Morgunblaðið - 25.02.2007, Page 54

Morgunblaðið - 25.02.2007, Page 54
54 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Gunnar I. Birgisson, bæjar-stjóri Kópavogs, hótar skaðabóta-máli á hendur Reykjavíkur-borg vegna Heiðmerkur-málsins. Hann segir að Reykjavíkur-borg hafi átt að veita framkvæmda-leyfi einum mánuði eftir að Kópavogs-bær sótti um það. Heiðmerkur-málið snýst um það að Kópavogs-bær hóf að leggja vatns-lögn í Heið-mörk og raskaðist um-hverfið. Náttúruverndar-samtök Íslands lögðu fram kæru vegna umhverfis-spjalla en Skógræktar-félag Reykjavíkur ákvað að verða við ósk Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgar-stjóra í Reykjavík, og fresta því að leggja fram kæru svo hægt yrði að finna lausn í þágu um-hverfisins í Heið-mörkinni. Vilhjálmur sagði að ef málin færu í kæru-meðferð væri mikil hætta á því að gapandi sár yrði í Heið-mörkinni í marga mánuði. Bæjar-stjórinn í Kópavogi vill nú leysa ágreininginn fyrir dóm-stólum. Vill Heiðmerkur-mál fyrir dóm-stóla Morgunblaðið/Ómar Gapandi sár í Heið-mörk. Tony Blair, forsætis-ráðherra Bret-lands, hefur skýrt George W. Bush Bandaríkja-forseta frá því að hann hyggist hefja brott-flutning breskra her-manna frá Írak. 1600 her-menn verða kallaðir heim á næstu mánuðum og fleiri fyrir árs-lok. Um 7.100 breskir her-menn eru í Írak, flestir þeirra í borginni Basra. Nuri al-Maliki, forsætis-ráðherra Íraks, hefur heitið fullum stuðningi við ákvörðun stjórnarinnar, nú þegar Danir hafa ákveðið að kalla nær allt her-lið sitt heim í ágúst. Kallar her- menn heim Tony Blair Eiríkur bæði syngur og ræðir Eiríkur Hauksson verður full-trúi Íslands í for-keppni Söngva-keppni evrópskra sjónvarps-stöðva sem fer fram hinn 10. maí í Helsinki í Finn-landi. Hann syngur lagið „Ég les í lófa þínum“ eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Kristján Hreinsson. Þar sem Eiríkur er orðinn keppandi var hann fyrst á báðum áttum um hvort hann ætti að taka þátt í sam-norræna sjónvarps-þættinum, þar sem lögin sem taka þátt í Söngva-keppni evrópskra sjónvarps-stöðva eru sýnd og rædd. Hann ákvað síðan að láta slag standa og vera með í þættinum. 44 gull-verðlaun Keppendur frá Íslandi voru afar sigur-sælir í sund-keppninni á stóru móti fatlaðra íþrótta-manna, Malmö Open, sem ný-lega fór fram í Malmö í Svíþjóð. Þátt-takendur frá Íþrótta-bandalagi Reykjavíkur hrepptu 31 gull-verðlaun og keppendur úr Firði í Hafnarfirði unnu til 13 gull-verðlauna á mótinu. Af íslensku keppendunum voru það Embla Ágústsdóttir, 16 ára stúlka úr ÍBR, og Karen Gísladóttir, 15 ára stúlka úr Firði, sem voru sigur-sælastar og unnu þær hvor um sig til sex gull-verðlauna. Stutt Svo mikið snjóaði á Jótlandi í lok vikunnar að allt sam-félagið fór úr skorðum. Jafn-fallinn snjór var víða um 30 cm og mikill skaf-renningur. Farar-tæki í Danmörku eru ekki búin undir svona ófærð og ferða-langar áttu erfitt með að komast leiðar sinnar. Næstum öllu flugi var af-lýst og lestar-ferðir gengu erfið-lega. Bílar eru fastir á víð og dreif og engir bílar á ferli. Öllu skóla-haldi var af-lýst, enginn póstur hefur verið borinn út eða rusl fjar-lægt og flest fyrir-tæki eru lokuð vegna veðurs. Þúsundir aldraðra og sjúk-linga hafa orðið fyrir barðinu á ófærðinni og skortir mat. Allt á kafi á Jót-landi Þegar fréttist að halda ætti klám-ráðstefnu á Hótel Sögu 7.–11. mars nk. skapaðist mikil um-ræða í sam-félaginu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þing-maður Sam-fylkingarinnar, vildi að stjórn-völd kæmu þeim skila-boðum áleiðis að ráðstefnu-gestir væru ekki vel-komnir hér á landi. Geir H. Haarde sagðist hafa and-styggð á klám-iðnaðinum en hann taldi ekki ástæðu til þess að hefta för þessa fólks nema ljóst væri að um ólög-legt at-hæfi yrði að ræða, og sagði lög-regluna hafa málið til um-fjöllunar. Á fundi borgar-stjórnar á þriðju-daginn var sam-þykkt ein-róma ályktun þar sem harmað var „að Reykjavíkur-borg yrði vett-vangur ráð-stefnu fram-leiðenda klám-efnis.“ Þingflokkar á Alþingi tóku undir það í sameigin-legri yfir-lýsingu sem þeir sendu frá sér á fimmtu-daginn. Á svipuðum tíma lýsti stjórn Bænda-samtakanna, sem eru eigendur Hótels Sögu, því yfir að um-ræddum hópi fólks hefði verið vísað frá hótelinu. Hrönn Greipsdóttir hótel-stjóri býst við að ráðstefnu-hópurinn muni leita réttar síns í þessu máli sem honum finnst engin glóra í. Gestir klám-ráðstefnu óvel-komnir Morgunblaðið/Þorkell Hótel Saga Tónleikarnir „Lifi Álafoss“ voru haldnir um síðustu helgi til styrktar Varmár-samtökunum sem mót-mæla fram-kvæmdum í Álafoss-kvos. Sigur Rós kom fram auk fleiri hljóm-sveita og ræðu-manna. Hátt í 800 manns sóttu tón-leikana og var fullt hús. Fullt hús mót-mælenda Morgunblaðið/Eggert Um síðustu helgi varð Hjörvar Steinn Grétarsson Norðurlanda-meistari í skóla-skák í C-flokki. Þetta er í 3. sinn sem Hjörvar hampar titlinum. Dagur Arngrímsson hafnaði í 2.–3. sæti í A-flokki og Sverrir Þorgeirsson hafnaði í 2.–4. sæti í B-flokki. Hjörvar Steinn segir að árangurinn komi ekki af sjálfu sér heldur sé hann af-rakstur þrot-lausra æfinga, en hann hafi átta ára reynslu. Hjörvar Steinn segir að mark-miðin í nánustu fram-tíð séu frekar skýr. Hann sé með 2.167 alþjóð-leg stig og til að bæta sig þurfi hann að ná árangri á sterkum skák-mótum. „Næsta tak-mark er að verða alþjóð-legur meistari,“ segir þessi ungi skák-meistari. „Eftir svona tvö til þrjú ár.“ Norðurlanda- meistari í skóla-skák Morgunblaðið/Ásdís Hjörvar Steinn Norðurlanda-meistari. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.