Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 23 hlutverk sitt ákaflega alvarlega. Ég gat ekki fengið mig til þess að vera stöðugt með „já, herra“ á vörunum, það var ekki til í mér undirlægjuhátt- ur svo ég fór.“ Íslenzkt vegabréf leynir því ekki að ég er arabi Jabali kom aftur til Íslands 2003. „Ég hringdi á Borgarspítalann og fékk sumarafleysingar í þrjá mánuði, en ekki fastráðningu. Ég hringdi þá á ýmsar sjúkrastofnanir úti á landi, en fékk hvergi vinnu; það voru ekki til peningar til að ráða nýjan starfskraft. Ég var 64 ára og það var ákaflega erfitt að upplifa þessa höfnun, þótt ég skildi vel að meginástæðan var pen- ingaleysi. Ég var bara ekki tilbúinn til þess að hætta. En svo varð sjálf- hætt hjá mér og ég fór á bætur frá Tryggingastofnun. Það fannst mér ekki gaman. En ég varð að gera það.“ Og Jabali hallar sér fram á stafinn og horfir fast í augu mér eins og hann vilji sannfæra mig sérstaklega um óskemmtilegheit þessa hlutskiptis, sem hann hafi viljað forðast í lengstu lög. Honum hefur líka gengið illa að finna sér eitthvað til dægrastytt- ingar. Hann segist hafa farið í Al- þjóðahúsið og sett nafnið sitt á lista yfir túlka í ensku, frönsku og arab- ísku, en ekkert fengið að gera út á það. Nú er Abdel Fattah El-Jabali orð- inn íslenzkur ríkisborgari. Ég spyr hvort það breyti einhverju þannig að hann geti heimsótt Tulkarm, ef hugur hans standi til þess. „Þegar ég er beðinn um persónu- skilríki hér er mér sýnd eðlileg kurt- eisi. Ég hef aldrei viljað eiga það á hættu að gyðingur krefði mig um persónuskilríki. Íslenzkt vegabréf breytir engu þar um. Þrátt fyrir það leynir útlitið því ekki að ég er arabi. Og ég vil ekki gefa þeim færi á mér.“ – Hvaða augum lítur þú ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs? „Þótt ég sé orðinn Íslendingur rennur mér blóðið til skyldunnar þeg- ar Palestínuarabi fellur fyrir byssu- kúlum Ísraelsmanna. Ástandið er ólýsanlegt. Ég man að kunningi minn einn spurði mig í kringum 1970 hvort ég héldi að lausn myndi finnast á málum Ísraelsmanna og Palestínumanna og þegar ég svar- aði játandi spurði hann hvort ég sæi fram á hana í minni tíð. Ég játti því líka. Nú veit ég hins vegar að ég hafði rangt fyrir mér.“ – Áttu við að þú sjáir enga lausn? „Það var vitlaust gefið í upphafi, gyðingum í vil, og spilamennskan hef- ur öll gengið út á það að svindla sem mest á aröbunum. Eins og mál hafa þróazt eru engar forsendur fyrir lausn. Hvernig myndi þér líka það ef ein- hverjir kæmu með bréf upp á vasann frá umheiminum um að þeir mættu stofna annað ríki á Íslandi? Ef þú yrðir einfaldlega að hafa þig í burtu frá þínum slóðum og lifa einhvers staðar innilokaður og smáður?“ Hann horfir rannsakandi á mig, eins og læknir, sem leitar svars í andliti sjúk- lingsins. „Ég held ég þurfi ekkert að fjölyrða um þetta,“ bætir hann við. – Er þá enginn dagur vonar? „Nei, það tel ég ekki vera. Kannski kviknaði von þegar Sadat Egypta- landsforseti fór til Ísraels og kannski átti hún sinn dag í Rabin, forsætis- ráðherra Ísraels. En þeir voru báðir skotnir og vonin dó með þeim. Hin pólitíska stétt í Ísrael er ekki tilbúin til friðar.“ – En arabar? „Já. Arabar vilja frið. Þótt ein- hverjir tali öðruvísi truflar það mig ekki neitt. Það er bara algengur mælskumáti þarna um slóðir. Þú átt heldur ekki að láta hann trufla þig.“ Æskuslóðirnar á ljósmyndum Jabali heimsótti Tulkarm síðast 1958. Í sex daga stríðinu var faðir hans hnepptur í fangelsi og þegar hann var látinn laus flutti fjölskyldan til Amman. Þangað fór Jabali 1982, þegar faðir hans lézt. En Tulkarm er honum lokað land. „Ómar sonur minn hefur farið þangað og komið aftur með ljós- myndir; meðal annars af húsinu sem ég fæddist í. Það er gott að hafa þessar myndir við höndina. En þær eru bara ljós- myndir. Þú ert fæddur á einum stað á Íslandi og býrð annars staðar. Það er ekkert til þess að gera veður út af. En þú átt alltaf val um það að heim- sækja æskuslóðirnar. Ég hugsa ekki dagsdaglega um Tulkarm. En þegar það kemur upp er vont til þess að vita að ég á ekkert val.“ Jabali klárar úr vatnsglasinu og veltir ísmola upp í sér. Hann brosir til mín og það er sársauki í þessu brosi hans sem öðrum, þegar Palest- ínu ber á góma. En svo hlýna augun og fyllast glöðu brosi þegar hann seg- ir mér sögur úr daglega lífinu í Reykjavík. Flestir byrja á því að spyrja hvaðan hann sé. Áður fyrr svaraði Jabali því til að hann væri Palestínuarabi frá Jórdaníu, sem menn tóku yfirleitt vel, og nú byrjar hann kynninguna á því að hann sé Ís- lendingur ofan á arabadóminn og ekki laust við að mönnum þyki það enn betra! En hann viðurkennir að dagarnir gætu verið fjölbreyttari og fjörugri. Svo vegur hann sig upp á stafnum. „Hér á Íslandi hef ég strákana mína og fjölskyldur þeirra. Það gerir mér kleift að lifa og hugsa sem svo að þrátt fyrir allt sé þetta í lagi.“ Til Tulkarm Abdel Fattah El-Jabali segist ekki eiga afturkvæmt á æsku- slóðirnar. Þótt vegabréfið sé íslenzkt leynir útlitið því ekki að hann er arabi á ferð og hann vill þess vegna ekkert eiga undir gyðingum. Húsið í Tulkarm Í þessu húsi fæddist Abdel Fattah El- Jabali. Það var afi hans, sem byggði það og það hýsti fjölskylduna meðan hún bjó í Tulkarm. Til hægri á götuhæðinni rak faðir Jabali verzlun með vefnaðarvörur. »Hvernig myndi þér líka það ef einhverjir kæmu með bréf upp á vasann frá umheiminum um að þeir mættu stofna annað ríki á Íslandi? freysteinn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.