Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS - VEGHÚS 23, 3.H.H. Mjög falleg og björt 6-7 herbergja íbúð á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bíl- skúr. Íbúðin skiptist í forstofu, baðher- bergi, fimm svefnherbergi, eldhús og tvær stofur. EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) MILLI KL. 14.30-16.00. V. 32,9 m. 6412 OPIÐ HÚS - SUÐURHVAMMUR 9 HFJ 2H.H. Mjög falleg þriggja herbergja íbúð í fjöl- býlishúsi við Suðurhvamm í Hafnarfirði. Íbúðin skiptist þannig: Stór stofa, tvö her- bergi, eldhús, baðherbergi, hol og for- stofa. Sér geymsla fylgir í kjallara. Þvotta- hús innan íbúðar. Góður bílskúr fylgir íbúðinni, EIGNIN VERÐUR TIL SýNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 16.30-18,00. V. 23,5 m. 4807 LOGAFOLD - FRÁBÆR STAÐSETNING Góð sex herbergja 190 fm efri sérhæð með innb. tvöföldum bílskúr í tvíbýlishúsi við Logafold í Reykjavík. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi, fjögur herbergi og þvotta- hús. Á neðri hæðinni er tvöfaldur bílskúr og geymsla. Hiti er í plani. Húsið er vel staðsett, innst í botnlanga. V. 39,8 m. 6460 MIÐLEITI - LAUS FLJÓLEGA Falleg og rúmgóð 89,4 fm 2ja-3ra herb. íbúð á 3. hæð í virðulegu fjölbýli, ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í tvær samliggjandi stofur, svefnherbergi, eld- hús, baðherbergi og hol. Í kjallara fylgir sérgeymsla með hillum. Innangengt er í bílageymslu. V. 26,0 m. 6452 HVERFOLD - Í VERSLUNARMIÐSTÖÐ Hér er um að ræða 239 fm verslunar- og þjónusturými á jarðhæð í verslunarmið- stöð í Hverafold 1-5 í Grafarvogi. Í rým- inu er nú starfrækt veitingaþjónusta með spilakössum, billjardborði o.fl. Húsnæðið snýr allt til suðurs og er gott rými fyrir framan húsið sem hægt er að nýta á góð- viðrisdögum. V. 47,0 m. 6463 HÁVALLAGATA Þrílyft 185,4 fm parhús á hornlóð. Á mið- hæð er forstofa, snyrting, hol, tvær sam- liggjandi stofur og eldhús. Á efri hæð eru þrjú herbergi (fjögur samkvæmt teikningu) og baðherbergi. Í kjallara eru tvö herbergi, geymsla, kyndiklefi og þvottahús. Húsið stendur á 459,7 fm lóð. V. 49 m. 6471 SJÁVARGRUND - GLÆSILEG 4ra herb. glæsileg 125 fm íbúð ásamt stæði í bílageymslu í einstaklega skemmtilega hönnuðu húsi. Glæsilegt út- sýni er til norðurs, frá Snæfellsjökli að Arnarnesi. Íbúðin er með sérinngangi að norðanverðu en þar er sérgarður en til suðurs er góð, hellulögð verönd. V. 32,9 m. 6453 BÆJARFLÖT - GLÆSILEGT ATVINNUHÚSNÆÐI Um er að ræða tæplega 1.900 fm atvinnu- húsnæði, þar af 400 fm milliloft á 3.600 fm lóð. Húsið skilast fullbúið að utan með frá- genginni lóð og tilbúið til innréttinga að innan. Húsið er stálgrindahús frá Atlas Ward. V. 360,0 m. 6450 SELJALAND - MEÐ AUKAÍBÚÐ OG BÍLSKÚR 4ra herbergja mikið endurnýjuð 89,7 fm íbúð á 1. hæð og ca 21,5 fm stúdíóíbúð á jarðhæð sem er í útleigu. Samtals 117,5 fm. 23,6 fm bílskúr. Íbúðin skiptist í hol, 3 svefnherbergi, stofu, eldhús og bað. Íbúðin hefur verið mikið standsett, m.a. baðherbergi, eldhús, gólfefni o.fl. V. 31 m. 6444 GARÐSENDI - GÓÐ ÍBÚÐ Falleg 3ja herb. íbúð í kjallara í 2-býlis- húsi við Garðsenda í Reykjavík. Íbúðin skiptist í stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, geymslu, hol og forstofu. Sameiginlegt þvottahús. V. 16,5 m. 6439 OPIÐ HÚS Í DAG OPIÐ HÚS Í DAG SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. ÓSKAST - FLÚÐIR LÓÐ MEÐ EÐA ÁN HÚSS Hef verið beðinn um að útvega íbúðarhús eða sumarhús við Flúð- ir í Hrunamannahreppi. Viðkomandi aðili óskar eftir fasteign og/ eða byggingarlandi. Ýmislegt kemur til greina hvað varðar stað- setningu, stærð húss eða lands. Til greina kemur bæði íbúðarhús innan þéttbýliskjarna Flúða eða í nágrenninu. Einnig kemur til greina að kaupa nokkurra hektara spildu utan Flúða. Um er að ræða ákveðinn fjársterkan aðila. Nánari upplýsingar gefur Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali, s. 6-900-811. SJÁLFSBJARGARHEIMILIÐ hefur ráðist í endurnýj- un á borðum og stólum í matsal heimilisins. Tilurð þess má rekja til peningagjafar Þórdísar Davíðsdóttur sjúkraliða og hópstjóra. Færði Þórdís heimilinu 400.000 kr. að gjöf og var það ósk hennar að fjár- hæðin yrði nýtt til að endurnýja stóla í matsal heim- ilisins. Þórdís starfaði við Sjálfsbjargarheimilið sem sjúkra- liði frá árinu 1973 eða allt frá upphafi. Frá 1994 gegndi hún starfi hópstjóra á 5. hæð. Hún sinnti jafn- framt öðrum trúnaðarstörfum, settist í stjórn starfs- mannaráðs 1991 er það var sett á laggirnar. Var hún fyrsti formaður þess og gegndi því starfi til ársins 1996. Hún kom á ný inn í stjórn starfsmannaráðs 1998 og var jafnframt tilnefnd af þess hálfu sem fulltrúi starfsmanna í stjórn Sjálfsbjargarheimilisins og gegndi störfum þar frá árinu 1998 til ársins 2005. „Á þessum tímamótum er okkur sem höfum lifað og starf- að með Þórdísi Davíðsdóttur efst í huga þakklæti og hlýhugur í hennar garð,“ segir í frétt frá Sjálfsbjörg. Þórdís Davíðsdóttir(fjórða frá vinstri í fremri röð) í hópi samstarfsmanna. Sjálfsbjargarheimilið fær styrk MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Félagi heyrnarlausra: „Vegna umræðu sem orðið hefur í kjölfar könnunar sem unnin var á vegum Félags heyrnarlausra, með stuðningi félagsmálaráðuneytisins, um kynferðisafbrot gegn heyrnar- lausum einstaklingum vill félagið koma eftirfarandi á framfæri: Kveikjan að því að ráðist var í þessa könnun um kynferðislega mis- notkun heyrnarlausra á Íslandi voru tvö dómsmál og auk þeirra ábend- ingar sem forvígismenn Félags heyrnarlausra höfðu fengið. Könn- unin var gerð til þess að kynnast um- fangi vandans svo hægt væri að byggja upp markviss úrræði fyrir þá sem eru í sárum eftir þessa ógnar- legu reynslu. Hún beindist ekki að því að finna sökudólga af neinu tagi heldur var hún einungis gerð til þess að styðja og styrkja núverandi fé- lagsmenn. Meðferðarúrræði fyrir heyrnar- lausa á þessu sviði eru flóknari en fyrir aðra þar sem þeir hafa annað móðurmál en flestir Íslendingar. Þjónustuna verður að byggja upp með fagfólki og túlkaþjónustu. Eina lausnin sem nú er boðið upp á fyrir þolendur og gerendur er tákn- málstalandi sérfræðingur í 50% stöðu sem starfar í Félagi heyrnar- lausra. Þetta er ekki nóg. Mikinn stuðning stjórnvalda þarf ef hægt á að vera að takast á við vandamálin sem skapast hafa í samfélagi heyrn- arlausra. Félag heyrnarlausra hefur komið með tillögur til félagsmálaráðu- neytisins um lausn á þessum vanda. Það hefur einnig unnið að því að fá fagfólk, sem vinnur innan þessa sviðs, þjálfað til að veita heyrnar- lausum þjónustu. Enn fremur hefur verið hafinn undirbúningur að fræðslu- og forvarnarstarfi innan samfélags heyrnarlausra til að koma í veg fyrir að svo skelfilegir atburðir endurtaki sig. Félag heyrnarlausra vonast til að félagsmálaráðuneytið bregðist myndarlega við tillögum til lausnar á vandanum. Félagið ítrekar jafnframt að það tekur ekki afstöðu til ein- stakra mála, hvort sem þeim er beint gegn félagsmönnum eða ekki. Hlut- verk Félags heyrnarlausra er fyrst og fremst að gæta hagsmuna heyrn- arlausra með almennum hætti.“ Yfirlýsing frá Félagi heyrnarlausra FYRIR nokkrum dögum birtist óvænt halastjarnan McNaught. Nemendur og kennarar Digranes- skóla urðu hennar varir því að hún sást vel á austurhimninum. Þetta kveikti áhuga og umræður um stjörnuskoðun og ræddu menn um að gaman væri að skólinn eignaðist öflugan stjörnukíki. Skólinn hefur ekki úr miklum fjár- munum til slíkra hluta að spila svo að einn kennarinn, Þórður Guðmunds- son, ákvað að hafa samband við nokkur fyrirtæki til að athuga hvort þau hefðu áhuga á að styðja okkur hvað þetta varðar. Fyrsta fyrirtækið sem hann hringdi í var Klæðning ehf. Til að gera langa sögu stutta var svar þeirra stutt og einfalt: já. Þeir voru fúsir til að styðja með þessum hætti við bakið á skólanum, segir í fréttatilkynnningu. Tækið var síðan afhent á Þorrahátíð skólans á bónda- daginn, 19. janúar, og tóku fulltrúar nemenda við gjöfinni. Það er hug- mynd skólans að nýta sjónaukann m. a. með því að fara með hann í vett- vangsferðir út úr þéttbýlinu þar sem skilyrði eru betri til stjörnuskoðun- ar. Auk þess býður hann upp á ný tækifæri við nám og félagsstörf. Er skólinn mjög þakklátur fyrir þessa höfðinglegu gjöf og er þetta gott dæmi um það hvernig atvinnulífið getur stutt við bakið á skólastarfi. Sigþór Ari Sigþórsson og Hreinn Jónasson afhentu gjöfina fyrir hönd Klæðningar ehf. Vegleg gjöf til Digra- nesskóla Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.