Morgunblaðið - 25.03.2007, Page 43

Morgunblaðið - 25.03.2007, Page 43
leiðar sinnar. Aftur á móti hafa þeir sem lögðu veginn varla gert sér grein fyrir þeirri byltingu sem þeir voru að undirbúa. Það fylgdi nefni- lega í kjölfarið að hestvagnöld hófst og farið var að flytja aðdrætti á hestvögnum í stað þess að lyfta hverjum hlut á klakk. En þetta var ekki auðveldur vegur fyrir drátt- arhesta. Ég heyrði gamla menn í Laugardal og Tungum minnast þess hversu brekkan upp frá Laug- ardalsvöllum, sem þeir nefndu Barmaskarð, hefði verið erfið. Engin heimild er til um það hver fyrstur ók á bíl um Kóngsveginn austur að Geysi. En ég man eftir einni og einni „drossíu“ frá árunum fyrir stríð og upphleyptur vegur var ekki lagður alla leið að Geysi fyrr en um 1930. Þótti allnokkur viðburður þegar bílar sáust á Kóngsveginum og mátti heita regla að hestar fældust, en við börnin stóðum forviða og horfðum á eftir þessu tækniundri. Smám saman grófst vegurinn niður og víða rann úr honum svo hann var sem hver annar djúpur skurður. Smáupphæð var varið af vegafé til viðhalds veginum og á vori hverju var borið ofan í verstu hvörfin, en kom fyrir lítið. Á árunum frá 1940 til 1952 mátti segja að ég færi flestra minna ferða á Kóngsveginum og minnisstætt er mér að hafa verð sendur með skóflu og járnkarl til þess að gera Ólafi Ketilssyni, bílstjóra á Laug- arvatni, fært að komast síðla maí- mánaðar alla leið út að Úthlíð til þess að flytja fólk til kirkju að Torfastöðum því drengurinn átti að fermast. Þetta samgönguleysi við Hlíðina breyttist ekki fyrr en um 1960 að nýr vegur var lagður og Brúará brúuð. Hvað sést af Kóngsveginum nú Eins og áður kom fram voru gerðar vegabætur á Kóngsveginum frá Gjábakka að Laugarvatni með þeim árangri að hinn upprunalegi vegur sést naumast hvergi þar. Sama verður uppi á teningnum í sumarbústaðalandinu austan við Laugarvatn og mestan part austur að Laugardalshólum. Auk þess er búið að girða þvers og kruss. Þar mun þó eitthvað sjást eftir af Kóngsveginum uppi í hlíðinni og eins báðum megin við Efstadal; einkum þó austur að Brúará. Þar fyrir austan og uppi á Miðhúsásum hafa til þessa verið bezt varðveittu upprunalegu kaflarnir, vegna þess að þar var aldrei nein bílaumferð sem heitið gat. Fyrir vestan og of- an Úthlíð geta heimamenn bent á spotta, sem sýna hvar vegurinn lá, en varla meira. Annar vel varð- veittur kafli er síðan í Hrauntúns- landi, austan við Úthlíð. Þar er af- girt land og engin umferð á veginum. Frá Andalæk og austur með Hlíðinni er víða búið að afmá Kóngsveginn með jarðýtum og girðingar eru þar víða. Sama er að segja um síðustu 5–6 kílómetrana upp að Geysi. Þar er þessi vegur svo að segja alveg úr sögunni. Það hefur verið auðveldara fyrir vegavinnuflokkinn að slétta móana eftir að kom austur fyrir Tungufljót og Brúarhlöð. Þeir lögðu veginn all- ar götur fram eftir Hrunamanna- hreppi og síðan niður með Þjórsá að Þjórsártúni, þar sem gert var ráð fyrir að kóngurinn hitti Rang- æinga. Rætt var um það fyrir nokkrum árum að gera eitthvað til hátíða- brigða á aldarafmæli Kóngsveg- arins. En þegar farið var að athuga málið; til að mynda að gera veginn færan sem reiðleið, hefur komið í ljós að hugmyndin var of seint fram borin. Samgönguráðneytið gæti þó séð til þess að einhvers staðar á völdum stað yrði reistur minnisvarði þar sem greint væri frá einu dýrasta mannvirki Íslendinga, fyrr og síðar. Höfundur er blaðamaður. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 43 Þær breytingar sem orðið hafa og væntanlegar eru á hafsvæðum Norðurskauts munu hafa margvíslegar afleiðingar. Á þessum fundi verður fjallað um möguleg áhrif skipasiglinga um svokallaða Norðurleið í framtíðinni. Erindi flytja Dr. Lawson W. Brigham, aðstoðarforstjóri Heimskautarannsóknaráðs Bandaríkjanna, og Gísli Viggósson, forstöðumaður rannsókna- og þróunarsviðs Siglingastofnunar. Að erindum loknum verður leitað eftir hugmyndum og áliti fundarmanna og er það liður í starfi matsnefndar um áhrif heimskautasiglinga. Fundurinn er í framhaldi af ráðstefnunni Breaking the Ice sem haldin verður á Akureyri í lok mars. Takið eftir að fundurinn hefst með léttum hádegisveitingum kl. 11:30, en fyrirlestrar hefjast kl. 12. Áhrif Norðurhafssiglinga í alþjóðlegu og íslensku ljósi. Opinn hádegisfundur fimmtud. 29. mars 2007 kl. 11:30-13:45 í Sjóminjasafninu Grandagarði 8, Reykjavík. Ísinn brotinn Dagskrá 11:30 - 12:00 Léttar veitingar 12:00 - 12:05 Árni Þór Sigurðsson, stjórnarformaður Víkurinnar - Sjóminjasafns, býður gesti velkomna og kynnir fyrirlesara 12:05 - 12:35 Dr. Lawson W. Brigham, aðstoðarforstjóri Heimskautarannsóknaráðs Bandaríkjanna: Arctic Marine Shipping Assessment: The Arctic Council's Response to Changing Marine Access in the Arctic Ocean 12:45 - 13:00 Gísli Viggósson, forstöðumaður rannsókna- og þróunarsviðs Siglingastofnunar: Ísland og Norðurhafssiglingar 13:00 - 13:45 Umræður þar sem leitað er álits fundarmanna Fundarstjóri Dr. Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða H.Í. Að fundinum standa Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands, Faxaflóahafnir og Víkin - Sjóminjasafn með stuðningi Reykjavíkurborgar. Víkin - Sjóminjasafn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.