Morgunblaðið - 22.04.2007, Síða 29

Morgunblaðið - 22.04.2007, Síða 29
stundum verður að velja og hafna, ákveða hvað við viljum vera. Þetta er oft erfitt val en ef við viljum njóta lífsins verðum við að sætta okkur við að það sé erfitt og flókið. Kristnir menn eru minni- hlutahópur í Miðausturlöndum en eiga sér þó 2000 ára sögu þar. Saga múslíma á Balkanskaga er að vísu varla meira en 1000 ára en sjálfsvit- und beggja hópanna er um sumt svipuð. Þess vegna vildi ég gera eina mynd um þá báða til að minna á að báðir eiga við sama vandann að stríða í samskiptum við aðra á svæð- inu en eiga líka í innri baráttu.“ – Hefurðu fengið að sýna myndina í þessum löndum, á Balkanskaga, í Tyrklandi, Sýrlandi? „Það er alls ekki hægt í Tyrklandi, útilokað, erfitt í Líbanon, kannski hægt í Ísrael. Það er ekki auðvelt á Balkanskaga, enn er mikil spenna í Kosovo og Bosníu milli þjóðarbrota og trúflokka. Ég leyfi margs konar sjón- armiðum að birtast og ef þú tekur ekki einstrengingslega afstöðu með einum aðilanum í þessum löndum ertu talinn svikari. Og ég vil ekki skipa mér í flokk, ekki einu sinni í Líbanon, þó að ég leyni því alls ekki að ég sé kristinn.“ – Líbanon hefur síðustu áratugina verið nær stöðugt í heimsfréttum vegna átakanna þar. Hvað veldur þessum átökum? „Það er rétt, Líbanon hefur verið allt of mikið í fréttum! Fyrir rúmlega hálfri öld var barist í Evrópu en nú eru átökin í okkar heimshluta, ég held að þessi árátta búi í okkur og brjótist öðru hverju út víðsvegar um heiminn. Kannski það sé núna komið að okkur að haga okkur heimskulega og eins og við séum andsetin, rétt eins og Evrópumenn bæði á 19. og 20. öld. Þetta er skelfilegt. Stríð er alltaf versta lausnin, hvar sem er í heim- inum. Ég þekki þetta af eigin reynslu. Líbanon er mjög sérstakt land, það er einstakt. Þetta er eina ríkið í heimi íslams þar sem kristnir voru til skamms tíma meirihluti íbú- anna, þeir eru það ekki lengur, margt kristið fólk hefur flúið land vegna átakanna síðustu áratugi. Ástæðan fyrir því að Líbanon var stofnað var þetta stóra þjóðarbrot kristinna á svæðinu, annars hefði það á sínum tíma verið gert að hluta Sýrlands eða einhvers annars stærra grannríkis. En þarna voru kristnir, múslímar og Drúsar á litlu svæði. Líbanon naut alltaf mikillar sjálfstjórnar í gegnum aldirnar, hvort sem ríkjandi heims- veldi á svæðinu var veldi araba eða ottómanna [Tyrkja]. Sýrlendingar eru farnir með herlið sitt og Ísraelar hafa líka hörfað en það er ljóst að við þurfum eftir sem áður að finna lausn á okkar eigin deilum,“ segir Jacques Debs. í myndum mínum“ kjon@mbl.is Í minnihluta Mikssyyé segist vera hundrað ára gömul, hún tilheyrir forn- um söfnuði kristinna úr þjóðarbroti er talar arameísku/sýrlensku og býr í bænum Midyat Sout í austanverðu Tyrklandi. Hún rifjar í mynd Debs upp blóðugar ofsóknir gegn trúflokki sínum árið 1915. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 29 Síðumúla 3, sími 553 7355 Full búð af nýjum vörum Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. Náttföt Undirföt Sundföt 23.-28. apríl 30-40% afsláttur af völdum Lejaby-vörum -dagar IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARÁÐUNEYTI OLÍULEIT VIÐ ÍSLAND Kynning á áætlun og umhverfismati vegna hugsanlegrar olíuleitar á Drekasvæði við Jan Mayen hrygginn Í fundarsal Orkustofnunar, Grensásvegi 9 mánudaginn 23. apríl, kl. 13.00-16.00 13.00-13.10 Aðdragandi og undirbúningur Hreinn Hrafnkelsson, iðnaðarráðuneyti 13.10-13.25 Olíuleit á Drekasvæði Kristinn Einarsson, Orkustofnun 13.25-13.35 Lagarammi og stjórnsýsla Kristín Linda Árnadóttir, umhverfisráðuneyti 13.35-13.50 Hugsanleg efnahagsleg áhrif olíuleitar á Drekasvæði Benedikt Valsson, fjármálaráðuneyti 13.50-14.05 Jarðfræði og mögulegar olíulindir á Drekasvæði Bjarni Richter, Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) 14.05-14.20 Veðurfar og ástand sjávar á Drekasvæði Ásdís Auðunsdóttir, Veðurstofu Íslands 14.20-14.35 Kaffi 14.35-15.00 Lífríki sjávar, veiðistofnar og fuglalíf á Drekasvæði Karl Gunnarsson, Hafrannsóknastofnun 15.00-15.30 Hugsanleg áhrif olíuleitar á umhverfið á Drekasvæði Kristján Geirsson, Umhverfisstofnun 15.30-15.50 Umræður 15.50-16.00 Samantekt og næstu skref Hreinn Hrafnkelsson, iðnaðarráðuneyti Fundarstjóri: Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneyti Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.