Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 24
óskarsverðlaunin 24 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ F yrir nokkrum kvöldum leigði konan mín Tran- samerica, fyrr en varði límdist undirritaður við tækið þótt ég hafi séð þá margslungnu vegamynd í tví- gang. Ástæðan öðru fremur segul- magnaður leikur Feliciu Huffman og ég á örugglega eftir að njóta leiks hennar oftar. Orsökin fyrir upp- rifjun þessarar kvöldstundar eru hinir óútreiknanlegu vegir Óskars. Hvað sigurvegararnir þurfa að af- reka skiptir nefnilega ekki höfuð- máli, það kemur skýrt fram í dags- ljósið þegar fylgst er með full- komnum leik Huffman í bráðsnjöllu hlutverki í einstakri mynd. Það dugði ekki til, Huffman hélt tómhent heim og það getur hæglega orðið hlutskipti flestra þeirra sem ég spái sigri í kvöld. Sum ár eru sigurvegararnir fyrir- sjáanlegri en önnur, til að gera „spá- mönnum“ enn erfiðara fyrir, þá telst 2006 ekki í þeim hópi, svo mikið er víst. Toppmyndirnar fimm; Babel, Hinir fráföllnu – The Departed, Bréf frá Iwo Jima – Letters From Iwo Jima, Litla ungfrú sólskin – Little Miss Sunshine og Drottningin – The Queen, koma hver úr sinni áttinni og allar óvenjuvel að tilnefningunum komnar. Hvað sem öðru líður er það dags- formið og heppnin sem ræður ríkj- um. Ég hef áður leitt getum að sigri Martins Scorseses, síðast fyrir tveimur árum, þegar ég taldi víst að bandaríska kvikmyndaakademían (AMPAS) sæi sér ekki fært að ganga oftar framhjá einum merk- asta kvikmyndagerðarmanni sam- tímans. Þá var leisktjórinn með hina frambærilegu The Aviator í keppn- inni, en allt fór á fyrri veg; Scorsese var sniðgenginn í fimmta skiptið síð- an hann fékk fyrstu tilnefninguna fyrir The Raging Bull, 1981. Ekki nóg með það, heldur hefur Scorsese ekki einu sinni fengið tilnefningu fyrir sumar bestu myndirnar á ferl- inum, líkt og Taxi Driver og The King of Comedy. Það sem gerir hlutina enn snúnari í ár er að margir telja Hina fráföllnu – The Departed ekki í hópi bestu verka leikstjórans, m.a. sá sem þess- ar línur skrifar. Á hinn bóginn virð- ast landar hans yfir sig hrifnir af verkinu, þ.á m. gagnrýnendur flestra virtustu fjölmiðla Bandaríkj- anna. Scorsese hlaut hin virtu verð- laun stéttarfélags síns, Directors Guild of America (DGA), og verð- laun Gagnrýnendasamtaka New York, og óteljandi minniháttar vegs- auka á borð við Golden Globe. Eins er Hinir fráföllnu vinsælasta myndin á hans langa og litríka ferli. Scorsese er því óneitanlega sigurstranglegur í ár. Sundurleitur hópur Myndirnar fimm sem glíma um Óskarinn í ár eru gjörólíkar þeim hádramatísku verkum sem kepptu um verðlaunin í fyrra. Nú kennir margra grasa. Tvær þeirra, Litla ungfrú sólskin – Little Miss Suns- hine og Drottningin – The Queen, eru gamanmyndir með ádeilubroddi; Bréf frá Iwo Jima – Letters From Iwo Jima kemur úr fáséðum röðum stríðsmynda, Hinir fráföllnu er ósvikin glæpamynd en Babel drama. Óvenjumargar, eða fjórar, eru byggðar á frumsömdu handriti, að- eins Hinir brottföllnu er gerð eftir áður birtu efni. Því má bæta við að handritin fimm eru öll tilnefnd, sem er harla fátítt – þótt flestir reikni með því sem sjálfsögðum hlut. Sömuleiðis eru leikstjórar þeirra all- ir tilnefndir utan þau Jonathan Day- ton og Valerie Faris (Litla ungfrú sólskin). Myndirnar sem deila tilnefningum sem Besta mynd ársins eiga það sameiginlegt að hafa fengið við- unandi aðsókn en engin er umtals- vert kassastykki. Bréf frá Iwo Jima hefur farið rólega af stað, nema í Japan, þar sem henni var tekið opn- um örmum. Hin fjölþjóðlega Babel hefur hlotið þokkalegar móttökur og dóma í öllum heimshornum. Drottn- ingin og Litla ungfrú sólskin eru „smámyndirnar“ í hópnum, þ.e. voru ódýrar í framleiðslu en hafa báðar tekið inn kostnaðinn a.m.k. tífalt. Af öðrum myndum sem koma við sögu í kvöld er söngva- og dansa- myndin Draumastúlkur – Dream- girls, kvikmyndaður Broadway- söngleikur sem er mestmegnis byggður á ferli The Supremes og Tamla-Motown-plötukóngsins Berrys Gordys jr. Myndin var ekki tilnefnd í hóp fimm bestu, og kemur ekki á óvart, frekar en leikstjórinn, Bill Condon. Myndin kemur talsvert við sögu í kvöld og er tilnefnd til tvennra leiklistarverðlauna og átta alls og fékk því engin mynd fleiri til- nefningar í ár. Blóðdemantur – Blo- od Diamond; Lítil börn – Little Skorar Scorsese Reuters Bréf frá Iwo Jima gefur öðrum óskarsverðlaunamyndum Clints Eastwoods ekkert eftir. 79. afhendingarkvöld Óskarsverðlaunanna fer hugsanlega í sögu- bækurnar sem lang- þráð sigurhátíð Mart- ins Scorseses. Sæbjörn Valdimarsson er þó minnugur þess að hafa spáð þeim tíðindum áð- ur og skotið framhjá. Hinir brottföllnu Fáar myndir Martins Scorsese hafa fengið betri dóma en Hinir brottföllnu.Litla ungfrú sólskin Mynd sem tekur á grafalvarlegum þjóðfélagsvanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.