Morgunblaðið - 22.04.2007, Page 34

Morgunblaðið - 22.04.2007, Page 34
umhverfismál 34 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hvað sem líður tali á há-fleygum stundum umfegurð landsins og gæði;um náttúru- og umhverf- isvernd, hrifningu útlendinga og ást okkar sjálfra á fegurðinni er ljóst að þegar til kastanna kemur er ekkert mark á þessu takandi. Þeir sem við höfum kosið til að stjórna landinu og þar með þýðingarmiklum fram- kvæmdum eru búnir að sýna það í verki og tillögum um næstu fram- kvæmdir að þeir meta náttúrufegurð til fárra fiska. Þjórsá er bæði lengsta vatnsfall á Íslandi og með þeim allra vatns- mestu. Nú hefur henni verið tekið tak uppi á hálendinu svo um munar. Þar er ekki um að ræða teljandi röskun á náttúru, en hefði vitaskuld orðið ef áformin um að ganga á Þjórsárver hefði ekki verið stöðvuð, í bili að minnsta kosti, og kom þar al- menn andúð á þeirri framkvæmd. Líklega hafa orðið tímamót vegna andstöðunnar við Kárahnjúkavirkj- un og almenningur hefur bæði ákveðnari skoðanir á þessu núna og lætur þær í ljós. Andstaða Gnúp- verja, með Má heitinn Haraldsson í Háholti í forustu á meðan hans naut við, hefur orðið þung á metunum. Núna, þegar fyrir liggja áætlanir um þrjár virkjanir í Þjórsá á svæðinu í byggð, ofan frá Haga og út að Urr- iðafossi, hafa náttúruunnendur í hreppunum meðfram Þjórsá látið miklu ákveðnar í sér heyra og stjórnmálamenn hafa sagt að þarna sé í rauninni ekkert tilefni til að taka hluta af jörðum eignarnámi. Til þessa hafa líklega fáir gert sér grein fyrir þeirri breytingu á ásýnd Þjórsár sem verður ef ráðizt verður í þessar virkjanir. Meginskaðinn yrði með tveimur virkjunum ofarlega í Gnúpverja- hreppi. Meðal þess sem þá yrði eyði- lagt er fossinn Búði, spölkorni suð- vestan við Árnes. Enginn bílvegur er Á að eyðileggja fegurð Þjórsár í b Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Breiður og fallegur Fossinn Búði í Þjórsá er afar breiður og fallegur á sinn hátt þó ekki sé hann með hæstu foss- um. Verði virkjað fáum við stíflu sem næst fossbrúninni og eftir það verður enginn Búði til. Hekla er hér í baksýn. Eftir Gísla Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.