Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Árni Guð-mundur Krist- insson fæddist í Reykjavík 8. des- ember 1965. Hann lést föstudaginn 9. febrúar síðastlið- inn. Árni var kjör- sonur Kristins Jó- hanns Árnasonar frá Ólafsfirði og Sigríðar Guð- mundu Auð- unsdóttur frá Dvergasteini við Álftafjörð við Djúp. Foreldrar Kristins voru Árni Bergsson kaup- maður og Jóhanna Magnúsdóttir hús- móðir og foreldrar Sigríðar voru bændahjónin Auð- unn Árnason og Sigríður Guðmunds- dóttur á Dverga- steini. Bróðir Árna er Auðunn Friðrik Kristinsson. Dóttir Árna er Júlíana Margrét. Útför Árna var gerð frá Árbæj- arkirkju 19. febrúar. Í dag bjóst ég við þessu árlega, fjöl- skylda og vinir að hringja og óska mér til hamingju með daginn, en þá fékk ég þessa hræðilegu frétt, að mjög góður vinur minn Árni væri lát- inn. Ég ætlaði varla að trúa þessu, Árni var einn af þessum vinum sem maður gat treyst á, góður, hlýr og alltaf glað- vær. Við áttum margar góðar stundir saman bæði á Sigló og í Reykjavík, miklir mátar og var fótboltinn yfir- leitt ofarlega í umræðum okkar, Man. Utd og Arsenal, ólíkir menn en samt svo góðir vinir sem gátu rætt um allt og allt. Með trega verð ég að kveðja góðan vin og skrifa mín síðustu orð að sinni um minn góða vin Árna. Guð tók enn einn ungan mann sem mér þykir afar vænt um. Elsku Soffía og Júlíana, megi guð gefa ykkur styrk á erfiðum tímum. Megir þú hvíla í friði. Ef þú hrópar heyra allir til þín. Ef þú hvíslar heyra þeir til þín, sem næstir eru. En þögn þína heyrir aðeins vinur, sem þykir vænt um þig. (Linda Macfarlene.) Þinn vinur Valur. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalagt þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. En það er margt um manninn á svona stað, og meðal gestanna er sífelldur þys og læti. Allt lendir í stöðugri keppni’ um að koma sér að og krækja sér í nógu þægilegt sæti. En þó eru sumir, sem láta sér lynda það að lifa úti’ í horni, óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt, sem mennirnir leita að, og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir. (Tómas Guðmundsson.) Guð blessi góðan dreng. Steinunn Arnórsdóttir. Elsku Árni Guðmundur. Minning þín er ljós í lífi okkar, Guð geymi þig Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Júlíana, systkini og aðrir ást- vinir við vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð Helga Vattnes, Sædís Bára, Magnea og fjölskylda. Árni Guðmundur Kristinsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN M. RICHTER arkitekt, Nökkvavogi 52, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn 28. febrúar kl. 13.00 Elisabeth Richter, Kristján Richter, Kristbjörg Ólafsdóttir, Svend Richter, Björg Yrsa Bjarnadóttir, Anna Gerður Richter, Örn Ármann Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HELGA DÍS SÆMUNDSDÓTTIR kennari, Silungakvísl 14, er látin. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtuda- ginn 1. mars. kl.13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Páll Ragnar Gunnarsson, Elín Ragnarsdóttir, Samúel Einarsson, Sæmundur Rúnar Ragnarsson, Hanna Bjarnadóttir, Erla Björk Ragnarsdóttir, Brent Beale og barnabörn. ✝ Vilborg Gunn-arsdóttir (Lilla) fæddist á Akureyri 18. júlí 1924. Hún lést á heimili sínu hinn 5. febrúar síð- astliðinn. Móðir hennar var Sólveig Guðmundsdóttir Kjerúlf frá Sauð- húsum, Guðmundar Andréssonar Kjer- úlf og Vilborgar Jónsdóttur frá Kleifum í Fljótsdal. Faðir hennar var Gunnar Jónsson sem fæddist á Keldhólum á Völlum, lög- reglumaður og sjúkrahúsráðs- Síðan flutti hún til Íslands, giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóni Vídalín Jónssyni frá Her- ríðarhóli í Ásahreppi. Vilborg eignaðist eina dóttur. Hún er Sól- veig Karlsdóttir, lífeindafræð- ingur á Rannsóknastofu Háskól- ans. Börn Sólveigar eru Gunnhildur Viðarsdóttir, leik- skólakennari og Gunnar Páll Við- arsson, byggingartæknifræð- ingur. Maður Gunnhildar er Ólafur Lúðvíksson fram- kvæmdastjóri. Dætur þeirra eru Hrönn, Auður, Hrafnhildur og Sólveig. Unnusta Gunnars Páls er Katla Hreiðarsdóttir, nemi í Barcelona. Börn Gunnars eru Edda Kristín, Gunnar Viðar, Árni Hlynur og Smári. Útför Vilborgar var gerð í kyrr- þey frá Kálfatjörn á Vatnsleysu- strönd 15. febrúar. maður á Akureyri, sonur Jóns Eiríks- sonar og Margrétar Sigurðardóttur. Vil- borg var elst fimm systkina, næst kemur Elísabet, f. 1926, and- aðist sama ár, þá Guðmundur, f. 1928, verkfræðingur, því næst Margrét, f. 1931, húsfrú í Dan- mörku, loks Jón, f. 1933, stórkaup- maður. Vilborg giftist dönskum manni, Paul Hansen, fluttist til Danmerkur og var bú- sett þar í nokkur ár. Þau skildu. Vilborg Gunnarsdóttir, föðursystir mín, er látin 82 ára að aldri. Við and- lát hennar langar mig að minnast hennar nokkrum orðum. Vilborg frænka mín var merkis- kona og yfir henni hvíldi ætíð ákveð- inn ævintýraljómi. Hún ferðaðist um öll heimsins höf til staða sem óvenju- legt var að Íslendingar færu til í þá daga. Hún var ætíð glæsileg til fara svo eftir var tekið enda átti hún þess kost að kaupa fatnað og fleira erlend- is af því tagi sem þá fékkst ekki á Ís- landi. Hún bjó í mörg ár í Danmörku eftir að hún fluttist frá Íslandi og bjó sér þar einstaklega fallegt og menn- ingarlegt heimili. Heimilið, sem var fullt af fágætum húsgögnum og bók- um, bæði íslenskum og dönskum, bar þess vitni hversu mikill fagurkeri hún var. Hún bauð mér til sín þegar ég var átta ára gömul og þeim tíma mun ég aldrei gleyma. Hún sá til þess að ég og dóttir hennar, nafna mín, sem var þremur árum eldri en ég, áttum dýrðartíma í fallega húsinu hennar. Hún stundaði útsaum af miklu kappi og þá oft eftir gömlum, íslenskum uppskriftum af Þjóðminjasafninu. Mikið verk lá eftir hana í útsaumi og dönsku blöðin fjölluðu einu sinni um þessa miklu útsaumskonu frá Íslandi. Eftir margra ára dvöl í Danmörku, þar sem hún hafði m.a. átt og rekið Hótel Skarridsø, flutti hún heim til Íslands á ný, þá orðin miðaldra kona, og ég taldi að nú mundi hún ætla að hafa það rólegt hér. En hún hófst handa sem aldrei fyrr og keypti sér jörðina Kamb í Rangárvallasýslu. Á jörðinni stóð gamall bóndabær í fremur lélegu ástandi. Hún flikkaði Vilborg Gunnarsdóttir ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu mér samúð og hlýhug við andlát og útför systur minnar, HJÖRDÍSAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Dalbraut 25, áður Sporðagrunni 7. Sérstakar þakkir til starfsfólks þjónustuíbúða á Dalbraut 27 fyrir einstaka umönnun, hlýju og nærgætni. Einnig til hjúkrunarfólks á Landspítala Fossvogi, deild B 7, fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Droplaug Guðmundsdóttir. 15% afsláttur af öllum legsteinum og fylgihlutum Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 www.englasteinar.is Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI G. BJÖRNSSON, er andaðist á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 17. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðju- daginn 27. febrúar kl. 15.00. Júlíana Árnadóttir, Guðmundur Árnason, Ólöf Árnadóttir, Börkur Guðjónsson, Ester Árnadóttir, Hallmundur Hafberg, Björn Árnason, Laufey Guðmundsdóttir og afabörn. ✝ Útför föður okkar, ATLA HALLDÓRSSONAR vélstjóra, Ásholti 2, Reykjavík, sem lést föstudaginn 16. febrúar verður gerð frá Garðakirkju mánudaginn 26. febrúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristinn Atlason, Guðný Sigurvinsdóttir, Ída Atladóttir, Auður Atladóttir, Vernharður Stefánsson, Anna Atladóttir, Sveinn Sigurmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.