Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Alfons Sigurðs-son fæddist á Eskifirði 17. desem- ber 1916. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Borghildur Einarsdóttir hús- móðir, f. 28. apríl 1898, d. 26. janúar 1981, og Sigurður Jóhannsson skip- stjóri, f. 23. desem- ber 1891, d. 5. nóv- ember 1946. Systkin Alfons eru Sigrún, f. 1919, Einar Bragi, f. 1921, d. 2005, og Anna, f. 1927. Hinn 7. nóvember 1943 kvæntist Alfons Rögnu Jenný Magnúsdóttur frá Tröð í Fróðárhreppi, f. 1. jan- úar 1924, d. 1. apríl 2002. For- eldrar hennar voru hjónin Magnús Guðbrandur Árnason, f. 5.6. 1884, d. 28.2. 1963, og Ragnheiður Helga Skarphéðinsdóttir, f. 10.6. 1893, d. 27.5. 1975. Börn Rögnu og Alfons eru: 1) Jón Sævar, f. 8.1. 1944, kvæntur Lilju Ingibjörgu Jóhanns- dóttur, f. 30.4. 1943. Börn þeirra eru Arnar Freyr, f. 9.1. 1969, Elvar Snær, f. 11.5. 1973, Guðbjörg, f. 30.4. 1974, d. 30.4. 1974, og Andri Örn, f. 25.9. 1976. 2) Sigurður, f. 3.6. 1947, kvæntur Vigdísi Magneu Bjarnadóttur, f. 29.2. 1944. Börn þeirra eru Jóhann, f. 9.5. 1975, og Guð- rún, f. 20.6. 1977, gift Vigni Þór Sverr- issyni, f. 27.9. 1976, synir þeirra eru Bjarki Þór, f. 19.5. 2003, og Eiður Orri, f. 25.11. 2005. 3) Ragnheiður, f. 25.2. 1950, gift Friðriki Benónýssyni, f. 14.11. 1941. Börn þeirra eru: a) Ragna Jenný, f. 8.11. 1973, d. 3.6. 1975. b) Ragna Jenný, f. 26.11. 1975, gift Garðari Sigþórssyni, f. 22.3. 1969. Börn þeirra eru Friðrik Benóný, f. 16.5. 1999, og Katrín Una, f. 30.7. 2004. c) Oddný, f. 24.1. 1978, gift Jóhanni Inga Guðmundssyni, f. 9.10. 1979. Synir þeirra eru Sig- urvin Freyr, 20.9. 1998, Gísli Rún- ar, f. 30.8. 2005. d) Benóný, f. 25.4. 1992. 4) Magnús, f. 22.3. 1959, kvæntur Hauði Kristinsdóttur, f. 25.11. 1956. Synir þeirra eru Krist- inn, f. 18.1. 1977, Árni, f. 25.4. 1984, og Ari, f. 13.3. 1992. Alfons og Ragna bjuggu fyrst á Eskifirði. Þau fluttu til Reykjavík- ur 1948, í Kópavog 1953 og bjuggu þar alla tíð síðan. Útför Alfons var gerð frá Kópa- vogskirkju í kyrrþey mánudaginn 12. febrúar. Bless, bless, komdu fljótt aftur, sagði pabbi þegar hann kvaddi og fylgdi manni til dyra. Þessi orð hljóma nú fyrir eyrum þegar komið er að kveðjustund og slokknað hefur á lífs- klukkunni. Það grípur um sig sorg í hjarta, en eftir lifir þakklæti og minn- ingarnar hlaðast upp. Ómetanlegar samverustundir, sem við áttum með honum á Digranesveg- inum, æskuheimilinu, og eins meðan mamma var á lífi, hvort sem var um jól eða á afmælum eða bara þegar við litum inn til þeirra, alltaf útbreiddur faðmurinn. Nú síðast á 90 ára afmæl- isdaginn 17. desember sl. komum við saman stórfjölskyldan til að fagna merkisdegi. Þrátt fyrir langvarandi veikindi naut hann dagsins vel og hafði á orði að hann hefði ekki getað hugsað sér hann betri. 90 ár er hár aldur og oft þurfti hann að kljást við heilsubrest, en þrátt fyrir það missti hann aldrei móðinn og hélt fullri reisn fram á síðasta dag. Trygglyndi, hógværð og rík rétt- lætiskennd lýsir honum vel. Hann bar tilfinningar sínar ekki á torg og tran- aði sér ekki fram. Fjölskyldan var honum allt og var hann ætíð til staðar fyrir okkur börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin Alltaf nóg pláss fyrir alla á Digranesveginum. Pabbi var góðum gáfum gæddur og minni hans afbragðsgott, víðlesinn og margfróður, hafði yndi af lestri og bækurnar hans voru bestu vinirnir. Hann unni fósturjörðinni og naut þess að ferðast. Árin eftir fráfall mömmu voru hon- um oft erfið, hann saknaði hennar mjög og það er skemmtileg tilviljun að úr páskaeggi sem hann fékk á síð- ustu páskum og fannst óupptekið eft- ir andlát hans kom þessi málsháttur: „Þangað fýsir elskhugann sem unn- ustan er“. Setningin „allt tekur enda“ var honum töm síðustu árin og kemur manni nú í hug þegar hann er horfinn héðan. Við söknum hans mikið og kveðjum hann með trega. Guð blessi föður okkar. Jón Sævar, Sigurður, Ragnheiður og Magnús Alfonsbörn. Þegar við bræðurnir hugsum til baka, að þeim stundum sem við áttum á Digranesvegi 34, er þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir frábærar stund- ir á heimili ykkar ömmu. Á heimili sem einkenndist af ró og frið lærðum við að meta sögulega arfleifð okkar sem Íslendinga. Þar kynntumst við sögum af hetjum á borð við Egil Skallagrímsson, Gretti Ásmundarson og fleiri íslenskum köppum í upplestr- um afa. Við fengum líka afar skýra mynd af því hver væri góður stjórn- málamaður og hver ekki. Fyrst og fremst lærðum við að breyta rétt, koma alltaf vel fram og njóta þess sem við hefðum í lífinu. Afi var ein- staklega ljúfur og góður maður, hæg- látur og hógvær. Honum var mikið í mun að leyfa smáfólkinu að leika sér og var nú ekki að láta það á sig fá þótt stundum léki húsið á reiðiskjálfi eftir okkur barnabörnin í ýmsum leikjum. Elsku afi, við viljum þakka þér fyrir þær einstöku stundir sem við upplifð- um með þér og við komum allir til með að verða betri menn fyrir vikið. Þínir afastrákar, Kristinn, Árni og Ari. Fyrstu minningar mínar um afa í Kópavogi eru þegar við systir mín fengum að gista hjá þeim ömmu um helgar. Þar svaf ég alltaf undurvært og vaknaði svo við bökunarilminn úr eldhúsinu hjá ömmu. Eftir morgun- verðinn fórum við afi svo iðulega í gönguferð. Oft var haldið austur á Víghól eða vestur í álfabyggðina við kirkjuna. Ekki man ég svo gjörla hvað við ræddum á þessum ferðum, en afi hefur eflaust frætt mig um margt, fróður og víðlesinn sem hann var. Fyrir mér voru þessir göngu- túrar einnig undirbúningur fyrir lengri leiðangra. Þegar ég var á fjórða ári höfðu faðir minn og afi farið í viku- ferð inn á Lónsöræfi og snúið aftur með hreindýrshorn. Þetta þótti mér ákaflega merkilegt og sá strax að í slíka ævintýraferð þyrfti ég að kom- ast með þeim. Eitthvað fannst þeim ég þó lítill til að halda strax af stað, en til þess að sanna mig lét ég afa aldrei sjá á mér að ég þreyttist neitt á þess- um löngu gönguferðum okkar. Af Lónsöræfaferðinni varð þó aldrei því um það leyti sem ég hafði aldur til veiktist afi. Hinir löngu stritdagar verkamannsins höfðu tekið sinn toll. Þeim tíma sem ekki fór í vinnu og gönguferðir varði afi í lestur. Hann las blöðin upp til agna og hverja bók- ina af annarri. Það var aldrei nægur tími til lestrar og hann hlakkaði til ævikvöldsins þegar hann gæti lesið frá morgni til kvölds. Ein bók held ég að hafi verið í uppáhaldi hjá honum umfram aðrar, en það var Salka Valka. Hann las hana með reglulegu millibili og eitt sinn fyrir nokkrum ár- um tilkynnti hann að nú væri hann að lesa hana í síðasta sinn. Hann væri jú orðinn gamall og árunum sem hann ætti eftir færi fækkandi. Eftir að hann lauk lestrinum pakkaði hann svo bókinni inn í sellófan og gekk frá henni upp í hillu. En það er seigt í þessum gömlu köllum, eins og hann komst sjálfur að orði, og einhverjum árum síðar var sellófanið fjarlægt og kynnin við Sölku enn á ný endurnýj- uð. Síðasta áratuginn hef ég búið er- lendis og því urðu samverustundirnar með afa og ömmu mun strjálli en ég hefði kosið. Það mun alltaf standa mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum hvernig gömlu hjónin kvöddu mig í hvert sinn sem ég hélt utan eftir stutta heimsókn, oftast með því að biðja guð að geyma mig. Og alltaf heilsuðu þau mér aftur með því að bjóða mig velkominn heim til Íslands! Jafnvænt og mér þótti um þessar kveðjur, fannst mér þær heldur hátíð- legar, það væri jú ekki svo mikið mál að skreppa yfir Atlantshafið. En í þeirra hugum var þetta sjálfsagt meira ferðalag enda samgöngum og samskiptum ólíkt farið í þeirra ung- dæmi. Það þurfti enginn að velkjast í vafa um afstöðu afa til þjóðmálanna eða hvar hann stóð í pólitík. Þær skoðanir hans hafa uppvaxtarárin á Eskifirði mótað, en eflaust hafði móðurmjólkin þegar gert hann móttækilegan. Síðan voru þær hertar í svita verkamanns- ins gegnum ævilangt strit. Á Eskifirði þroskaðist einnig með honum sterk samfélagsvitund og hann tók ábyrgð sína sem þjóðfélagsþegn alvarlega. Svo mjög að nokkru fyrir síðustu al- þingiskosningar, eftir að kyrrseta og hreyfingarleysi elliáranna hafði gert hann mjög hægfara, tók afi allt í einu að stunda gönguferðir stíft eins og hann væri að búa sig undir kapp- göngu. Hann ætlaði sko ekki að láta sig vanta á kjörstað. Hann afi í Kópavogi er nú allur. Líf hans, líkt og svo margra kynslóða Ís- lendinga á undan honum, ákvarðaðist að miklu leyti af ytri aðstæðum. Hann sáði allt sitt líf í akur samfélags sem bauð honum fá tækifæri í lífinu. En af þeim akri hef ég og mín kynslóð nú uppskorið ríkulega, okkur standa nær allar gáttir opnar. Það er því ekki að- eins með söknuði, heldur einnig með miklu þakklæti sem ég kveð hann afa minn. Blessuð sé minning hans. Jóhann. Lítið ljós logar heima hjá mér. Litla ljóstíran minnir mig á orð frelsarans og vegna þeirra birtir til og myrkrið víkur fyrir ljósinu. Jesús sagði: Sá sem trúir, hefur eilíft líf. Orðin hugga. Þau veita vissu. Afi sat oft í stólnum sínum inni í stofu og gluggaði í bók. Mér leið vel í stofunni með afa. Þar var friðsælt. Við áttum líka sameiginlegan skilning. Þann skilning sem þeir deila sem njóta bóka. Ég átti greiðan aðgang að bókasafninu hans. Hann vissi um og þekkti þá tilfinningu sem góð bók gef- ur lesandanum og hversu dýrmætt það er að geta gleymt sér í heimi bók- arinnar. Ég lærði þó fljótt að ég komst ekki upp með að lesa bækurnar hugsunarlaust. Afi hafði einstakt minni og oft og tíðum fór hann með setningar eða ljóðlínur úr bókunum sem ég hafði lesið og lagði fyrir mig skyndipróf. Við fórum líka saman út í bæ og þræddum fornbókabúðir og bókamarkaði. Það var gott að vera með afa í bókaleiðangri. Við gáfum okkur tíma, þurftum að snerta bæk- urnar, fletta þeim og skoða, já og jafn- vel lykta. Þegar ég var barn og bjó í Vest- mannaeyjum ríkti mikil eftirvænting þegar von var á afa og ömmu. Best var þegar þau komu til að vera yfir jól. Nærvera þeirra gerði jólahátíðina betri. Þannig var það alltaf. Nærvera þeirra gerði allt betra. Það var svo ljúft að horfa á ömmu með handavinn- una þar sem hún sat við eldhúsborðið og spjallaði við mömmu. Það var svo ljúft að læða litlu hendinni sinni inn í stóra og örugga lófann hans afa og fara með honum í göngutúr. Þær voru dýrmætar stundirnar sem við áttum þá. Eitt sinn á göngu sagði afi að ég bæri fallegasta nafn í heiminum. Það var kærleikur í þeim orðum, ég ber nafn ömmu. Ég ber nafn þeirrar sem afi unni mest. Ég er þakklát fyrir orð- in og ástarjátninguna sem í þeim fólst. Afi hafði ríka réttlætiskennd. Hann átti oft erfitt með að meðtaka þá þján- ingu, óréttlæti og grimmd sem á sér stað í heiminum. Hann kenndi mér að þó að útlitið sé ekki bjart er hægt að leggja sitt af mörkum til að bæta ástandið. Hann sniðgekk til dæmis vörur sem framleiddar eru í löndum þar sem barnaþrælkun er við lýði. Alfons Sigurðsson ✝ Haukur Guð-jónsson fæddist í Hafnarfirði 23. febrúar 1932. Hann lést í Noregi 23. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Benedikts- son vélstjóri frá Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd, f. 26.11. 1890, d. 5.2. 1988, og kona hans Elínborg Jónsdóttir frá Bakka í Seylu- hreppi í Skagafirði, f. 3.1. 1891, d. 22.2. 1968. Systkini Hauks eru: Ásgrímur látinn, Steinunn látin, Ingibjörg látin, Hulda, Guðrún látin, Hera, Elsa og Óskar. Haukur ólst upp í Hafnarfirði og lærði til rafvirkja. Hann giftist Lailu Klau- sen og fluttust þau til Noregs 1961. Haukur og Laila eignuðust tvær dæt- ur, þær Hönnu Kar- en og Margréti. Barnabörnin eru nú orðin sex talsins. Haukur og Laila slitu samvistir en ávallt ríkti þó góð vinátta þeirra á milli. Haukur starfaði við iðn- grein sína í Noregi allt þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Útför Hauks var gerð frá Råde kapell í Noregi 2. febrúar. Kær bróðir og vinur er horfinn á braut. Haukur er sá fimmti af okkur systk- inum, sem ólumst upp í Gunnarssundi 7, Hafnarfirði, til að kveðja þetta líf. Við ólumst upp við öryggi á heimili sem foreldrar okkar bjuggu okkur af einstakri hlýju og samheldni. Þar var nú oft margt um manninn og ef gesti bar að garði var bara búið til meira pláss. Allir voru velkomnir. Haukur var 8 í röðinni af okkur 9 systkinunum. Það sem einkenndi Hauk var gleðin sem ávallt ríkti í kringum hann, enda með afbrigðum hláturmildur og góður drengur. Í upphafi seinna stríðs 1940 vorum við Haukur send saman í sveit yfir sumar og höfðum stuðning hvort af öðru fjarri heimahögum. Styrkti þetta systkinasamband okkar enn meir, enda óvissutímar og oft erfitt að vera fjarri foreldrum og systkinum. Hann kláraði gagnfræðapróf frá Flensborgarskóla, og lærði að því loknu til rafvirkja hjá Vilhjálmi raf- virkja sem rak raftækjavinnustofu í Gunnarssundi, og því ekki langt að fara. Haukur kynnst ungri stúlku frá Noregi, Lailu Klausen og giftu þau sig hér á Íslandi árið 1957. Eignuðust þau tvær dætur, þær Hönnu Karen og Margréti. Þau bjuggu hér á landi fram til ársins 1961 er þau fluttust þau til Noregs. Haukur og Laila slitu sam- vistum, en ætíð ríkti mikill kærleikur og vinátta þeirra á milli, og hafa þau stutt hvort annað í gegnum árin. Þótt hann flytti til Noregs 1961 og dveldi þar æ síðan hélt hann mikilli tryggð við fólk sitt hér á Íslandi. Á meðan faðir okkar lifði kom Hauk- ur reglulega til Íslands til að heim- sækja hann, okkur systkinin og vini sína hér á landi. Þá dvaldi hann oft hjá okkur hjónum og við ferðuðumst sam- an um landið okkar. Hann kom síðast heim til Íslands sumarið 1997, til að taka þátt í ætt- armóti þar sem við afkomendur og tengdabörn Guðjóns og Elínborgar komum saman. Mikið var nú gaman að sjá alla sem komu þar og getum við systkinin verið stolt af þessum fallega hóp. Ég og Haukur höfðum það fyrir reglu að heyrast minnst hálfsmánað- arlega til að fá fréttir hvort af öðru og ættingjum. Það gerði fjarlægðina okkar á milli ekki eins mikla. Síðast töluðum við saman kvöldið áður en hann kvaddi. Kveðjuathöfn var haldin í Råde kapell í Noregi 2. febrúar sl. Athöfnin var einstaklega persónuleg og falleg, og mikið er ég glöð að hafa komist til að vera viðstödd hana, ásamt Óskari bróður okkar, Helgu dóttur minni og dótturdætrum. Það gaf okkur mikið að geta verið við athöfnina og hitta fjölskyldu Hauks, sem bar okkur á höndum sér þá daga sem við dvöldum þar. Haukur hafði óskað eftir því að hvíla hjá foreldrum okkar þegar jarð- vist hans lyki og munu dætur hans ásamt fjölskyldum sínum koma með duftker hans hingað til Íslands í sum- ar til að uppfylla þá ósk hans. Á kveðjustund biðjum við þér guðs blessunar, kæri bróðir og mágur. Við þökkum þér allan hlýhuginn sem við og okkar afkomendur hafa notið frá þér í gegnum árin, bæði hér heima og í Noregi. Megir þú eiga góða heimkomu til samvista við elskulega foreldra og systkini sem horfin eru á braut. Við biðjum einnig guð að vaka yfir Hönnu Karen, Margréti og fjölskyld- um þeirra og okkar kæru Lailu sem hefur reynst þér svo vel. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Hera systir og Helgi Gunnarssund 7 í Hafnarfirði, heim- ili Guðjóns afa og Elínborgar ömmu, var alltaf opið fyrir okkur ömmu- og afabörnin og ósjaldan sem pabbi fylgdi lítilli stelpu niður í strætó í Lækjargötunni í Reykjavík og afi Guðjón beið á Strandgötunni til að taka á móti henni. Haukur móðurbróðir minn ólst þar upp ásamt systkinum sínum og tveim systrasonum sem afi og amma ólu upp. Í Gunnarssundinu var oft glatt á hjalla og átti Haukur ekki síst stóran þátt í því, hann var einstaklega hress, kátur og skemmtilegur maður sem fór þó nokkrum sinnum í bíó með litlu frænku sína, meðal annars á Mjall- hvíti og dvergana sjö, þá hefur hann verið 24 ára, þreyttur á sunnudegi og sofnaði í bíó. Hann hafði gaman af því að minnast þessa og hlæja að þessu. Á milli mömmu og hans voru miklir kærleikar alla tíð enda var hún orðin 17 ára þegar hann fæddist. Hann kom oft til okkar á Selvogsgrunn, fyrst ógiftur en síðan giftur, og var mikill samgangur á milli meðan hann bjó í Hafnarfirði ásamt Lailu og dætrum þeirra, Hönnu og Margréti. Síðan var haldið til Noregs þar sem hann bjó síðustu 35 ár. Hann kom þó alloft hingað heim og ættingjar frá Íslandi komu til þeirra í heimsókn. Hann var skemmtilegur, góður maður sem sendi mér alltaf fréttir af fjölskyld- unni og áttum við nokkur símtöl sam- an. Síðast fékk ég kort frá honum eins og alltaf um síðustu jól. Nú standa eft- ir af systkinunum í Gunnarssundi Hera, Elsa, Hulda og Óskar, þeim votta ég samúð mína ásamt fjölskyldu hans í Noregi, Hönnu, Margréti, Lailu og fjölskyldu. Haukur verður jarðsettur á Íslandi sumarið 2007 við hlið afa og ömmu í Hafnarfjarðarkirkjugarði og mun fjölskylda hans í Noregi koma til að fylgja honum heim. Sigrún Böðvarsdóttir. Elsku Haukur frændi. Með fáeinum orðum langar mig til að rifja upp okkar tíma. Við vorum ansi dugleg að skrifast á og ég trúi því ekki að þetta skuli vera síðasta bréfið sem ég skrifa þér. Þú varst rosalega minn- ugur á afmælið mitt, sendir alltaf falleg afmæliskort og þegar ég las þau þá fann ég hvernig ég fékk kökk í hálsinn því að mér þótti svo rosalega vænt um að fá þetta frá þér og þegar ég átti Yngva Frey þá sendir þú honum líka afmæliskort, þú varst svo minnugur á Haukur Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.