Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ menning Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 www.terranova.is · Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 Vilnius í Litháen Frá aðeins kr. 23.990 Beint flug 29. apríl – 4 nætur 3. maí – 3 nætur Frá kr. 23.990 Flugsæti með sköttum. Netverð á mann. 29. apríl - 3. maí. Takmarkaður sætafjöldi á þessu tilboði. Frá kr. 39.990 – flug & gisting í 4 nætur Flug, skattar og 4 nætur á Europa City *** m/morgunverði. Netverð á mann. 29. apríl - 3. maí. Frá kr. 49.990 – flug & gisting í 3 nátta helgarferð Flug, skattar og 3 nætur á Europa City *** m/morgunverði. Netverð á mann. 3.-6. maí. E N N E M M / S IA / N M 26 0 87 Síðustu sætin – ótrúleg kjör Vilnius býður allt það sem ferðamenn sækist eftir í borgarferð; fjölbreytta og spennandi menningu, fallegar byggingar, glæsilega gististaði, skemmtilegar verslanir og úrvals veitingahús. Auk þess er næturlífið fjörugt og fjölbreytt. Vilnius er rómuð fyrir fegurð borgarinnar og gestrisni borgarbúa. Vor í Þ að er fleira merkilegt við Ekvador en að þar er miðju jarðar að finna. Þar er einnig upp- spretta hins mikla Ama- zon-fljóts, hæsta snævi þakta eld- fjall heims, Otopaxi, sem gnæfir yfir höfuðborgina Quito, og loks að Ga- lapagos-eyjar tilheyra landinu. Til að mynda er talið er að elsta þekkjanleg menning í Suður Am- eríku hafi orðið til og þróast í strandhéruðum landsins, eða 8800- 3500 f.Kr., eins og stendur í einum ferðabæklingnum. Um er að ræða menningararfleifð frumbyggja sem enn finnast í landinu og sam- anstanda af þremur ólíkum ætt- kvíslum er lifa í regnskógum hita- beltisins í Vestur-Andes. Fyrir liggur að þeir hafi flúið þangað und- an innrás Inka frá Perú á fimm- tándu öld og Spánverja á þeirri sex- tándu. Nánar tiltekið eru Inkar sagðir hafa tekið borgina 1492, en herlið undir forystu Simôn de Be- nalcâzars hrakti þá burt 1534, er þúsundir hermanna Inka gerðu upp- reisn. Benalcâzar fann glæsihýsi San Francisco de Quito undir leifum borgarinnar sem Inkar höfðu eyði- lagt áður en hinir helgu hörgar féllu í hendur Spánverja. Fyrir vikið er lítið sem ekkert að finna þar sem minnir á veru þeirra á þessum slóð- um. Til eru fornleifafræðingar, og þeir margir, sem halda því fram að sumt af elstu arfleifðinni sem lifað hefur af í meira en 10 þúsund ár sé líkast til komið frá hinu raka hitabelt- isumhverfi regnskóganna á bökkum Amazon. En vitaskuld er ill- mögulegt að rekja slóð þeirra marg- ar aldir til baka í þessu umhverfi sem er á stöðugri gróðurfarslegri hreyfingu. Í heimsmynd þessara hópa frumbyggja var og er lífið hluti af „Amazanga“, regnskógasvæðinu. Guðdómur og kraftbirtingur tilver- unnar opinberast þeim við hverja dagrenningu eins og skrifað stend- ur. Regnskógarnir voru heim-kynni þeirra, og eru aðhluta enn, og þangaðsóttu þeir lífsviðurværi sitt. Skógarnir sáu þeim fyrir fæðu, læknajurtum og andlegum ríkidómi. Fyrir þeim var hitabeltisskógurinn öll veröldin, þar voru þeirra stór- markaðir og apótek, og þar þróuðust trúarbrögð þeirra og helgisiðir. Enn í dag lifa hópar þeirra einangraðir á sömu slóðum og þeir kæra sig ekki um samneyti við siðmenninguna svonefndu, lifa sælir og sáttir við sitt. Hér má enn einu sinni vísa til skil- greiningarinnar „Terra Icognito“, land nafnlausrar fortíðar, þar sem enn er svo margt ókannað á þessum slóðum og menningin getur allt eins verið miklu eldri. Í Bólivíu finnst til að mynda sléttlendi, hið víðfeðmasta í allri álfunni, og þar mun áður hafa verið mikið og djúpt vatn. En fyrir um tíu þúsund árum urðu miklar hamfarir um alla Norður-, Mið- og Suður-Ameríku og vatnið þornaði upp. Afleiðingarnar urðu meðal ann- ars þær að fílar sem eiga að hafa lif- að í Suður-Ameríku dóu út. Í Bólivíu hafa líka fundist borgir sem torvelt er að aldursgreina og tákn sem eiga að staðfesta tilvist fílanna. Og á landamærum Ekvador og Perú hafa fundist borgir sem fornleifafræð- ingar eru nú að grafa upp og telja þeir að allt að 10.000 manns hafi lif- að sumum þeirra. Hin mikilfenglega gríma afsólguðinum sem er ein-kennistákn Ekvador-banka, fannst í La To- lita, eyju undan norðvesturströnd Ekvador og suðvestur af Kólumbíu. Og það er ekki lengra síðan en um 1920 að La Tolita komst á heim- skortið þegar nokkrir evrópskir könnuðir tilkynntu fund svo mikils magns af fagurlega mótuðum grip- um úr gulli að það átti sér fá eða engin fordæmi. Fornleifafræðingar vilja meina að eyjan hafi verið helg- ur staður forn-Kólumbíu, Mekka eða Jerúsalem, borg gullsmíði í þágu helgra ímynda, sem hafi haft áhrif á flest af því sem nú er á landsvæði Ekvador. Þá eru höggmyndir sem fundist hafa á La Tolita einstæðar í list forn-Kólumbíu. Fornleifafræð- ingar hafa brotið heilann um hvern- ig hinir fornu málmsmiðir fóru að því að vinna svona fína hluti með jafn frumstæðum verkfærum og þá þekktust og nota til þess aðferðir sem voru fyrst uppgötvaðar í Evr- ópu um miðja nítjándu öld… En þessir pistlar eiga ekki að vera nein landafræði og þar er ég satt að segja á hálum ís því um Ekvador hef ég ekkert lært og fátt lesið um dag- ana sem gerir þó alla upplifun hér meira spennandi. Og kannski bland- ast eitthvað af þessu upplýsingum óraunhæfri getspeki og óskhyggju fornleifafræðinga og ritglaðra manna en þá verða menn að taka viljann fyrir verkið. Eitt er þó alveg víst, og það er að þetta regn- skógafólk hitabeltisins hefur öllu meira að segja okkur um viðgang lífsins og hvernig komast skuli af í sátt við náttúruna og allífið en við getum sagt þeim. Það er ómetanleg gáfa og æðri allri tilbúinni klæð- skerasaumaðri og niðursoðinni þekkingu. Aðdáunarvert er hvernig það hefur varðveitt þekkingu sína við flóknar og yfirmáta hættulegar aðstæður og um leið viðhaldið menn- ingarlegri arfleifð sinni, þar á meðal tungumálinu; Quichua… Ekvador, sem liggur milliBólivíu og Perú, er eittfrjósamasta land Suður-Ameríku, en um leið með þeim fátækustu hvað almenn lífs- kjör áhærir. Sennilega er Perú, sem er til muna rýrara að landgæðum eina ríkið sem er verr statt. Flóran er óvíða fjölbreyttari og fuglalífið hið þriðja fjölbreyttasta í heiminum og er þó ekki miðað við stærð lands- ins. Quito er mikil og merkileg borg sem komin er á minjaskrá UNESCO og þar fara fram umtals- verðar framkvæmdir til að varðveita fornar menjar. Allt um kring er fjöl- þætt landslag sem rís hæst í fjallinu Otopaxi sem gnæfir yfir og er hæsta virka eldfjall í heimi; mikilfenglegur haddur þess er jafnan snævi þakinn. Aðeins fáum vikum eftir að Spán- verjar tóku borgina hófu Fransisk- umunkar að byggja San Francisco klaustrið en því var ekki lokið fyrr en 70 árum seinna og reyndist fyrsta klassíska dæmið um húsagerðarlist nýlendutímabilsins. Það hefur varð- veist í svo til upprunalegri mynd í aldanna rás þó að eftir jarðskjálfta hafi þurft að endurbyggja flesta hluta þess. Þá ber að nefna sextándu aldar kirkjuna, La Compania de Jesus, (Félagsskapur Jesú), jesúítakirkju sem sögð er fallegasta og ríkasta guðshús í allri Suður-Ameríku og var heil 163 ár í smíðum. Rétt er að hið risastóra höfuðaltari í háb- arrokkstíl (himinhvolfið sækir þó til Mára) er eitt íburðarmesta altari sem um getur, slegið gulli og dýrri virkt. Í því er hvorki meira né minna en heilt tonn af gulllaufum og annað eftir því í fágætum efnum. Quito getur þó hvorki talist falleg né vel skipulögð borg og þótt íbú- arnir séu taldir 1,4 milljónir eru þeir milljónum fleiri ef allt svæðið er tal- ið með. Nágrannabyggðirnar streyma eins og stórfljót niður fjallshlíðar, víða á mjög mynd- og litríkan hátt, eins og líta gat frá mat- sal hótelsins okkar á efstu hæð, hvar Cotopaxi kórónaði sigurverkið. Bíla- flotinn er gífurlegur og mengunin eftir því meiri en ég hef áður upp- lifað og má þó vart bæta við súrefn- isleysið þarna í 2.800 metra hæð! Að sjálfsögðu lá leiðin að minn- istákni miðju heimsins en þangað er rúmlega hálftíma akstur frá Quito og var það eftirminnileg stund. Þar er einnig að finna Plateneríum, stjörnuver, og nokkur kúlulaga sýn- ingarhús, sum mjög fróðleg og upp- lýsandi viðbót. Eiginlega um að ræða lítið þorp umhverfis breidd- argráðuna núll, núll, núll... (Guayanquil/Ekvador) Miðja jarðar (jafna O° O’ O’’) Miðpunkturinn Pistlahöfundur á miðju jarðar,breiddargráðu 0° 0’ 0’’. Mikilfenglegur forngripur Sólgríman sem fannst í „La Tolita“ í norðvestur Ekvador um 1920 og mun vera frá tímabilinu 350 f. Kr, til 400 eftir Kr. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.