Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 41 Hver er grundvallarbreytingin? Í setningarræðu sinni á landsfundi Vinstri grænna taldi Steingrímur J. Sigfússon upp nítján atriði, sem hann sagði að yrðu á 90–120 daga verk- efnalista nýrrar ríkisstjórnar. Þar fer ekki mikið fyrir grundvall- armálum. Þar er að vísu boðað stóriðjustopp, þ.e. að ekki verði um frekari stóriðjufram- kvæmdir að ræða. Í lok marzmánaðar fer fram atkvæðagreiðsla í Hafnarfirði um stækkun ál- versins í Straumsvík. Sú ákvörðun bæjarstjórn- ar Hafnarfjarðar er til mikillar fyrirmyndar. Íbúar bæjarins munu sjálfir ákveða, hvort leyfa á stækkun. Morgunblaðið hefur lýst þeirri skoðun, að hið sama eigi að gerast á Suð- urnesjum varðandi hugsanlegt álver í Helguvík. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur að vísu lýst andstöðu við þá hugmynd á þeim málefnalegu forsendum, að slík atkvæða- greiðsla yrði brot á þeim samningum, sem gerðir hafi verið við þá, sem vilja byggja álver- ið. En ætli þeir mundu vilja koma óvelkomnir í Helguvík? Er ekki hugsanlegt að þeir mundu vilja breyta þessum samningum af þeirri ein- földu ástæðu, að þegar um milljarða fjárfest- ingu er að ræða er betra að hafa íbúana með sér en á móti? Auðvitað á hið sama við um Húsavík. Þar á að sjálfsögðu að leggja undir atkvæðagreiðslu íbúa, hvort byggja eigi álver á Húsavík. Ef ummæli Steingríms J. Sigfússonar eru skilin rétt sýnist hann vera andvígur því, að fólkið sjálft fái að taka þessar ákvarðanir. Hann virðist telja sjálfan sig betur til þess fall- inn að taka ákvörðun um að engin álver verði byggð héðan í frá, en að íbúarnir sjálfir á við- komandi stöðum taki þær ákvarðanir. Skyldi vera almennur stuðningur við þessa afstöðu formannsins í hópi Vinstri grænna? Á undanförnum árum hafa verið töluverðar umræður um lýðræði 21. aldarinnar. Morg- unblaðið hefur gerzt boðberi þeirra hugmynda. Í vor eru 10 ár liðin frá því að blaðið tók upp baráttu fyrir því, að fólkið sjálft, hvort sem er á landsvísu eða í einstökum byggðarlögum, taki ákvarðanir um mikilsverð málefni. Aukinn stuðningur er við þetta sjónarmið en stjórn- málamenn, sem eru fastir í viðjum liðins tíma, mega ekki heyra á það minnzt. Steingrímur J. Sigfússon virðist vera í þeim hópi. Af hverju mega kjósendur á Húsavík ekki ákveða sjálfir hvort þar verður byggt álver, Steingrímur? Verða sjóðirnir tæmdir? S tjórnarflokkarnir munu þurfa að kljást við þá staðreynd í kosninga- baráttunni, að annar hefur átt að- ild að ríkisstjórn í sextán ár sam- fellt og hinn í tólf ár. Stjórnar- andstaðan mun hins vegar þurfa að fást við þann veruleika að þjóðin hefur aldr- ei búið við jafngóð lífskjör og nú. Og fólk hefur engan áhuga á að þar verði á breyting nema til hins betra. Ný ríkisstjórn kemur að fullum sjóðum. Rík- issjóður á mikla peninga á bankabók. Í kosn- ingabaráttunni mun sú spurning vakna, hvort vinstri stjórn af því tagi sem Steingrímur J. Sigfússon sér fyrir sér muni tæma þessa sjóði. Það hefur gerzt áður að vinstri stjórnir hafi gripið til slíkra ráða og getur gerzt aftur. Verða sjóðirnir tæmdir er spurning, sem mun mæta Steingrími J. og Ingibjörgu Sólrúnu í einhverju formi hvar sem þau koma á næstu mánuðum. Þetta verður grundvallarspurning kosninga- baráttunnar. Við höfum það gott nú. Er nýjum flokkum treystandi til að viðhalda þeirri stöðu eða glutra þeir henni niður. Hvorum er betur treystandi til að tryggja áframhaldandi vel- gengni, Sjálfstæðisflokki eða Samfylkingu og Vinstri grænum? Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um að leiða þjóðina á hápunkt vel- gengni sinnar, fyrst með Alþýðuflokki og svo með Framsóknarflokki. Samfylkingin er nýr flokkur, samansettur úr mörgum flokksbrotum og Vinstri grænir eru flokksbrot, sem ekki vildu sameinast öðrum í Samfylkingunni. Hvorum þessara aðila treysta kjósendur bet- ur til að tryggja áframhaldandi velmegun? Þetta er í raun og veru hin einfalda spurning, sem kjósendur munu svara í kosningunum í vor. Hún er mjög skýr og þess vegna þarf ekki að velta svo mjög vöngum yfir því um hvað verði kosið. Þessi markmið eru hins vegar ekki á 90–120 daga verkefnalista Steingríms J. Sigfússonar í vor og að því leyti til er ekki víst að hann tali svo mjög í takt við kjósendur. Áhugi hans virð- ist beinast að öðru. En að öðru leyti er ástæða til að óska Vinstri grænum til hamingju með glæsilegan lands- fund. Flokkur þeirra hefur tekið miklum breyt- ingum frá fyrsta landsfundinum. Mannvalið er orðið mikið. Það er áberandi hvað þessi flokkur hefur á að skipa mörgum öflugum og hæfi- leikaríkum konum. Á margan hátt eru Vinstri grænir komnir langa leið frá uppruna sínum, sem er gott fyrir flokkinn. En alltaf skýtur sú spurning upp kollinum í huga þeirra, sem hafa fylgzt með þróun Vinstri grænna, hvort for- maðurinn hafi fylgt flokknum eftir á vegferð hans. Sennilega er meiri núningur á milli fylkinga innan Vinstri grænna en þeir vilja sjálfir vera láta. » Það er alls ekki fráleitt að halda því fram, að það séþessi samtvinnun hins norræna velferðarkerfis og bandarískra stjórnunaraðferða í viðskiptalífinu sem sé grundvöllurinn að velgengni okkar hin síðustu ár. Í Banda- ríkjunum er lagaramminn, sem fyrirtæki starfa eftir, stífari en hér og í skrifum Morgunblaðsins um þau mál á síðustu ár- um hefur ítrekað verið vísað til fordæmis Bandaríkjamanna í þeim efnum. rbréf Morgunblaðið/ÞÖKnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.