Morgunblaðið - 22.04.2007, Side 10

Morgunblaðið - 22.04.2007, Side 10
10 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ LÝÐRÆÐI 21. ALDAR Í flestum lýðræðisríkjum heims felst lýðræðið í að kjósendur velja sér fulltrúa, sem gæta eiga hagsmuna almennings. Slíkt fulltrúalýðræði er t.d. hér á landi og styttist nú í að kjósendur velji sér fulltrúa á Alþingi til næstu fjögurra ára. Beint lýðræði, þar sem kjósendur geta milliliðalaust tekið ákvarðanir um þau mál sem þá skipta miklu, er æ meira rætt. Almenningur er nú jafn upplýstur og þeir fulltrúar, sem valdir eru til að gæta hagsmuna hans, eða hefur a.m.k. aðgang að öll- um sömu upplýsingum, þótt auðvit- að sé misjafnt hversu vel fólk nýtir sér slíkan aðgang. Liðin er sú tíð, þegar stjórnvöld ein sátu að öllum upplýsingum sem þurfti til að taka vel grundaðar ákvarðanir. Fyrir réttum tíu árum birti viku- ritið The Economist úttekt, þar sem rakið var hve mjög heimurinn hefði breyst frá því að fulltrúalýðræðið festist í sessi og færð voru rök fyrir beinu lýðræði. Morgunblaðið birti þessa umfjöll- un The Economist í sérstökum blað- auka. Þar sagði m.a.: „Vera kann að sú hugmynd að stjórn fólksins þýddi í raun ekkert annað en það að leyfa fólkinu öðru hverju að kjósa þing og kannski forseta, sem síðan tækju all- ar ákvarðanir milli kosninga, hafi virst sannfærandi að einhverju leyti á 19. öld og á fyrri hluta þessarar. En jafnvel þá létu Svisslendingar ekki sannfærast: Þeir komu þjóð- aratkvæðiskerfinu á fót fyrir 130 ár- um og það virkaði vel. En í huga flestra á þessum tíma virtist mik- ilvægt að einungis lítill hluti þjóð- arinnar hafði fengið þokkalega menntun, átti nóga peninga, hafði greiðan aðgang að upplýsingum sem vörðuðu almannahag og nægan frí- tíma til að nýta þær upplýsingar. Því bæri að leyfa þessum minnihluta að mynda hina pólitísku stétt, sem Morgunblaðið/Júlíus Mikið hefur verið rætt um kosningar á landsvísu og á sveitarstjórnarstigi undanfarin ár. Ekki eru allir á einu máli um hversu mikið vægi slíkar kosningar eigi að hafa og hvort stjórnmálaflokkar séu jafnvel úrelt fyrirbrigði. Eftir Pétur Blöndal og Ragnhildi Sverrisdóttur pebl@mbl.is, rsv@mbl.is  HVENÆR Á ÞJÓÐIN AÐ KJÓSA? „… minnti mig óneitanlega á Skugga vindsins … hélt mér fanginni frá upphafi til enda og nú langar mig í meira.“ Ingibjörg Rögnvaldsdóttir / bokmenntir.is „Bók sem ma›ur gleypir í sig.“ Vikan Einstök lestrarnautn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.