Morgunblaðið - 22.04.2007, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 22.04.2007, Qupperneq 30
umhverfismál 30 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sumarhúsið & Garðurinn Abacus á Íslandi Allianz á Íslandi All Senses “Upplifðu allt á Vesturlandi” Asar ehf Gljúfrasteinn - Laxness safn Hótel Glymur Ferðamannasetur Hvanneyri Ullarsetrið Sveitafitness Búvélasafnið Landbúnaðarháskólinn Fossatún Snorrastofan í Reykholti Ferðaþjónustuan Húsafelli Hraunsnef Sæferðir Hótel Framnes Hótel Ólafsvík Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Hótel Hellnar Ensku Húsin við Langá Landnámssetur Íslands Hótel Hamar Hamarsvöllur Leynir Golfvöllur A-Skaftafellssýsla Atlantsolía Áburðaverksmiðjan Áfangar Ásútgáfan Bátar og sport ehf Billjón ehf - Floridahús. BM Vallá Bókaútgáfan Salka ehf Borgarhús ehf Bos ehf Borgarplast hf Dúkþak ehf Edda Hótel Enjo á Íslandi EON arkitektar - Hljómskál- agarður Eyrfeld ehf Express Ferðir Farfuglar Fánasmiðjan ferd.is Ferðafélag V-Barðastrandasýslu Ferðaþjónustan Breiðuvík / Látrabjarg Hænuvík Stekkaból - gistiheimili bildudalur.is Villimey Vesturfari Skrúðhamrar - gistiheimili Bjarmaland - gistiheimili Minjasafnið Hnjóti Þorpið Bjarkarholt - gistiheimili Hamraborg - gistiheimili Hótel Flókalundur Ferðaklúbbur 4x4 Ferðamálasamtök Austurlands Ferðamálasamtök Höfuðbor- garsvæðisins Ferðamálasamtök Íslands Ferðamálasamtök Norðurlands eystra Ferðamálasamtök Norðurlands vestra Ferðamálasamtök Suðurlands Ferðamálasamtök Suðurnesja Ferðamálasamtök Vestfjarða Ferðamálasamtök Vesturlands Ferðamálaskóli Kópavogs Ferðamálastofa Ferðaþjónusta bænda Félag Blómaskreyta Félag ferðaþjónustubænda Félag leiðsögumanna Félag skrúðgarðyrkjumeistara Samband iðnaðarins Fjölur ehf Flugfélag Íslands Flúðasveppir Fosshotel Fuglaverndarfélag íslands GA Tours - Golf Activity Ltd. Garðyrkjufélag Íslands Garðyrkjustöð Ingibjargar Gámaþjónustan hf GB ferðir Glugg-inn Gluggar og garðhús ehf Glófi Golfborgir Golfklúbbur Vestmannaeyja Golfleikjaskólinn Golfsamband Íslands Gosbrunnar ehf Grillbúðin Habitana House Haraldur Þráinsson Hálendisferðir Hárkarla- og ferðaþjónustan Bjarnahöfn Heklusetrið H. Jacobsen ehf, Saladmaster Hjukse Bruk - Norsk sumarhús Hljómsýn - Tivoli útvörp Hole in One Hollusta úr hafinu Hólaskóli Hópbílar Hótel Akureyri Hótel Búðir Hrein fjárfesting Hrífunes Hús og bjálkar ehf Iceland Express Iceland Excursions - Gray Line Iceland Icelandair Icelandair Hotels Indriðastaðir ehf Indus ehf Innlit húsgögn ehf Inns of Iceland Í ríki Vatnajökuls Gistiheimilið Ásgarður, Höfn. Gistiheimilið Hvammur, Höfn Farfuglaheimilið Nýibær, Höfn Hótel Höfn Gistiheimilið Hafnarnes, Höfn Árnanes, gistiheimili, veitingastaður, gallerí Gistiheimilið Hoffeli Hótel Edda , Nesjaskóla Fosshótel Vatnajökull Ferðaþjónusta bænda, Brunnhól Gistiheimilið Hólmi Ferðaþjónustan Skálafelli Ferðaþjónusta bænda Smyrlabjörgum, veitingar, BLÓMASKREYTIR 2007! HÖNNUNARKEPPNI UM UMHVERFISLISTAVERK! LANDSLEIKUR Á FERÐATORGI - YFIR 100 VINNINGAR! A llt sem er grænt, grænt finnst mér vera fal- legt.“ Einhvern veginn rifjast þessi laglína upp þegar umhverf- ismál ber á góma enda virðist græni liturinn orðinn svo mikill tískulitur í íslenskum stjórnmálum að litli Jón á Grund hlýtur að vera himinlif- andi. En þegar allir eru sammála um mikilvægi náttúrunnar, um hvað er þá deilt? Umhverfismál eru stór mála- flokkur og spanna allt frá ein- staklingi sem fer með dósir í end- urvinnsluna til stórra ákvarðana á borð við Kárahnjúkavirkjun. Þess vegna þarf ekki að koma á óvart að greina megi ólíkan tón hjá flokk- unum og reyndar hnýta þeir oft hver í annan og segja andstæðing- inn ekki eins grænan og hann þyk- ist vera. Allir flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis í vor eru hlynntir því að nýta hagræna hvata til að hvetja til umhverfisvænni lifnaðarhátta, t.d. með því að það sé ódýrara að eiga bíla sem menga minna, og eru hlynntir frekari rannsóknum á vetni og metangasi. Þá kemur fram hjá öllum að Ísland skuli standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar um að minnka útstreymi gróður- húsalofttegunda en skiptar skoð- anir eru um hvort sú sé raunin. Rík- isstjórnarflokkarnir benda á að 70% af heildarorkunotkun á Íslandi komi frá vistvænum orkugjöfum. Stjórnarandstaðan segir hins vegar að lítið sem ekkert hafi verið gert til að minnka útblástur og að Ísland eigi ekki að njóta neinna sérkjara í þessum efnum. Sjálfbær þróun og náttúruvernd Grunnstefið í stefnu Samfylking- arinnar, Vinstri grænna (VG) og Ís- landshreyfingarinnar er sjálfbær þróun og verndun náttúrusvæða, t.d. með stofnun og stækkun þjóð- garða. Allir þessir flokkar leggja mikla áherslu á að hverfa frá stór- iðjustefnunni og efla annars konar atvinnustarfsemi. Í stefnu Samfylk- ingarinnar, Fagra Ísland, kemur fram að slá eigi stóriðjufram- kvæmdum á frest meðan gerð er rammaáætlun um náttúruvernd. Hugsanlegar virkjanir fyrir stóriðju verði reistar á viðskiptalegum for- sendum, án ríkisábyrgðar, og um leið sé þeim gert að greiða sann- gjarnt verð fyrir afnotarétt á auð- lindum sem og fyrir mengunar- kvóta. Í Grænni framtíð, riti VG um sjálfbæra þróun, er hins vegar rætt um stóriðjustopp til fimm ára. Há- lendi Íslands verði svo verndað með þjóðgörðum og friðlöndum, náttúru- perlur og auðlindir séu í almanna- eign, þ.m.t. ferskvatn. Bæði Sam- fylkingin og VG vilja að Alþingi fullgildi Árósasamninginn sem hef- ur verið undirritaður fyrir Íslands hönd og með því gerðar lagabreyt- ingar sem m.a. veita almenningi og félagasamtökum lögvarða hagsmuni á sviði umhverfisréttar. Umhverfismál eru aðalmála- flokkur Íslandshreyfingarinnar en í stefnu flokksins kemur skýrt fram að hætta eigi við fyrirhugaðar bygg- ingar álvera í landinu. Nóg sé komið af stóriðju, friða eigi miðhálendið og nýta hafið á sjálfbæran hátt. Frjálslyndi flokkurinn deilir skoðun hinna stjórnarandstöðu- flokkanna um að miðhálendið eigi að vera sameign þjóðarinnar og leggur einnig mikla áherslu á vist- vænar fiskveiðar sem og að koma í veg fyrir skemmdir á hafsbotni og botngróðri af völdum veiðarfæra. Verndun hafsins og vistvænar fisk- veiðar koma fyrir í stefnuyfirlýs- ingum flestra flokkanna. Áhersla á skógrækt og landgræðslu Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn eru með örlítið aðrar áherslur þegar kemur að um- hverfismálum og innan flokkanna heyrast þær raddir að umræða um náttúruvernd hafi snúist allt of mik- ið um stóriðju. Flokkarnir leggja til að mynda mikla áherslu á skógrækt og land- græðslu þótt fulltrúar allra flokka sem Morgunblaðið ræddi við séu sammála um að skógrækt sé ekki endanleg lausn í baráttu við hlýnun jarðar. Framsókn vill að Ísland verði sjálfbært í orkunýtingu og leggur jafnframt áherslu á frekari upp- byggingu þjóðgarða og friðlýstra svæða. Hvatt er til þess að Alþingi setji lög um auðlindasjóð og greiðslur fyrir afnot af auðlindum í eigu eða forsjá ríkisins renni í hann. Sjálfstæðisflokkurinn leggur meiri áherslu á ábyrgð ein- staklingsins og telur að skynsamleg nýting náttúruauðlinda sé best tryggð með því að nýtingar- og af- notarétturinn sé í höndum ein- staklinga, þótt ríkið fari með full- veldisrétt þjóðarinnar yfir auðlindum. Þá eigi að nýta kosti einkaframtaksins við rekstur þjóð- garða, herða viðurlög við umhverf- isspjöllum og gera þjónustusamn- inga við einkaaðila um mengunar- varnir.  Græni litur kosninga Umhverfismál hafa sennilega aldrei verið eins mikið hitamál fyrir kosningar og í ár. Halla Gunnarsdóttir kynnti sér stefnu flokkanna í þessum málaflokki nú þegar græni liturinn er í tísku. halla@mbl.is Náttúruvernd Allir flokkar sem bjóða fram til Alþingis eru sammála um að Ísland eigi að standa við alþjóðlegar skuldbindingar um að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda og að æskilegt sé að nota hagræna hvata til að hvetja til umhverfisvænni lifnaðarhátta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.