Morgunblaðið - 22.04.2007, Side 4

Morgunblaðið - 22.04.2007, Side 4
4 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.islandshreyfingin.is VIÐ VILJUM AÐ RÉTTINDI INNFLYTJENDA SÉU VIRT Innflytjendur njóti menntunar sinnar og starfsréttinda Jafnræði ríki á vinnumarkaði með því að erlendum starfsmönnum verði tryggð sambærileg kjör og tíðkast hér á landi. Herða eftirlit með atvinnurekendum vegna óskráðra starfsmanna, kjara þeirra og búsetu Innflytjendur eigi kost á íslenskukennslu á vinnutíma þeim að kostnaðarlausu og sé veittur greiður aðgangur að íslensku samfélagi Unnar verði spár varðandi þróun fjölda nýrra Íslendinga á næstu árum til að unnt sé að gera raunhæfar áætlanir um allt sem snýr að móttöku þeirra Efla starfsemi Alþjóðahúss og Fjölmenningarseturs Að íslensk stjórnvöld samþykki viðauka nr. 12 við Evrópusátt- málann um mannréttindi sem kveður á um algjört bann við kynþáttamisrétti Átak í menntun kennara til að sinna kennslu í fjölmennigarfræðum og gerð námsefnis Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is LIFANDI humar er nú byrjaður að ferðast frá Hornafirði til Belgíu. Fer hann með flutningabíl fyrsta spölinn, en síðan með flugi yfir haf- ið. Humarinn var veiddur í Horna- fjarðardýpi í upphafi síðustu viku og lagði upp ferðina löngu á mið- vikudag. Á föstudag var hann kom- inn til kaupenda í Belgíu, sem voru mjög ánægðir með humarinn, sem var enn allur lifandi. Markaður fyrir hendi Það eru Frumkvöðlasetur Aust- urlands, Hafrannsóknastofnunin, Matís, Sæplast og Skinney Þinga- nes, sem standa að þessum til- raunum og hafa sett upp svokallað humarhótel á Hornafirði. Það eru þeir Guðmundur Gunnarsson, verkefnisstjóri hjá Matís, og Ari Þ. Þorsteinsson, forstöðumaður frum- kvöðlasetursins, sem eru í far- arbroddi fyrir verkefninu. Komið hefur verið upp humargeymslum sem rúma eitt tonn af lifandi humri og eru möguleikar til stækkunar. Þeir félagar segja að nú sé í raun búið að fara yfir allt ferlið frá veið- um til markaðar en stærstu mark- aðirnir séu í Frakklandi og á Spáni. Ljóst sé að hægt sé að geyma humarinn lifandi, hvort sem er til langs eða skamms tíma, en unnið er að þróun á öllum ferlum. Á hótelinu er humarinn kældur niður, þannig að hann eins og leggst í dvala. Hann hægir á allri líkamsstarfsemi og þarf enga fóðr- un. Enn sem komið er, er humarinn veiddur í sérútbúið humartroll og flokkaður í sérstaka kassa úti á sjó, einn humar í hvert hólf, því annars ráðast þeir hver á annan. Það er báturinn Mundi Sæm SF1, sem hef- ur séð um tilraunaveiðarnar. Þeg- ar á hótelið er komið, er humarinn kældur niður fyrir ferðalagið sem þá tekur við. Hann er fluttur í sér- hönnuðum kerum fyrir lifandi humar frá Sæplasti og er í þeim sérstakur búnaður til að dæla ferskum sjó inn í kerin. „Markaðurinn er fyrir hendi og verðið mun hærra fyrir lif- andi humar en frystan. Við stefnum að því að gera tilraunir til að veiða hann framvegis í gildrur, en þannig fæst stærri humar en í trollið. Við getum svo bæði vistað humarinn til skamms tíma á hót- elinu okkar eða til lengri tíma. Það er til dæmis mikið fengið með því að geyma humar frá hausti til jóla, en þá er verðið hæst fyrir hann. Það á líka að vera hægt að bjóða humar allt árið um kring og viðtökurnar ytra eru mjög góðar. Við eigum von á því að humarinn okkar verði kynntur á sjávarútvegssýningunni í Brüssel í þessari viku en það er stærsta slíka sýning í heimi. Við erum því bjart- sýnir á góðan árangur,“ segja þeir Guðmundur og Ari. Fá hærra verð fyrir lifandi humar Ljósmynd/Sigurður Mar Halldórsson Frumkvöðlar Guðmundur Gunnarsson, verkefnisstjóri hjá Matís, með lif- andi humar af hótelinu. Humarinn er sendur til Belgíu. Skelfiskur Á humarhótelinu á Hornafirði hefur hver humar sína einkavistarveru. Humarhótelið á Höfn í Hornafirði er byrjað að senda humar til Belgíu Í HNOTSKURN »Það er til dæmis mikiðfengið með því að geyma humar frá hausti til jóla en þá er verðið hæst fyrir hann. »Það á líka að vera hægt aðbjóða humar allt árið um kring og viðtökurnar ytrta eru mjög góðar. »Humarinn var veiddur íHornafjarðardýpi í upp- hafi síðustu viku og lagði upp ferðina löngu á miðvikudag til Belgíu. RÍFLEGA helmingur (50,9%) svar- enda í skoðanakönnun Capacent Gallup lýsti sig hlynntan því að kom- ið verði á fót varaliði lögreglu sem lið í vörnum landsins. Andvíg voru 40,1% og 9% voru hvorki hlynnt eða andvíg. Konur (58%) lýstu sig frekar fylgj- andi stofnun varaliðsins en karlar (43,7%). Þá nýtur stofnun varaliðs lögreglu mun meiri stuðnings stuðn- ingsmanna ríkisstjórnarflokkanna en stjórnarandstöðunnar. Mestur var stuðningurinn meðal fylgis- manna Sjálfstæðisflokksins (65,2%) og andstaðan mest hjá stuðnings- mönnum VG (57,8%). Stuðningur við stofnun varaliðs virðist í öfugu hlutfalli við menntun. Þannig styðja 61,4% fólks með grunnskólapróf stofnun varaliðs en 44,9% þeirra sem hafa háskólapróf. Niðurstöðurnar fengust með símakönnun Capacent Gallup sem gerð var 10.–16. apríl 2007. Úrtakið var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Í því voru 1.225 manns á aldrinum 18– 75 ára. Svarhlutfall var 61,8%. Meirihluti með stofn- un varaliðs lögreglu Eftir Björn Björnsson GRÓFHREINSUN gatna og lóða á Sauðárkróki, þar sem aurskriða féll að morgni síðastliðins sunnudags, er nú að mestu lokið að sögn Sigurðar Ingvarssonar, starfsmanns tækni- deildar sveitarfélagsins. Hann sagði að ekki yrði farið í að fullhreinsa þessi svæði fyrr en laust yrði við frost. Þá verða einnig hreinsuð öll holræsi en nú eru þau meira eða minna hálffull af aur og leðju. Skemmdir á Villa Nova metnar Fulltrúar frá Húsfriðunarnefnd ríkisins eru væntanlegir til Sauð- árkróks til að meta skemmdir á hinu sögufræga húsi Villa Nova. Þar fylltist kjallari af vatni og aur þann- ig að um 20 sentímetrar voru upp í gólfbita jarðhæðar. Sigurður sagði að á engan hátt væri búið að meta skemmdir á húsum og tjón á gróðri og lóðum sem verst urðu úti í aur- skriðunum. Þórhallur Rúnar Rúnarsson, um- boðsmaður Tryggingamiðstöðvar- innar, sem ábyrgðartryggir Rarik, sagði að enn væri allt í óvissu um hver mundi bæta það tjón sem orðið hefði. Nú væri verið að afla upplýs- inga um virkjunina og meta ástand hennar fyrir óhappið. Þegar er búið að meta innbústjón og flest það sem snéri að íbúunum í húsunum sem verst urðu úti. Á heimasíðu Rarik kemur fram að starfsmenn Rarik og Tryggingamiðstöðvarinnar séu um þessar mundir að skoða bótaskyldu tryggingafélagsins. Þar segir einnig að ef til þess komi að félagið teljist ekki bótaskylt muni Rarik ganga til samninga við tjónþola til að bæta þann miska sem þeir hafi orðið fyr- ir. Jóhann Svavarsson rafstöðvar- stjóri býr í stöðvarhúsinu sem aðal- aurskriðan skall á. Hann sagðist hafa séð þegar flóðbylgjan fossaði niður Nafirnar. Jóhann kveðst þá hafa hlaupið til og ætlað inn í stöðv- arhúsið til að rjúfa rennslið við inn- takið, en átti fótum fjör að launa þegar skriðan skall á húsinu og flæddi svo niður meðfram því. Dýrt að laga virkjunina Jóhann sagði að á næstu dögum myndi stjórn Rarik ákveða hvort og þá hvenær hafist yrði handa við að endurræsa virkjunina. Hann segir ljóst að ef til þess komi muni sú framkvæmd verða mjög kostnaðar- söm. Þá sagði Jóhann að seint yrði fullþakkað fyrir að flest virtist hafa snúist þannig í þessu óhappi, að sem allra minnst tjón yrði. Hann nefndi í því sambandi fyrst og fremst að ekkert manntjón varð, en það hefði vel getað orðið við aðrar kringum- stæður. Eins sagði Jóhann að búið hafi verið að ræsa út allt tiltækt lið vegna rofsins á rafstrengnum, sem líklega varð orsök sprungunnar í stokknum og olli aurskriðunni. Þannig voru allir starfsmenn í við- bragðsstöðu og gátu strax hafist handa við björgunarstörfin. Hreinsun eftir aur- skriðu langt komin Tjónþolum á Sauðárkróki verður bættur skaðinn Flóðmörk Ummerki aurflóðsins sjást greinilega og hve hátt það náði. Mikil mildi þykir að ekkert manntjón varð í þessum hamförum. ENGINN stjórnmálaflokkur hefur svarað spurningu Landssamtaka landeigenda um hvort viðkomandi flokkur hyggist beita sér fyrir breyt- ingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóð- lendna og afrétta frá 1998 eða breyt- ingu á framkvæmd laganna. Landssamtök landeigenda voru stofnuð 25. janúar 2007 og var „til- efnið þjóðlendulögin og aðför að stjórnarskrárvörðum eignarrétti“. Meginkrafa samtakanna er að jörð, með athugasemdalausu og þinglýstu landamerkjabréfi, teljist eignarland. „Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þeirri dæmalausu framkvæmd þjóðlendu- laganna sem þjóðin hefur orðið vitni að undanfarin misseri. Báðir ríkis- stjórnarflokkarnir hafa nú nýlega samþykkt stefnuyfirlýsingu í æðstu valdastofnunum sínum þar sem gef- inn er til kynna vilji til breyttra vinnu- bragða að þessu leyti,“ segir í bréfi frá Landssamtökum landeigenda, sem telja ályktanirnar góðar svo langt sem þær ná en fögrum orðum verði að fylgja sú athöfn að flokkar lýsi yfir, fyrir kosningar hvað þeir hyggist ná- kvæmlega fyrir í þessum efnum. Samtökin hafa óskað eftir fundi með fjármálaráðherra til að fá svör við spurningum sínum og beina þeirri spurningu til allra flokka sem bjóða fram til Alþingis í vor hvort ætlunin sé að breyta þjóðlendulögunum strax í upphafi kjörtímabils eða breyta framkvæmd núverandi laga, komist viðkomandi flokkur til valda. Vilja svör fyrir kosningar Flokkarnir svara ekki landeigendum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.