Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STOFNSETT hefur verið endurhæfingarmiðstöð að Kleppi sem nær yfir þá starfsemi sem áður féll undir dagdeild, göngudeild, iðjuþjálfun og Berg- iðju. Lögð er áhersla á samvinnu fagaðila í þágu sjúklinga sem áður sóttu dagþjónustu á Kleppi og er tilgangur breytinganna að bæta dag- og göngu- deildarþjónustu, veita einstaklingsmiðaða og markvissa þjónustu og auka sveigjanleika og sam- fellu í meðferð. Jafnframt er leitast við að efla samstarf við fyrirtæki, stofnanir og hagsmuna- hópa í samfélaginu. Kristófer Þorleifsson, sér- fræðingur endurhæfingarmiðstöðvarinnar, segir breytinguna fyrst og fremst felast í því að nýta betur þá þekkingu sem þegar er til staðar. „Það er verið að gera þetta að víðtækari starf- semi, bæta inn atriðum sem ekki voru fyrir og efla starfsemina. Þannig koma nú inn hópar með fræðslu sem ekki var fyrir hendi,“ segir Kristófer og nefnir sem dæmi úr starfseminni námskeið fyr- ir aðstandendur geðklofasjúklinga, þjálfunarhóp fyrir sjúklinga og nýliðahóp þar sem einstaklingar sem eru nýgreindir með alvarlega geðsjúkdóma fá mikla fræðslu um sinn sjúkdóm. Að sögn Kristófers er lögð mikil áhersla á að auka alla fræðslu, bæði til aðstandenda og þeirra sem eiga við geðsjúkdóma að stríða. „Þar hefur verulega skort á en við leggjum áherslu á að ná sem best út í samfélagið. Við erum mjög langt á eftir hvað varðar uppbyggingu úti í samfélaginu. Það hafa kannski ekki verið sjúkra- húsin sem gera það en við erum að reyna að veita einhverja forystu því að okkur finnst stjórnvöld ekki hafa staðið nógu vel að því. Ef til vill vantar ákveðna samvinnu milli heilbrigðis- og félags- málaráðuneytisins og sveitarfélaganna í þeim efn- um. […] Þetta er skref í þá átt að samhæfa hjá okkur og við vonum að þeir sem eru utan stofnana, eins og félagsþjónustan og heilsugæslan, fari að vinna saman en þá getum við náð betri árangri.“ Endurhæfingarmiðstöð stofnsett að Kleppi Morgunblaðið/ÞÖK Mikil áhersla á aukna fræðslu til aðstandenda og þeirra sem stríða við geðsjúkdóma TÍKIN Kleópatra, af Pekingese-kyni, spókaði sig á teg- undakynningu Dýraríkisins í gær ásamt hundum af öll- um stærðum og gerðum. Kleópatra, sem er ekki nema ársgömul, var ekki feimin við ljósmyndara Morgunblaðs- ins og virtist brosa sínu breiðasta. Kynningin stendur yf- ir frá kl. 12 til 18 í Blómavali, Skútuvogi, í dag. Morgunblaðið/Ómar Ófeimin Kleópatra Á FUNDUM Valgerðar Sverrisdóttur utanrík- isráðherra með ráðamönnum Úganda kom fram að þeir meta mjög samstarf þjóðanna. Utanríkisráðherra sagði að þeir hefðu þakkað Íslend- ingum fyrir margvíslega að- stoð og óskað eftir frekari samvinnu á ýmsum sviðum. Að sögn Valgerðar Sverr- isdóttur þakkaði Yoweri Ka- guta Museveni, forseti Úg- anda, sérstaklega fyrir aðstoð íslenskra stjórnvalda við íbúa Kalangala-eyja. Sam Kah- amba Kutesa utanrík- isráðherra lýsti yfir ánægju með þróunarsamvinnu land- anna og þakkaði meðal annars fyrir matargjafir Íslendinga til skólabarna og verkefni í fullorðinsfræðslu sem Íslend- ingar styðja. Átak í frumkvöðlafræðslu, þriggja ára samstarfsverkefni Þróunarsamvinnustofnunar og Fjárfestingastofa Úganda, er nýhafið og hitti Valgerður fjölda kvenna sem eru í Sam- tökum frumkvöðlakvenna í Úganda og taka þátt í verk- efninu. Fram kom að kon- urnar ættu í erfiðleikum með að fá lánsfé og lagði Syda Bbumba félagsmálaráðherra til að í samvinnu við Íslend- inga yrði sett á fót verkefni sem styrkti konur til að stofna fyrirtæki. Valgerður sagði að for- vinnan hefði verið unnin. Sumar konur í hópnum hefðu fengið þjálfun í frum- kvöðlafræðum við Háskólann í Reykjavík í fyrra og væru teknar að útbreiða boðskap- inn í Úganda. Mikill kraftur væri í þeim og ljóst að mikil tækifæri væru fyrir þær í Úg- anda, en þær mættu hindr- unum eins og til dæmis að- gangi að lánsfé. „Það er mjög margt sem við erum að velta fyrir okkur um frekara sam- starf á milli þessara þjóða,“ sagði Valgerður spurð hvort ný samstarfsverkefni væru á döfinni í Úganda. Ferðinni til Úganda lauk í gær og verður íslenska sendi- nefndin í Suður-Afríku næstu daga. Utanríkisráðherra sagði að ferðin til Úganda hefði ver- ið mjög lærdómsrík. Það hefði verið mjög sláandi að finna hve fólk þar mæti aðstoð Ís- lendinga og hvað starf Íslands í Úganda væri þekkt í stjórn- sýslunni jafnt sem í grasrót- inni. Valgerður sagðist hafa lagt áherslu á að framlag Ís- lands væri ekki mikið í sam- anburði við framlag annarra þjóða en það væri mikið miðað við fólksfjölda og það ætti að þróa frekar, ekki síst samstarf sem snúi að því að efla konur í sambandi við atvinnurekstur og menntun. „Það er lykillinn að því að þróa þetta sam- félag,“ sagði hún. Í þessu sam- bandi benti Valgerður á að í sambandi við skólamáltíðirnar hefði Ísland sérstaklega lagt áherslu á að stúlkur stunduðu nám. Yfirvöld í Úganda væru sammála enda væri algengt að stúlkur færu ekki í skóla held- ur væru heima við vinnu en meiri líkur væru á því að þær færu í skólann ef boðið væri upp á ókeypis mat. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fékk góðar móttökur í Úganda Ráðamenn þökkuðu aðstoðina Ráðamenn Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Yoweri Kaguta Museveni, forseti Úganda. Konur Íslenska sendinefndin í Úganda frá vinstri: Aðalheiður Sigursveinsdóttir, aðstoð- armaður utanríkisráðherra, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sendiherra, Valgerður Sverr- isdóttir utanríkisráðherra, Ágústa Gísladóttir, umdæmisstjóri ÞSSÍ í Úganda, og Bergdís Ell- ertsdóttir, sviðsstjóri í utanríkisráðuneytinu. BANDARÍSKI leikfangarisinn Toys "R" Us mun opna nýja stór- verslun á höfuðborgarsvæðinu í haust. Þetta kemur fram í atvinnu- auglýsingu sem birtist í Atvinnu- blaði Morgunblaðsins í dag, þar sem fyrirtækið leitar að einstaklingi í starf rekstrarstjóra sem mun leiða uppbyggingu og stjórnun verslun- arinnar. Þúsund fermetra verslun Danska leikfangafyrirtækið Fæt- ter BR stendur að opnun verslunar- innar undir nafni Toys "R" Us en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verður verslunin um þús- und fermetrar að stærð, staðsett í nýju húsnæði Rúmfatalagersins við Smáratorg. Toys "R" Us rekur 587 leikfanga- verslanir í Bandaríkjunum og tæp- lega 650 leikfangaverslanir í öðrum löndum, þ.m.t. verslanir sem reknar eru af sér- og svæðisleyfishöfum. Toys "R" Us opnar versl- un í haust ERINDI tals- manns neytenda vegna útskriftar- gjalds símreikn- inga barst Síman- um á föstudaginn var og er eftir að taka afstöðu til þess, að sögn Lindu Bjarkar Waage, upplýs- ingafulltrúa Símans. Linda sagði að þetta mál hefði áð- ur verið skoðað af Póst- og fjar- skiptastofnun og úrskurðarnefnd fjarskipta og póstmála sem hefði úr- skurðað að gjaldtaka Símans væri í takt við gildandi reglugerðir. Nýjasti úrskurðurinn hefði verið kveðinn upp 3. mars 2006. Linda sagði að Síminn hefði þá lagt fram útreikn- inga sem sýndu kostnað við útprent- anirnar. Linda sagði að nú þyrfti að skoða hvort lög og reglur um þessi efni hefðu eitthvað breyst frá því síðasti úrskurður féll. Það verður gert eftir helgi. Ekki náðist í upplýsingafulltrúa Vodafone vegna þessa máls. Gjaldtaka samkvæmt reglum Linda Björk Waage LÖGREGLAN hefur til rannsóknar málverkaþjófnað sem átti sér stað um síðustu helgi, að því er talið er, á endurhæfingarmiðstöð SÍBS á Reykjalundi í Mosfellsbæ. Málverkið er eftir myndlistar- manninn Tolla og er stærð verksins um 140 x 120 sentímetrar. Lögreglan biður þá sem geta veitt upplýsingar um málið að hafa sam- band í síma 444-1000. Málverki eft- ir Tolla stolið ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.