orðið viðamikið oft og tíðum í starfi fólks í heilbrigð- isstéttum. Ingibjörg Sigurþórsdóttir er að- stoðardeildarstjóri á Slysa- og bráðadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. „Það kemur töluvert oft upp að við þurfum að fá túlk og venjulega hringir hjúkrunarfræðingur eftir slíkum þegar ljóst er að viðkomandi sjúklingur þarf á honum að halda og svo kemur túlkurinn á svæðið. Á dagvinnutíma getum við leitað til Inter Cultura, skrifstofu sem hefur fjölda túlka á sínum snærum.“ Hvaða mál er oftast þörf á túlka í? „Ég held að pólskan komi oftast upp núna en einnig þarf oft að túlka á máli Asíubúa, líka Letta, Litháa, Eista og Rússa. Íbúar þriggja fyrr- nefndra landa vilja oft og tíðum ekki tala rússnesku þótt þeir skilji hana. Þetta sagði eistneskur túlkur. Misjafnt hve vel gengur að ná í túlka eftir dagvinnutíma Þegar klukkan er orðin 17 höfum við lista yfir túlka á ýmsum málum og það er misjafnt hvað vel gengur að ná í þá. Þeir eru ekki á eiginlegri bakvakt en gefa kost á þjónustu ef þeir hafa tækifæri til. Það getur því oft tekið okkur töluverðan tíma að ná í túlk utan dagvinnutíma.“ Kemur þetta verulega að sök? „Það er nýlegt dæmi sem sýndi að það gerði það. Þá tók fimm tíma að fá túlk og það seinkaði meðferð sjúklingsins í þá fimm tíma sem var ekki æskilegt að sjálfsögðu.“ Treysta útlendingar ekki vel heil- brigðisþjónustunni hér? „Jú, yfirleitt alltaf, en þeir vilja vita hvað á að gera og þurfa að skilja tilganginn með meðferðinni.“ Stundum hefur þurft að fá lögreglu til að flytja túlka Hvað gerist ef verða bráðaslys og ekki næst í túlk? „Við reynum til þrautar að ná í einhvern sem skilur sjúklinginn og í svoleiðis tilvikum hef ég meira að segja sent lögreglu til að sækja túlk, þá var ekki hægt að fá leigu- bíla, það voru hátíðahöld og erfitt að fá leigubíl og túlkurinn beið heima eftir fari hingað.“ Leita útlendingar mikið til ykk- ar? „Já, mjög mikið. Þeir virðast oft og tíðum ekki þekkja starfsemi heilsugæslunnar og leita því beint til okkar hér.“ Veistu hve hátt hlutfall aðstoð við útlendinga er af starfsemi ykkar á Slysa- og bráðadeild LSH? „Nei, það stafar meðal annars af því að sumir útlendingar eru skráð- ir með kennitölu, þá sjáum við þá ekki nema sem íslenska ríkisborg- ara og svo hinn hópurinn sem kem- ur með erlent ríkisfang. Margt af því erlenda fólki sem kemur hingað og talar ekki íslensku talar ágæta ensku og þarf því enga túlkaþjón- ustu. En eigi að síður eru það marg- ir sem þurfa túlk.“ Eru erlendir starfsmenn á öðrum deildum stund- um kallaðir til hjálpar? „Já, við köllum í erlent starfsfólk hér ef við náum ekki í aðra sem skilja viðkomandi tungumál.“ Eru það einhver sérstök slys eða veikindi sem beina erlendu fólki til ykkar? „Töluvert útlendingar sem koma hingað starfa sem verkamenn, þeir verða fyrir vinnuslysum alveg eins og Íslendingar í sömu störfum. Yf- irleitt tekst okkur að leysa þessi túlkamál, ég persónulega man ekki eftir neinu atviki þar sem ekki tókst að lokum að fá túlk til starfa. Þess má geta að fyrir utan það að útvega túlka fólki sem ekki talar neitt sem mál sem við hér skiljum þá fáum við einnig táknmálstúlka fyrir þá sem eru heyrnarlausir.“ Seinkar þetta túlkafyrirkomulag vinnuferlinu á slysadeild? „Já, að sjálfsögðu er það svo að einhverju leyti, en það gerir það ekki þegar kemur að lífsbjargandi aðgerðum. Þá eru allir jafnir – geta sjaldnast talað neitt.“ „Ég held að pólskan komi oftast upp núna en einnig þarf oft að túlka á máli Asíubúa, líka Letta, Litháa, Eista og Rússa. Íbúar þriggja fyrrnefndra landa vilja oft og tíðum ekki tala rússnesku þótt þeir skilji hana. Þetta sagði eistneskur túlkur.“ „Töluvert margir útlendingar sem koma hingað starfa sem verkamenn, þeir verða fyrir vinnuslysum alveg eins og Íslendingar í sömu störfum. Yfirleitt tekst okkur að leysa þessi túlkamál, ég per- sónulega man ekki eftir neinu atviki þar sem ekki tókst að lokum að fá túlk til starfa.“ hringt til okkar og beðið um túlk. Þar myndu skjólstæðingarnir sjálfir þurfa að borga túlknum. Þess má geta að lögreglan hring- ir oft í okkur og biður um túlka með kunnáttu í mismunandi tungumálum, hún hringir jafnt og þétt en líklega mest um helgar. Hvað menntakerfið áhrærir þá er mest hringt eftir túlkum í kring- um samræmd próf og svo í sam- bandi við foreldraviðtöl.“ Eru þessir túlkar sem þið eruð með löggiltir dómtúlkar? „Sumir eru löggiltir en aðrir ekki. Svona þjónusta myndi í mörgum löndum krefjast þess að allir túlkar væru með löggilt túlkapróf en svo er ekki hér, enda er hér ekki í boði BA-próf í túlkafræðum í hinum ýmsu tungumálum eins og er í boði í háskólum víða í Evrópu. Hægt er að taka hér próf hjá dóms- málaráðuneyti til þess að verða löggiltur dómtúlkur og skjalaþýð- andi en það er dýrt og tímafrekt og aðeins er hægt að taka slíkt próf annað hvert ár. Hins vegar eru allir okkar túlk- ar skyldir til að fara á námskeið hjá okkur þar sem kynnt er fyrir þeim hvað felst í því að vera túlk- ur, þeim eru kynntar siðareglur og svo skrifa þeir undir þagn- arskylduyfirlýsingu. Við erum líka með fundi þar sem túlkar geta komið og fengið fræðslu, leiðbeiningar og miðlað hver öðr- um af þekkingu sinni í starfi. Við vildum gjarnan að íslensk fyrirtæki og stofnanir væru virk- ari í að notfæra sér túlkaþjónustu okkar, við erum með gott starfs- fólk.“ Morgunblaðið/Kristinn Inter Cultura Angelica Cantu Dávila vinnur hjá túlkaþjónustu sem hefur starfað síðan 2003. gudrung@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.