Morgunblaðið - 25.02.2007, Síða 20

Morgunblaðið - 25.02.2007, Síða 20
Áglamúrskalanum skorar tísku-vika í Mílanó alltaf hátt. Tísku-húsin sem þar sýna eru mörg afþeim þekktustu í heimi. Klæðn- aðurinn er í grófum dráttum ekki eins venjulegur og á tískuviku í New York og ekki eins óvenjulegur og í London og yfir- leitt söluvænlegri en í París. Marni hefur vakið athygli síðustu misseri með hönnuðinn Consuelo Castiglioni í fararbroddi. Þetta ítalska merki hefur verið vinsælt meðal fólks í tískubransanum og þykir vera bæði klæðilegt og töff. Castiglioni blandar saman hátækniefnum, loðfeldum, einfaldleika og glæsileika. Út- koman verður nútímaleg tíska, sem líkist ekki beint neinu öðru án þess að vera ein- hver útópíukennd framtíðarmúsík. Marni hentar þeim sem vilja taka áhættu í klæðn- aði en um leið klæðast þægilegum fötum. Castiglioni er líkt og Miuccia Prada hönnuður hugsandi konunnar þótt útkoman hjá þeim sé ekki sú sama. Bretinn Christopher Bailey er við stjórn- völinn hjá breska tískuhúsinu Burberry. Fyrirtækið er þekkt fyrir rykfrakka sína og köflótt munstur en í línunni Burberry Prorsum er svo miklu, miklu meira en það. Bailey hefur komist að kjarna Burberry, heldur sig við ákveðinn undirtón á sama tíma og hann endurnýjar sig. „Þetta er sama Burberry-stelpan. Hún er bara orðin rokkaðri,“ sagði hann við blaðamenn eftir sýninguna. Svo má ekki gleyma að minnast á glys- kónga borgarinnar Domenico Dolce og Stefano Gabbana. Engin önnur en bras- ilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen opn- aði sýninguna þeirra. Hún steig fram í hlut- verki sem minnti á ástargyðju í vísindaskáldsögu. Gisele er 26 ára en tísku- vikufrumraun hennar var á sýningarpalli hjá Dolce & Gabbana þegar hún var aðeins 16 ára gömul. Þetta er væntanlega eina sýningin sem hún kemur fram í en árið 2001 hætti hún almennum tískusýningar- störfum. Hún einbeitir sér að því að vera eitt helsta andlit nærfatafyrirtækisins Vic- toria’s Secret og þénar vel á því. ingarun@mbl.is Fendi Snillingurinn Karl Lagerfeld er hér við stjórnvölinn. Marni Consuelo Castiglioni hannar föt fyrir tískufólk. Burberry Prorsum Fötin eru orðin rokkaðri og enn meira töff. Missoni Merkið hefur gengið í nokkra endurnýjun lífdaga. Töfrandi tíska AP Dolce & Gabbana Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele steig á sýningarpallinn á ný eftir nokkurra ára hlé. Á tískuviku í Mílanó sýna mörg stærstu og mest töfrandi tískuhúsin. Inga Rún Sigurðardóttir kannaði hvaða glamúrklæðnaður verður í boði í glæsiverslununum næsta haust og vetur. Dolce & Gabbana Rúmgóð taska bæði fyrir styttri og lengri ferðalög. Marni Fylgihlutir, hálsmen og sólgler- augu, fyrir hina hugsandi konu. Gucci Innblásturinn var frá Lee Miller og fimmta áratuginum. daglegtlíf Óskarinn verður afhentur í kvöld og velta því margir fyrir sér hvort nú sé röðin komin að Martin Scorsese. >> 24 óskarsverðlaun Áhangendur Liverpool fóru ekki aðeins með sigur af hólmi í Barcelona, þeir máluðu bæinn rauðan. >> 30 tóku völdin Halldór Reynisson er afkasta- mikill trúbador. Hann segir að allir listamenn hafi gott af að hafa vindinn á móti sér. >> 32 sjálfum sér trúr Hannibal Lecter er hugarfóstur Richards Harris. Nýjasta bókin um skrímslið kemur út um leið og myndin eftir henni. >> 34 vinsælt skrímsl Abdel Fattah El-Jabali fæddist í Palestínu, hraktist þaðan á barnsaldri og hefur numið og starfað í níu löndum. >> 22 í róti sögunnar |sunnudagur|25. 2. 2007| mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.