Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 70
70 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Meðal námskeiða semEndurmennt-unarstofnun HáskólaÍslands býður upp á á vorönn er námskeiðið Gerð við- skiptaáætlana. Þröstur Sigurðsson, fjár- málaráðgjafi og stundakennari við Háskólann á Bifröst, er kennari á námskeiðinu: „Hvort heldur ætlunin er að gera viðskiptahugmynd að veruleika í nýju fyrirtæki eða skoða viðskiptahugmynd innan ramma starfandi fyrirtækis skiptir sköpum að kunna að setja upp skýra og greinargóða viðskiptaáætlun,“ segir Þröstur. „Margir setja samasem- merki á milli viðskiptaáætlunar og fjárhagsáætlunar, en fjárhags- áætlun fæst aðeins við peningahlið- ina á meðan viðskiptaáætlunin skil- greinir hugmyndina sem koma á í framkvæmd og skoðar og greinir hvaða auðlindir þarf að nota til að gera viðskiptahugmyndina að veru- leika. Þá fyrst má gera rekstrar- og fjárhagsáætlun og raunhæft mat á því hvort, og hve mikið, hugmyndin borgar sig.“ Að sögn Þrastar er algengt að við- skiptamenn þurfi að skerpa á þekk- ingu sinni á gerð viðskiptaáætlana: „Þótt viðskiptamenntað fólk hafi kunnáttu á öllum þeim þáttum sem þarf til að gera góða viðskiptaáætlun hafa margir farið á mis við það í námi sínu að læra gagngert gerð við- skiptaáætlunar,“ segir Þröstur. „Þá vill þessi þekking, eins og hver önn- ur, oft safna ryki, og gott er að rifja upp grunnatriðin.“ Mikilvægt tæki Þröstur segir viðskiptaáætlunina eitthvert mikilvægasta tækið í öllum rekstri: „Aðeins við það eitt að setja fýsilega hugmynd niður á blað með skipulegum hætti skýrist oft heil- mikið, hugmyndir kvikna og hægt er að líta á viðfangsefnið frá fleiri sjón- arhornum,“ segir Þröstur. „Skýr viðskiptaáætlun getur rennt stoðum undir framkvæmd góðrar hug- myndar, eða forðað mönnum frá því að framfylgja vitlausum hug- myndum. Þá eru fyrirtæki í auknum mæli farin að nota viðskiptaáætlanir til að skýra betur starfsemi ein- stakra sviða eða framleiðsluein- inga.“ Náminu er þannig háttað að ekki er nauðsynlegt að hafa viðskipta- menntun til að hagnast af námskeið- inu: „Farið verður með skýrum hætti yfir alla þætti góðrar við- skiptaáætlunar, og leitast við að gefa góða yfirsýn,“ segir Þröstur og bæt- ir við að námskeiðið geti þannig gagnast bæði viðskiptamenntuðum sem og þeim sem starfa á öðrum sviðum en vilja styrkja sig í starfi. Námskeiðið Gerð viðskiptaáætl- ana verður haldið 14. mars frá kl. 13 til 17. Nánari upplýsingar og skrán- ing er á heimasíðu Endurmennt- unarstofnunar, endurmenntun.hi.is. Menntun | Námskeið hjá Endurmenntun Háskólans í mars um gerð viðskiptaáætlana Allt hefst með góðri áætlun  Þröstur Sig- urðsson fæddist í Reykjavík 1962. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1981, Cand.Oe- con.-gráðu frá Háskóla Íslands 1987 og meistaranámi í fjármálum frá sama skóla 2004. Þröstur var sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði um nokkurra ára skeið, en hefur frá árinu 1993 starfað við rekstrar- og fjármálaráðgjöf og er nú for- stöðumaður fjármálaráðgjafar ParX viðskiptaráðgjafar. Þröstur er kvæntur Sigfríði Magnúsdóttur mannauðsfulltrúa og eiga þau fjög- ur börn. Kalvin & Hobbes HÆÐILEGI HÁKARLINN SKYNJAR ÓTTA AÐ OFANN HANN LEITAR UPP Á VIÐ, Í ÁTT AÐ ÓTTASLEG- INNI BRÁÐ SINNI OG ÞÚ HELDUR ÞVÍ FRAM AÐ ÞÉR SÉ ILLA VIÐ BÖÐ ENN EITT DRÁP HEY! Kalvin & Hobbes ÉG SKAL SÝNA ÞÉR TÖFRABRAGÐ KALVIN ÞARNA DRÓ ÉG PENING ÚR EYRANU Á ÞÉR ER EITTHVAÐ AD KOMA? NEI, EN ÉG ER AÐ FÁ BLÓÐNASIR! Kalvin & Hobbes ÉG HEF ALDREI VERIÐ SVONA HÁTT UPPI EKKI ÉG HELDUR. ÞETTA ER ÓTRÚLEGT ÚTSÝNI! ÉG ER ÁNÆGÐUR MEÐ AÐ VERA HÉRNA UPPI JÁ, ÞETTA VAR MAGNAÐUR ÁREKSTUR Litli Svalur © DUPUIS FRÆNDI MINN SEGIR AÐ ÞESSI SEM ER SVONA Í LAGINU LÝKIST... Ö... ÞÚ VEIST... HVERNIG ER ÞAÐ AFTUR? ? ? ... LJÓTRI GULRÓT OG EKKERT ANNAÐ! HÆTTIÐ ÞESSARI ÓSIÐSAMLEGU LESNINGU KRAKKAR. VIÐ SKULUM FREKAR FARA ÚT Í SKÓG OG AFHJÚPA LEYNDARDÓMA SVEPPS Í SÍNU RAUNVERULEGA VISTKERFI ÉG ER SÉRFRÆÐINGUR Í AÐ FINNA ÞESSA DÁSAMLEGU OG JAFNFRAMT SIÐPRÚÐU PÍPUSVEPPI HÉRNA... MMM, NEI! BÍÐIÐ AÐEINS... ÉG HELD AÐ ÞAÐ ÆTTI FREKAR AÐ... ...HÉR! ...NEI... NEMA ÞETTA SÉ... Ö... JAMM... ÁTTAVITIÐ HJÁLPAR OKKUR AUK ÞESS SEM MOSINN Á BERKI TRJÁNNA VÍSAR ALLTAF Í NORÐUR, ÞANNIG AÐ... NÚ? ER BÚIÐ AÐ GIRÐA Í ÁR? ÁFRAM GAKK! HÉRNA ER ÞAÐ! ÉG ÞEKKI AFTUR ÞESSA HEILLANDI RUNNA! SANNIÐ TIL KRAKKAORMAR, ÞAÐ JAFNAST EKKERT Á VIÐ AÐ TAKA MÓÐUR NÁTTÚRU... ...FEGINS HENDI OG FAÐMA DÝRIÐ HENNAR AÐ SÉR FRJÁLSLEGIR PÍPUSVEPPIR NEKTARKLÚBBUR (MEÐLIMIR EINUNGIS) HIN einu sönnu Óskarsverðlaun verða veitt á sunnudaginn í draumasmiðjunni Hollywood. Að því tilefni talaði Sid Ganis, forseti Kvikmyndaakademíunnar, við fréttamenn á blaðamanna- fundi sem var haldinn til að ræða undirbúning hátíðarinnar en verðlaunin verða nú afhent í 79. skipti. Reuters Rætt um Óskarinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.