Morgunblaðið - 22.04.2007, Page 18

Morgunblaðið - 22.04.2007, Page 18
18 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Erlent | Nýir valdhafar í Póllandi hyggjast hreinsa gamla kommúnista úr stjórnkerfinu og hafa nú beint spjótum sínum að Wojciech Jaruzelski, fyrrverandi leiðtoga landsins. Snyrtivörur |Ef marka mætti fyrirheitin myndu margar snyrtivörur flokkast undir lyf. Tíska | Brjóstahaldarinn er hundrað ára og segja óljúgfróðir að enn megi betrumbæta hann. Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is HANN er nú 83 ára gamall og ekki verður séð að hann hafi gerst bros- mildari með aldrinum. Raunar var steinrunnið andlit Wojciech Jaru- zelski ásamt dökku gleraugunum löngum eins konar táknmynd komm- únismans í Póllandi. Nú á hershöfð- inginn fyrrverandi allt að tíu ára fangelsisdóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur um að hafa framið „kommúnískan glæp“ er hann lýsti yfir herlögum 13. desem- ber árið 1981. Í ákærunni, sem birt var Jaru- zelski á þriðjudag, segir og að hann hafi farið fyrir „vopnuðum glæpa- samtökum“ og er þannig vísað til pólska kommúnistaflokksins. Jaru- zelski var aðalritari flokksins frá 1981 til 1989 og bar titil forseta frá 1989 til 1990. Herlögin settu stjórn- völd til að brjóta á bak aftur starf- semi Samstöðu, óháðu verkalýðs- hreyfingarinnar, sem andófs- maðurinn Lech Walesa fór fyrir, og hafði að markmiði að frelsa þjóðina undan oki kommúnismans. Herlög- unum fylgdu miklar hörmungar, tugir manna voru drepnir í átökum stjórnarandstæðinga og öryggis- sveita kommúnista og þúsundir manna voru teknar höndum. Árið 1998, níu árum eftir hrun kommúnismans í Mið- og Austur- Evrópu, komu stjórnvöld í Póllandi á fót svonefndri Þjóðarminningar- stofnun Póllands (p. „Instytut Pa- mieci Narodowej“) í því skyni að rannsaka glæpaverk, sem unnin voru í nafni nasisma og kommún- isma þar eystra. Stofnun þessi vann að rannsókn á máli Jaruzelskis. „Markmið okkar er að uppfylla skyldu okkar við pólska ríkið og þjóðina sem og við alla þá sem máttu þola óréttlæti og auðmýkingu á þeim tíma sem herlögin voru í gildi,“ segir Andrzej Drogon, einn starfsmanna stofnunarinnar. Stofnun þessi hefur mjög látið til sín taka í Póllandi á síðustu árum og starfsemin hefur eflst til muna frá því tvíburabræðurnir Lech og Jar- oslaw Kaczynski, leiðtogar flokksins Laga og réttar, hófust til valda þar eystra árið 2005. Bræðurnir, sem eru vægt til orða tekið afar umdeildir stjórnmálamenn (Lech er forseti Póllands, Jaroslaw forsætisráð- herra), voru báðir virkir þátttakend- ur í frelsisbaráttu Samstöðu. „Hreinsunarlögin“ Bræðurnir höfðu boðað að komm- únisminn skyldi upprættur með öllu í Póllandi kæmust þeir til valda. Og það loforð hyggjast þeir sýnilega efna. Sett voru svonefnd „hreinsun- arlög“, sem í fyrstu tóku eingöngu til þingmanna, ráðherra og annarra hátt settra embættismanna, senni- lega alls um 30.000 manns. Tilgang- urinn er sá, að hafa upp á þeim sem áttu samstarf við kommúnista í valdatíð þeirra. Er viðkomandi gert að undirrita yfirlýsingu þess efnis að hann hafi ekki verið samstarfsmaður kommúnista. Þeir sem neita að und- irrita yfirlýsinguna eða eru staðnir að lygum eiga yfir höfði sér brott- rekstur úr starfi. Í marsmánuði ákváðu Kaczynski-bræður að út- víkka gildissvið „hreinsunarlag- anna“ og taka þau nú til tæplega 750.000 manna. Blaðamönnum, fræðimönnum, stjórnendum ríkis- fyrirtækja, skólastjórum, diplómöt- um og lögfræðingum hefur verið bætt á listann. Á síðustu mánuðum hafa um 1.200 lögreglumenn, sem gengu erinda kommúnistastjórnar- innar, sagt upp störfum. Innan sem utan Póllands hafa ýmsir orðið til að líkja framgöngu stjórnvalda við „nornaveiðar“. Kac- zynski-bræður láta slíka gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Í jan- úarmánuði neyddist erkibiskupinn í Varsjá til að láta af embætti sökum ásakana um að hann hefði verið sam- starfsmaður kommúnista. Nokkrir tugir presta hafa verið úthrópaðir sem leiguþý kommúnista og hefur þetta reynst álitshnekkir fyrir kat- ólsku kirkjuna í Póllandi, sem löngum veitti ofsóttum skjól. „Hreinsunarlögin“ hafa skapað djúpstæðan klofning í Póllandi. Ráðamenn segja slíkar „hreinsanir“ löngu tímabærar og vísa m.a. til þess að gamlir kommúnistar hafi margir hverjir hagnast vel á umskiptunum þegar frjáls markaðsbúskapur var tekinn upp í stað hinnar sósíalísku miðstýringar. Þeir sem áður kúguðu þjóðina séu nú margir hverjir í bestu störfunum. Spilling eitri þjóðlífið og hana beri að uppræta, sem og tengslanet kommúnista og sam- starfsmanna þeirra í viðskiptalífinu og innan stjórnsýslunnar. Andstæðingarnir segja alltof langt gengið og má í þessum hópi finna marga þeirra sem gengu fram af einna mestri dirfsku í andófinu. Réttarhöld yfir Wojciech Jaru- zelski sýnast líklegri en hitt til að magna enn upp deilu þessa í Pól- landi. Margir Pólverjar hafa ákveðna samúð með Jaruzelski og telja hann hafa staðið frammi fyrir tveimur skelfilegum valkostum; að setja herlög með tilheyrandi vald- beitingu eða hafast ekkert að og kalla þannig yfir Pólverja innrás Sovétmanna og hugsanlega annarra ríkja Varsjárbandalagsins. „Þetta var martröð“ Jaruzelski hefur og oftlega iðrast gjörða sinna m.a. í sjónvarpsræðu árið 1990. Í viðtali við bandaríska dagblaðið The New York Times ár- ið 1993 sagði hershöfðinginn fyrr- verandi að herlögin hefðu líklega komið í veg fyrir hernaðaríhlutun af hálfu Sovétmanna með tilheyr- andi blóðsúthellingum. „En ég harma þetta mjög. Þetta var mar- tröð. Þessi þungbæra reynsla þjak- ar mig mjög og mun gera það alla mína ævidaga,“ sagði Jaruzelski og bætti við að hann myndi frekar skjóta sig í höfuðið en endurtaka þennan gjörning. Í desember 1981 hafði Samstaða öðlast slíkan styrk í samfélagi Pól- verja að stjórnvöld fengu ekki við ráðið. Þeir sem sýna málstað Jaru- zelskis skilning telja víst, að sagan hafi verið honum ofarlega í huga er hann ákvað að beita hermönnum og skriðdrekum gegn samborgurum sínum; ekki verður því á móti mælt að Sovétmenn höfðu ítrekað sýnt að þeir hikuðu ekki við að beita her- valdi gegn sérhverri þeirri ógnun, sem þeir fengu greint við komm- únismann í Mið- og Austur-Evr- ópu. Það höfðu þeir gert í Austur- Berlín 1953, í Poznan í Póllandi 1956, í Búdapest sama ár og í Prag 1968. Því fer á hinn bóginn fjarri að þessi sögulega túlkun sé viðtekin. Pólskir lögfræðingar halda því m.a.s. fram að herlögin hafi brotið gegn sjálfum ákvæðum stjórnar- skrárinnar, sem kommúnistar höfðu smíðað! Fjendur Jaruzelskis staðhæfa margir að sovésk gögn sýni að skýringar hans fái ekki staðist. Sovétmenn hafi t.a.m. hafn- að beiðni Jaruzelskis um hernaðar- aðstoð árið 1981. Fyrir honum hafi vakað það eitt að tryggja völd flokks kommúnista og hefta framþróun borgaralegs samfélags. Vafalaust verður mikill fjöldi sögulegra gagna lagður fram komi til réttarhalda yfir Jaruzelski. Hann fékk árið 1990 hrundið sams konar ákæru á hendur sér og nú hefur verið lögð fram. Síðustu mán- uðum hefur hann varið í lestrasal Minningarstofnunarinnar í Varsjá þar sem hann undirbýr vörn sína. Er Jaruzelski sagði af sér embætti forseta árið 1990 kvaðst hann vona að sér mætti auðnast að njóta ell- innar og sinna helsta áhugamálinu, garðrækt. Sú ósk hans hefur ekki ræst. Þrjótur eða föðurlandsvinur? Reuters Herstjóri Wojciech Jaruzelski í viðtali, sem tekið var fyrir réttu ári. Hann hefur sagst iðrast herlaganna en margir telja slík ummæli duga skammt. ERLENT» Í HNOTSKURN»Wojciech Jaruzelski fædd-ist 6. júlí 1923 nærri Bialy- stok í austurhluta Póllands. Fjölskylda hans tilheyrði aðl- inum og flúði til Litháen í kjöl- far griðasáttmála Hitlers og Stalíns 1939. Sökum uppruna síns voru Jaruzelski og faðir hans fluttir í útlegð til Síberíu. Faðir hans lést í „gúlaginu“. »Jaruzelski gekk til liðs viðpólska herinn og tók þátt í orrustunni um Berlín. Hann varð hershöfðingi aðeins 33 ára. Jaruzelski tók þátt í inn- rásinni í Tékkóslóvakíu 1968. Hann varð varnarmálaráð- herra sama ár, þá 45 ára, og tólf árum síðar tók hann við embætti aðalritara Komm- únistaflokksins. Árið 1981 setti hann herlögin og framdi þannig glæp þann sem hann hefur nú verið ákærður fyrir. Wojciech Jaruzelski, fyrrum leiðtogi pólskra kommúnista, hefur á ný verið ákærður fyrir að hafa framið „kommúnískan glæp“ er herlög voru sett árið 1981 til að hefta frelsisbaráttu þjóðarinnar VIKUSPEGILL» REUTERS „Hreinsunarlög“ Lech Kaczynski, hinn umdeildi forseti Póllands, vill knýja fram allsherjar uppgjör við einræðið, kúgunina og kommúnismann. Samstarfssjóður Nuuk- Reykjavíkur-Þórshafnar auglýsir eftir styrkumsóknum fyrir árið 2007 Reykjavíkurborg er aðili að sjóði höfuðborga Færeyja, Grænlands og Íslands. Sjóðurinn hefur að markmiði að efla skilning og samstarf, milli þessara borga íbúa þeirra, samtaka og stjórnmálamanna og veita fjárstyrki til verkef- na sem þjóna þessum markmiðum. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til verkefna sem tengjast samskiptum milli bæjanna og efla tengsl þeirra með einhverjum hætti, t.d. á sviði menningar, fræðslu eða íþrótta. Í umsókn skal lýsa fyrirhuguðum verkefnum ítarlega, fyrirkomulagi þeirra, tímasetningu og kostnaði. Skriflegri umsókn skal beint til: Samstarfssjóður Nuuk-Reykjavíkur-Þórshafnar b.t. skrifstofu borgarstjórnar Ráðhúsi Reykjavíkur 101 Reykjavík Umsóknir berist eigi síðar en föstudaginn 18. maí n.k. og koma umsóknir sem síðar kunna að berast ekki til afgreiðslu. Sérstök umsóknareyðublöð fást í upplýsingum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, s: (354) 411 4702. Stjórn sjóðsins mun afgreiða umsóknir í ágúst n.k. Reykjavík, 17. apríl 2007 Borgarstjórinn í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.