Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 80
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 56. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: auglysingar@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Norðlæg átt, víða 5–10 metrar á sekúndu. Él norð- an til og við suð- austurströndina, annars léttskýjað. » 8 Heitast Kaldast 0°C -8°C Morgunblaðið/G. Rúnar TÓNSKÁLDIÐ og athafnamaðurinn Sveinn Rúnar Sigurðsson segir Eirík Hauksson vera mesta töffarann sem hann hafi kynnst á ævinni. „Hann tekst á við margvísleg verkefni án þess að fórna lista- mannsheiðri sínum,“ segir Sveinn í viðtali við Morgunblaðið í dag en Eiríkur flytur lag hans „Ég les í lófa þínum“ í Júró- visjónkeppninni í Helsinki í vor. Sveinn býr í Ungverjalandi og er kominn með mikinn áhuga á austur-evrópskri menningu og vill hvergi annars staðar vera. Sveinn hefur áður átt lag í Júróvisjón- keppninni. Árið 2004 söng Jón Jósep Snæ- björnsson lag hans „Heaven“ í Istanbúl. Til viðbótar við að vera afkastamikill lagahöf- undur stendur Sveinn í stórræðum í við- skiptalífinu í Rússlandi. Fyrirtæki sem hann stofnaði þróar hugbúnað fyrir far- símafélög og netveitur og hefur starfs- mönnum fjölgað úr fimm í 95 á einu ári. Sveinn segir að félagið fari að öllum lík- indum á markað í Noregi í haust og þá get- ur hann hugsað sér að söðla um eftir að hafa unnið 16 tíma á sólarhring undanfarin ár og fara í nám. Og hvað hyggst þúsund- þjalasmiðurinn þá taka sér fyrir hendur? „Ég hugsa að það verði tannlækningar.“ Heillaður af Austur- Evrópu Fjölhæfur Sveinn Rúnar Sigurðsson lætur m.a. til sín taka í Rússlandi. Sveinn Rúnar Sigurðsson höfundur „Ég les í lófa þínum“ stendur í ströngu  Ekki með | 28 LOÐNUSKIPIN koma hvert af öðru þessa dagana til Grindavíkur til að landa loðnu í hrognafrystingu hjá Síldarvinnslunni. Við sólarupprás á laugardagsmorgun var verið að dæla úr Súlunni EA, Beitir NS beið vel siginn en um borð í Margréti EA var gert klárt til að fara aftur á miðin. Að sögn Hjalta Bogasonar rekstrarstjóra er loðnan kreist í gömlu loðnuþrónni við höfnina og lætur nærri að til falli 200 tonn á sólar- hring. Frystigetan er um 110 tonn í gamla frystihúsinu á Þórkötlustöð- um og hafa hrogn verið send austur í Neskaupstað til að hafa undan. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Unnið nótt og dag í loðnuhrognum „ÉG ákvað þegar ég fermdist að fara í guðfræðina og hef aldrei vik- ið frá því af neinni alvöru. Ég velti því fyrir mér um hríð að fara í sál- fræði en síðan togaði guðfræðin alltaf í mig,“ segir Ólafur Jóhann Borgþórsson. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vígir í dag Ólaf Jóhann til prests við Seljakirkju en vígslan fer fram við athöfn í Dóm- kirkjunni. Ólafur Jóhann verður þar með yngsti starfandi prestur landsins, en hann er 25 ára gamall. Ólafur Jóhann er enginn ný- græðingur innan kirkjunnar þrátt fyrir ungan aldur. Þar hefur hann lengi sinnt barna- og æskulýðs- starfi. „Ég vann með náminu í barna- og æskulýðsstarfi í Selja- og Árbæjarkirkju,“ segir Ólafur Jóhann. Þá hefur hann unnið með börnum í Landakirkju í Vest- mannaeyjum, en Ólafur Jóhann er upprunninn í Eyjum. Upp á síðkastið hefur Ólafur Jó- hann þó starfað í Seljakirkju og verið ánægður með veruna þar. Eftir vígsluna í dag verður hann einn þriggja presta sem þjóna í kirkjunni. Víða sóst eftir þjónustu kirkjunnar Ólafur Jóhann kveðst hlakka til að takast á við prestsstarfið. „Það er óhætt að segja að þetta sé mjög fjölbreytt starf og enginn 9–16- vinnutími,“ segir hann. Prestar taki þátt í stærstu athöfnum í lífi fólks, hvort sem það séu gleði- eða sorgarstundir. „Þetta er krefjandi og getur verið mjög skemmtilegt og gefandi,“ segir hann. Verkefni kirkjunnar í samfélaginu séu að aukast og sóst sé eftir þjónustu hennar víða. Ólafur Jóhann telur verkefni kirkjunnar óþrjótandi í samfélaginu og hennar rödd verði að heyrast, það sé mikilvægt fyrir fólk að vera áminnt um hvað raun- verulega skiptir máli í lífinu. Hann kveðst aldrei hafa séð eft- ir því að hafa valið að fara í guð- fræði. „Námið er ótrúlega skemmtilegt og fjölbreytt. Þar læra menn tungumál, biblíufræði, sálgæslu og allt þar á milli,“ segir hann. Námið nýtist fólki hvort sem það hyggist starfa sem prestar eð- ur ei. „Síðan togaði guðfræðin alltaf í mig“ Vígsla Ólafur Jóhann Borgþórsson vígist í dag til prests í Seljaprestakalli. Ólafur Jóhann Borgþórsson vígður til þjónustu og verður þar með yngsti starfandi prestur landsins LÁNSHÆFISMATSFYRIRTÆKIÐ Moody’s hefur hækkað lánshæfismat íslensku viðskipta- bankanna þriggja, Landsbanka, Glitnis og Kaup- þings og fá langtímaskuldbindingar þeirra ein- kunnina Aaa, sem er hæsta einkunn sem fyrirtækið gefur. Kemur hækkunin til vegna breyttrar aðferðafræði Moody’s við útreikning lánshæfis. Mat Moody’s varðandi skammtíma- skuldbindingar bankanna er óbreytt, það er P-1, sem er hæsta einkunn sem gefin er. Mun styrkja stöðu bankans Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans, segir ánægjulegt að þessi nýja aðferða- fræði skuli koma svo vel út fyrir íslensku bank- ana. „Við hjá Landsbankanum erum mjög ánægð með að lánshæfismat Moody’s á bankanum skuli koma svo vel út, en langtímaskuldbindingar Landsbankans eru að hækka um fimm flokka í lánshæfismati Moody’s, úr A2 í Aaa, sem er hæsta einkunn Moody’s fyrir langtímaskuldbind- ingar. Þá skiptir það einnig miklu máli að horfum á fjárhagslegum styrk bankans var breytt úr nei- kvæðum í stöðugar, og kemur það til ekki síst vegna margháttaðra aðgerða bankans til að minnka markaðsáhættu og bæta lausafjárstöðu meðal annars með afar vel heppnaðri alþjóðlegri innlánastarfsemi bankans.“ Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, segir hið nýja lánshæfismat Moody’s mjög ánægjuleg tíðindi fyrir íslenska bankakerfið. „Þetta kom okkur í raun nokkuð á óvart. Sér- fræðingar okkar hafa skoðað þessa nýju aðferða- fræði Moody’s í nokkra mánuði og bjuggust þeir við að við myndum hækka um einn flokk í Aa3.“ Hreiðar segir hins vegar fullsnemmt að segja hvaða áhrif þetta muni hafa, enda hafi þetta ef- laust komið markaðnum á óvart. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir lánshæfismatið hafa komið þægilega á óvart, en erfitt sé að segja til um hvaða áhrif það muni hafa á markaðnum, en það muni breikka mjög fjár- festahópinn sem fjárfest geti í skuldabréfum ís- lensku bankanna. Sumir fjárfestar einskorði sig við Aaa skuldabréf. „Tryggingaálag á íslensk skuldabréf hefur undanfarin misseri verið hærra en lánshæfismat hefur gefið tilefni til og er erfitt að fullyrða að það muni breytast mikið. Það er hins vegar afar jákvætt að hafa fengið lánshæf- ismat upp á Aaa, sem fá fyrirtæki í heiminum geta státað sig af.“ Moody’s hækkar láns- hæfi íslensku bankanna Í HNOTSKURN » Moody’s metur nú lánshæfi íslenskubankanna jafn hátt og lánshæfi nor- rænna banka eins og Danske Bank, Nordea Bank og Sampo Bank. » Lánshæfi íslensku bankanna, sam-kvæmt mati Moody’s er jafnframt orðið hærra en hæfi Jyske Bank og Svenska Handelsbanken.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.