Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 38
heilbrigðisþjónusta
38 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Túlka-
vandi á
slysadeild
Í íslensku fjölmenningarsamfélagi eru tungu-
málaerfiðleikar veruleiki sem horfast ber í augu
við. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Ingi-
björgu Sigurþórsdóttur, aðstoðardeildarstjóra
hjá Slysa- og bráðadeild LSH, um ýmsar hliðar
þess vanda sem oft skapast þegar sjúklingar og
heilbrigðisstarfsfólk skilur ekki hvað annað.
Morgunblaðið/Kristinn
Túlkavandi Ingibjörg Sigurþórsdóttir segir að fyrir hafi komið að fimm tíma tæki að fá túlk.
Hjá Heilsugæslunni í Efra-Breiðholti eru við-
skiptavinir nokkuð margir af erlendu bergi
brotnir.
„Af þeim hópi eru um 20% með erlent rík-
isfang og tala enga eða litla íslensku,“ segir
Solveig Jóhannsdóttir, ljósmóðir og hjúkr-
unarfræðingur.
En hvernig skyldi ganga að fylgja eftir með-
göngueftirliti og ungbarnavernd við þessar að-
stæður?
„Það er auðvitað erfiðara að gefa upplýs-
ingar og fá þær,“ segir Solveig. „Við þurfum að
fræða skjólstæðinga okkar um ýmislegt sem
fylgir heilsuverndinni og það getur verið tölu-
vert snúið.“
Eru tilvikin mörg þar sem túlkunar er þörf?
„Ég hef engar tölur en oft þurfum við túlka
og við þyrftum kannski oftar að fá túlk en við
gerum. Maður er hins vegar nokkuð meðvit-
aður um þann kostnað sem því fylgir en við lát-
um það þó ekki stoppa okkur ef okkur þykir
nauðsynlegt að fá túlk. Ég skil það svo að það
sé réttur fólksins að fá túlkað á sitt tungumál
ef það óskar þess og það fær það hér.“
Hafa komið upp tilvik þar sem skortur á
túlkun hefur komið að sök?
„Ég veit ekki til að það hafi orðið slys af
þessum sökum en útlendir foreldrar fá ekki
sömu fræðslu og íslenskir foreldrar, það er
ljóst. Öllum nýburum og smábörnum er þó
fylgt eftir á sama hátt, hverrar þjóðar sem þau
eru.“
Hvað með fæðingarþunglyndi?
„Við erum svo heppin að eiga skimlista yfir
möguleika á fæðingarþunglyndi til á mörgum
tungumálum þannig að allavega þunglyndi og
andlega vanlíðan hjá nýjum mæðrum ættum við
að finna. Hins vegar er brýnt að mínu mati að
hið margvíslega fræðsluefni sem við notum í
heilsuverndinni verði aðgengilegt á mörgum
tungumálum, það þyrfti að þýða heilmikið af
því á mun fleiri tungumál. Helstu tungumálin
sem koma upp í huga minn í þessum efnum eru
enska, pólska, taílenska og albanska – og
tungumál fólks frá Filippseyjum.“
Hvert sækið þið túlkaþjónustu?
„Við skiptum mest við Alþjóðahúsið, það hef-
ur orðið töluverð aukning sl. tvö ár á túlka-
þjónustu og mér sýnist hún fara vaxandi.“
Þyrfti að þýða fræðsluefni
fyrir erlenda foreldra
Morgunblaðið/Ásdís
Vernd Solveig Jóhannsdóttir annast mæðravernd og ungbarna og smábarnavernd.
ICI, Inter Cultura er túlka-þjónusta sem starfað hefurfrá árinu 2003.„Við gerðum samning við
Landspítala – háskólasjúkrahús
árið 2005 og höfum átt ánægju-
legt samstarf við sjúkrahúsið síð-
an,“ segir Angelica Cantu Dávila
sem er verkefnastjóri túlka- og
þýðingadeildar fyrirtækisins.
En gengur vel að útvega túlka?
„Já, það gengur afskaplega vel,
við túlkum á yfir 35 tungumál og
starfandi eru 82 túlkar á okkar
vegum.“
Er algengt að leitað sé til ykk-
ar vegna slysa eða bráðra veik-
inda?
„Algengasta orsökin fyrir því
að haft er samband við okkur er
neyðarþjónusta en einnig að-
stoðum við við endurkomu sjúk-
linga á sjúkrahús og ekki síður
við áframhaldandi meðferð.“
Hvaða tungumál þarf oftast að
túlka á?
„Pólska stendur upp úr en
einnig er mikið beðið um túlka
vegna t.d. taílenskra sjúklinga.“
Hver borgar túlkaþjónustuna?
„Í tilvikum innan heilbrigðis-
og menntakerfisins borgar ríkið.“
En ef hringt til ykkar t.d. frá
Kvennaathvarfi?
„Þaðan hefur aldrei verið
Túlka
á 35
tungumál