Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is REYKJAVÍKURBORG mun ganga til viðræðna í þessari viku við eigend- ur húsa sem urðu eldi að bráð síðasta vetrardag um kaup á húsunum og lóð- um þeirra. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarstjóri sér fyrir sér að end- uruppbyggingu húsanna geti lokið á tveimur árum, gangi allt að óskum. Hann segir mestu skipta að vinna verkið hratt og vel. „Við gerum þetta ekki síst til að hraða uppbyggingu eins og kostur er,“ sagði Vilhjálmur. „Einnig til að tryggja að götumyndin haldi sér og verði sem næst því sem hún var.“ Fagfólk mun nú skoða rústirnar og kanna hvað hægt er að nýta úr þeim við endurupp- byggingu. Eftir það verða rústirn- ar fjarlægðar og taldi Vilhjálmur það þurfa að ger- ast innan tveggja vikna. Hugmyndin er að borgin standi fyrir byggingu húsa á lóðunum í stað þeirra sem brunnu. Með í ráðum verða Minjavernd, borgarminjavörð- ur og Húsafriðunarnefnd. „Ég vil sjá þetta sem næst upprunalegri mynd, nú er tækifæri til þess. Svona upp- bygging hefur tekist ágætlega, eins og í Aðalstræti,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði vel koma til greina að borgin seldi eignirnar að hluta til síð- ar. Óráðið er hvaða starfsemi verður í endurbyggðu húsunum, en Vilhjálm- ur kvaðst þó ekki gera ráð fyrir að þar yrði skemmtistaður. Verðið óráðið Ekki hefur verið rætt um verð fyrir eignirnar og byggingarréttinn, en Vilhjálmur benti á að samkvæmt samþykktu deiliskipulagi væri ákveð- inn byggingarréttur eða byggingar- magn leyft á lóðunum og taka þyrfti tillit til þess við verðmat. Fundur um framtíð húsanna Aust- urstrætis 22 og Lækjargötu 2 var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 10.00 í gærmorgun. Þar mættu fulltrúar eigenda, fulltrúar trygg- ingafélagsins VÍS, sem tryggði allar eignirnar á svæðinu, lögmaður eig- enda Austurstrætis 22, stjórnarfor- maður og framkvæmdastjóri Eikar, sem á Lækjargötu 2, og fulltrúi Minjaverndar, auk fulltrúa Reykja- víkurborgar sem voru borgarstjóri, forseti borgarstjórnar og formaður borgarráðs. Rætt um að borgin kaupi brunahúsin Borgarstjóri vill hraða hreinsun og uppbyggingu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson „VIÐ höfum ekki orðið vör við föls- uð lyf hérna,“ segir Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofn- unar, en fram kemur á heimasíðu Lyfjastofnunar að fundist hafi föls- uð Xenical-hylki í Borås í Svíþjóð. Xenical er á markaði á Íslandi og er lyf við offitu. „Aftur á móti vörum við gjarnan við fölsuðum lyfjum og tökum und- ir svona fréttir af því að mikið samstarf er á milli evrópsku lyfja- málayfirvaldanna. Það er líka full ástæða til að vara fólk við, því föls- uð lyf eru oft seld í gegnum netið og komast þannig inn í löndin. Hins vegar höfum við ekki orðið vör við þetta hér,“ hnykkir Rannveig á. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fölsk lyf uppgötvast; hefð- bundið eftirlit, lyfin hafa ekki virk- að á sjúklinga, auk þess sem tolla- yfirvöld koma með ábendingar. „Lífsstílslyfin eru gjarnan fölsuð,“ segir Rannveig, „og þegar um- ræðuna um fuglaflensuna bar sem hæst sáu óprúttnir aðilar sér leik á borði af því að skortur var á lyfjum.“ Neytendur geta keypt lyf í gegnum net- verslanir og Rannveig segir það í raun mjög algengt. „Vandamálið við netverslanir er að ómögulegt er að vita hvar lyfin eru upp- runnin. Ég nefni sem dæmi fyr- irtæki í Svíþjóð sem seldi lyf í Dan- mörku en ekki á heimamarkaði. Það er vegna þess að fyrirtækið hafði enga heimild til að selja lyf en var skráð í Svíþjóð og því höfðu dönsk yfirvöld ekki lögsögu yfir fyrirtækinu.“ Vara við fölsuðum lyfjum á netinu Rannveig Gunnarsdóttir Fölsuð lyf hafa fundist í Svíþjóð SALA á lambakjöti hefur dregist umtalsvert saman síðustu mánuðina. Sala síðustu 12 mánuði er nú 7% minni en hún var 12 mánuðina á und- an. Sala á lambakjöti jókst í fyrra og hitteðfyrra en þessi aukna sala virð- ist vera að ganga til baka að tals- verðu leyti. Sala á kjúklingum og svínakjöti hefur að sama skapi aukist, einkum þó sala á kjúklingum. Á síðustu þremur mánuðum seldust 1.819 tonn af kjúklingum en 1.762 tonn af lambakjöti. Mjög óvenjulegt er að meira seljist af kjúklingum en lambakjöti. Ef þessi þróun heldur áfram verður sala á kjúklingum meiri í ár en á lambakjöti. Það hefur aldrei gerst áður, því lambakjötið hefur alltaf verið mest selda kjöt á Íslandi. Innflutningur á kjúklingum hefur verið að aukast en búið er að lækka tolla á þeim um 40%. Innflutningur- inn nam rúmlega 41 tonni á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Kjúklingar mest selda kjötið? FÖTLUÐ börn eru í 50% meiri hættu en önnur börn á að verða fyrir kynferðisof- beldi. Til að draga úr þessari hættu er nauð- synlegt að fræða bæði börnin og þá sem starfa með þeim. 97% gerenda þekkja börnin, vinna með þeim í skóla eða dagvistun eða eru bundnir þeim fjölskylduböndum. Þetta segir bandaríski fræðimað- urinn Shirley Paceley sem mun ásamt fleirum halda erindi á ráð- stefnu um forvarnir gegn kynferð- islegu ofbeldi gagnvart börnum sem haldin verður í Reykjavík dagana 24.–25. maí nk. Að ráðstefnunni standa samtökin Blátt áfram, Barnaverndarstofa, Þroskahjálp, Stígamót, Félag heyrnarlausra, Há- skólinn í Reykjavík, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Neyðarlínan 112. Paceley hefur sérþekkingu á mál- efnum fatlaðra barna og er stofn- andi og starfsmaður samtakanna Blue Tower Training Center í Ill- inois. „Yfirleitt lítur fólk ekki svo á að fötluð börn séu líkleg fórnarlömb ofbeldis, en staðreyndin er sú, og nýlegar rannsóknir hafa sýnt það, að þau eru í 2–3 sinnum meiri hættu en önnur börn á að verða fyrir ofbeldi,“ segir Paceley. En hún segir margt hægt að gera til að draga úr þessari áhættu. „Það er til dæmis mikilvægt að börnin læri að þau hafi val og geti tekið ákvarðanir í því umhverfi sem þau eru í, hvort sem það eru skólar eða sambýli. Að þau viti að þau geti sagt „nei“ og að þau hafi rétt til einkalífs. Það þarf að kenna fötl- uðum börnum að vera meðvituð um þetta, að setja mörk og segja frá.“ Gerendur kynferðisofbeldis gagn- vart fötluðum börnum eru því mið- ur að sögn Paceley sárasjaldan dregnir til ábyrgðar fyrir dómi. „Rannsóknir sýna að þeir eru að- eins dæmdir fyrir glæpi sína í inn- an við 3% tilvika,“ segir Paceley. „Við höfum því unnið með lögregl- unni og öðrum sem koma að saka- málum og upplýst þá um að fatlaðir eru trúverðug vitni. Sú vinna hefur skilað góðum árangri.“ Fötluð börn líklegri til að verða fyrir ofbeldi Sárafáir gerendur kynferðisofbeldis gegn fötluðum fá dóm Shirley Paceley NÝ 700 fermetra kirkja í Grafar- holti á að vera tilbúin í árslok 2008 og kosta 200 milljónir króna. Fyrir- tækið S.S. verktak ehf. mun byggja kirkjuna og er miðað við að það skili henni fullbyggðri. Kirkjan á að rísa við Kirkjustétt 8. Sóknarnefnd Grafarholtssóknar valdi að auglýsa alútboð og mun það vera í fyrsta sinn sem slík leið er farin við kirkjubyggingu hér- lendis. Valdir voru fjórir verktakar og arkitektafyrirtæki til að taka þátt í útboðinu. Sóknarnefndin skipaði síðan sérstaka dómnefnd sem í áttu sæti fagaðilar til að meta tillögurnar. Niðurstaða dómnefnd- arinnar var að taka bæri tilboði S.S. verktaks ehf. Umsjón með kirkju- byggingunni verður í höndum bygginganefndar safnaðarins. Grafarholtssöfnuður er yngsti þjóðkirkjusöfnuður landsins, stofn- aður 22. október 2003 og er nú nær fimm þúsund manns. Til safnaðar- ins telst Grafarholtshverfið og byggðin sem er að rísa í Úlfars- árdal. Formaður sóknarnefndar er Níels Árni Lund og sóknarprestur er Sigríður Guðmarsdóttir. Ný kirkja í Grafarholti í lok 2008 Tölvuteikning Guðshús Nýja kirkjan við Kirkjustétt 8 í Grafarholti verður 700 m2 og kostar 200 milljónir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.