Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ 27. febrúar 1977: „Þess er skemmst að minnast, að um skeið var almenningi bannað að fara í 3 vikna sumarleyfi til sólarlanda – skv. opinberri tilskipun skyldi það aðeins standa í 2 vikur. Hver einasti maður veit, að til slíkra til- skipana liggja engin skyn- samleg rök. En þetta eru höft. Þótt gjaldeyrisreglur hafi verið rýmkaðar ofurlítið fyrir almenna ferðamenn eru þær enn alltof þröngar. Embættismenn í opinberum erindagjörðum og menn í viðskiptaerindum sitja við annað borð en hinn almenni ferðalangur. Hvers vegna? Engin skýring. Þetta eru höft. Um skeið var bannað að flytja inn litasjónvörp. Þeir sem það vildu gátu ekki fengið að kaupa litasjónvörp, þótt sjónvarpið væri byrjað að senda út í lit. Þarna voru höft á ferð. Og hver hefur orðið afleiðing þessara hafta okkar tíma? Jú, svartur markaður með gjaldeyri hef- ur blómstrað á þann veg, að ferðamenn til útlanda hafa haft nægan gjaldeyri, sem ella hefði skilað sér í bank- ana.“ . . . . . . . . . . 22. febrúar 1987: „Ástæða er til að vekja athygli á þessari ábendingu Ólafs G. Ein- arssonar, þar sem fulltrúi Al- þýðusambandsins á þingi Norðurlandaráðs, Guðrún Helgadóttir, lýsti því yfir á fyrrnefndum blaðamanna- fundi íslensku sendinefnd- arinnar, að „tómt mál væri að hengja sig í norræna róm- antík“ eins og hún komst að orði. Norðurlandaráð yrði að sýna styrkleika á al- þjóðavettvangi og „reka sóknarpólitík“. Þessi orð þingmannsins eru í samræmi við sjónarmið annarra vinstri sósíalista á Norðurlöndum. Þeir hafa lítinn áhuga á nor- rænni samvinnu – „norrænni rómantík“ sem svo er nefnd – en mikinn áhuga á alþjóða- málum.“ . . . . . . . . . . 23. febrúar 1997: „Þegar horft er til aldursflokka kem- ur í ljós, að mestur stuðn- ingur við veiðileyfagjald er í aldursflokknum 25–34 ára, en minnstur meðal yngsta fólksins, þ.e. 18–24 ára. Í raun og veru eru þessar tölur einungis staðfesting á því, sem margir telja sig hafa haft tilfinningu fyrir, að mik- ill stuðningur væri meðal þjóðarinnar almennt við veiðileyfagjald. Fyrir nokkr- um árum hefði komið á óvart, að meirihlutafylgi væri við slíkt gjald á landsbyggð- inni en það er alveg ljóst, að síðustu árin hafa umræður meðal fólks í sjávarplássum þróazt í þennan farveg.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÚTRÝMUM FÁTÆKT Ögmundur Jónasson, alþingis-maður Vinstri grænna, hveturtil þess í grein hér í blaðinu í gær, að fátækt verði útrýmt á Íslandi. Morgunblaðið tekur undir þessi hvatningarorð þingmannsins. Í grein sinni segir Ögmundur Jón- asson: „Á Íslandi hefur það viðhorf verið ríkjandi, að fátækt eigi ekki að fyr- irfinnast í okkar samfélagi – allur þorri þjóðarinnar hefur eindregið verið þeirrar skoðunar. Þess vegna vekur það jafnan mikla athygli, þegar því er haldið fram, að fátækt fari vax- andi. Ekki sízt þykir það alvarlegt, þegar á hinn bóginn er haldið á lofti fyrirvaralausum staðhæfingum um almenna kaupmáttaraukningu og bætt lífskjör.“ Ögmundur segir einnig: „Annars vegar fjölgar í þeim hópi, sem vart veit aura sinna tal og hins vegar er fólk, sem býr við sára fá- tækt.“ Margir hafa lagt hönd á plóg í um- ræðum um fátækt á Íslandi og ljóst að til eru þeir, sem vilja halda því fram, að hér sé enga fátækt að finna. Sérfræðingar hafa reiknað út hvort hér sé fátækt og komizt að mismun- andi niðurstöðu. Í raun og veru þarf enga útreikn- inga. Fátæktin er orðin sjáanleg. Áð- ur var hún til staðar en sást ekki. Nú sést hún. Það er líka nokkuð ljóst hvar fá- tæktina er að finna. Það er í hópi aldraðra, öryrkja og einstæðra mæðra. Í þessum þremur þjóðfélags- hópum fyrst og fremst er til fátækt fólk. Auðvitað hefur Ögmundur Jónas- son rétt fyrir sér, þegar hann hvetur til útrýmingar fátæktar. Það er okk- ur sem þjóð til skammar að hún skuli vera til staðar. Það þýðir hins vegar ekkert að horfa fram hjá þessum veruleika og láta eins og ekkert sé að. Hér er málefni, sem stjórnmála- flokkarnir eiga að geta sameinast um. Það á ekki að þurfa að vera ágrein- ingur um að fátækt sé til hér og það á að vera tiltölulega auðvelt fyrir flokk- ana að koma sér saman um aðgerðir til að útrýma fátækt. Þetta er ekki málefni, sem flokkarnir þurfa að ríf- ast um. Ögmundur Jónasson á að beita sér fyrir því, að viðræður fari fram á milli fulltrúa flokkanna um að ráða bót á þessu þjóðfélagsmeini. Stundum þurfa stjórnmálamenn að láta hendur standa fram úr ermum. Nú er tíminn til þess. Kosningar eru í nánd og vilj- inn til aðgerða kannski meiri en ella af þeim sökum. Þetta getur ekki verið spurning um peninga. Þeir eru til og þeir þjóð- félagshópar sem um er að ræða eru ekki svo fjölmennir að kostnaður vegna úrbóta þurfi að vera yfirþyrm- andi. Það eru mörg dæmi um það, að stjórnmálaflokkarnir geti sameinazt um að hrinda góðum málum í fram- kvæmd. Þetta er eitt af þeim málum. Fátækt er blettur á íslenzku sam- félagi. Ögmundur Jónasson segir í grein sinni: „Það er erfiðara að vera tekjulítill og eiga á brattann að sækja nú en fyr- ir tólf árum.“ Þetta er áreiðanlega rétt hjá þing- manninum. Það hlýtur að vera þeim mun erfiðara að búa við bágan hag, sem velsældin er meiri allt í kring. Er nú ekki hægt að höggva á þenn- an hnút? Setjast niður og finna leið til þess að rétta rækilega hlut þeirra, sem búa við fátækt? Telja má víst að þingmenn í öllum flokkum séu sammála um markmiðin. Þeir þurfa að finna leiðina til þess að ná þeim markmiðum. Þeir geta fund- ið þá leið ef þeir einbeita sér að verk- efninu. Ögmundur Jónasson er vel til þess fallinn að hafa forystu fyrir slíku verkefni enda réttsýnn maður og sanngjarn. Nú þurfa þingmenn að bretta upp ermar og láta verkin tala. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ S teingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði í setning- arræðu á landsfundi flokksins í gær, föstudag, að það væri „bull- andi stemning fyrir því í sam- félaginu að fella ríkisstjórnina“. Er það svo? Skoðanakannanir virðast ekki endurspegla þá „bullandi stemningu“. Það er ekki mikill munur á stjórn og stjórnarandstöðu, þegar á heildina er litið, þótt annar stjórnarflokkanna eigi vissulega við erfiðleika að stríða. Umræður í þjóðfélaginu sýnast ekki end- urspegla þessa fullyrðingu formanns Vinstri grænna ef tekið er mið annars vegar af rituðu máli, hvort sem er í dagblöðum eða á blogg- síðum og hins vegar af almannatali. Hvar er þessa „bullandi stemningu“ að finna? Það er erfitt að leita hana uppi, þótt augljóst sé að Steingrímur J. Sigfússon er að reyna að búa hana til en það gengur erfiðlega hjá honum. Ástæðan fyrir þessu er auðvitað sú, að al- mennt hefur fólk það svo gott. Harold Mac- Millan, forsætisráðherra Breta fyrir bráðum hálfri öld og leiðtogi Íhaldsflokksins í Bret- landi, vann kosningar eitt sinn á slagorðinu: Þið hafið aldrei haft það svona gott. Það sama má segja um Íslendinga í dag. Landsmenn hafa aldrei haft það svona gott og það sem meira er: Það er engin sérstök ástæða til að ætla, að breyting verði þar á í fyrirsjáanlegri framtíð. Þetta er meginástæðan fyrir því, að Sjálf- stæðisflokkurinn, sem nú hefur verið samfellt í ríkisstjórn í 16 ár, hefur sterka stöðu í skoð- anakönnunum. Það hefði mátt ætla, að eftir 16 ára aðild að ríkisstjórn ætti Sjálfstæðisflokkurinn í erf- iðleikum í skoðanakönnunum og það er skilj- anlegt að Framsóknarflokkurinn eigi á bratt- ann að sækja eftir 12 ára samfellda aðild að ríkisstjórn. Vandi stjórnarandstöðunnar er sá, að þrátt fyrir þessa löngu stjórnarsetu er staða ann- ars stjórnarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, ótrúlega sterk. Hitt er svo annað mál, að í myndun vinstri stjórnar, þ.e. ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna með hugsanlegri aðild Fram- sóknarflokks eða Frjálslyndra, er ekki fólgin sama hætta og á dögum kalda stríðsins. Þá gat slík ríkisstjórn verið lífshættuleg fyrir þjóðina. Þess vegna var andstaðan við vinstri stjórnirnar 1956–1958 og 1971–1974 svo sterk, sem raun bar vitni. Varnarliðið er horfið á braut og kalda stríð- inu er lokið. Þau vandamál, sem voru samfara vinstri stjórnum á þeim tíma, eru því ekki lengur til staðar. Það verður líka að teljast ólíklegt að þessir flokkar mundu snúa blaðinu við og hefja þjóðnýtingu á einhverjum svið- um, eftir einkavæðingu síðustu tæpra tveggja áratuga. Það dettur engum í hug að hefja uppbyggingu á sósíalísku þjóðfélaginu nú til dags. Af þessum ástæðum er sú hætta ekki lengur á ferðum sem áður var. Í frásögn Morgunblaðsins í dag, laugardag, af ræðu Steingríms J. Sigfússonar segir m.a.: „Steingrími varð tíðrætt í ræðu sinni um að þörf væri fyrir grundvallarstefnubreytingu … Meðal annars væri spurningin um hvort hér ætti að vera norrænt, samábyrgt velferð- arsamfélag eða áframhaldandi „ameríkaníser- ing þjóðfélagsins“. Vilja menn þá „glórulausu stórvirkjana- og álvæðingarstefnu, sem hér hefur verið framfylgt, spurði Steingrímur.“ Er þetta einhver spurning? Er ekki veru- leikinn sá, að hér hefur verið byggt upp sam- ábyrgt velferðarsamfélag að norrænni fyr- irmynd? Auðvitað er það svo. Velferðarkerfið á Íslandi er sniðið að hinni skandinavísku fyr- irmynd og á ekkert skylt við það kerfi, sem Bandaríkjamenn búa við. Nútímamenning okkar Íslendinga, ef horft er til síðustu aldar, er í öllum grundvall- aratriðum dönsk. Matarmenning okkar er dönsk. Alls konar siðir eru danskir. Við sjáum þetta vel ef við berum saman daglegt líf í Danmörku og á Íslandi. Við höfum hins vegar á síðustu 50 árum tekið við of miklum eng- ilsaxneskum áhrifum og að einhverju leyti átti vera bandaríska varnarliðsins hér í hálfa öld þátt í því. En grundvallarkerfi þjóðfélags okkar er norrænt en ekki amerískt og Guði sé lof fyrir það. Hins vegar má segja, að banda- rísk viðhorf í uppbyggingu og rekstri fyr- irtækja hafi rutt sér til rúms á seinni árum í viðskiptalífinu. Það á bæði við um stjórnunar- aðferðir í fyrirtækjum og líka þá stefnu, sem tekin hefur verið upp í íslenzku viðskiptalífi, að fyrirtæki eru yfirtekin með mikilli skuld- setningu, eignir eru seldar út úr þeim til að lækka skuldir o.s.frv. og rekstur þeirra end- urskipulagður, að sjálfsögðu með mismunandi árangri eins og gengur og gerist. Á síðustu árum hafa farið fram miklar um- ræður í Evrópu um muninn á viðhorfum evr- ópskra og bandarískra stjórnenda og margir hafa viljað skýra velgengni Bandaríkjamanna í efnahagsmálum og erfiðleika Evrópumanna í atvinnumálum með þeim mun, sem þarna er á. Allra síðustu ár hefur þess gætt að bandarísk- ar stjórnunaraðferðir séu að ná fótfestu á meginlandi Evrópu og þá ekki sízt í Þýzka- landi. Það er alls ekki fráleitt að halda því fram, að það sé þessi samtvinnun hins norræna vel- ferðarkerfis og bandarískra stjórnunaraðferða í viðskiptalífinu sem sé grundvöllurinn að vel- gengni okkar hin síðustu ár. Í Bandaríkjunum er lagaramminn, sem fyrirtæki starfa eftir, stífari en hér og í skrifum Morgunblaðsins um þau mál á síðustu árum hefur ítrekað verið vísað til fordæmis Bandaríkjamanna í þeim efnum. Þegar Steingrímur J. Sigfússon telur, að í kosningunum í vor eigi að velja á milli nor- ræns kerfis og bandarísks er það tóm vitleysa. Það val hefur fyrir löngu farið fram. Ef Stein- grímur er hins vegar að segja, að hann ætli að knýja íslenzk fyrirtæki til að taka upp skand- inavískar eða evrópskar stjórnunaraðferðir er það meira mál. Þá er hætt við að hið virta bandaríska fjármálafyrirtæki Morgan Stanley mundi ekki komast að þeirri niðurstöðu að Kaupþing væri bezti fjárfestingarkosturinn í bankaheiminum á Norðurlöndum, sem er auð- vitað stórmerkileg niðurstaða og vegsauki fyr- ir stjórnendur Kaupþings. Er það þetta, sem Steingrímur J. ætlar að gera komist hann til valda? Að knýja íslenzk fyrirtæki til að taka upp evrópskar aðferðir í viðskiptalífinu, sem Evrópumenn sjálfir eru að hverfa frá? Í því felst m.a. að ekki megi segja upp fólki nema samkvæmt mjög flókn- um aðferðum. Ætlar Steingrímur J. að tryggja atvinnuöryggi launþega á Íslandi með slíkum aðferðum? Laugardagur 24. febrúar Reykjavíkur Málþing Skuggar á stjái á göngubrúnni í þinghúsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.