Morgunblaðið - 25.03.2007, Page 77

Morgunblaðið - 25.03.2007, Page 77
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 77 Í SEPTEMBER næstkomandi fer fram heimsmeistarakeppni homma og lesbía í fótbolta. Keppnin fer fram í Buenos Aires í Argentínu og nú þegar hafa yfir þrjátíu lið til- kynnt þátttöku. Íslendingar ætla nú í fyrsta skipti að senda landslið á mótið en liðið hefur æft stíft að undanförnu. Hafsteinn Þórólfsson er talsmaður hópsins og segir mik- inn hug í mönnum fyrir mótið. Hannes stofnaði liðið, St. Styrmi, í fyrrasumar með það að leiðarljósi að hommar gætu komið saman og spilað fótbolta. Það vatt þó fljótlega upp á sig og í dag æfir liðið tvisvar í viku og að meðaltali mæta um þrjá- tíu manns á æfingar, en yfir sextíu eru á póstlista félagsins. Stefna á utandeildina Liðið tók þátt á móti í Kaup- mannahöfn í haust og um páskana keppa þeir á sautján liða móti í London, en þar mun St. Styrmir senda tvö lið til keppni. Hafsteinn segir þá félaga gríðarlega spennta fyrir HM í Argentínu og að núna standi yfir fjáröflun fyrir þá ferð. Keppnin hefur verið haldin und- anfarin ár en síðast fór hún fram í Kaupmannahöfn 2005. Þar tók Haf- steinn þátt í mótinu með liði frá Sydney og segir að þar hafi hug- myndin kviknað. St. Styrmir stefnir á að taka þátt í íslensku utandeild- inni í sumar og lítur á það sem góða æfingu fyrir HM í Argentínu. Mótið í Buenos Aires er það stærsta sinnar tegundar í heim- inum en eins og áður sagði hafa yfir þrjátíu lönd tilkynnt þátttöku. Íslenskir hommar á HM í knattspyrnu Morgunblaðið/Eggert Fjölhæfur Hafsteinn Þórólfsson, stofnandi St. Styrmis, náði þriðja sætinu í Söngvakeppninni nú síðast með laginu „Þú tryllir mig“. Liðs- maður hans, Hannes Páll (til vinstri), samdi lagið með honum. Liðið Leikmannahópurinn er samstilltur og óárennilegur ef marka má myndina. St. Styrmir fer á heimsmeistaramót í haust í Argentínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.