Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 24
óskarsverðlaunin
24 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
F
yrir nokkrum kvöldum
leigði konan mín Tran-
samerica, fyrr en varði
límdist undirritaður við
tækið þótt ég hafi séð
þá margslungnu vegamynd í tví-
gang. Ástæðan öðru fremur segul-
magnaður leikur Feliciu Huffman og
ég á örugglega eftir að njóta leiks
hennar oftar. Orsökin fyrir upp-
rifjun þessarar kvöldstundar eru
hinir óútreiknanlegu vegir Óskars.
Hvað sigurvegararnir þurfa að af-
reka skiptir nefnilega ekki höfuð-
máli, það kemur skýrt fram í dags-
ljósið þegar fylgst er með full-
komnum leik Huffman í bráðsnjöllu
hlutverki í einstakri mynd. Það
dugði ekki til, Huffman hélt tómhent
heim og það getur hæglega orðið
hlutskipti flestra þeirra sem ég spái
sigri í kvöld.
Sum ár eru sigurvegararnir fyrir-
sjáanlegri en önnur, til að gera „spá-
mönnum“ enn erfiðara fyrir, þá telst
2006 ekki í þeim hópi, svo mikið er
víst. Toppmyndirnar fimm; Babel,
Hinir fráföllnu – The Departed, Bréf
frá Iwo Jima – Letters From Iwo
Jima, Litla ungfrú sólskin – Little
Miss Sunshine og Drottningin – The
Queen, koma hver úr sinni áttinni og
allar óvenjuvel að tilnefningunum
komnar.
Hvað sem öðru líður er það dags-
formið og heppnin sem ræður ríkj-
um.
Ég hef áður leitt getum að sigri
Martins Scorseses, síðast fyrir
tveimur árum, þegar ég taldi víst að
bandaríska kvikmyndaakademían
(AMPAS) sæi sér ekki fært að
ganga oftar framhjá einum merk-
asta kvikmyndagerðarmanni sam-
tímans. Þá var leisktjórinn með hina
frambærilegu The Aviator í keppn-
inni, en allt fór á fyrri veg; Scorsese
var sniðgenginn í fimmta skiptið síð-
an hann fékk fyrstu tilnefninguna
fyrir The Raging Bull, 1981. Ekki
nóg með það, heldur hefur Scorsese
ekki einu sinni fengið tilnefningu
fyrir sumar bestu myndirnar á ferl-
inum, líkt og Taxi Driver og The
King of Comedy.
Það sem gerir hlutina enn snúnari
í ár er að margir telja Hina fráföllnu
– The Departed ekki í hópi bestu
verka leikstjórans, m.a. sá sem þess-
ar línur skrifar. Á hinn bóginn virð-
ast landar hans yfir sig hrifnir af
verkinu, þ.á m. gagnrýnendur
flestra virtustu fjölmiðla Bandaríkj-
anna. Scorsese hlaut hin virtu verð-
laun stéttarfélags síns, Directors
Guild of America (DGA), og verð-
laun Gagnrýnendasamtaka New
York, og óteljandi minniháttar vegs-
auka á borð við Golden Globe. Eins
er Hinir fráföllnu vinsælasta myndin
á hans langa og litríka ferli. Scorsese
er því óneitanlega sigurstranglegur í
ár.
Sundurleitur hópur
Myndirnar fimm sem glíma um
Óskarinn í ár eru gjörólíkar þeim
hádramatísku verkum sem kepptu
um verðlaunin í fyrra. Nú kennir
margra grasa. Tvær þeirra, Litla
ungfrú sólskin – Little Miss Suns-
hine og Drottningin – The Queen,
eru gamanmyndir með ádeilubroddi;
Bréf frá Iwo Jima – Letters From
Iwo Jima kemur úr fáséðum röðum
stríðsmynda, Hinir fráföllnu er
ósvikin glæpamynd en Babel drama.
Óvenjumargar, eða fjórar, eru
byggðar á frumsömdu handriti, að-
eins Hinir brottföllnu er gerð eftir
áður birtu efni. Því má bæta við að
handritin fimm eru öll tilnefnd, sem
er harla fátítt – þótt flestir reikni
með því sem sjálfsögðum hlut.
Sömuleiðis eru leikstjórar þeirra all-
ir tilnefndir utan þau Jonathan Day-
ton og Valerie Faris (Litla ungfrú
sólskin).
Myndirnar sem deila tilnefningum
sem Besta mynd ársins eiga það
sameiginlegt að hafa fengið við-
unandi aðsókn en engin er umtals-
vert kassastykki. Bréf frá Iwo Jima
hefur farið rólega af stað, nema í
Japan, þar sem henni var tekið opn-
um örmum. Hin fjölþjóðlega Babel
hefur hlotið þokkalegar móttökur og
dóma í öllum heimshornum. Drottn-
ingin og Litla ungfrú sólskin eru
„smámyndirnar“ í hópnum, þ.e. voru
ódýrar í framleiðslu en hafa báðar
tekið inn kostnaðinn a.m.k. tífalt.
Af öðrum myndum sem koma við
sögu í kvöld er söngva- og dansa-
myndin Draumastúlkur – Dream-
girls, kvikmyndaður Broadway-
söngleikur sem er mestmegnis
byggður á ferli The Supremes og
Tamla-Motown-plötukóngsins
Berrys Gordys jr. Myndin var ekki
tilnefnd í hóp fimm bestu, og kemur
ekki á óvart, frekar en leikstjórinn,
Bill Condon. Myndin kemur talsvert
við sögu í kvöld og er tilnefnd til
tvennra leiklistarverðlauna og átta
alls og fékk því engin mynd fleiri til-
nefningar í ár. Blóðdemantur – Blo-
od Diamond; Lítil börn – Little
Skorar Scorsese
Reuters
Bréf frá Iwo Jima gefur öðrum óskarsverðlaunamyndum Clints Eastwoods ekkert eftir.
79. afhendingarkvöld
Óskarsverðlaunanna
fer hugsanlega í sögu-
bækurnar sem lang-
þráð sigurhátíð Mart-
ins Scorseses. Sæbjörn
Valdimarsson er þó
minnugur þess að hafa
spáð þeim tíðindum áð-
ur og skotið framhjá.
Hinir brottföllnu Fáar myndir
Martins Scorsese hafa fengið betri
dóma en Hinir brottföllnu.Litla ungfrú sólskin Mynd sem tekur á grafalvarlegum þjóðfélagsvanda.