Morgunblaðið - 22.04.2007, Síða 28

Morgunblaðið - 22.04.2007, Síða 28
kvikmyndagerð 28 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ P ersónur í heimilda- myndum eru söguhetjur og þannig þarf að mynda þær en ekki bara eins og fólk sem er að láta okkur í té upplýsingar. Ég tek myndirnar af þeim af því að mér þykir vænt um persónurnar, þær verða að finna það, jafnvel þó að ég sé ekki endilega sammála þeim,“ segir líbanski kvikmyndagerð- armaðurinn Jacques Debs. Vegamynd hans, Múslímar í Evr- ópu, Kristnir í Miðausturlöndum, Brotnir speglar, var sýnd í Fjala- kettinum í Reykjavík fyrir skömmu. Þar ferðast hann með kvikmyndavél um átakasvæði frá Sarajevo til Jerú- salem, svæði á mótum tveggja trúarbragðaheima þar sem deilur trúflokka og þjóðarbrota hafa oft verið „leystar“ með blóðugum bar- dögum – og síðan sprottið aftur fram seinna, tvíefldar, aftur og aft- ur. Eins og Debs segir þá er stríð ekki lausnin. Gerð myndarinnar tók þrjú ár. Karlar og konur í umræddum lönd- um tjá sig um lífið, öll syngja amk. einn söng og reynt er að veita okkur innsýn í flókna sambúð hinna ólíku hópa í þessum löndum með því að láta fólk hugsa upphátt. Debs vill reyna að byggja brýr með því að beina athyglinni að dag- legu lífi viðmælenda sinna, sýna hvað við eigum margt sameiginlegt og leggur áherslu á vonina. En hann reynir ekki að predika neina draum- óra heldur viðurkennir að við erum breysk og oft fordómafull, ekki sjálf- um okkur samkvæm. Sjálfur er Debs kristinn Líbani að uppruna, úr söfnuði svonefndra maroníta sem er sérstök deild kaþ- ólikka í Miðausturlöndum og að sjálfsögðu með mun eldri rætur en íslam. Maronítar nota hina fornu arameísku, öðru nafni sýrlensku, við trúarathafnir sínar en arameíska er semitískt mál eins og hebreska og arabíska. Tungan var að áliti fræði- manna móðurmál Krists. Debs starfar nú hjá fransk/þýsku sjónvarpssstöðinni Arte en eig- inkona hans, Marie Arnaud, er frönsk og einnig þekktur kvik- myndagerðarmaður. Kynni Debs af Íslandi hófust fyrir tveim árum þeg- ar hann kom hingað á Panorama- kvikmyndahátíðina og hefur hann nú komið hingað alls fjórum sinnum. Debs er trúaður maður og fer gjarnan í kirkju í þeim löndum sem hann heimsækir. Í Hallgrímskirkju heyrði hann Sverri Guðjónsson kontratenór æfa Óttusöngva á vori eftir Jón Nordal og fékk hann í kjöl- farið til að syngja fyrir sig í heimild- armyndinni um múslíma í Evrópu og kristna í Miðausturlöndum. Syngur Sverrir þar m.a. faðirvorið á arame- ísku. Ætlunin er að Sverrir syngi einnig í næstu mynd Debs. En hvernig hófst ferillinn? Deilur við föðurinn „Faðir minn vildi ekki að ég yrði kvikmyndagerðarmaður, ég átti að verða lögfræðingur,“ segir Debs. „Hann féllst loks á að borga fyrir mig farið aðra leiðina til Moskvu og þangað fór ég átján ára gamall árið 1975. Þar var ég í fimm ár og lauk námi í kvikmyndagerð við háskóla og lærði rússnesku. Þetta var hörku- nám og mjög skemmtilegt, mjög ár- angursríkt þó að þetta væri á stöðn- unartíma sem kenndur var við Brezhnev Sovétforseta. Ég hef framleitt eða búið til alls um 100 heimildakvikmyndir og sjón- varpsmyndir, hef líka skrifað skáld- sögu og bækur sem tengjast heim- ildamyndum sem ég gerði. Myndirnar höfða meira til tilfinn- inga okkar en hugsunar, þess vegna er gott að útskýra sumt af efni þeirra með því að skrifa. Bók er önn- ur nálgun. Ég gerði myndina um hlutskipti múslíma á Balkanskaga í Evrópu og kristinna minnihlutahópa í Miðaust- urlöndum með því að ferðast frá Sa- rajevo í Bosníu til Jerúsalem. Ég kýs fremur að ferðast í fyrstu um svæðið án þess að vera með tökuvél, aðeins ljósmyndavél, ég vil tala fyrst við fólkið sem ég fjalla um, borða með því. Við þurfum öll tíma til að velta hlutunum fyrir okkur. Síðan sagði ég þeim sem ég vildi að kæmu fram í myndinni að nú þyrfti ég að afla peninga til að gera myndina, ég myndi koma aftur og heimsækja þau eftir eitt ár. Ég var stöðugt í sambandi við þau, notaði tölvupóst og síma. Loks kom ég aft- ur og tók myndina. Þannig vinn ég alltaf mínar heimildamyndir, tíminn er mjög mikilvægur þáttur í gerð allra mynda, ég undirbý tilfinn- ingalega jarðveginn eins vel og ég get. Það er ekki nóg að tala við fólkið. Það þarf líka að miðla okkur fegurð sinni, öfugt við það sem gerist svo mikið í fréttamiðlunum þar sem allt of mikil áhersla er lögð á að gramsa í sorpinu. Það er alltaf svo auðvelt, hægt að stunda þá iðju í öllum lönd- um, jafnvel í fallegu landi eins og Ís- landi. En það er afstaða letingjans að leita alltaf í ruslið og sóðaskapinn, ljótleikann. Ég held uppi vörnum fyrir feg- urðina í myndum mínum og vil finna það sem er gott, þrátt fyrir allt, leita þess jákvæða.“ – Þú segir frá ungum manni í Sa- rajevo, hann lenti í ástarsorg og gerðist fífldjarfur hermaður, var ekki neitt hræddur við dauðann, hélt hann. Seinna særðist hann og þá rann af honum mesti móðurinn... „Já og nú er hann ljóðskáld, meira að segja gott skáld. En í myndinni er líka kona af tyrkneskum ættum, hún er vinsæll sjónvarpsfréttamaður í Makedóníu og segir mjög neikvæða hluti um þjóðarbrot Albana. Hún er samt brosleit og viðkunnanleg. Eitt af því sem ég vil koma á framfæri er að það er hægt að brosa en gera um leið slæma hluti, það er hægt að brosa og drepa um leið. Við erum þannig innréttuð. Og þessi kona er rasisti en ég vildi sýna að lífið er líka svona undarlegt. Sjáum ekki lífið nógu skýrt Fólk getur sagt að það elski alla en ekki þennan þarna. Af hverju ekki Albana líka? Þetta er þversögn og þess vegna nota ég það sem eins konar þema í myndatökunni, við erum eins og brotin, sjáum ekki lífið nógu skýrt. Mynd af persónunni sem talar hverju sinni sést alltaf samtímis í minnst tveim brotnum speglum. Ég er alltaf hrifinn af lausnum þar sem notuð er myndræn skýring en ekki orð til að tjá hugsunina að baki og datt í hug að gera speglana að þema þó að mest athyglin beinist að sjálf- sögðu að þeim sem talar. En þetta var oft flókið í framkvæmd og kost- aði margar tilraunir! Ég vildi líka með þessu benda á að við erum flókin, sjálfsvitund okkar margbrotin og viðkvæm. Ég er sjálf- ur kristinn, ég er líka Líbani, líka arabi, ég er frá Miðjarðarhafslandi, ég er frönskumælandi. Ég hef margs konar vitund þó að ég sé bara ein persóna. Það er mjög sjaldgæft að hitta einhvern sem lætur duga að nefna eina skilgreiningu á sjálfum sér, við erum ekki þannig lengur. Við vitum oft ekki hvað við erum en „Held uppi vörnum fyrir fegurðina Gagnrýninn Líbanski kvikmyndagerðarmaðurinn Jacques Debs er ekki hrifinn af fíkn margra fjölmiðla í óhroð- ann: „En það er afstaða letingjans að leita alltaf í ruslið og sóðaskapinn, ljótleikann.“ Líbanski kvikmyndagerðarmaðurinn Jacques Debs vill reyna að byggja brýr með heimild- armyndum sínum. Kristján Jónsson ræddi við Debs um mynd hans um múslíma og kristna og ýmislegt fleira. »Ég kýs fremur aðferðast í fyrstu um svæðið án þess að vera með tökuvél, aðeins ljós- myndavél, ég vil tala fyrst við fólkið sem ég fjalla um, borða með því. »Ég leyfi margs konarsjónarmiðum að birt- ast og ef þú tekur ekki einstrengingslega af- stöðu með einum að- ilanum í þessum löndum ertu talinn svikari. Morgunblaðið/RAX
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.