Morgunblaðið - 22.04.2007, Side 21

Morgunblaðið - 22.04.2007, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 21 »Mér finnst bæði dapurt ogsárt að þurfa að upplifa brunann og átökin við eldinn og sjá smám saman þessar afleið- ingar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri á vettvangi er stórbruni varð á miðviku- dag í miðborg Reykjavíkur. » Það er verið að rannsaka allaþætti og þar á meðal hvort eldurinn hafi kviknað af manna- völdum. Stefán Eiríksson , lögreglustjóri höf- uðborgarsvæðisins, um eldsvoðann. » Þetta er það versta sem gatgerst og á versta stað. Bjarni Kjartansson , sviðsstjóri forvarn- arsviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, um brunann mikla. Talið er að eldurinn hafi kviknað fyrir innan klæðningu í lofti söluturnsins Fröken Reykjavík. » Svo vil ég bara hvetja allaforeldra til þess að kaupa kannski einni pitsunni færra og kaupa þess í stað almennileg dagblöð. Guðrún Helgadóttir rithöfundur ræddi um lestur barna í síðdegisútvarpi Rásar 2 á miðvikudag er rætt var um þjóðargjöf Glitnis og félags íslenskra bókaútgefenda. »Ég gat einfaldlega ekki lesiðþessi viðtöl og síðan haldið áfram að drekka mitt morg- unkaffi eins og ekkert hefði í skorist. Sigurborg S. Guðmundsdóttir viðskipta- fræðingur, sem lýst hefur yfir áhuga á að skjóta skjólshúsi yfir íraska konu, sem er landflótta í Jórdaníu og Davíð Logi Sig- urðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, sagði frá í grein um liðna helgi. »Ef þetta hefði gerst að nóttutil veit enginn hvað hefði get- að gerst. Tryggvi Þór Haraldsson , forstjóri RA- RIK, eftir að aurflóð hafði fallið ofan við Lindargötu á Sauðárkróki á sunnudag. » Þetta er svo mikil breytingað ég á erfitt með að skilja að loftslagið eitt valdi þessu. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur um rýrnun jökla landsins. »Við teljum að hún muni,fyrr eða síðar, lækka lítið eitt. Ég get ekki verið nákvæm- ari. Davíð Oddsson um gengi krónunnar. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Júlíus Eyðilegging Slökkviliðsmenn þóttu vinna afrek í brunanum mikla. þurfa að spara sérstaklega við sig. Valið gæti staðið á milli þess og mán- aðarskammts af splunkunýju kremi, ReVive Peau Magnifique, sem bandarískur lýtalæknir hannaði, og kostar um 130 þús. kr. Áreiðanlega velktust ekki margir í vafa ef þau lof- orð stæðust 100% að hrukkurnar minnkuðu um 45% og notkunin jafn- aðist á við að færa klukkuna aftur um fimm ár. Nýja L’Or de Vie krem- ið frá Dior er nánast ódýrt í sam- anburðinum á aðeins 32 þús. kr., en kannski minnkar það hrukkurnar ekki nema um 15%. Niðurstaðan Rannsóknarleiðangur Regans varð ekki til þess að hún sannfærðist um áhrifamátt kremanna. Þvert á móti varð það hennar fyrsta verk að henda út úr baðskápnum heima hjá sér snyrtivörum, sem hún hafði áður keypt í alltof góðri trú. Núna kveðst hún aðeins hafa maskara, hyljara (concealer), varalit og rakakrem með sólarvörn í snyrtiveskinu sínu. Raunar kom henni einna mest á óvart hve húð hennar reyndist illa farin af völdum sólarinnar og því ráðleggur hún notkun rakakrems með sólarvörn. Hárnæring, sérstak- lega ætluð fyrir litað hár og hár með strípum, fékk einnig náð fyrir augum hennar. Áður hafði hún keypt hár- næringu af handahófi, en eftir að sérfræðingarnir skiptu hári hennar í miðju og prófuðu formúluna fyrir lit- aða hárið öðru megin og venjulegu gerðina hinu megin sá hún augljósan mun. Hvað snyrtivörur áhrærir, sem eiga að hægja á öldrunarummerkj- um, segir Regan að fólk ætti að vera á varðbergi og lesa smáa letrið í glæstum auglýsingum tímaritanna, þar séu oft fyrirvarar, sem gangi al- gjörlega á skjön við fagurgala aug- lýsingarinnar í heild. Þrátt fyrir ýmis sérkennilegheit og þversagnir í fegrunargeiranum neitar Regan því staðfastlega að fégráðugir loddarar ráði þar ríkjum. Ástæða sé til að binda vonir við ým- islegt, sem verið er að þróa og bygg- ist á traustum vísindalegum grunni. Niðurstaða Regans er sáraeinföld: Snyrtivörur eru ekkert töfralyf og þær dýrustu eru ekki endilega best- ar. Auglýsingarnar lofa meiru en efni standa til, en þær, ilmurinn og umbúðirnar freista fólks hvað mest til að borga vöruna allt of dýru verði. Auki slíkt því hamingju, sé allt í lukkunnar standi, þótt vitaskuld væri peningunum miklu betur varið í annað, til dæmis sólarlandaferð – en þó með rakakrem, sem inniheldur sólarvörn í farteskinu. böndum og litum og gæti einnig skipt um skálastærð. Ekki er víst að framleiðendur brjóstahaldara vildu setja á markað svo margnota haldara. Ætli þeir ótt- uðust ekki að konur keyptu færri stykki? Konur eru allavega eins og stendur ófeimnar við að eiga marga haldara en undirfatamarkaðurinn er virði um 325 milljarða króna á ári í Bretlandi. Margar búðir hafa þess vegna aukið þjónustu sína í kringum haldarana hvað varðar aðstöðu og mátanir. Brjóst kvenna að stækka Þessi tala kemur fram í grein breska blaðsins Daily Telegraph en þar segir einnig að brjóst kvenna hafi stækkað síðustu ár. Samkvæmt undirfatakeðjunni La Senza hefur meðal brjóstahaldarastærðin farið úr 75B í 80C og eftirspurn eftir brjóstahöldurum í DD og stærri stærðum hefur aukist jafnt og þétt. Alessandro Pinna, markaðsstjóri Invista, eiganda Lycra, horfir björt- um augum á framtíðina. „Síðustu hundrað ár hafa verið mjög spenn- andi í sögu brjóstahaldarans og vinnum við nú hörðum höndum að því að tryggja að næstu hundrað ár verði jafn byltingarkennd. Framtíð- artækni á eftir að hjálpa okkur að framleiða þróaðri brjóstahaldara sem sameina það að passa vel og vera þægilegir, eins og konur vilja, kynþokkanum sem karlmenn óska eftir, og þar með brúa bilið sem þessi könnun hefur leitt í ljós.“ Jahá! Ef fyrirtækinu tekst þetta er það áreiðanlega með söluvænan brjóstahaldara í höndunum.    VELFERÐ FYRIR ALLA! Opinn fundur með framboðum til Alþingiskosninga á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 24. apríl kl. 20.00 Fundarstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttastjóri. FJÖLMENNUMÁ GRANDHÓTEL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.