Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 20
Áglamúrskalanum skorar tísku-vika í Mílanó alltaf hátt. Tísku-húsin sem þar sýna eru mörg afþeim þekktustu í heimi. Klæðn- aðurinn er í grófum dráttum ekki eins venjulegur og á tískuviku í New York og ekki eins óvenjulegur og í London og yfir- leitt söluvænlegri en í París. Marni hefur vakið athygli síðustu misseri með hönnuðinn Consuelo Castiglioni í fararbroddi. Þetta ítalska merki hefur verið vinsælt meðal fólks í tískubransanum og þykir vera bæði klæðilegt og töff. Castiglioni blandar saman hátækniefnum, loðfeldum, einfaldleika og glæsileika. Út- koman verður nútímaleg tíska, sem líkist ekki beint neinu öðru án þess að vera ein- hver útópíukennd framtíðarmúsík. Marni hentar þeim sem vilja taka áhættu í klæðn- aði en um leið klæðast þægilegum fötum. Castiglioni er líkt og Miuccia Prada hönnuður hugsandi konunnar þótt útkoman hjá þeim sé ekki sú sama. Bretinn Christopher Bailey er við stjórn- völinn hjá breska tískuhúsinu Burberry. Fyrirtækið er þekkt fyrir rykfrakka sína og köflótt munstur en í línunni Burberry Prorsum er svo miklu, miklu meira en það. Bailey hefur komist að kjarna Burberry, heldur sig við ákveðinn undirtón á sama tíma og hann endurnýjar sig. „Þetta er sama Burberry-stelpan. Hún er bara orðin rokkaðri,“ sagði hann við blaðamenn eftir sýninguna. Svo má ekki gleyma að minnast á glys- kónga borgarinnar Domenico Dolce og Stefano Gabbana. Engin önnur en bras- ilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen opn- aði sýninguna þeirra. Hún steig fram í hlut- verki sem minnti á ástargyðju í vísindaskáldsögu. Gisele er 26 ára en tísku- vikufrumraun hennar var á sýningarpalli hjá Dolce & Gabbana þegar hún var aðeins 16 ára gömul. Þetta er væntanlega eina sýningin sem hún kemur fram í en árið 2001 hætti hún almennum tískusýningar- störfum. Hún einbeitir sér að því að vera eitt helsta andlit nærfatafyrirtækisins Vic- toria’s Secret og þénar vel á því. ingarun@mbl.is Fendi Snillingurinn Karl Lagerfeld er hér við stjórnvölinn. Marni Consuelo Castiglioni hannar föt fyrir tískufólk. Burberry Prorsum Fötin eru orðin rokkaðri og enn meira töff. Missoni Merkið hefur gengið í nokkra endurnýjun lífdaga. Töfrandi tíska AP Dolce & Gabbana Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele steig á sýningarpallinn á ný eftir nokkurra ára hlé. Á tískuviku í Mílanó sýna mörg stærstu og mest töfrandi tískuhúsin. Inga Rún Sigurðardóttir kannaði hvaða glamúrklæðnaður verður í boði í glæsiverslununum næsta haust og vetur. Dolce & Gabbana Rúmgóð taska bæði fyrir styttri og lengri ferðalög. Marni Fylgihlutir, hálsmen og sólgler- augu, fyrir hina hugsandi konu. Gucci Innblásturinn var frá Lee Miller og fimmta áratuginum. daglegtlíf Óskarinn verður afhentur í kvöld og velta því margir fyrir sér hvort nú sé röðin komin að Martin Scorsese. >> 24 óskarsverðlaun Áhangendur Liverpool fóru ekki aðeins með sigur af hólmi í Barcelona, þeir máluðu bæinn rauðan. >> 30 tóku völdin Halldór Reynisson er afkasta- mikill trúbador. Hann segir að allir listamenn hafi gott af að hafa vindinn á móti sér. >> 32 sjálfum sér trúr Hannibal Lecter er hugarfóstur Richards Harris. Nýjasta bókin um skrímslið kemur út um leið og myndin eftir henni. >> 34 vinsælt skrímsl Abdel Fattah El-Jabali fæddist í Palestínu, hraktist þaðan á barnsaldri og hefur numið og starfað í níu löndum. >> 22 í róti sögunnar |sunnudagur|25. 2. 2007| mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.