Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 29
lag og ég var svolítið spéhræddur að bera þetta á borð,“ segir hann en Dísella og Guðrún Árný sungu lagið. „Mér þótti mjög vænt um lagið en því gekk ekki vel. Það var gert svo- lítið grín að því að ég skyldi hafa gert dramatískt lag um hundinn minn. Eftir úrslitakvöldið fór ég rak- leitt heim og setti saman „Heaven“,“ segir Sveinn en í ár fékk hann Krist- ján Hreinsson til að semja texta við „Ég les í lófa þínum“. Sagan af Heaven „Heaven“ var upphaflega ekki eins dramatískt og lokaútgáfan og er ástæða fyrir því. „Jóhanna Jóhanns hjá Sjónvarpinu hringdi í mig 6. jan- úar 2004. Deginum áður lauk með formlegum hætti fimm ára sambúð hjá mér. Ég var því í tilfinninga- legum brunarústum þegar ég mætti til fundar og í framhaldinu tók lagið breytingum eftir því. Útsetningin og stemningin fór í þessa átt að gefa fyrrverandi maka lagið og það væri okkar svanasöngur,“ segir hann en Magnús Þór Sigmundsson samdi textann. Sveinn er ekki með lög á lager. „Ef söngvari kemur til mín í leit að lagi spyr ég um hvað lagið eigi að vera, hvað hann sé að hugsa. Ég fer í greiningarvinnu, kynnist rödd hans og met hvað hentar. Það er engin til- viljun að ég gekk fast að Eika, rödd- in hans smellpassar í lagið. Eiki var líka valinn vegna þess að það eru mjög fáir íslenskir tónlistarmenn sem hafa raunverulega reynslu í því að labba fram á svið fyrir framan 30 þúsund tryllta áhorfendur og skila sínu. Menn þurfa oft nokkur lög til að hita sig upp. Þarna hefurðu þrjár mínútur til að selja lagið. Þetta er áreiðanlega með því erfiðara sem söngvari getur gert.“ Sveinn á mikið af vinum um allan heim, sem hann hefur kynnst í tengslum við keppnina. Hann er bú- inn að sækja marga þeirra heim og rifjar upp sögu af einni slíkri heim- sókn. Sveinn var staddur hjá Tobiasi Larsson, finnskum evróvisjónmanni, með Thomasi Lundin, litríkum full- trúa Finna í frægum norrænum evróvisjónsjónvarpsþætti, ásamt Eika Hauks. Thomas Lundin í hjólabuxum „Ég gisti sökum plássleysis í metrabreiðum svefnsófa með Thom- asi heima hjá Tobiasi en við höfðum verið að skemmta okkur í Helsinki og Thomas var búinn að missa af lestinni heim til sín. Mér varð pínu- lítið bylt við þegar hann sagði að við ættum báðir að gista í litla sófanum, – fullmikil nálægð, alveg sama hver á í hlut!“ segir Sveinn en þótt Lund- in eigi konu og börn ganga þær sög- ur reglulega að hann sé samkyn- hneigður og hefur Lundin gaman af því að leika sér með þann orðróm. „Thomas sá það á mér að ég var svolítið skelkaður. Hann mætir inn í stofuna í svörtum og bleikum níð- þröngum hjólabuxum úr teygjuefni við afar efnislítinn bol. Hann ákveður að stríða mér, leggur hönd- ina á öxlina á mér og segir grafalvar- legur: „Sveinn, ég hef aldrei sofið hjá neinum frá Íslandi fyrr.“ En ég get upplýst það hér með að hann er gagnkynhneigður,“ segir Sveinn, sem ber Lundin vel söguna. Nú hefur mikið verið rætt um að Austur-Evrópubúar hafi tekið yfir Evróvisjón. „Þeir hafa bara verið að gera miklu betri músík. Hafa ein- faldlega verið með miklu fram- bærilegri og fallegri tónlist en flest lönd í Vestur-Evrópu.“ Austur-Evrópuþjóðir virðast líta á keppnina sem mikið tækifæri. „Þær bera ekki þennan kala til keppninnar sem Íslendingar virðast gera. Þrátt fyrir það eigum við alltaf met í áhorfi sem stangast á við yfir- lýsingar háværs minnihluta þjóðar- innar.“ Austur-Evrópuþjóðir hafa gjarn- an notað þjóðlegar tilvísanir í lög- unum í keppninni. „Þær hafa verið með flott popplög með þjóðlegum til- vísunum. Ég var með þá hugmynd að gera kröftugt íslenskt popplag með þjóðlegum tilvísunum. Notast við fimmundararfinn og koma vík- ingahljómnum til skila. En það bíður bara betri tíma,“ segir hann. Ertu hræddur um að einhver semji svoleiðis lag á undan þér? „Nei, nei. Maður verður að trúa því að maður sé góður lagasmiður til þess að ná árangri. Ég hef átt vel- gengni að fagna en það er mikilvægt að vera gagnrýninn og reyna að gera betur næst.“ Búinn að manna flestar stöður Er mikið annríki framundan? „Mér sýnist þetta ætla að vera mjög erfitt, að halda utan um allt og sinna því sem maður er að gera á öll- um vígstöðvum. Og halda í kærust- una, því það fyrsta sem fólk hugsar þegar það sér hana er: Hvað er gella eins og hún að gera með svona gaur!“ segir Sveinn og hlær. „Ég verð að skipuleggja tímann mjög vel, en það er fullt af góðu fólki sem ég get leitað til. Sem betur fer er ég búinn að manna flestar stöður og hef leitað til fólks sem ég hef unn- ið með áður. Ég hefði ekki viljað vera að gera þetta í fyrsta skipti núna,“ segir hann, en lagið verður endurunnið að fullu og sungið í vor á ensku. Sveinn stefnir að því að fljúga aft- ur til Ungverjalands á mánudaginn kemur. „Ég veit ekki hvort það stenst, ég ætlaði upphaflega að fara til baka síðasta mánudag! Ég færi miklar fórnir til að gera þetta en sem betur fer er minn helsti meðeig- andi mikill evróvisjónaðdáandi og sýnir þessu mikinn skilning. En ég þarf að stíga til hliðar fljótlega því þetta er ekki ferð til fjár og ég stefni eigin hagsmunum í voða ef ég sinni ekki því sem ég er að gera.“ Hlakkarðu til Helsinkiferðar- innar? „Ég verð að játa að ég lagði af- skaplega hart að mér að koma með gott lag í ár. Mig langaði ofboðslega að sækja Finnland heim. Það er það land sem ég hef oftast heimsótt og ég á marga vini þar. Finnski hópur- inn í Evróvisjón samanstendur að mestu af sama fólkinu ár eftir ár. Hópurinn er sá sem ég kynnist lang- best í Istanbúl. Það verður gaman að geta sótt þau heim í því hlutverki sem ég verð í.“ ingarun@mbl.is »Hvað gott er og slæmt í tónlist er háð gildismati. Það er ekkert rétt eða rangt. Á meðan óperusöngvarar geta ekki sungið popplög eins og á að syngja þau eiga þeir að bera virðingu fyr- ir því sem popparar eru að gera og öfugt Morgunblaðið/Eggert Tryllingur „Eiki var líka valinn vegna þess að það eru mjög fáir íslenskir tónlistarmenn sem hafa raunverulega reynslu í því að labba fram á svið fyrir framan 30 þúsund tryllta áhorfendur og skila sínu. Menn þurfa oft nokkur lög til að hita sig upp. Þarna hefurðu þrjár mínútur til að selja lag- ið. Þetta er áreiðanlega með því erfiðara sem söngvari getur gert,“ segir Sveinn Rúnar um flytjanda evróvisjónlags síns. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 29 GRÆJUDAGARÍ HÁTÆKNI Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.isTilboðum skolað niður með Coca-Cola Opnunartími þessa helgi 11 - 18 • Flatsjónvörp með allt að 30% afslætti• Magnarar með allt að 50% afslætti• Nokia farsímar með allt að 40% afslætti Tilboð á öllum vörumAðeins um helginaPIPAR• S ÍA • 7 0 3 5 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.