Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Gunnar I. Birgisson, bæjar-stjóri Kópavogs, hótar skaðabóta-máli á hendur Reykjavíkur-borg vegna Heiðmerkur-málsins. Hann segir að Reykjavíkur-borg hafi átt að veita framkvæmda-leyfi einum mánuði eftir að Kópavogs-bær sótti um það. Heiðmerkur-málið snýst um það að Kópavogs-bær hóf að leggja vatns-lögn í Heið-mörk og raskaðist um-hverfið. Náttúruverndar-samtök Íslands lögðu fram kæru vegna umhverfis-spjalla en Skógræktar-félag Reykjavíkur ákvað að verða við ósk Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgar-stjóra í Reykjavík, og fresta því að leggja fram kæru svo hægt yrði að finna lausn í þágu um-hverfisins í Heið-mörkinni. Vilhjálmur sagði að ef málin færu í kæru-meðferð væri mikil hætta á því að gapandi sár yrði í Heið-mörkinni í marga mánuði. Bæjar-stjórinn í Kópavogi vill nú leysa ágreininginn fyrir dóm-stólum. Vill Heiðmerkur-mál fyrir dóm-stóla Morgunblaðið/Ómar Gapandi sár í Heið-mörk. Tony Blair, forsætis-ráðherra Bret-lands, hefur skýrt George W. Bush Bandaríkja-forseta frá því að hann hyggist hefja brott-flutning breskra her-manna frá Írak. 1600 her-menn verða kallaðir heim á næstu mánuðum og fleiri fyrir árs-lok. Um 7.100 breskir her-menn eru í Írak, flestir þeirra í borginni Basra. Nuri al-Maliki, forsætis-ráðherra Íraks, hefur heitið fullum stuðningi við ákvörðun stjórnarinnar, nú þegar Danir hafa ákveðið að kalla nær allt her-lið sitt heim í ágúst. Kallar her- menn heim Tony Blair Eiríkur bæði syngur og ræðir Eiríkur Hauksson verður full-trúi Íslands í for-keppni Söngva-keppni evrópskra sjónvarps-stöðva sem fer fram hinn 10. maí í Helsinki í Finn-landi. Hann syngur lagið „Ég les í lófa þínum“ eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Kristján Hreinsson. Þar sem Eiríkur er orðinn keppandi var hann fyrst á báðum áttum um hvort hann ætti að taka þátt í sam-norræna sjónvarps-þættinum, þar sem lögin sem taka þátt í Söngva-keppni evrópskra sjónvarps-stöðva eru sýnd og rædd. Hann ákvað síðan að láta slag standa og vera með í þættinum. 44 gull-verðlaun Keppendur frá Íslandi voru afar sigur-sælir í sund-keppninni á stóru móti fatlaðra íþrótta-manna, Malmö Open, sem ný-lega fór fram í Malmö í Svíþjóð. Þátt-takendur frá Íþrótta-bandalagi Reykjavíkur hrepptu 31 gull-verðlaun og keppendur úr Firði í Hafnarfirði unnu til 13 gull-verðlauna á mótinu. Af íslensku keppendunum voru það Embla Ágústsdóttir, 16 ára stúlka úr ÍBR, og Karen Gísladóttir, 15 ára stúlka úr Firði, sem voru sigur-sælastar og unnu þær hvor um sig til sex gull-verðlauna. Stutt Svo mikið snjóaði á Jótlandi í lok vikunnar að allt sam-félagið fór úr skorðum. Jafn-fallinn snjór var víða um 30 cm og mikill skaf-renningur. Farar-tæki í Danmörku eru ekki búin undir svona ófærð og ferða-langar áttu erfitt með að komast leiðar sinnar. Næstum öllu flugi var af-lýst og lestar-ferðir gengu erfið-lega. Bílar eru fastir á víð og dreif og engir bílar á ferli. Öllu skóla-haldi var af-lýst, enginn póstur hefur verið borinn út eða rusl fjar-lægt og flest fyrir-tæki eru lokuð vegna veðurs. Þúsundir aldraðra og sjúk-linga hafa orðið fyrir barðinu á ófærðinni og skortir mat. Allt á kafi á Jót-landi Þegar fréttist að halda ætti klám-ráðstefnu á Hótel Sögu 7.–11. mars nk. skapaðist mikil um-ræða í sam-félaginu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þing-maður Sam-fylkingarinnar, vildi að stjórn-völd kæmu þeim skila-boðum áleiðis að ráðstefnu-gestir væru ekki vel-komnir hér á landi. Geir H. Haarde sagðist hafa and-styggð á klám-iðnaðinum en hann taldi ekki ástæðu til þess að hefta för þessa fólks nema ljóst væri að um ólög-legt at-hæfi yrði að ræða, og sagði lög-regluna hafa málið til um-fjöllunar. Á fundi borgar-stjórnar á þriðju-daginn var sam-þykkt ein-róma ályktun þar sem harmað var „að Reykjavíkur-borg yrði vett-vangur ráð-stefnu fram-leiðenda klám-efnis.“ Þingflokkar á Alþingi tóku undir það í sameigin-legri yfir-lýsingu sem þeir sendu frá sér á fimmtu-daginn. Á svipuðum tíma lýsti stjórn Bænda-samtakanna, sem eru eigendur Hótels Sögu, því yfir að um-ræddum hópi fólks hefði verið vísað frá hótelinu. Hrönn Greipsdóttir hótel-stjóri býst við að ráðstefnu-hópurinn muni leita réttar síns í þessu máli sem honum finnst engin glóra í. Gestir klám-ráðstefnu óvel-komnir Morgunblaðið/Þorkell Hótel Saga Tónleikarnir „Lifi Álafoss“ voru haldnir um síðustu helgi til styrktar Varmár-samtökunum sem mót-mæla fram-kvæmdum í Álafoss-kvos. Sigur Rós kom fram auk fleiri hljóm-sveita og ræðu-manna. Hátt í 800 manns sóttu tón-leikana og var fullt hús. Fullt hús mót-mælenda Morgunblaðið/Eggert Um síðustu helgi varð Hjörvar Steinn Grétarsson Norðurlanda-meistari í skóla-skák í C-flokki. Þetta er í 3. sinn sem Hjörvar hampar titlinum. Dagur Arngrímsson hafnaði í 2.–3. sæti í A-flokki og Sverrir Þorgeirsson hafnaði í 2.–4. sæti í B-flokki. Hjörvar Steinn segir að árangurinn komi ekki af sjálfu sér heldur sé hann af-rakstur þrot-lausra æfinga, en hann hafi átta ára reynslu. Hjörvar Steinn segir að mark-miðin í nánustu fram-tíð séu frekar skýr. Hann sé með 2.167 alþjóð-leg stig og til að bæta sig þurfi hann að ná árangri á sterkum skák-mótum. „Næsta tak-mark er að verða alþjóð-legur meistari,“ segir þessi ungi skák-meistari. „Eftir svona tvö til þrjú ár.“ Norðurlanda- meistari í skóla-skák Morgunblaðið/Ásdís Hjörvar Steinn Norðurlanda-meistari. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.