Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 32
tónlist 32 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Á fullveldisdaginn síðasta átti trúbadorinn Har- aldur Reynisson, eða Halli Reynis eins og hann er oftast kallaður, fertugsafmæli. Sama dag kom út nýr hljómdiskur með honum, Fjögurra manna far, og um kvöldið hélt hann útgáfutónleika á Café Rosenberg. Þetta var annar diskurinn, sem Halli gaf út á árinu 2006, því í fyrravor kom út sjötti diskur trúbadorsins sem heitir Leiðin er löng. En hvaða leið hefur hann sjálfur farið í tónlistinni? „Mamma kenndi mér á gítar þegar ég var lítill og við sungum mikið heima. Þegar ég var nýorðinn 19 ára var ég farinn að semja mikið. Það var alltaf eitthvað að grauta uppi í koll- inum á mér, en gallinn var sá að ég gat ekki komið því frá mér, því ég kunni ekki nógu mikið á gítar. Og ég sá að þarna var tækifærið. Ég tók eldgamla, slitna kennslubók í gítar- leik, sem mamma átti, og hugsaði með mér: „Ef ég læri ekki þessa bók, þá verð ég aldrei góður gítarleikari. Ég fletti upp á blaðsíðu eitt og þar voru „Litlu andarungarnir“ í A-dúr og ég sagði við sjálfan mig: Ef þú get- ur ekki spilað Litlu andarungana, þá geturðu aldrei neitt! Lykillinn að trúbadorferlinum Ég lærði bókina á einni helgi, það virðist hafa búið í mér hæfileiki til að spila á gítar. Það kom af sjálfu sér og ég hef aldrei farið í formlegt gítarnám nema hvað að ég var eina önn hjá Óla Gauk. Ég lærði fyrst og fremst af mínu eigin spileríi. Og ég var heldur ekki í neinum „bílskúrsböndum“. Á þessari stundu fer fullt að gerast í mínu lífi. Mér þótti skemmtilegt að semja lögin, ýmist við textana mína eða texta og ljóð annarra, sérstaklega Davíðs Stefánssonar. Það var móður- amma mín, sem gaf mér bækur eftir Davíð, og upp frá því fór ég að syngja hann sífellt í hausnum. Það urðu ein- hvern veginn alltaf til lög við ljóðin.“ En textarnir? Hvenær fórstu að semja textana? „Ætli ég hafi ekki verið um 15 ára, þegar ég er byrjaður að skrifa fullt af textum, og sá sem fékk fyrstur að sjá textana mína var afi minn, sem var mikill hagyrðingur. Ég fór oft til hans og las fyrir hann skáldskapinn minn fullur áhuga. Og ég á í huga mér mynd af honum, þar sem hann situr í rólegheitum, hlustar af þolinmæði og athygli og gerir góðar athugasemdir. Lög verða handónýt án þokkalegs texta Textarnir hafa alltaf verið út- gangspunkturinn, síðan tónlistin. Lag verður handónýtt, ef það er ekki þokkalegur texti við það. Í seinni tíð hefur þróunin verið sú, að ég er far- inn að semja meira af lögum en text- um. Svo fá lögin oft að bíða eftir text- anum. Ég á mjög auðvelt með að semja lögin.“ En hver er Haraldur Reynisson? „Ég er annar af tveimur drengjum sem komu úr sama egginu á Land- spítalanum,“ segir Breiðhyltingurinn Halli Reynis. Eineggja bróðir Halla heitir Gunnlaugur, og er framleiðslu- stjóri hjá Hollt og gott. „Hann hefur þó nokkra músík í sér. Hann er álits- gjafinn minn, en ég tek svona hæfi- legt mark á athugasemdum hans!“ Áður en Halli flutti í Breiðholtið tveggja ára bjó hann við Bergþóru- götu, „ég held meira að segja í sama bárujárnshúsi og Hörður Torfason hörðustu kjaftarnir eru alveg kjaft- stopp í dag. Það er staðreynd, að listafólk hefur alltaf verið sá hópur í samfélaginu, sem hefur haft hvað frjálsastar hend- ur með að segja skoðun sína á þjóð- félagi líðandi stundar. En hverjir eru það í dag, sem eru pólitískastir? Spaugstofan! Þeir gera það í skjóli grínsins. Það er einhver mórall í þjóð- félaginu að dingla bara með, að vera á sömu skoðun og allir hinir. „Ég ætla að mótmæla Kárahnjúkum bara af því að hinir eru að gera það“ er hugs- unarhátturinn. „Og ég vil láta selja Ríkisútvarpið bara af því að hinir vilja gera það.“ Svona er Ísland í dag. Ég hef svo sem aldrei gert út á að semja mótmælatexta, en málið er ein- faldlega að ég hef mínar skoðanir og mér stendur ekki á sama um allt.“ Þú hefur ekki hugsað þér að gera eina plötu, þar sem væri bara pólitísk krítík og lífssýn þín? „Ég gæti alveg hugsað mér það. Sumir hafa sagt við mig, að ég mætti vera harðari í textunum. Stór hluti kaupir diskana mína aðallega út af textunum. En það er spurning hvað maður „má“ ganga langt í því að vera pólitískur í þessu landi. Efnishyggjan er orðin svo geigvænleg og það eru takmörk fyrir því hvað er óhætt að segja. Það eru ekki mörg ár síðan það var nánast glæpur að vera kommúnisti. Síðan var farið að einkavæða og nú er búið að einkavæða svo rækilega, að það er komið hálfgert einkavætt ríki í ríkinu, hálfgerður kommúnismi í hina áttina, öfgar í hina áttina. Og svo er það spurning hvenær og hvað körlum eins og mér, sem erum sjálfstæðir, erum ekki með fasta samninga og erum ekki fjárhagslega öflugir, leyfist að segja. Ég nefni dæmi, sem þarf ekkert endilega að koma þessu við, en árið 2004 var ég með samning við Skífuna um dreif- ingu á plötunni minni, en hún komst ekki einu sinni inn á heimasíðu Skíf- unnar. Hvers vegna? Ég veit það ekki. Það er spurningin. Það er vont Trúbador sem er sjálfu Sveitin mín heitir Breiðholtið segir Halli Reynis trúbador í samnefndu lagi og við Halldór Hall- dórsson, sem ræddi við hann um upprunann, fer- ilinn og þá ljóðrænu og á stundum ísmeygilegu gagnrýni, sem birtist í textum hans. trúbador fæddist í“. Þetta er svolítið merkileg tilviljun, því Hörður Torfa- son er sá fagmaður í vísnasöng, sem Halli metur einna mest og hefur reynzt honum vel. „Mér þótti það svolítið skemmti- legt, því leiðir okkar Harðar lágu saman síðar í lífinu, einmitt í gegnum búsetu og músík,“ segir Halli Reynis. „Það var eins og okkur Herði væri ætlað að hittast einhvern tímann.“ Við Halli sitjum á Café Rosenberg, þar sem hann hefur spilað oft fyrir vertinn Dodda (Þórð Pálmason), sem áður var með Fógetann í Aðalstræti. Þar spilaði Halli líka og raunar miklu meira. Doddi hefur alltaf haft mikla trú á Halla og trúbadorinn segir hann og Dodda hafa unnið vel saman í gegnum árin. Þegar við spjölluðum fyrst saman fyrir nærfellt einu ári síðan var Halli nýbúinn að gefa út sjötta diskinn sinn, Leiðin er löng, langbezta diskinn fram að því að mínu mati. Sá sjöundi, Fjögurra manna far, sem kom út 1. desember fyrra, er ekki síðri og ekki ósvipaður disknum Við erum eins. Seinna hittumst við aftur á Rosen- berg, þegar Halli Reynis hélt bæði útgáfu- og afmælistónleika á fullveld- isdaginn. Hann varð fertugur og sjö- undi diskurinn sjóðheitur. Stemn- ingin var fín og Halli í góðu stuði. „Sveitin mín heitir Breiðholt“ er nafnið á einu laganna á nýja disknum. „Ég hef alltaf litið á mig sem Breið- hylting. Þótt það hljómi sérkennilega, þá skírskota ég í Breiðholtstextanum til byggðapólitíkur. Ég er mjög póli- tískur, þegar kemur að landbúnaðar- og byggðapólitík. Ég ferðast mikið um landið og mér finnst alveg öm- urlegt að horfa á sveitirnar fara í eyði eða í hendurnar á sama fólkinu, mönnum með vasana fulla af pen- ingum sem kaupa heilu sveitirnar til þess að gera í rauninni ekkert við þetta land, kaupa það jafnvel bara til að geta sagzt eiga það. Hitti blómarós og bóndadóttur Ég á ættir að rekja í Borgarfjörð og vestur í Dali og á tyllidögum hef ég titlað mig sem Dalamann. Og þótt ég hafi alla tíð átt heima í Breiðholt- inu hef ég alltaf átt mér þann draum að búa úti á landi og vera með ferða- þjónustu. Ég fór í sveit sem strákur í Dalina og svo eitt sumar í Horna- fjörð. En það er ekki nóg með að ég eigi ættir að rekja í Dalina, heldur kvæntist ég í Dalina. Ég var 16 ára og hitti þar blóma- rósina og bóndadótturina Steinunni Sigurbjörnsdóttur. Og hvar annars staðar en í Dalabúð! Við erum búin að vera saman í 18 ár og eigum saman þrjá syni. Það var mjög fallegt hvern- ig við hittumst og kynntumst, urðum fyrst bara svona vinir, saklaus og fal- leg. Við giftumst svo ekki fyrr en fjór- um eða fimm árum síðar. Strákarnir okkar eru Steinar, 12 ára, Reynir, 11 ára, og loks Sölvi, sem fæddist í desember 2005.“ Halli Reynis vissi ungur ekki hvert hann vildi stefna í lífinu. Hann tók stutta stund í trésmíðanám, fór svo í þjónsnám, en þegar hann var kominn langt með það nám ákvað hann að feta í fótspor föður síns og verða múr- ari. Halli var rétt að byrja í verklega náminu, þegar hann datt ofan af ann- arri hæð húss, þar sem hann var að vinna, og þríbraut á sér löppina sem kostaði hann langa spítaladvöl og fimm aðgerðir. Halli hætti skiljanlega við múrverkið, fór aftur í þjóninn, en þegar hann átti 2–3 mánuði eftir af náminu var áhuginn farinn að dofna og tónlistin hafði læst greipum sínum í pilt. Ekki er afkoman í þessum bransa góð, eða hvað? Hefurðu getað lifað á þessu? „Ja, ég gerði það í níu ár. Ég lenti í þessu slysi 19 ára, lærði á gítar og í raun má segja að gítarinn hafi bjarg- að geðheilsu minni. Um 25 ára ald- urinn byrja ég að lifa á tónlistinni og gerði það í níu ár, frá 1989 og til 1998. Þá flutti ég til Danmerkur og skilj- anlega urðu miklar breytingar á lífi mínu við það. Þar vann ég í tölvufyr- irtæki og síðan tók ég tvær annir í grafískri hönnun. Nú og svo hætti ég að drekka áfengi. Þetta var mjög góð- ur tími, sem við áttum í Danmörku. Eftir að ég kom þaðan ákvað ég að byrja að vinna „venjulega“ vinnu og hafa tónlistina með. Á þessu ári hef ég reyndar tekið tónlistina sem atvinnu og ákvað að gera það út desember. Einnig starfa ég sem gítarkennari.“ Af sjö sólódiskum hefur Halli gefið sex þeirra út sjálfur, en núna síðast fékk hann sér útgefanda, Music ehf., og þurfti því ekki að vera eilíft með hugann við budduna. „Það er það erf- itt, einkum þegar maður hefur skyld- um að gegna og ber ábyrgð gagnvart fjölskyldunni,“ segir Halli greinilega feginn. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er með plötusamning,“ segir hann. „Annars hef ég verið að hugsa um að fara að semja meira af músík fyrir aðra. Fólk hefur verið að leita til mín með óskir um að ég semji fyrir sig lög og texta og mér finnst það mikill heiður.“ Það leynir sér ekki, að þú leggur þig fram um að semja vandaða texta, bæði ljúfa og krítíska? „Já, ég er mjög sáttur við það sem ég er að gera í textagerðinni, sér- staklega á nýju plötunni, Fjögurra manna fari, og Leiðin er löng frá í fyrravor. Á nýju plötunni fjalla ég um margt. Undirtónninn er krítískur. Ég fjalla t.d. um „sveitina mína“, lands- byggðina, sem mér þykir ofsa vænt um af því ég lít á mig sem Íslending, ég tala um efnishyggjuna og peninga, og svo tala ég um stóru ástina í lífi mínu, sem heitir „sól“, og margt fleira. Upplifum ótrúlegar breytingar Gagnrýnitónninn í sumum text- anna helgast einfaldlega af því, að ég er nokkuð pólitískur, sennilega póli- tískari en ég hef látið í veðri vaka. Ég hef mjög ákveðnar skoðanir á þjóð- félagsmálum. Við erum að upplifa al- veg ótrúlegar breytingar í þessu litla þjóðfélagi okkar. Til að mynda þekkti ég konu, sem dó fyrir nokkrum mán- uðum, sem fæddist í helli. Hún var síðasti hellisbúinn á Íslandi. Við erum nýskriðin úr moldarkof- anum og erum að upplifa ótrúlegar breytingar, efnishyggju þar sem allt er mælt í peningum. Þetta tröllríður öllu þjóðfélaginu. Það er allt mælt í peningum, bókstaflega allt. Ég hef kannski einhverjar skoðanir á þessu og finnst þá eðlilegt að syngja um það.“ Þú hefur sungið talsvert af mót- mælasöngvum. Ég nefni bara einn meinhæðinn texta um blaðamenn og fjölmiðla, lagið Þetta kemur þér ekki við á Leiðin er löng. „Það eru til ýmsar leiðir fyrir tón- listarmenn að syngja mótmæla- söngva. Til dæmis er hægt að fara alla leið og vera beinlínis með kröfu- spjaldið fyrir aftan gítarinn. Eða semja málefnalega texta með broddi. Ég reyni að gera þetta þannig. Kjaftstopp af hræðslu Þjóðfélagið er orðið svo rosalega „djollí“ í dag, allir eru svo ánægðir, að það þorir enginn að segja neitt af hræðslu við það að einhverjir menn, sem eiga orðið þjóðfélagið, gætu t.d. haft áhrif á það hvort menn geti kom- ið fram í sjónvarpi. Fólk þorir ekkert, en það vill ekki viðurkenna það. Ég veit um fólk í þessum bransa, sem ekki þorir að segja það sem það vildi í raun sagt hafa. Og meira að segja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.