Morgunblaðið - 25.03.2007, Síða 77

Morgunblaðið - 25.03.2007, Síða 77
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 77 Í SEPTEMBER næstkomandi fer fram heimsmeistarakeppni homma og lesbía í fótbolta. Keppnin fer fram í Buenos Aires í Argentínu og nú þegar hafa yfir þrjátíu lið til- kynnt þátttöku. Íslendingar ætla nú í fyrsta skipti að senda landslið á mótið en liðið hefur æft stíft að undanförnu. Hafsteinn Þórólfsson er talsmaður hópsins og segir mik- inn hug í mönnum fyrir mótið. Hannes stofnaði liðið, St. Styrmi, í fyrrasumar með það að leiðarljósi að hommar gætu komið saman og spilað fótbolta. Það vatt þó fljótlega upp á sig og í dag æfir liðið tvisvar í viku og að meðaltali mæta um þrjá- tíu manns á æfingar, en yfir sextíu eru á póstlista félagsins. Stefna á utandeildina Liðið tók þátt á móti í Kaup- mannahöfn í haust og um páskana keppa þeir á sautján liða móti í London, en þar mun St. Styrmir senda tvö lið til keppni. Hafsteinn segir þá félaga gríðarlega spennta fyrir HM í Argentínu og að núna standi yfir fjáröflun fyrir þá ferð. Keppnin hefur verið haldin und- anfarin ár en síðast fór hún fram í Kaupmannahöfn 2005. Þar tók Haf- steinn þátt í mótinu með liði frá Sydney og segir að þar hafi hug- myndin kviknað. St. Styrmir stefnir á að taka þátt í íslensku utandeild- inni í sumar og lítur á það sem góða æfingu fyrir HM í Argentínu. Mótið í Buenos Aires er það stærsta sinnar tegundar í heim- inum en eins og áður sagði hafa yfir þrjátíu lönd tilkynnt þátttöku. Íslenskir hommar á HM í knattspyrnu Morgunblaðið/Eggert Fjölhæfur Hafsteinn Þórólfsson, stofnandi St. Styrmis, náði þriðja sætinu í Söngvakeppninni nú síðast með laginu „Þú tryllir mig“. Liðs- maður hans, Hannes Páll (til vinstri), samdi lagið með honum. Liðið Leikmannahópurinn er samstilltur og óárennilegur ef marka má myndina. St. Styrmir fer á heimsmeistaramót í haust í Argentínu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.