Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali. RAÐHÚS Í GÓÐU HVERFI Neðri hæð: Forstofa, flísar, skápur. Hol: rúmgott, parket. Innangengt í bílskúr. Snyrting: Góð, hægt að hafa sturtu. Eldhús: Rúmgott, hvít fulningainnrétting, beykiborðplötur, korkdúkur á gólfi, borðkrók- ur. Borðstofa: Rúmgóð, parket, gengt út á verönd og lóð. Borðstofa: Björt og rúmgóð, arinn. Efri hæð: Stigi milli hæð er steyptur. Hol: Gott, parket. Barna- herbergi: Þrjú, tvö góð, eitt stórt, teppi. Þvottaherbergi: Stórt og þar er lúga upp á gott geymsluris. Hjónaherbergi: Mjög stórt, góðir skápar, dúkur, gengt út á stórar vestursvalir. Bílskúr: Einfaldur, fullbúinn. Milliveggir eru léttir veggir. Húsið er mjög vel staðsett og stutt er í skóla, verslanir, sundstað, íþróttaað- stöðu, heilsugæslu og útivist. Konráð, sími 897 9161, tekur á móti gestum (eða samkvæmt samkomulagi). OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 NÆFURÁS 4 FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Ljómandi gott hús í Hvera- gerði. Allt raf- magn hefur verið endurnýj- að. Einnig eru baðherbergin nýendurgerð og eru sérlega glæsileg. Hiti hefur verið lagður í hluta af húsinu. Parket á gólfum og er það nýlagt. Viðbygging býður upp á mikla möguleika. Góður garður með heitum potti. Húsið var málað í ágúst 2006. Verð 34,9 millj. AKKURAT - FYRIR ÞIG, SJÓN ER SÖGU RÍKARI Alls 275,7 fm einbýlishús á tveimur hæðum í Hveragerði Í KASTLJÓSI Sjónvarpsins fer nú fram vönduð umræða og mik- ilvæg um heilabilun, eitt stærsta heilbrigð- ismál næstu áratuga. Úrræðum fyrir heila- bilaða hefur fækkað frá því að ég ræddi málefni þeirra við heilbrigðisráðherra á Alþingi í haust. Hérlendis eru 3000 manns með heilabilun á einhverju stigi, 60% þeirra eru með Alz- heimers og þeim mun fjölga vegna þess að þjóðin er að eldast. Heilabilun er óvæginn sjúkdómur sem hefur mjög mikil áhrif á að- standendur, ekki síst maka. Áætl- að er að um 12.000 aðstandendur líði nú vegna hans. Undanfarið hafa 3-400 nýir sjúklingar greinst árlega, þar af um 15 manns yngri en 65 ára. Sá aldurshópur þarf sérúrræði, s.s. dagþjálfun á Hlí- ðabæ sem sérhæfir sig í þjálfun og þjónustu við þá. Síðasta haust, er 100 ár voru liðin frá því að Alz- heimers-sjúkdómurinn var fyrst uppgötvaður, kom fram að ástand í málefnum heilabilaðra þyrfti að vera mun betra. Sér- hæfð úrræði vantar tilfinnanlega. Þjón- ustan sem er til stað- ar er mjög góð, en hún dugar alls ekki til. Minnismóttakan sprungin Það koma vel fram í viðtölunum í Kast- ljósi í vikunni að nán- ustu aðstandendur ganga oft heilmikla þrautagöngu eftir þjónustu. Langan tíma tekur oft að átta sig á sjúkdómnum en í kjölfar læknistilvísunar er fyrsti viðkomustaður minnismóttakan á Landakoti sem veitir sjúkdóms- greiningu. Þar er sjúklingum og aðstandendum veitt ráðgjöf, en minnismóttakan getur engan veg- inn annað þörfinni, – biðin eftir fyrstu skoðun er yfir 5 mánuðir og lengist ef ekkert verður að gert. Minnismóttakan er löngu sprungin og það í annað sinn frá árinu 1997, en hún var stækkuð árið 2000. Þetta er alltof löng bið, það við- urkenndi heilbrigðisráðherra á Al- þingi í haust, þó miðar ekkert. Hátt í 100 bíða eftir dagþjálfun Dagdeildir fyrir heilabilaða eru nú 6 á höfuðborgarsvæðinu, góð úræði sem flestir aðstandendur eru ánægðir með, en þar fá sjúk- lingar þjálfun og virkni á meðan aðstandendur geta um frjálst höf- uð strokið yfir daginn. Þessar dagdeildir anna ekki nema broti eftirspurnar og sinna sjúklingnum frá klukkan átta til fjögur, jafnvel skemur. Afganginn af sólarhringnum eru aðstand- endur bundnir yfir sjúklingnum. Á dagdeildunum eru 116 rými fyrir allt að 130 sjúklinga. Samt bíða hátt í 100 aðgerðalausir heima eft- ir þjálfun, oftast í umsjá aðstand- enda, en þessir sjúklingar þurfa mikið eftirlit og krefjandi umönn- un. Biðin eftir dagþjálfun má alls ekki vera of löng því fólk getur ekki nýtt sér þjálfunina ef það er búið að sitja lengi aðgerðalaust og fer þá fyrr en ella inn á hjúkr- unarheimili. Skammtímarýmum fækkar niður í eitt Allir hafa skilning á að foreldrar langveikra barna þurfi á reglu- legri hvíld að halda. Það er ekki síður binding og álag að annast sjúkling með heilabilun því það er erfiðara að fá einhvern til að leysa sig af. Eina skammtímavistin sem bauðst í haust voru tvö rúm á Landakoti, á þriggja manna stof- um með fárveikum sjúklingum, en nú er aðeins eitt rúm eftir þar. Aðeins er boðið upp á þriggja vikna dvöl, með löngum fyrirvara. Þessum rýmum fækkaði um helm- ing á síðasta ári, úr fjórum í tvö, og nú er aðeins eftir eitt á Landa- koti. Danir bjóða eitt skamm- tímapláss fyrir hverja 1000 íbúa. Ekki er því hægt að bregðast við ef eitthvað óvænt kemur upp á, t.d. að maki gefist upp. Þá verð- ur að fara með sjúklinginn á bráðamóttöku og á deildir sem henta honum alls ekki. Heimaþjónusta gagnast ekki Á höfuðborgarsvæðinu bíða á fjórða hundrað manns eftir hjúkr- unarrými. Af tæpum 1200 hjúkrunarrým- um eru rúmlega 200 fyrir heilabil- aða en þyrfti að vera rúmur helm- ingur. Þess vegna bíða þessir sjúklingar langlengst heima eða á Landakoti eftir vistun. Ekki eiga allir þessir sjúklingar aðstandendur sem geta annast þá og erfitt er að búa einn því að heimaþjónustan gagnast illa. Dæmi um það eru sláandi. Sjúk- lingur fær heimsendan mat, gleymir að borða hann og nærist ekki, fær lyfjaskammt en gleymir að taka lyfin. Hann er settur fyrir framan sjónvarpsfréttir að kvöldi og situr þar enn að morgni, í öll- um fötum. Eðli sjúkdómsins er þannig. Samfylkingin ætlar að leysa hjúkrunarvandann, komist hún í ríkisstjórn að loknum kosningum, og bæta brýna þjónustu við þenn- an ört stækkandi sjúklingahóp. Kastljósi beint að Alzheimers Ásta R. Jóhannesdóttir fjallar um þjónustu við heilabilaða » Þessum rýmumfækkaði um helming á síðasta ári, úr fjórum í tvö, og nú er aðeins eftir eitt á Landakoti. Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. ÚRSKURÐARNEFND um skipulags- og byggingarmál hefur stöðvað framkvæmdir við Helga- fellsbraut í Mosfellsbæ. Ástæðan er sú að með hliðsjón af lögum sem varða umhverfis- og meng- unarmál þá virðist ekki allt með felldu við framkvæmdina hvað varðar úttektir og skipulagsþætti sem snerta áhrif þess að leiða umferð, sem áætlað er að nemi 10 þúsund bílum á dag, með bökkum Varmár. Illt er að það þurfi að kalla til eftirlitsaðila ríkisins til þess að reka bæjaryfirvöld til jafn- sjálfsagðra verka og umhverfismat og mengunarvarnir á vettvangi náttúruminja verða að teljast. Sambærilegt mat ásamt mark- tækri skipulagsúttekt annarri þarf að gera á þeim kostum sem færir eru til að tengja Helgafellsbraut við Vesturlandsveg á öðrum stað svo sem norður undir ásana þar sem ekið er af Vesturlandsveg- inum upp í Mosfellsdal. Með slík- um vinnubrögðum og kynningu á raunhæfustu kostunum geta bæj- aryfirvöld, jafnt sem íbúar bæj- arins, fengið haldbærar forsendur málsins í hendur og um leið er hægt að velja með rökum heppi- legustu leiðina. Loftmengun Verði af áætlaðri Helgafells- braut lítur út fyrir að það verði heilsuspillandi að vera á ferli við Varmána, m.a. á fjölförnum göngu- leiðum barna, a.m.k. í kyrru veðri á köldum vetrardögum þegar mengun frá útblæstri bifreiðanna (koltvísýringur, niturdíoxíð, blý- mengun, svifagnir o.fl.) og svif- rykið af malbikinu frá umferðinni safnast upp í skjólsælli lægðinni við ána. Sjón- og hljóðmengun Sjón- og hljóðmengun af bif- reiðaumferð um áætlaða Helga- fellsbraut verður til óþæginda á útivistarsvæðinu við Varmá, þ.m.t. í Álafosskvosinni. Ef miðað er við að 10 þúsund bíla sólarhring- sumferð um Helgafellsbraut dreif- ist að mestu á 18 klukkustundir, þannig að aðeins fáein hundruð þessara bíla færu um götuna að nóttu, væri að meðaltali einn bíll að aka um bakka Varmár á nokk- urra sekúndna fresti frá morgni til miðnættis. Vart þarf að útskýra að mikil sjón- og hljóð- mengun er ekki boð- legur fjári á góðum útivistarsvæðum. Auk þess stefnir í að þessi umferð valdi því að ákveðin lykilstarfsemi í Álafosskvosinni verði aflögð s.s. hljóð- ver Sigur Rósar er dæmi um. Mengað affallsvatn Mengað affallsvatn úr götuniðurföllum og öðru mögulegu frá- rennsli af fyrirhugaðri Helgafells- braut hefur lítið verið rætt. Sá mengunarlögur frá malbiki göt- unnar og olíusmiti frá bílum kem- ur við sögu þeirra ákvæða nátt- úruverndarlaga sem gilda um svæði á borð við Varmá sem eru á Náttúruminjaskrá auk þess sem lög um mengunarvarnir koma til skjalanna. Hér verður að undir- strika að Varmá er sérlega við- kvæm vegna þess hve vatnslítil hún er og vegna þess að þéttbýlið á bökkum hennar hefur nú þegar umtalsverð neikvæð áhrif á lífríki hennar. Metnaðarleysi meirihlutans Almennt gildir að það vantar mikið upp á að sýn ráðamanna Mosfellsbæjar í skipulagsmálum sé í senn háleit og mörkuð með metn- aði til framtíðar. Gangi skipulags- áætlanir núverandi bæjaryfirvalda eftir verður skilgreining bæj- arfélagsins orðin „svefnbær í borg“ í stað „sveitar í borg“. Ekki er við öðru að búast þegar ráða- menn setja markið ekki hærra við skipulagsákvarðanir sínar en það að reyna að ná lágmörkum þeirra laga sem ákvarða hvað sé ásætt- anlegt með tilliti til náttúruvernd- ar og annarra lífsgæða. Slíkt end- urspeglar þann lágmarksmetnað sem gerði bæjaryfirvöldum kleift að komast að einni „farsælli“ lausn á lagningu Helgafellsbrautar um Varmárbakka, sem m.a. felur í sér að hrófla við 50 metra landræmu sem átti að njóta verndar næst ánni. Flokkurinn sem sveik lit Í ljósi áherslnanna hjá bæjaryf- irvöldum í skipulagsmálum þarf engan að undra þótt að þeim sem þetta skrifar, og stórum hópum bæjarbúa, finnist græni liturinn sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð kennir sig við, ekki sýni- legur í þessum bæ. Sá liðsafnaður hefur týnt umhverfisgildum flokks- ins og þar með markmiðum sínum en fær í staðinn að sitja rænulaus í bæjarstjórnarmeirihluta. Flokk- urinn sem sveik lit hafði í aðdrag- anda síðustu bæjarstjórnarkosn- inga baráttumál sem tóku til verndunar Varmársvæðisins og betri miðbæjar. Baráttumál sem skilaði þeim atkvæðum íbúanna. Þau baráttumál hafa nú vikið fyrir „mikilvægari“ málum. Vegna þess- ara týndu umhverfisgilda vinstri hreyfingarinnar, sem endurspegl- ast í verkum þeirra í Mosfellsbæ, þá er kannski lítið við það að at- huga að flokkurinn sé um þessar mundir ýmist uppnefndur „Vinstri týndir“ eða „visnir grænir“. For- ysta vinstri „grænna“ á landsvísu var eggjuð til þess að beita sér fyrir því að uppgefin umhverf- ismarkmið flokksins væru höfð að leiðarljósi í Mosfellsbæ. Sú beiðni skilaði engu. Allt vekur þetta upp stórar spurningar um það hvers vegna flokkurinn segir skilið við yfirlýsta sannfæringu sína í um- hverfismálum í þeim tilvikum þeg- ar það er í höndum hans manna að ákveða hvort framkvæmt sé í sátt við umhverfið eður ei. Skipulag umhverfis Varmár og metn- aðarlaus miðbær Mosfellsbæjar eru verk sem líklega munu skrýða bækur framtíðarinnar um skipu- lagsfræði og arkitektúr, lesendum til viðvörunar. Umhverfi Varmár og metnaðarleysi í Mosfellsbæ Jóhannes Sturlaugsson fjallar um umhverfismál og lífsgæði í Mosfellsbæ » Bæjarbúar viljameiri metnað í fram- kvæmdum til varnar umhverfi Varmár, bæði úttektir á mismun- andi leiðum fyrir Helga- fellsbraut og umhverf- ismat. Jóhannes Sturlaugsson Höfundur er líffræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.